Morgunblaðið - 28.05.1933, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.05.1933, Blaðsíða 8
8 MO R G MBLAÐIÐ ...n mn -t. ii■ nmmrnesmmrmmmm Bakaraf PUT* Höfum fengið nýjar birgðir af hinu heimsfræga Álaborgarrúgmjöli og hálfsigtimjöli. |§pligííp** Það er margsannað, að betri mjöl- vörur eru ófáanlegar. Kaupið það eingöngu, því það er hvorutveggja gott og ódýrt. H. Beneti i son & Go. Sími 1228 (4 línur). hvað fjársöfnunin til hennar gekk vel í Reykjavík, þurfti ekki á þeirra fje að halda, svo þeir ákváðu að nota sína fjár- söfnun til þess að byggja í sumtvr brú yfir Klifanda og Hafursá, sem eru vatnsföll vest- arlega í Mýrdal. Á að veita þessum vatnsföllum saman og brúa bæði í einu lagi austur undan Pjetursey. Mun sú brú kosta um 70 þús. kr. Lána V.-Skaftfellingar rík- inu það fje, og er því að miklu leyti safnað af Gísla Sveinssyni sýslumanni. Þegar þessum tveim- ur torfærum er rutt úr vegi, er ekki nema ein höfuðtorfæra eftir, alla leið austur í Fljóts- hverfi — austur undir Skeið- arársand — og er það Múla- kvísl á Mýrdalssandi vestan- ve^Sum. I sambandi við brú á Múlakvísl, verður einnig að br’úa Kerlingadalsá í Mýrdal, og leggja ca. 10 km. langan veg milli brúnna og niður í Fagradal. Er áætlað að báðar brýrnar pg vegurinn kosti um 120 þús. krónur. Nú hefir hr. forstjóri A. V. Tulinius, fyrir forgöngu manna úr fjársöfnunamefnd Markar- fljótsbrúarinnar í Reykjavík, útvegað lán, 120 þús. kr. til þessara framkvæmda hjá lífs-j ábyrgðarfjelaginu Thúle, sem' hann er umboðsmaður fyrir; hjer á landi. Ríkisstjóminni og þingm. V.- Skaftfellinga var það mikið á- hugamál að fá lán þetta, svo samgöngurnar austur yrðu ó- .litnar og kæmu að fullum not- um. Og til þess að fá heimild Alþingis til þessarar lántöku, flutti atvinnu- og samgöngu- málaráðh. þingsályktun, sem samþykt hefir verið í einu hljóði í báðum deildum. Verður því tafarlaust byrjað á framkvæmd um þessum þar eystra. Þegar búið er að byggja all- ar þessar brýr, og vegina í sam- bandi við þær, lengist óslitin bílfær leið austur um ca. 200 km. Næsta stórskrefið í sam- göngumálum á landi á að vera bað, að tengja saman Norður- og Austurland með bílvegi úr Axarfirði um Möðrudalsöræfi, og Jökuldal, á Fagradalsbraut. Væntanlega verður þetta gert þegár á næsta sumri. í sambandi við þessi sam- göngumál, er ekki hægt að kom ast hjá að geta þess, hversu afar ólíkt hin erlendu lífsá- byrgðarfjelög er hjer á landi starfa, hafa vikist við að lána fje til þessara mikilsverðu sam- göngubóta, fje sem landsmenn sjálfir greiða þeim í iðgjöld, og þau verða vitanlega að ávaxta að miklu leyti. Thule og Danmark hafa lán- að það fje er þau voru umbeðin samstundis, — en Statmnstal- ten, Andvaka og Nye danske, hafa ýmist ekki svarað, eða svarað neitandi tilmælum um smálánsupphæðir til þessara framkvæmda. Slík framkoma virðist dálítið óviðfeldin, og eigi vel til fallin að auka vinsældir. A. J. J. 5amkepni Tímans- Skúli Guðmundsson endurskoð- andi Sambands íslenskra sam- vinnufjelaga hefir vakið á sjer sjerkennilega eftirtekt með smá- grein er hann skrifaði í Tímann þ. 6. maí. Greinin heitir ,,Sám- kepnin lifi“, og fjallar um 14. grein frumvarps er fyrir Alþingi liggur, „um vamir gegn órjett- mætum verslunarháttum1 ‘. Grein þessa birtir Sk. G. í blað- inu. og er hún svohljóðandi: „Nú hefir framleiðandi eða heildsali sett á vörutegund, eða upprunalegar umbúðir hennar, ákveðið smasöluverð, og er þá — svo fremi tilgreint verð ekki veiti útsölumanni ágóða, er fer fram úr 25% af innkaupsverði — bann- að að selja vöruna eða bjóða fram í smásölu við lægra verði, nema leyfi viðlcomandi framleiðenda eða heildsala eða önnur heimild komi til, eða salan falli undir 1. máls- grein <5. gr., eða varan sje seld notuð eða. skemd. Brot gegn á- kvæðum þessum varðar sektum alt að 4000 kr.“ f 1. mgr. 5. gr. frumvarpsins eru ákvæði um útsölur (skyndi- sölur). Út af þessari 14 grein í fram- vai?pi leggur svo endurskoðandinn með þessum orðum: „Grein þessi talar skýru máli. Það er tilgangurinn með henni að tryggja smákaupmönnum minst 25% ágóða af þeim vörum, er þeir- selja. Komi það fyrir, að einhver verslun vilji gera sig ánægða með minni álagningu, t. d. á einhverja nauðsynja vörutegund, þá vilja. liöfundar þessa frumvarps, að til sjeu lagaákvæði, sem geri mögu- legt að banna slíka nægjusemi.“ Þeir munu fáir vera, sem geta talað með jafn kaldri óskamm- feilni gegn betri vitund, eins og endurskoðandi þessi. Grein hans, eða ummæli tala skýru máli um það. Hin t.ilvitnaða frumvarps- grein miðar að því, eins og hver heilvita maður sjer, að vernda neytendur gegn óhóflegri álagn- ingu. Með því að gefa framleið- endum rjett til að ákveða útsölu- verð framleiðsluvaranna, „svo fremi tilgreint útsöluverð ekki veitir útsölumanni ágóða, er fer fram úr 25%“. Er h.jer verið að koma í veg fyrir að álagningin verði nokkru sinni. hærri en því nemur. Þ.e.a.s. til þess að fá vernd þessarar greinar má álagningin ekki fara yfir 25%. Með því vinst, að fram- leiðendur sjá sjer hag í því að einskorða útsöluverð með lítilli álagningu, en um leið er útsölu- manna hagur sá, að varan sje seld alls staðar með sömu lágu álagningu. En þessi endurskoðandi á versl- unarsviðinu gerir sjer hægt um hönd og skrifar grein í Tímann, þar sem hann snýr öllu við, og segir, að verið sje að tryggja smá- kaupmönnum minst 25% ágóða(!) Hin umrædda frumvarpsgrein miðar, eihs og allir sjá, að því, að framleiðendur og sölumenn kepp- ist um að framleiða og selja vöru sína án þess að á hana sje lagt óhæfilega mikið. Verslunarstefna Tímans er aft- nr á móti sú: Einokun, útilokun samkepni og þar af leiðandi óhæfi- lega. há.tt vöruverð. H"afa landsmenn lært á undan- förnum árum hver viðskiftastefn- an er hollari. En samkepni heldur Tíminn og hans dátar uppi á sviði ósanninda og visvitandi blekkinga. Má hann minnast margra sigra sinna á því sviði. í beirri samkepni á endurskoð- andinn, Skúli Guðmundsson, auð- samkeppni er eitur í hans beinum'. sjáanlega hefðarsess. En önnur <-Li\k !KNOCK OUT Skordýraeitriö K.O. er óbrigðult til utrýmingariá flugum, mel, kakarlökum ofl. Helgi Magnússon & Co. Nvkomið: Vatnsg-lös 0.3< Matardiskar 0.5< Bollapör 0.5< Skálasett 4.5< Mjólkurkönnur 1.5< Matarsto11 6 m. 20.0< Kaffistell 6. m. 14.0< Kaffistell 12. m. 22.0< Matskeiðar alp. 0.7i Gafflar alp. 0.7i 20% afsláttur af öllum Bús áhöldum. II ‘ÞliílJ H IflUf iplH Bankastræti 11. Oardínustangir oe: Snagabretti. Fjölbreytt úrval. Lnávíi S!o r, Sími 3333. Orðsending f á Hallveigarstöðum Heimilisprýðin. Fáir eru svo ógæfusamir, að eiga engar minningargjafir um menn, karla eða konur, er þeir bera þakkarhug til, virða og dást að einhverra hlnta vegna. Þegar slíkar minningar koma í hugann, fylgir þeim stundum löngun til að gera eitthvað gott í minningu þessara manna og helst þannig að minningu þeirra sje þar með hald- ið á loft. En fæstum hugkvæmist ráð til þéss og svo verður ekkert úr því. Nýlega barst stjórn Kvennaheim ilisins fyrirhugaða „Hallveigar- staðir“, peningagjöf til xninning- ar um konu, er starfað hafði mörg ár með trú og dygð hjá gefanda og fylgdi mynd af kon- unni. En gjöfinni fylgdi meira. Það var tillaga um að Hallveig- arstaðir stofnuðu sjerstakan sjóð — minningar- eða viðurkenning- arsjóð — og yrði þá þetta tillag fyrsta gjöfin. Sjóðurinn skyldi heita „Heimilsprýðin“. Þeir sem vilja minnast einhverr- ar góðrar konu, lífs eða liðinnar, í hvaða stjett og stöðu sem hún er, eða var, eða veita henni viður- kenningu og halda þannig minn- ingu hennar á loft, sendi þessum sjóð peningagjöf, nokkra tugi króna, ásamt mynd, ef hægt er, af þeirri konu, sem minningin er helguð — nafn hennar, heimili, aldur og stöðu. Þegar Hallveig- arstaðir eru fullgerðir, verða slík- ar myndir settar í umgérð á vegg í hátíðasal stofnunarinnar. Nái sjóður þessi að eflast, sem líklegt er, ;á hann með tímanum að verða til þess að styrkja ungar stúlkur til að búa sig undir heimilsstörf að nema listfengan heimilisiðnað. Nokkrum hluta vaxtanna skal þó altaf varið til þess að prýða Hallveigarstaði. Þær gjafir, sem berast Kvennaheimilinu í sjóð þenna, uns húsið er fullgert, skal nota til þess að koma húsinu upp, en greiða verða Hallveigarstaðir sparisjóðsrentur af þeim í sjóðinn frá viðtökudegi. TJm væntanlegan sjóð verður síðar gerð skipulgsskrá. TJndirrituð stjórn Hallveigar- staða, hf. tekur með þökkum á móti gjöfum í þennan sjóð, og veitir nánari upplýsingar um hann. Reykjavík, 24. maí 1933. Guðrún Pjetursdóttir, Skólavörðustíg 11 A. Sími 3345. Inga Lárusdóttir, Hverfisgötu 21. Ingibjörg Cl. Þorláksson, Bankastræti 11. Sími 4283. Lanfey Vilhjálmsdóttir, Suðurgötu 18. Sími 3676. Steinunn Hj. Bjarnason, Sólvallagötu 14. Sími 2289. Anna Ásmundsdóttir, Suðurgötu 18. Sími 4380. Ragnhildur Pjetursdóttir, Háteigi við Reykjavík. Sími 3433. Hvitt damask 5,60 i verið Lakaeini á 2,75 í lakið. ManGbede Laueaveg 40. Sími 3894. Nýkomið:, AllskonaÞ SMÁVÖRUR. VÖRUHÚSIÐ. Rósól- cold- krem hefir marga kosti til að bera. Það- nærir og mýkir hörundið og ev áreiðanlega vörn gegn sólbruna. Rósól-snow hefir líka sína mörgn kosti. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Kemisk-teknisk verksmiðja. mttxwutifr- _■, Útvarpið í dag: 10.40 Messa í dómkirkjunni. (Síra Bjarni Jóus- son). 15.30 Miðdegisútvarp. 18.45 Barnatími. (Drengir úr 8. bekk A í Austurbæjarskólanum). 19.30' Veðurfregnir. 19.40 Grammófón- söngur. Boito: Lög úr „Mefisto- fele“ : Ave, Signor; Ridda e fuge infernale; Son lo spirito che nega (Chaliapine). II bel Giovanettu- (Scala-kórinn, Milano). 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Er- indi: Trúarlíf Islendinga. (Guðm. Finnbogason). 21.00 Grammófón- tónleikar. Mozart: Píanó-konsert í G-dúr. Lög eftir Mozart: L ’amreó,. sacró constente úr „II re pastore'^ (Nellie Melba). Lög Drotningar- næturinnar úr „Töfraflautunni“ j (Ebba Wilton). O, du som lever- >i min Tanke, úr „Töfraflautunni“, j (Helge Nissen og Ida Möller), Ave* verum (Maartje Offers). Danslög- til kl. 24. Útvarpið á morgun: 10.00 Veð- urfregnir. 12.10 Hádegisútvarp. — Þingfrjettir. 16.00 Veðurfregnir. 19.15 Grammófóntónleikar. 19.30' Veðurfregnir. 19.40 Klukkusláttur.. Frjettir. 20.30 Erindi: Frá útlönd- um. (Vilhj. Þ. Gíslason). 21.00 Tón- leikar: Alþýðulög. rÚtvarpskvar- tettinn). Einsöngur (Pjetur Jóns- son). Grammófóij. Dukas: Der Zanherleh rling (Konsert-orkester„ Tngelhrecht). ÖJdrykkja í New York hefir ver- ið mjög mikil síðan leyft var að" selja áfengt öl. Á einnm mánuði voru drukknar þar 52 miljónir lítra af öli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.