Morgunblaðið - 09.07.1933, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
jjpftorgunWatM
St«•«.: H.Í. ÁTTAkar,
Kltatjðrar: Jön KJnrtniVMOB.
Valtýr Bt«ftnuon.
Bitatjörn oc afcr»iB»l*: ..
Austurctrntl 8. — Blml 1888.
Aacltsincsatjörl: M. Halbsrc.
Aaclýsincsskrlfstoís:
▲usturstrntl 17. — BIsU 1701
Jön KJartansson nr. 8741.
Valtýr Stef&nsson nr. 4880.
H. Haíberc nr. 8770.
ÁskrlftacJald:
Innanlands kr. 8.00 & ak&naBL
Dtanlands kr. 8.80 * m&aaBL
I lausasölu 10 aura slntaklS.
80 aura msV UiMk
Rtuinna.
* Það er siður sósíalista rjett
ífyrir kosningar a-ð hrópa hátt um
• atvinnuleysi og útvegun atvinnu
fyrir kjósendur, í þeirri trú, að
menn hafi gleymt því, hvernig
þeir hafa búið í haginn fyrir al-
menning í þeim efnum milli kosn-
inga.
Meðan á kosningahitanuín stend-
ur tala sósíalistar digurbarkalega
um það, að ef þcir aðeins mættu
ráða, þá héfðu allir menn í land-
inu nægilega og góða atvinnu all-
an ársins hring.
En alþjóð manna er farin að
þekkja sósíalistaþroddana hjerna
það vel, að menn vita sem er, að
alt hjal þeirra um útvegun atvinnu
er út í bláinn.
— Allan ársins hring og ár
eftir ár miðar pólitískt starf
þeirra einmitt að því að spilla at-
vinnu manna og draga fir henni.
Neyta þeir ýmsra bragða til þess
að koma því svo fyrir, að atvinna
minki í landinu. Meðal annars vilja
^ieir ekki heyra það nefnt, að
kaupgjald manna sje miðað við
verðgildi vinnu þeirrar er þeir
afkasta. Stefna isósíalistar að því,
að gjaldið sje liærra en vinnan
getur borið, í þeirri öruggu von,
að vinnan verði lá.tin halda áfram,
uns gjaldþrot og vandræði stöðva
framtak manna og atvinnufyrir-
t.£ kin fara á liöfuðið en atvinnu-
3eysi tekur við.
Yfir þessu eru sósíalistabroddar
að valkóka.
Ekki svo sem að þeir reyni
■sjálfir að koma upp fvrirtækjum
cr atvinnu veíta, heldur slæðast
þeir eftir feitum bitum og for-
stjórastöðum, þar sem þeir áhættu
Iftust geta hirt kaup sitt.
Enda er sú reyndin, að þá sjald-
an sósíalistabroddar leggja út í
það að reka eitthvað sjálfir til
atvinnubóta, fer alt í handaskol-
um.
Skynsamlegast væri það fyrir
sósíalistabrodda, að minnast aldrei
á þau málefni sem beint gæti at-
bygli almennings að ráðleysi þeirra
í atvínnumálum og beinni viðleitni
þeirra til þess að spilla atvinnu-
möguleikum fyrir alþýðu manna.
Er merkilegt að mennirnir skuli
ekki sjá þetta sjálfir.
Gjaldeyrismálin.
París, 8. júlí.
TJnited Press. PB.
Aðalbankarnir i Frakkalandi,
Belgíu, ftalíu, Póllandi, Svisslandi
og Hollandi hafa náð samkomu-
lagi um ráðstafanir til þess, að
halda áfram . gulltryggingu og
ioma í veg fyrir óstöðugt gengi.
Hefir Hermann lónasBon
uanrcekt embcettisskylðu sýna?
*
Eða er hann að Ieika fífl
frammi fyrir þjóðinni?
Herniann Jónasson lögreglustjóri
hefir — með alveg sjerstökum
hætti þó — blandað sjer í um-
ræður þær, sem fram hafa farið
í blöðum í sambandi við tveggja
ára gamalt gjaldþrotamál, sem
Lúdvíg C. Magnússon var við
riðinn.
Svo sem lesendur þessa blaðs
minnast, var hjer í blaðinu birt
álitsgjörð Gissurar Bergsteins-
sonar fulltrúa í dómsmálaráðu-
neytinu í gjaldþrotamáli þessu,
þar sem fulltrúinn fann ekki á-
stæðu til, að hið opinbera fyrir-
skipaði málshöfðun út af gjald-
þrotinu.
1 álitsgjörð sinni getur fulltrú-
inn þess, að hann hafi átt tal við
,,dómarann“ um þetta mál, og
að dómarinn hafi „ekki talið sig
hafa fundið neitt sjerstaklega
fellandi fyrir gjaldþrota/'
Þessi „dómari“, sem fulltrúinn
í dómsmálaráðuneytinu segist hafa
talað við, hlýtur að vera Herm.
Jónasson lögreglustjóri, því að
málið heyrði undir hans embætti.
En eftir að álitsgjörð Gissurar
hafði verið birt hjer í blaðinu,
rís Hermann Jónsson uþp með
sínum alkunna rembingi og skrif-
ar dómsmálaráðuneytinu brjef, þar
sem hann neitar að hafa nokkurn
tíma talað við fulltrúann um þetta
mál. Krefst hann þess að dóms-
málaráðuneytið leiðrjetti þessa
„missögn“, þegar í stað.
Svo mikið þótti Hermanni til
um brjef þetta, að hann fekk því
til leiðar komið, að gefið var út
aukablað af Tímanum með brjefið.
Vegna þess, að brjef þetta er ein-
stakt plagg í sinni röð, þykir
rjett að lesendum þessa blaðs
gefist einnig kostur á að sjá
það. Brjefið er svohljóðandi:
„Hjer með leyfi ieg mjer virð-
ingarfylst, að snúa mjer til hins
háa dómsmálaráðuneytis út af eft-
irfarandi:
Sunnudaginn 2. þ. m. birtist í
Morgunblaðinu grein með fyrir-
sögninni „Úlfakreppa Tímans“. í
grein þessari er birt umsögn full-
trúans í dómsmálaráðuneytinu, ó-
dagsett, um gjaldþrotamál Lúðvígs
C. Magnússonar, með áritaðri stað-
festingu skrifstofustjórans í sama
ráðuneyti dags. 21. maí 1932. I
þessari umsögn fulltrúans, sein
hefir verið greind, er þess getið,
að talað hafi verið við dómarann,
og hafi hann eigi talið sig liafa
fundið neitt „sjerstaklega fellandi
fjn-ir gjaldþrota.“ Blaðið gefur svo
á þessu þær skýringar, að það hafi
verið talað um málið við mig og
þetta sýni, að jeg hafi verið þeirr-
ar skoðunar, að málið ætti að falla
niður.
Jeg hefði biúst við, að ráðu-
nevtið mundi ótilkvatt leiðrjetta
þá missögn, sem hjer er um að
ræða, með því að skjölin, sem mis-
sögninni valda, voru fengin frá
ráðuneytinu. En það hefir enn
ekki verið gert, mjer vitanlega.
Jeg geri ráð fvrir, að þetta stafi
af vangá, og 'ráðuneytið bafi ekki
veitt missögn blaðsins eftirtekt,
því að hitt hlýtur ráðuneytinu að
vera fullkunnugt, að það átti
aldrei tal við mig um þetta mál.
Þess vegna hefi jeg aldrei látið
•í ljós það álit, að málið ætti að
falla niður. Hin tilfæru orð, sem
talin eru höfð eftir dómaranum,
geta því ekki verið eftir mjer.
Jeg leyfi mjer því að óska þess,
að ráðuneytið, þegar í stað, gefi
mjer brjeflega skvringu á því við
hvað er átt í umsögn þeirri, sem
ráðuneytið hefir látið birta, þar
sem skýrt er frá að ráðuneytið
hafi „talað við dómarann“.
(Sign) Hermann Jónasson.
Til
dómsmálaráðuneytisins, Reyk j avík‘
Með þessu brjefi, hygst Her-
mann Jónasson að sanna tvent:
í fyrsta lagi það, að rangt sje
hermt hjá Gíssuri Bergsteinssvni
að hann hafi „talað við dómar-
ann“ þ. e. Hermann Jónsson um
fyrnefnt gjaldþrotamál.
f öðru lagi, að hann, Hermann
Jónasson hafi ekki verið þeirrar
skoðunar, að málið ætti að falla
niður.
Um fyrra atriðið vill Morgunbl.
einungis segja það, að þeir Gissur
og Hermann geta gert þetta upp
sín á milli. En sennilega verða
þeir fleiri sem trúa orðum Giss-
urar.
Síðara atriðið, að Hermann lög-
reglustjóri hafi verið því andvíg-
ur, að málið væri látið falla niður,
þykir rjett að athuga nokkuð
nánar.
í 8. gr. laga um gjaldþrotaskifti
frá 14. júní 1929 eru fyrirmæli um
það. að dómara beri skylda að
rannsaka fyrir lögreglurjetti
hvort gjaldþrotamaður hafi með
framferði sínu gerst sekuf um
brot á gjaldþrotalögunum, eða
öðrum lögum. Þar segir m. a. svo:
„Virðist dómara það koma í
ljós við rannsóknina, að eigi
sje ástæða til þess að ætla, að
þrotamaður eða aðrir hafi með
sviksamlegum hætti átt sök á
gjaldþrotinu, og eigi að neinu
leyti brotið sett lög og reglur
í sambandi við gjaldþrotin, skál
dómara þó altaf skylt að senda
dómsmáláráðuneytinu lítskrift
af prófum málsins, og ákveður
það, hvort frekari rannsókn
skuli fram fara og hvort höfða
skuli mál gegn einhverjum út af
gjaldþrotunum.
Ef dómara hinsvegar finst
það bert af lögreglurjettarraim-
sókninni, að þrotamaður eða ein
hver annar hafi gerst sekur um
sviksamlegt atferli í sambandi
við gjaldþrotin, með því t. d.
-----(hjer eru upptaldir ýmsir
verknaðir)---------þá skal
d ó m a r i án þess hann þurfi
að leita til dómsmálaráðuneyt-
isins, að undangenginni frekari
rannsókn, ef ástæða þykir til,
höfða mál til refsingar gegn
brotamanni. stiórn eða fram-
kvæmdarstjóra gjaldþrotaf je-
lags eða firma, eða öðrum þeim,
er ætla megi að eigi sök á af-
brotunum“. (Auðk. hjer).
Þessi lagaákvæði verða eigi mis-
skilin.
Samkvæmt þeim ber dómara,
þegar honum finst ekkert sjer-
stakt við að athuga í fari gjald-
þrota, að senda dómsmálaráðu-
neytinu útskrift af prófunum, svo
að það geti einnig athugað málið.
Uaxtagreiðslur ríkissjóðs.
Samanburður á fjármálasljórn Sjálfstæðis-
manna og Framsóknarmanná.
• UtO mítljoVíír ■:
.
LfS.4.1 ní.'ú *• * 1
/.7 ■ 1 . :«j
!,1/, /
/, ^ -1
O, H
i
0'
■0 ,6
0,
. Ö.V
O 3 ' 1
0, 5.
0 /
Ö
r- bo- cr- ,o
ri ri ci rr,
CT' CTv
Ct ro Wrr\ ^
ON • - ON.
Vaxtabyrði hvers árs er örugg-
asti mælikvarði á það, hve mikill
þungi hvílir á ríkissjóði á hverju
ári af völdum ríkisskuldanna. —-
Tímamenn hafa þyrlað upp dóma-
dags moldviðri um þetta eins og
annað, meðal annars í línuriti(!) i
Tímanum nýlega. Er aðal vopn
þeirra það, að telja allar 1 ántök-
ur, sem ríkið hefir haft milligöngu
um, til beinna ríkisskulda, þó að
það sjeu lántökur, sem eru ríkis-
sjóði með öllu óviðkomandi um
greiðslu vaxta og afborgana. En í
þessu efni sker vaxtagreiðslan
sjálf algei-lega úr. Hún segir til,
hve mikið ríkissióður hefir raun-
verulega orðið að greiða.
Af línuritinu sjest þá, að vaxta-
byrðin, sem Sjálfstæðismenn tóku
við af Framsókn, og var 1.2 milj..
færðist niður í 0.7 milj. (nákvæm-
lega 696.451 kr.) árið 1928. Það
er því vaxtabyrðin, sem Framsókn
tók við, og ættu menn að bera
það sarnan við blekkingar Gísla
Gnðmundssonar í útvarpsumræð-
um. En svo fara þær að hækka. t
síðasta landsreikningi eru vextirn-
ir komuir upp í 1.2 mil.i. kr.. Jr-
in, 1932 og 1933 eru tölurnar á-
ætlaðar, en sú áætlun getur ekki
brugðist svo nokkru verulegu máli
skifti. því að tölurnar liggja fyrir,
skýrsla fjármálaráðherra, Ásg.
-tsg.. um 1932, og fjárlög og ráð-
stafanir fyrir 1933.
Menn taki eftir því, að hjer er
aðeins um að ræða árl.egar vaxta-
greiðslur ríkissjóðs. en afborganir
ekki með taldar.
En komi hinsvegar í ljós við
rannsóknina, að þrotamaður eða
einhver annar hafi gerst sekur
um sviksamlegt atferli í sambandi
við gjaldþrotlð, þá er dómara
skylt að höfða mál til refsingar,
án þess að leita umsagnar ráðu-
uevtisins.
Hvaða aðfeið beitti dómarinn,
Hermann Jónasson í þessu gjald-
þrotamáli ?
Höfðaði hann sakamál gegn
gjaldþrota?
Nei. Það gerði Hermann ekki.
Hermann Jónasson sendi dóms-
málaráðuneytinu útskrift af próf-
unum og það án þess að láta eitt
orð fylg.ja um það, að nokknð
sviksamlegt eða grunsamlegt hefði
átt sjer stað. Brjefið til dómsmála
ráðunevtisins er með undirskrift
Hermanns sjálfs!
Þetta sýnir og sannar það, að
Hermann Jónasson hefir ekki tal-
ið neitt sjerstaklega sakfellandi
fyrir gjaldþrota, því ella var hon-
um sliylt að höfða mál, samkv.
skýlausum fyrirmælum gjaldþrota
laganna
Þetta sýnir ennfremur. að um-
mæli Gissurar í álitsgjörðinni eru
sannleikanum samkvæm. En þrátt
fvrir alt þetta kemur Hermann
Jónasson nú fram á sjónarsviðið
og ætlar að telja almenningi trú
nm, að hann hafi sem rannsóknar-