Morgunblaðið - 26.04.1933, Blaðsíða 2
2
M O K G TT NT V J a » *
llazlstar og Gyðingar.
Menn eiga yfirleitt erfitt með
íið átta sig á því sem gerist í
iÞýskalandi um þesar mundir. Blöð
stjórnarandstæðinga eru annað
livort bönnuð eða undirgefin rit-
skoðun- Að eins eitt blað í Þýska-
landi, liægrablaðið „Deutsclie All-
gemeine Zeitung“, getur ennþá
leyft sjer að láta sjálfstæðar skoð-
anir í l.jósi, og þó aðeins að nokkru
leyti. Erlendir frjettaritarar eiga
á bættu. að þeim verði vísað úr
landi, ef þeir breiða út fregnir,
sem Nazistum líkar miður. Eitt af
stærstu blöðum Norðurlanda,
„Eöteborgs Handelstidning" hefir
því kvatt frjettaritara sinn í
Berlin heim — „þar sem honum
var ekki leyft að skýra frá því
sem ha.nn vissi að var satt“. Við
þetta bætist, að Nazistar þröngva
andstæðingum sínum til þess að
bera til baka ýmsar fregnir um
ástandið í Þýskalandi. -
Samkvæmt opinberri tilkynn-
íTigu frá miðstjórn Nazistaflokks-
ins eiga Nazistar að koma því til
leiðar, að sjerhver Þjóðverji til-
kynni kunningjum sínum og við-
skiftavinum erlendis, að friður og
ró ríki í Þýskalandi. Af þessum
ástæðum hafa margir Gyðingar
i Þýskalandi sent til útlanda
skeyti. þar sem þeir fullyrða, að
■skelfingarfregnirnar og kvíðvæn-
legar frjettir um Þýskalandy sjeu
ósannar. Þessi svoköluðu „Goeb-
Bels-skeyti eru flest orðuð eins,
að líkindum að undirlagi yfir-
valdanna". Af framangreindum á-
•stæðum er oft erfitt að greina á
milli sannra og ósannra fregna frá
Þýskalandi.
Frá Þýskalandi hafa að undan-
förnu borist hræðilegar fregnir
um ’ morð, ofbeldisverk, misþyrm-
íngar á föngum í fangelsunum o■'
m. fl. Nazistaráðherrann Göhring
hefir að sumu leyti gefið þessum
fregnum byr í seglin. Göhring hef
ír t. d. sagt opinberlega, að lög-
reglan og Nazistaherinn eigi held-
Tir að skjóta of mörgum en of fá-
nm skotum. Göhring hefir enn-
fremur sagt opinberlega „að það
sje ekki hlutverk lögreglunnar að
vernda 80.000—100.000 fanga í
f angelsunum' ‘.
Margar af fregnunum um of-
beldisverk í Þýskalandi eru vafa-
laust ósannar. T. d. birtu nokkur
blöð þá fregn, að Nazistar hafi
nivrt kommúnistaforingjann Thál-
mann í fangelsinu. Nokkru seinna
var erlendum frjettariturum gefið
tækifæri til að tala við Thálmann
og ýmsa aðra fanga. Föngunum
har öllum saman um það, að fregn
írnar um misþyrmingar í fang-
■elsunum væru ósannar.
Með þessu er þó ekki sagt, að
engin ofbeldisverk hafi verið
framin í Þýskalandi. Áreiðanleg
blöð víðsvegar um beim hafa flutt
fregnir um líkamleg'ar misþyrm-
Ingar og jafnvel morð á andstæð-
ingum Nazista. Þessar fregnir geta
ekki allar verið hæfulausar. Þótt
hinsvegar alt bendi til þess, að
ofbeldisveíkin hafi ekki verið
framip með vilja stjórnarinnar.
Jafnvel „Times“ talar um ógnar-
öld (terrorisma) í Þýskalandi og
flvtur nákvæmar fregnir um ýms
ofbeldisverk af hálfu Nazista. Og
„Times“ er blað, sem ekki er vant
að hlaupa með flugufregnir. M. a.
talar „Times“ um,: að margir hafi
verið teknir fastir af „privat“
persónum og að þessum mönnum
sje haldið í varðhaldi í ,,privat“
húsum í Berlin. Blaðið segir að
meðal þessara fanga sjeii heims-
frægir menn.
í seinni hluta f. m. birti Hitler
tilkynningu, þar sem hann segir
m. a- að nú verði ofbeldisverk í
landinu að hætta. Daginn eftir
skrifar hægrablað Deutsche All-
gem. Zeitung m. a., að síðan þ. 6.
mars hafi bæði í Berlin og víðar
gerst viðburðir, sem ríkisvaldið
geti ekki þolað. Blaðið talar um
ofbeldisverk, sem sjeu ekki síst
óþolandi af þeirri ástæðu að þau
hafi verið framan af 18—20 ára
gömlum skólastrákum. Blaðið læt-
ur í ljósi gleði yfir tilkyningu
Hitlers og segir að s.jerhver, sem
raski friði heimilanna skerði per-
sónulegt frelsi eða verði sekur um
aðrar refsingaverðar athafnir,
verði framvegis afhentur lögregl-'
unni. Og nú eigi lögreglan að fá
tilkynningu um þá staði, þar sem
„pólitískum föngum“, handtekn-
um af „prívat“ persónum, sje
haldið í várðhaldi. Þanuig tálar
blað, sem er nákomið einum af
stjórnarflokkunum í Þýskalandi,
nefnil. ])ýsk-nationa!a flokknum.
Bæði framannefnd tilkynning. Hitl
ers og ummæli Deutsche Allgem.
Zeitnngs bera vott um að fregn-
irnar um ofbeldisverkin í Þj'ska-
landi hafa ekki verið algerlega
hæfulausar.
Nazistar hafa árum saman sáð
hatri í garð Gvðinga. Það má því
telja víst að ofbeklisverkin í
Þýskalands hafi ekki síst bitnað
a Gyðingum. Flótti margra Gyð-
inga frá Þýskálandi bendir til þess
að svo hafi verið- — í lok f. m.
sagði enski stjórnipálamaðurinn
Tíobert, Oecil lávarður í ræðu:
„Þýski sendiherrann hefir full-
vissað mig um, að stjórn Hitlers
ætli að binda enda á ofbeldisverk-
ííí gegn Gyðingum“. — Nokkru
Bandaríkjanna yfirlýsingu um
Gyðingamálin í Þýskalandi. Þar
er sagt, að „líkamlegar misþyrm-
ingar hafi átt sjer stað um. tíma“,
en nú sje bundinn endi á þetta.
Þarna er vafalaust skýrt rjett
frá.
Sumstaðar erlendis hefir án efa
verið' gert of mikið úr Gyðinga-
ofsóknunum í Þýskalandi. Sam-
kvæmt, Nazistablöðum hafá erlend
blöð breitt út þær freguir, að
liendurnar hafi ýerið höggnar af
handteknum Gyðingum, margir
liafi verið myrtir og brvtjuð Gyð-
ingalík liggi í hrúgum t Spree.
Þessar og svipaðar fregnir eru
án efa reifarasögur. Annars er
ekki kunuugt í hvaða bliiðum Naz-
istar hafa lesið þessar fregnir.
Fregnirnar um Gyðingaofsókn-
irnar vöktu rnikla gremju meðal
Gyðinga erlendis; margir þeirra
komu sjer saman um að kaupa
ekki þýskar vörur.
I lok mars. ákvað miðstjórn
Nazistaflokksins þýska að útiloka
Gyðinga í Þýskalandi frá öllum
viðskiftum- Flokksstjórnin skoraði
því á alla Þjóðverja, að hætta
öllum viðskiftum við Gyðinga,
bæði kaupmenn, lækna, lögfræð-
inga og aðra Gyðinga frá 1. apríl
kl. 10 árd. að telja. Nazistaflokks-
stjórnin sagði, að þetta væri varn
arráðstöfun vegna rógburðarins
um Nazista erlendis. Af Nazista-
blöðum má þó sjá, að ástæðurnar
til þessara ráðstafana voru að
minsta kosti meðfram aðrar. „Oll
neyðin og vandræðin í Þýskalandi
eftir stríðið eru Gyðingunum að
kenna“, skrifar „Der Angriff“,
blað Goebbels, 28. f. m- Að undan-
förnu hafa Nazistar hvað eftir
annað bi-ýnt fyrir þýsku þ.jóðinni,
að ósigur Þjóðverja í heimsstyrj-
öldinni, byltingin í Þýskalandi
haustið 1918, og öll vandræðin
eftir stríðið sje alt. saman verk
Gvðinganna,-
í Þýskalandi eru alls um 650
þúsuncl menn og konur af Gyð-
ingaættum, þar af 100 þúsund
kristnir. Forfeður margra núlif-
andi Gyðinga í Þýskalandi hafa
flust þangað fyrir mörgum manns-
öldrum.
Nazistar berjast á móti Gyð-
ingum fyrst og fremst af þjóð-
ernislegum ástæðiim. Eitt aðalat,-
riðið á stefnuskrá Nazista hefir
lengi verið það, að eingöngu fólk
sem er þýskt að þjóðerni, geti
notið ríkisborgararjetts í Þýska-
landi. Atvinnusamkepni er önnur
aðalástæðan til baráttunnar á
móti Gyðingum. A keisaratímanum
liöfðu Gvðingar í reyndinni ekki
aðgang að ríkisembættum, en
þeir fengu það eftir byltinguna,
1918. Nazistar vilja aftur meina
Gyðingum aðgang að ríkisem-
bættum. Þar að auki vilja Naz-
istar draga úr atvinnuleysinu
meðaí lögfræðinga og lækna, sem
eru þýskir að þjóðerni. Nazistar
vilja enn fremur útiloka Gyðinga
frá öðrum atvinnurekstri, einkum
verslunarrekstri. Hin stóru Gyð-
inga-vöruhús eru nefnilega hættu-
legir keppinautar smákaupmann-
anna, en margir þeirra eru fylg-
ismenn Nazista.
Viðskiftin við Gyðinga í Þýska-
landi voru aðeins stöðvuð einn
dag. Svo afturkallaði flokksstjórn
Nazista viðskiftastöðvunina. Það
er sagt, að Schacht ríkisbankastj.,
Neurath utanríkisráðherra og
amerískir fjármálamenn hafi var-
að Hítler við að halda henni á-
fram, því að húu mundi valda
mikilli truflun í atvinnulífi Þjóð-
verja., hafa óheppileg áhrif á ut-
anríkisverslun og fjármíál þeirra
••: yfirleitt skaða Þjóðverja er-
lendis. Það hefir mælst illa fyrir,
að Nazistar hafa „æst stórþ.jóð
upp á móti1 varna.rlausum minni
hluta“, eins og Times kemst að
orði. í enska þinginu hefir Sir
John Simon, utanríkisráðherra,
lýst yfir því, að öll enska þjóðin
fordæmi atferli nýju þýsku vald-
hafanna gagnvart Gyðingum-
Með afturköllun bannsins gegn
viðskiftum við Gyðinga í Þýska-
landi er barátta Nazista á móti
Gyðingum langt frá lokið. Flest-
um embættismönnum af Gvðinga-
ættum hefir verið vikið frá em-
bættum. Gvðingar reknir frá öll-
um blöðum og leikhúsum og fram
vegis mega að eins vera 35 mál-
færslumenn af Gyðingaættum í
Berlín (liingað til um 2000). —
Og nú á að takmarka aðgang
Gyðinga að æðri skólum.
Vafalaust sjer Hitler um, að
„ekki verði skert eitt hár á höfði
Gvðinga“, en smátt og smátt
verða þeir sviftir öllum tilveru-
möguleikum í Þýskalandi.
Khöfn í apríl 1933.
P.
Stysta leiðin til sigurs-
Það er nú margt sem bendir á
vaxandi áhuga fyrir starfi Slysa-
varnafjelagsins. Manni liitnar þeg-
ar t. d- Siglfirðingar róa heilan
róður, allir, til ágóða fyrir slysa-
varnir, eða þegar fleiri hundruð
manns ganga í fjelagið eins og
Isfirðingar. Margt fleira mætti
telja. Alt þetta ber vott um mann-
ilð og menningu, og .skilning á
þeim kjörum sem. „glímukapparn-
ir“ eiga við áð búa, gagnvart
gamla Ægi.
Þá hefi jeg og sjeð, að minsta
kosti eina grein um framtíð fje-
lagsins, frá Dan. Dan. Hún sýnir
áhuga og samúð í ríkum mæli. Á-
stæðan til að jeg rita þetta grein-
arkorn, er þó þessi grein, það er
sú leið, sem greinarhöf. ætlast til
að farin verði til fjáröflunar
Slysavarnafjelaginu. Jeg er nefni-
lega á móti henni. Þetta má ]>ó
ekki skilja svo, að jeg sje á móti
því, að skip og bátar eða skip-
verjar greiði eitthvað til fjelags-
ins, þvert á móti, og jeg veit að
margir hafa. gert það og gera það
ekki síður hjer eftir. Nei, en jeg
vil ekki, fyr en í síðustu lög, að
nokkuð sje lögboðið í þessu efni.
Skal jeg hjer gera þess nánar
grein.
Þegar búið væri að lÖgbjóða
þetta, þá ér viðhorf almennings til
málsins orðið alt annað. Þá verð-
ur hætt að bera málefnið og þessa
þörf eins fyrir brjósti. Hlýja og
sa.miíð þrýtur. f stað þess fer
fólkið að gera aðeins kaldar kröf-
ur til ríkisins um fjárframlag.
Löggjafarnir stympast. eða heyra
ekki og sjá. Og svara. ef þeir
svara nokkru, að peninga til þessa
hafi þeir ekki til, fram yfir það
litla sem þeir nú af rausn sinni
láta. Þannig verða smátt og smátt
aðeins gerðar kröfur, sem aldrei.
verða nema að nokkru leyti upp-
fvltar. Þar afleiðandi verður ]>á
og líka miklu minna gert en
vera bæri og með þyrfti. Enda
hefir ríkið nú í nógu mörgu að
vasast.
Hins vegar held jeg að frjáls
starfsemi verði. — ef við erum
ekki alveg dauð — lífæðin í þessu
slarfi, og að slík fjáröflun verði
vissasta leiðin og fljótvirkasta og
farsælasta, þessu máli til
framdráttar. Og aðeins með því
starfi verður þetta ahlrei eins og
köld og dáuð vjel, því dauðinn
felst altaf fyrst óg fremst í því
að gera kröfur til annara, en
aldrei sjálfs síh. En þar sem líf
er, er líka starf, og gagnkvæmt.
Og það fer ekki hjá því að slíkt
verður mörgum til bjargar.
Þá er þó ótalinn mesti vinning-
urinn. Ef það sýnir sig. sem ma.rgt
bendir til, að þjóðin ætli marg-
víslega með ráðum og dáð, að
taka að sjer þetta mál, þá er al-
veg víst. að ekki verður útbúið
betra vopn til að sækja fje í rík-
kona Magnúsar Sigurðssonar
bankastjóra andaðist í gær úr
lungnabólgu, eftir stutta legu-
isfjárliirsluna. Því það er eini lyk-
illinn sem að henni gengur í þessu
efni. Því megið þjer trúa. Því ef
löggjafarnir láta ekki af hendi fje
i þessu augnamiði, það sem ávant-
ar, eða svo eitthvað megi gera,
þegar þéir hafa sjeð að almenn-
ingur hefir ekki legið á liði sínu,
jeg segi, ef þeir ekki þá sýna
drengskap, þá: eru þeir á „sínum
stað“ fyrir sjálfa sig en ekki
þjóðina. Munið, að við komumst
ekki nógu langt ofan í ríkissjóð-
inn, nema að safna sjálfir. Þannig
verðum v.jer að ,,mana“ hann t.il
að leggja á móti-
Þetta er stysta leiðin til sigurs.
Akranesi, 16. mars 1933.
Ól. B. Björnsson.
Fiðluhliómleikar.
Lilli Poulsen og Einar Sigfússon,
Annað kvöld ætla þau Lilli
Poulsen og Einar Sigfússon að
lialda fiðluhljómleika í Gamla Bíó,
eins og auglýst var hjer í blaðinu
í gær. Það mun engin þörf á að
kynna Einar fyrir bæjarbúum, svo
vel var honum tekið í fyrravetur,
enda voru hljómleikar hans með
slíkuni ágætum. Hann hefir síðan
stundað nám hjá kennara sínum,
Gerliard Rafn, og þarf ekki að
efa að hann hafi tekið þeim fram-
förum, sem vænta, má af vel gefn-
um og áhugasömum listamanni-
Ilngfrú Lilli Poiilsen er öllum
ókunn hjer, enda kemur hún nú í
fyrsta sinn hingað til lands, en í
Kaupmannahöfn hefir hún getið
sjer góðan orðstír, þótt ung sje.
Ilún gekk fyrst á tónlistaháskól-
ann, en hefir síðan stundað nám
hjá fiðlusnillingnum Max Schlúter,
en hann var nemandi próf. Joa-
chims, hins víðfræga. Ungfrúin hef
ir oft leikið opinberlega í Kliöfn,
síðast á hljómleikum ungra tón-
listamanna í janúar síðastliðnum
og fekk þá mikið lof fvrir (m. a.
af Hugo Seligmann í Politiken 26.
jan).
TTngfrúin og Einar leika annað
kvöld sína sónötuua hvort (eftir
Handel og MoZart), en bæði sam-
an Concert fyrir 2 fiðlur og píanó
eftir Vívaldi. Auk þess leikur Ein-
ar hinn fagra fiðlukonsert Mend-
elssohns.
Frú Valborg Einarsson aðstoðar
við hljómleikana-
Fiðluhljómleikar gerast nú
sjaldgæfir hjer í Reykjavík, svo
að ætla mætti að fólk noti nú
betta einstaka tækifæri til að
lievra svo ágæta listamenn sem
þau Einar og unnustu hans, Lilli
Poulsen. Enginn mun sjá eftir
kvöldinu því.
— Fiddi minn, nú er kominn
tími til þess að þú farir a.ð sofa.
Allir hænuungarnir eru farnir að
sofa fvrir löngu.
— Já, og gamla hænan líka.