Morgunblaðið - 13.04.1933, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.1933, Blaðsíða 8
8 2 neðstu hæðirnar í Mjóstræti 6 eru til leigu 14. maí eða jafn- yel fyr. Hentugt fyrir iðnað og íbúð. A. S. í. gefur nánari upp- lýsingar. Tvö lítil herbergi og eldhús í Hafnarfirði óskast 1. maí. Sími 9155. Geri við allan slitinn skófatnað á Grundarstíg 5. Hvergi eins ódýrt. Nuddlækningar. Fótaaðgerðir, (Pedicure). Ingunn Thorstensen, Baldursgötu 7, sími 2660. Heimabakarí Ástu Zebitz, Öldu- götu 40, þriðju hæð. Sími 2475. tslensk málverk, fjðlb>*eytt úr- ▼al, bæði í oltu og vatnslitum, Bporöskjurammar af mðrgum itærðum, veggmyndir í stóru úr- vali. Mynda- og rammaverslunin, íh*«yjngötu 11. Sig. Þorsteinsaon. Kjötfars og fiskfars heimatilbú- ið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. r heldur áfram. Mancbesler Laugaveg 40. Sími 3894. Til cgur bændanefndannnar um krtppumáiin og undiitektir bdnaðatbingsins. Fyrir Búnaðarþingið voru lögð þessi frv. frá bændanefndinni: 1. Frv. um frest á afborgunum af fasteignaveðslánum og lækkun vaxta. 2. Frv. um kreppulánasjóð. Samkvæmt frumvarpinu um kreppulánasjóð er gjört ráð fyrir, að sjóðurinn fái til umráða alt að 7 milj. kr. er aítist á þann hátt, að árlegar greiðslur Búnaðarbank- ans til ríkissjóðs, þ. e. vextir og afborganir af lánum, er ríkissjóð ur hefir lagt Búnaðarbankanum til, renni í kreppulánasjóð um næstu 7 ár, og nemur sú upphæð alls um 2 milj. kr. 5 milj. kr. á að afla sjóðnum með því, að ríkið gefi út ríkis- trygð skuldabrjef, er nemi alt að þeirri upphæð, og verði notuð til greiðslu á skuldum, sem stofnað hefir verið til fyrir áramót 1933. Brjefin skulu gefin út til 40 ára og innleysist með V4o á ári og vextirnir ákveðnir 414%. Lán úr sjóðnum sjeu veitt til 42 ára, og er árgjaldið 5 af hundraði. Tilgangur sjóðsins er, að veita þeim bændum, sem komnir eru í greiðsluþrot lán, 0g á annað borð uppfylla þau skilyrði, er fyr- ir þessum lánveitingum eru sett samkv. þessu frv., til þess að greiða nokkurn hluta af skuld sinni, gegn því að nokkuð verði eftirgefið og að hagkvæmir samn ingar takist um það, sem þá er eftir. Stjórn sjóðsins hefir milli- göngu um þetta, og úrskurðar hún, hverjir komist undir ákvæði þessi, en til þess þarf viðkomandi bóndi að geta sett sjóðnum trygg ingu fyrir láninu, og að hann að áliti sjóðstjómarinnar sje líkleg- ur til að geta rekið heilbrigðan búrekstur, eftir að hafa fengið slíka rjettingu á fjárhag sínum. Til aðstoðar sjóðstjórninni á að skipa þriggja manna nefnd í hverri sýslu, er gefur sjóðstjórn- inni upplýsingar um hag og af- komu hvers lánbeiðanda, fram- kvæmi mat á eignum 0. fl. Stjóm Búnaðarbankans hefir á hendi stjórn kreppulánasjóðs- ins. — Lánveitingum úr sjóðnum ska vera lokið fyrir 31. des. 1934. Mál þessi voru all mikið rædd í búnaðarþinginu, og kosin f jöl- menn nefnd til að athuga þau. Fylgir hjer á eftir tillaga frá nefndinni um frv. um kreppu- lánasjóð, sem samþykt var með 11 samhljóða atkv. Tillaga: „Búnaðarþingið samþykkir að mæla eindregið með frumvarpi því um kreppulánasjóð, er Bænda nefndin hefir samið og lagt fyrir Búnaðarþingið til umsagnar, og skorar á Alþingi að samþykkja frumvarpið í öllum aðalatriðum eins og nefndin hefir frá því geng- ið“. — ar að gera, að hún haldi málinu utan við flokkadeilurnar. — Jeg trúi ekki því, að stjómin hafi sagt, að hún gerði þetta mál að fráfararatriði. Fáir eru þeir, sem eru ánægðir með þessa samninga. En málið ber þannig að, að samningarnir voru samþ. í Nd. með 19:6 atkv. Þegar líta á á það, hvað gera skal til þess að fá Islendinga til að standa saman, ef þessi deild fellir samningana með fárra at- kvæða mun, þá er hinn mikli at- kvæðamunur í Nd. eigi álitlegur. En jeg held fast við það, sem jeg sagði við 1. umræðu málsins, að höfuðatriðið er, að losa okk- ur við markaðinn í Noregi. Og j eg geri mjer von um, að sameina megi menn um þessa stefnu. Nú stendur þetta þannig, að það er alveg sjerstaklega erfitt að vita, hvernig við stöndum, og hvað við getum gert til þess að losa okkur af norska markaðin- um. Þetta stendur sem sje í nán- asta sambandi við samningana við Breta. Enn verður engu um það spáð, hvað verður þar ofan á. En svo mikið vitum við, að af þeim nálega 3000 smál. af kjöti, sem við þurfum að senda á erl. markaði, höfum við eigi vissu fyr- ir nema % hluta þess kjötmagns á enska markaðinum. Við höfum von um meira þar, jafnvel að fá að halda því, sem flutt var s. 1. ár, eða alt að % hl. kjötsins. Þessi óvissa um enska markað- inn gerir það- að verkum, að við elgum svo erfitt með að taka á- kvarðanir í þessu máli. Alt veltur1 á því, hvað ofan á verður í Eng- landi. Þess vegna er þetta augna- blik svo mjög óheppilegt til þess að taka ákvarðanir, því að eng- inn veit, hvaða ráðstafanir þarf að gera. Jeg lít því svo á, að öll aðstaða heimti það, að við tökum okkur frest, uns lokið er samningunum við Breta. Það getum við gert á þann hátt, að veita stjórninni þá heimild, sem hún fer fram á, en sem hreina bráðabirgðalausn á málinu. Og jeg álít, að frestinn eigum við að nota til þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir, eftir að ensku samningunum er lokið. Jónas Jónsson kvaðst búast við, að nálega allir, utan þings og inn- an, væru óánægðir með norsku samningana, enda væru þeirneyð arúrræði. Aðal-hættan væri þó ekki sú, að yið gerðum óheppi- lega samninga fyrir 1 ár eða svo; hitt væri verra, að mcð samningun um gæfum við öðrum þjóðum for- dæmi. Aðal-hættan lægi í því, að aðrar þ j óðir færi að kref j ast svip- aðra hlunninda og Norðmönnum væri í tje látin. — Að lokum cvaðst ræðumaður gera ráð fyrir, að ekki líði langur tími, uns samn ingum þessum verði sagt upp. Enn urðu langar umræður, en fátt nýtt kom þar fram. Lakast var, að stjómin var fjarverandi óesar umr. (bundin við atkvgr. fjárl.íNd.). Var því næst gengið til atkv., og voru samningarnir samþyktir með 9:4 atkv. MeS samn. greiddu atkv.: Ingvar P, Jón J, J Þorl, Jónas J, M T, P. Magn, P Herm, E Árn og G Ól., en móti: Jak M, J Bald, Bj. Snæbj og Guðr. Lár.; H. Steinsson greiddi ekki atkv. Þar með eru samningar þessir staðfestir. En auðheyrt var á þm. efri deildar, þeim ertil málstóku, að þeir eru mjög óánægðir með samningana, og lögðu áherslu á, að þetta væri aðeins bráðabirgða lausn málsins. Útvarpið í dag: 10.40 Veður- fregnir. 11.00 Messa í dómkirkj- unni. (Síra Bjarni Jónsson). 15.30 Miðdegisútvarp. Erindi: Fram- haldslífið, II. (Einar H. Kvaran). Tónleikar. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Grammófóntónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Er- indi: Um tónlist, n. (Jón Leifs). Útvarpið á morgun: 10.40 Veð- urfregnir. 13.30 Messa úr Hafnar- firði. (Síra Garðar Þorsteinsson). 17.00 Messa í fríkirkjunni. (Síra Árni Sigurðsson). Útvarpið á laugardag: 10.00 Veðurfregnir. 12.10 Hádegisút- varp. 16.00 Veðurfregnir. 18.40 Barnatími. (Ásmundur Guðmunds son, docent). 19.05 Þingfrjettir. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynn ingar. Tónleikar. 20.00 Klukku- sláttur. Frjettir. 20.30 Leikþáttur. (Haraldur B.jörnsson o. fl.). 21.00 Tónleikar. (Útvarpskvartettinn). Grammófónkórsöngur: Lög úr „Messias“, eftir Hándel: Hefjið upp höfuð yðar, Mikið er lambið, Sjá það guðs lamb, Hallelújakór. Og dýrð guðs- Amen-kór (Kgl. söngflokkurinn í London). Til leigii úskast VINNUSTOFA (1 eða 2 herbergi) í, eða sem næst miðbænum, frá 14. maí. — Tilboð merkt „Salon“, sendist A. S. f. Ónýting fjörefna. Af því jeg sje að fyrir þinginu liggur nú frumvarp til laga þess efnis að blanda skuli alt að 20% smjöri í alt smjörlíki, verð jeg að leyfa mjer að vekja athygli þingmanna og alþjóðar á því, að ef þetta verður að lögum, þá verð- ur samtímis að reisa skorður við því, og þá líka með lögum, að ekki sje notuð nein sú feititegund til smjörlíkisgerðar, sem hafi í sjer efni, sem geta drepið og ónýtt A-fjörefnið í smjöri því, sem í smjörlíkið sje blandað. Það er auðvitað aðaltilgangur frumvarps þessa að tryggja það, að ávalt sjeu nauðsynleg A-fjörefni í smjör- líkinu svo að þeir, sem hvorki framieiða smjör sjálfir, nje hafa efni á að kaupa smjör, þurfi þó eigi að fara varhluta af hinurn mætu A-fjörefnum í daglegu við- urværi. En eins og frumvarpið nú ligg- ur fyrir, nær það ekki þessum tilgangi sínum. Og fer því enda svo fjarri, að eins og srnjörlíki nú er gert, mundi þetta verða óbrigðult ráð til þess, að drepa A-fjörefnin að fullu og öllu í öllu því smjöri, sem í smjörlíkið væri hlandað. Og smjörlíkið þvi, þrátt fyrir smjörið, jafn-fjörefna- snautt og áður. Hvernig stendur nú á þessu? Á því stendur þannig, að í smjörliki er meðal annara feiti- tegunda notuð hvalfeiti, sem með- höndluð er áður á ýmsan hátt í verksmiðjum, til þess að gera hana nothæfa til smjörlíkisgerðar. — Danir nota líka þessa hvalfeiti í smjörlíki og flytst hún hingað frá dönskum verksmiðjum, með- höndluð á sama hátt og fyrir Dani sjálfa. Fyrir nokkru gerði forstjóri rannsóknarstofu Háskólans í Kaupmannahöfn, próf. L. S. Fri- dericia tilraunir með að fóðra dýr — mýs og rottur — á ýmsum þeim feititegundum, sem til smjör líkisgerðar eru notaðar, til þess að komast fyrir um A-fjörefni þessara feititegunda- Þar á meðal var hin „herta“ livalfeiti* Yarð árangurinn viðvíkjandi hvalfeiti þessari sá, að þau A-fjörefni, sem annars eru í nýrri hvalfeitinni voru ónýtt og dauð með öllu —. og ekki nóg með það, heldur hafði meðhöndlunin á feitinni í verksmiðjunni haft þau áhrif, að nýtt efni var myndað í feitinni — einskonar „leysir“ — og reynd ist efni þetta svo banvænt öllum A-fjörefnum, að væri þessari feiti blandað í smjör — með gnægð A-fjörefna — áður tilraunadýr- unum væri gefið það, þá gagn- aðist, dýrunum ekki að smjörinu, sem A-fjörefnisfóðri. A-fjörefnin í því voru ónýt orðin og stein- dauð. Próf. Friderieia endurtók til- raunir þessar, uns hann var alveg genginn úr skugga um áreiðan- leika þeirra. Hjelt hann þá fyrir- lestur um þær í fjelagi danskra lífeðlisfræðinga. Og er fyrirlest- urinn prentaður í „Meddelelser frá Universitetets hygiejniske Insti- tut, Bind 111“ og nákvæmar skýrslur um rannsóknirnar. Þá gerði próf. Friderieia líka nákvæmar rannsóknir á svínafeiti- Og komst hann að raun um það, að svínamör og svínafeiti eru ger- sneydd A-fjörefnum. Og að þegar svínamörinn er bræddur á venju- legan hátt, þá myndast í honum efni, sem v'erður banvænt A-fjör- efnum í smjöri, ef svínafeitinni er blandað í það. Hyggur prófessor- inn sennilegt að þetta banvæna efni öllum A-f jörefnum geti mynd- ast í svínafeitinni meðan mörinn er að bráðna, fyrir áhrif súrefnis- ins í loftinu. En sjálft súrefni loftsins er A-fjörefni hættulegt á ýmsa lund. Er t. d. viðurkent að bað ónýti nokkuð af A-fjörefnum rjómans, meðan verið er að strokka. Auk þessara tveggja feititegunda. rannsakaði próf. F. líka kókos- feiti og hampfræolíu, en báðar eru notaðar til smjörlíkisgerðar. — Keyndust báðar fjörefnalausar, en gersneyddar öllum saknæmum efnum — og ónýttu því alls ekkí A-fjörefnin í smjöri nje öðrum foititegundum. Nú á krepputímum þeim, sem yfir standa, er oss neitað um inn- flutning á þurkuðum aldinum, t- d. nema af skornum skamti. En væri ekki full ástæða til þess að banna heldur innflutning og notk- un á þeim vörum, sem gagngerðar rannsóknir liafa leitt í ljós, að> eru fjörefnabanvænar, og því ó- hjákvæmilega heilsuspillir ? Að minsta kosti vona jeg, að bæði þingmenn vorir og alþjóð manna sjái nú, að það væri að gera leik til þess að ónýta A- fjörefnin í smjörinu okkar, að fyrirskipa með lögum að blanda því í smjörlíki, nema því aðeins að bannað ,sje þá um leið með lögum að nota herta hvalfeiti og svínafeiti í smjörlíkið. Og enn eitt. Bæði hert hvalfeití og svínafeiti eru talsvert notaðar í „bakstur“ — í kökur — hjer í bæ, og engum til heilsubótar, en mörgum til heilsuspillis- Og væri það þarft starf, ef löggjafar vorir vildu reisa einhverjar skorð- ut við þessu — helst með því að banna alveg innflutning á þessum óheilnæmu feititegundum. Björg C. Þorlákson. Hjálpræðisherinn. Fimtudag kL 8 síðd. opinber samkoma. Föstu- daginn langa samkoma kl. II árd., kl. 4 síðd. og kl. 8 síðd. Majór Beckett stjórnar samkom- um dagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.