Morgunblaðið - 30.04.1933, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 30.04.1933, Qupperneq 7
M O R G T' N B M 7 fjdrmáL Inngangserindi Magnúsar Jónssonar á Lands- fundi Sjálfstæðisflokksins 24. apríl 1933. Ýmsum hefir fundist það á umdanförnum árum, eða áratug jafnvel, að það væri í raun og veru ekki ýkja mikið, sem skildi Sjálfstæðismenn og Framsókn, þó að þessir flokkar stæðu sem höf- uðandstæðingar í landinu. Dálítið liefir verið til í þessu. Framsókn liefir sem sje verið svo stefnulaus flokkúr, að liann liefir haft margt sameiginlegt með öllum flokkum. Fnda mun það sjást áður en lýkur, að innan þess flokks hafa verið römmustu andstæðingar í st.jórn- málum, andstæður, sem hafa hangið saman á stefnuleysi flokks- ins og þeim persónulegu og pólit- ísku hagsmunum, sem nú einu sinni fylgja því, að vera í flokki, sem á öflugt þinglið. En hvað sem er um sameiginleg æinkenni okkar og Framsóknar, «g úr þeim skal jeg ekkert, draga, l>á er það víst, að í einu megin atriði hefir stórlega borið á milli, og það er í meðferð fjármálanna. í>að er óskapar munur sem fram kemur, þegar litið er á stjórnar- ferla þessara flokka, annarsvegar árin 1924—27, og hinsvegar 1928 —31, Jeg held, að jeg verði að minnast ofurlítið á þennan sam- anburð, þó að það hafi oft áður -verið gert- Arið 1924 taka Sjálfstæðismenn við, úr höndum samsteypustjórn- ar, þar sem meiri hluti st.uðnings- liðsins og f jármálaráðherrarnir voru úr Framsókn. Þeir tóku við þeim óskaplegast.a fjárhag, sem fram að þeim tíma hafði þekst, frá þvi að landið fekk umráð sinna eigin mála. Skuldir voru þá, reiknaðar í íslenskum krónum um '22 miljónir, og alt á hraðri ferð niður á við, stjórnlaust og vit- laust. Forráðamennnnír vissu að vísu, að alt var á ógæfuvegi, en þeir höfðu ekki nokkur fök á því og ljet.u reka á reiðanum. Tvö ■dæmi vil jeg nefna, er sýna, hve mikið ráðleysi og fálm var í Framsóknarherbviðunum tim þess- ar mundir. Annað er deilan um ..fjáraukalögin miklu“, sem lcöll- uð voru, þar sem Tíminn rjeðist af grimd mikilli — eins og hans var von og vísa, því að liann liefir alla tíð verið mannýgur — á Mágnús Guðmundsson fyrir um- framgreiðslurnar, sem fram komu á þessnm fjáraukalögum. En hitt var skýrsla fjármálaráðherra Framsóknar um halla undanfar- inna ára 1923. Hann kvað halla þennan vera , £>:%—8y> miljón „eftir því með hvaða tölum væri reiknað", en þessi halli reyndist fullar 11 miljónir. Fvrra dæmið sýnir, að sökin var lögð á alveg rangan stað. Það sem var sök þingsins 1919 var gert að árás- arefni á rá.ðherra, sem einmitt hafði þá. 1921, gert harðar ráð- stafanir til bess að bæta úr mis- fellnnum með nýrri skattalög- ■gjöf. En hitt dæmið snýir, að alt yfirlit vantaði. En hvortt.veggja leiddi til þess, að alt draslaðist táfram. 1 þessu ódæma sukki tók hinn flokkurinn stjórnina, og nú skifti alveg um. Á 4 árum var öllu kipt í lag. Skuldirnar voru borgaðar niður svo, að vaxtabyrðin ein lækkaði um meira en hálfa miljón. Allar þessar skuldir, hengingar- víxlar og óleyfilega gripið fje úr opinberum sjóðum, var greitt upp í topp. Og svo nákvæmlega var þetta framkvæmt, að skattar þeir, sem á varð að leggja, til þess að koma þessu í framkvæmd, voru í lok kjörtímabilsins færðir niður. Afnumdir með öllu voru tollar á tunnum og kornvörum, og 25% gengisviðaukinn á vörutoll- inum, og lækkaðir tollar á nauð- synlegustu vörum framleiðslunn- ar öðrum, kolum, olíu og salti, og ennfremur var dregið að mikl- um mun úr verðtollinum- 1 þakklætisskjmi fyrir þetta, þóknaðist kjósendunum að láta þennan flokk fara frá, og setja aðra menn að stýrinu. Og nú skifti aftur um. Raunasaga ár- anna 1928—1931 er með ])eim hætti, að best væri að þurfa ekki að rifja hana upp. En í skugga þessarar f jármálastefnu sitjum' við enn. Og fjárkreppan, sem nú' er mest um talað, er að mjög miklu leyti einmitt þessi skuggi frá fjármálastjóminni 1928—31. Þvert á móti ráðleggingum og öllum skynsamlegum útreikning- um, var byrjað á því 1929, að keyra skattana á ný upp úr öllu valdi. Við atvimiuvegi, sem voru þá að komast undan harðri hendi kreppuáranna. 1926—27, var þetta gersamlega óforsvaranlegt athæfi. Með þessu voru píndar út á 3 næsht árum 15 miljónir króna um- frarn áætlun fjárlaga- En látum þó vera, ef þetta hefði verið það eina, og ef þessu mikla og harkalega fengna fje hefði nú verið varið til þess að borga enn skuldir, og koma landinu á þann lieilbrigða grundvöll, að búa skuldlaust. En það var nú eitthvað annað. Ollu fjenu var eytt. f árum, þegar næg var atvinna og innflutningur þvi gífurlegur, spenti það opinbera allar framkvæmdir sínar upp úr því, sem þekst hafði áður. Og þrátt fyrir þessar miklu umfram- tekjur, og þrátt fvrir það, þó að þær væru allar látnar ganga í eyðslu, þá var aldrei til skilding- ur til neinna sjerstakra stórfram- kvæmda. Til allra slíka hluta þurfti að taka ný lán. Til þess að leggja Landsbankanum stofn- fje þurfti lán. Til þess að bjarga Útvegsbankanum þurfti lán. Til Síldarbræðslust.öðvarinnar á Siglu firði, til Landspítalans, til \it- varpsstöðvarinnar, til símastöðv- arinnar, til Arnarhvols, til Súðar- innar, til Reykjatorfukaupa, til alls þurfti nýtt lán. Það var eins og þessar 15 miljónir, sem flæddu inn í ríkissjóðinn umfram áætlun, væru orðnar gersamlega að engu. Um 15 miljóna lán þurfti að taka á þessum árum. Og í þessari súpu sitjum við nú, svo að segja óbreyttri. Fvrir þessa ráðsmensku þakk- aði þjóðin með því, að fá þessum flokki stórum aukið fylgi á þingi. Að vísu er það ranglátt kosninga- fyrirkomulag, sem þessu hefir valdið að nokkru leyti, en þó eng- an veginn algerlega. Framsóknar- flokkurinn jók fylgi sitt mjög mikið á þessu tímabili. Þessi tvenn tímabil 1924—27, sem íhaldsflokkurinn rjeði, og 1928—31 þegar Framsókn rjeði, eru enn sambærilegri vegna þess, að á báðum hagaði svipað til um árferði. Bæði hefjast með góð- ærum og enda í kreppu. Að vísu má segja, að síðari kreppan hafi oi'ðið harðari en sú fyrri, en móti því vegur fullkomlega aðstöðu- munurinn þegar við var tekið- íhaldsflokkurinn tók, eins og jeg lýsti áðan, við öllu í skuldafeni og sukki, en Framsókn tók við litlum skuldum og öllu í ágætasta lagi. Og munurinn liggur ekki í neinu kraftaverki eða undri, held- ui í muninum á fjármálameðferð í góðærunum. Það er einmitt í gó.ð- ærunum, sem á fjármálaþroskann reynir, hvort heklur er fyrir rík- isstjónir, banka eða einstaklinga. Það er hrapallegur en alls ekki óvanalegur misskilningur að liaída að sjerstaklega reyni á fjármála- stjórnirnar í erfiðleikunum. Auð- vitað er starfið þá. einnig vanda- samt, og það er þreytandi og mæðusamt á vondum tímum. En reynslan sýnir, að mæðan stafar nálega æfitílega frá ógætni og fyrirhyggjuleysi góðn áranna. — Jósep í Egiptalandi hefði lítið gagn gert með ópum og and- vörpum þegar hallærið var byrj- að, en hann bjargaði þúsundum manna með því, að kunna að stjórna í góðærinu. Bankar mundu minna tapa. á krepptímunum, ef þeir ljetu ekki hyllingar góðær- anna villa sjer sýn. Og munurinn á þessum tveim tímabilum stafar einmitt af gerólíkri fjármeðferð í góðærunum, sem komu fyrst á þessum tveim tímabilum. í góðærunum 1924—25 sópuð- ust tekjur umfram áætlanir inn í ríkissjóðinn. Þá var næg atvínna í landinu og ríkisstjórnin ljet sjer ekki til hugar koma, að láta fjeð ginna sig til aukinna framkvæmda. Það var farið með miljónirnar og borgaðar með þeim skuldir. Þeim var safnað í kornhlöður. Þegar svo kreppan harða skall yfir 1926 —27 voru gjöldin orðin lægri, og fullir sjóðir fjár. Þá voru fram- lcvæmdir auknar án nýrra álagn- inga. Ríkissjóðurinn þoldi prýði- lega að fá halla ofan á auðsafnið á undan. Og atvinnuvegmn og ein- staklingum var rejmt að flevta yfir kreppuna með hækkuðum sköttum. í góðærumim 1928—30 var farið þveröfugt að, eins og áður hefir verið frá skýrt. Fjenu var hent út og verkin látin tala. Ollu varð að offra á altari flokksfylgisins. Svo kom kreppan og þá er ekk- ert til. Framkvæmdir hætta. — Skuldir herða að. Og atvinnuveg- mn á að hjálpa með hækktíðmn sköttum. Atvinnuleysi eykst stór- um og kommúnistum vaxa vængir. — Ríkislögreglu verður að komá á fót, og kosta til hennar stór- fje. Alt er þetta vegna illrar og skammarlegrar fjármálastjórnar í góðærunum 1928—30. Frá þeim1 árum hefði verið hægt að eiga fulla sjóði fjár eða mjög lágar skuldir, og halda þó við þeim framkvæmdum, sem við í okkar fámenni getum vænst að haldið sje uppi. Þessi tvö tímabil eru svo lær- dómsrík, að saga þeirra verður seint of vandlega brýnd fyrir mönnum, því að hún sýnir ekki aðeins hvað af mismunandi fjár- málastjórn leiðir, heldur sýnir hún líka, því miður, livað þjóð vor er enn óþroskuð og, skamt á veg komin í því, að kunna að dæma um stjórnir sínar, og hefir þar af leiðandi litla möguleika til þess að liafa jafnan hina bestu menn við stjórnvölinn. En nú hefir breyting orðið á þessu. Jeg skal rekja tildrög þess, því að það er alt annað mál. En hvernig er ástandið nú og fjár- málastjórnin ? Menn .virðast vfirleitt ánægðir. Það er eins og bylur hafi dottið af húsinu. Yarfærni og hæglæti er komið í stað botnakastanna. Yarðskipin ganga ekki lengur með j ströndum fram flytjandi ráðherra og hirð hans. Stjórnarráðsbílunum er hætt að fjölga. Sakamálahöfð- anir gerast fágætari, og það er sagt, að erfitt sje að fá vel borgað starf hjá stjórninni. En í raun og veru er þetta lítið að marka, því að bæði bregður mönnum nú við eftir ósköpin, svo að jafnvel ljeleg fjármálastjórn gæti þótt bærileg eftir afleita. Og svo hefir nú kreppan gerst fjármálaráðherra að hálfu eða meira. Á hinn bóginn afsakar það nú- verandi stjórn að liún situr í kvik syndi því, sem henni var í arf gefið af hinni fráfarandi, og eng- inn ætlast til að hún geti þurkað það eða brúað á svipstund. Enda er ástandið sannast að segja af- leitt. Gjöld ríkisins eru afarhá. Eftir vfirliti fjármíSaráðh. hafa þau alls numið á árinu 1932 kr. 13.732.000 með afborgunum og fyrningum, en tekjur hafa verið alls kr. 11.483.000 og greiðsluhaUi ársins því orðið kr. 2.249.000. En sjeu taldir aðeins rekstrarliðir reikningsins, er hallinn á þjóðar- búskapnum kr. 1.256.000. Það er þó liin 'upphæðin, 21,4 miljón, sem reikna verður með, þegar um rekstur þjóðarbúsins er að ræða, því að það em þau gjöld, sem irna þarf af liendi. Sje reikningur ársins settur upp til samanburðar Við landsreikn- inginn á undan, kemur í Ijós, að gjöld ársins hafa lækkað um kr. 2.161.000, og sýnir það, að stjórnin hefir haft hug á að draga úr útgjöldunum. En hjer er ekki hægt' um vik. Yerkin frá fyrver- andi stjórn halda sem sje áfram að tala eftir dauða hennar- Vextir af skuldum eru nú t. d. rjett að segja 1% miljón króna, og er það hroðalegur baggi á kreppu- tímum. Yæri aðeins þessi liður skaplegur, eða svipaður eins og þegar fhaldsflokkurinn slepti taumunum 1927, mætti sennilega komast að mestu af mi án nýrra skattaálagninga til kreppuráðstaf- ana, og það mundi margur geta þegið eins og nú er ástatt. Þá tala Okkar fallegfa klæði, sumar- hanskar, sportsokkar allar stærðir, karlmannanærföt, manchettskyrtur og bindi, lakaefnið á 2.75 í lakið. Manchesler Laugaveg 40. Sími 3894. Isl. viirur: Kúluspil frá 5.50 Lúdó á 2.90 Jó Jó frá 0.86 Dúkkudívanar 7.50 Barnabílar frá 1.75 Dýr ýmiskonar frá 1.50 ísl. flögg: frá 1.75 Hjólbörur 3.00 Hermenn frá 0.05 Bankastræti 1L og ýmsar stofnanir, sem erfitt er undir að rísa í kreppunni, en líka er erfitt að losna við. Skðtar og útvarp og vegir; alt er þbtla gott og blessað að eiga, en nær er skinnið en skyrtan, og þegar að því dregur, að menn eiga erfrfct, með lífsnauðsynjar og afkomu, þá kemur í ljós, að jafnvel í öfhm svo þarfra hluta verður að gætn hófs. Það verðuit að sjá fy1*ir þVí, að ekki sje meira af slíku tekB en risið verður undir. Það er lílito’ gott fyrir mann að hafa rúmt pg gott hiisnæði, en samt verður hapr og einn að sníða það eftir fjw- hagsgetn, því að áðrar þarfir kalla líka að. Eins og jeg gat um áðan, hefir stjórnin ekki getað staðið stramn af þjóðarbúinu með öðru ntúti útí því, að liækka skuldirnar. Þær voru í árslok 1931 kr. 39.393.006, en í árslok 1932 kr. 40.927.000 og liafa því hækkað á árinu um' rúmlega iy2 miljón króna (kr. 1.534.000). Er hjer aðallega um að ræða innleud bráðabirgða Mn hjá bönkum. Það sem mjer virðist helst haf» á skort hjá stjórninni er þáð, að hún hefir látið dankast með of- miltinn kostnað við ýmsar af ríkisstofnunum þeim, sem hrófað hefir veTÍð upp á síðari árum. Er öll sú starfsemi orðin geisimikið bákn, og við þessar stofnanir starf ar fjöldi manna á miklu hæTri launum en annars er greitt af ríkinu til embættís- og trúnaðar- manna þess. Hefi jeg heyrt, áð f járveitinganefnd Neðri deildar sje með mál þetta til meðferðár, og er vonandi, að henni takiíi jfetð ná þarna verulegum spamaðl, ef á annað þorð á að dragast með alla þessa starfsemi áfram. Framh.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.