Morgunblaðið - 27.07.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.07.1933, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 | Smá-auglýsingar| Lax M- að veiða þeir, sem búa í Þrastalnndi á ca. tveggja kíló- metra svæði í Soginu, án endur- gjalds.__________________ Kjötfars og fiskfars heimatdbú- ið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Þeir, sem kaupa trúlofunarhringa hjá Siffurþór verða altaf ánæffðir. Hagöýr Uerklýðsblaðsins. fslensk málverk, fjölbreytt úr- val, bæði í olíu og vatnslitum, sporöskjarammar af mörgum stærðum, veggmyndir í stóru úr- vali. Mynda- eg rammaverslunin, Freyjugötu 11 Sig. Þorsteinsson. Morgunblaðið fæst keypt í (Jafé Svanur við Barónsstíg.____ ■ Ferðalög'. Smurt brauð í nestið - ár Café Svanur" er máske ekki ódýrasta smurða brauðið í bænum, en áreiðanlega eins gott og mögu- legt er fyrir það verð. Morgunblaðið fæst á Laugaveg 12. ; Vcrðíð er lækkkað á dílkakjötí. KLEIN, Baldursgötu 14. Sími 3073. • « z i Feriatðskur! Gott nr?al Lágt verð. VinhOsit Það þarf enginn að hafa slæmar hendur þó hann vinni við fiskþvott, hrein- gerningar o. þ. u. 1. ef Rósól-glyce- rine er notað eftir að hafa þvegið vel og þurkað hendur sínar. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Kemisk-teknisk verksmiðja. MUM skúriduft er sambærilegt við hvað annað skúriduft sem er, að verði og gæðum. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Jeg varð ekki lítið undraudi að sjá grein í Verklýðsblaðinu í morgun, ásamt hinum óþrifalegu upphafsorðum: „Þrælahaldið á Korpiilfsstöðum.“ Og ekkert get jeg skilið í dáðleysi þeirra góðu drengja, sem þar eru- saman komnir, en varir urðu við grein þessa, er blaðíð kom út, að hafa enn ekki mótmælt slíkum lygum. Misjafn er sauður í mörgu fje, segir máltækið, og það hefír um aldir endurtekið sig. Óvandaður sögumaður og óánægðir kæru- lausír blaðadrengir sanna og sýna þetta í Verklýðsblaðinu hinn 13. júní.Það er hart, að vjer verka- menn verðum að þola þann við- bjóð í ræðum og ritum, sem þess- ir piltar hafa yfirleitt 'á boðstól- um; það er hart þegar fáeinum afglöpum og ónytjungum leyfist að sitja í ró og mag í vígi eða skjóli okkar verkamanna, og gæða sjálfum sjer og fáfróðustu lesend- unnm á slíku góðmeti, að svívirðá þörfustu og heiðarlegustu menn okkar litla þjóðfjelags ár eftir ár. En hvað á þeim að liðast það lengi? Það ætti að verða ykkur ómjúkt hithein, greyjunum, og síst haldgóður vermir að léggja vkkar meinjetnu tennur að Korp- úlfsstaðabúinu, eða Thor Jensen. Þeir eru orðnir nokkuð margir sem hafa haft atvinnu og fram- færslu fyrir sig og heimilin, vegna atorku hans og hagsýni við stór- iðju til sjós og lands. Vjer erum örlítið brot af öllum þeim fjölda sem leitum vinnu á Korpúlfsstöðum; þótt þar starfi oft um 50 karlmenn. Vjer eigum frændur og vini í fjarlægum stöð- um víða um land. Sumir okkar munu vitja átthaganna með haust inu, aðrir skrifa kunningjum eins og gengur. Vjer munum segjá hlutdrægnislaust frá líðan okkar þar; og má hjer einnig um geta, að þar er reglubundinn vinnutími — en verði að grípa til vinnu á sunnudegi og bjarga heyi undan regni, fá þær sömu hendur hvíld og frí, virkan dag í staðinn. Það mun óvíða tíðkast um háannatím- ann. íbúðum er prýðilega frá gengið svo embættismenn vorir hafa fæstir átt kost tá betra húsnæði fram á þennan dag, en margir þeirra að mun lakari. Og slíkt hið sama má með sanni segja um all- an viðurgjörning. Ótrúlegt þykir mjer, að grein- arhöfundur hafi ekki borðað fisk einu sinni á ári víðar en á Korp- úlfsstöðum, er farið var af nýja bragðið. Ekki eru þeir allir vand- látir verkamennirnir í Reykjavík, sem seljg, fisk þar á götum og torgum. Ekki ætti greinarhöfundur að koma á sveitahæ, ef hann þolir illa kúaþef; slíkt getur haft al- varlegar afleiðingar fyrir skaps- muni hans, þótt skamt sje að vitja Helga Tómassonar Þar til, ér jég sá þessa grein í Verklýðsblaðinu, hefi jeg 'oft tckið málstaé ykkar, strákar, þar sem jeg hefi dvalið. En hjer eftir geri jeg þaö aldrei og hafið -þið skömm fyrlr framhleypnina og njótið hennár, sem þið eruð mak- legir til. Korpúlfsstöðum, 3. júlí 1933. Verkamaður. Karl Kristjánsson frá Álfhóli á Skagaströnd. Minningarorð. Hingað barst sú sorgarfregn vinum og vandamönnum Karls Kíistjiánssonár frá Alfhóli á Skaga 'ÍJ T' strönd að hann liafði verið einn ••'jK.jnrrr jy?' af þeim fjórum mönnum er voru á bát þeim er týndist úr Höfn- unum áðfaranðtt '20. marsmánað- ar. — Nokkurum víkum áður stígur hann Íijer á skipsfjöl suð- ur, til sjóróðra, hraustur að heilsu, — en svo kemur fregnin: Hann er dáinn! Mjer datt í hug, er jeg heyrði fráfall hans, orð skáldsins: „Vinir berast burt á tímans traúmi, og blómin falla á einni hjelunótt“, svo virðist einn- ig vera með æskublóm mannlífs- ins, þau hverfa okkur sjónum, þegar við búumst sist við því. Við getum vart skilið hvers- vegna menn eru kallaðir frá oss í blóma lífsins, — menn sem við hugsuðum okkur að hefðu langa leið enn ofarna af æfibrautinni, og voru líkjegir til að ávaxta vel sitt pund. Karl Krist|ánsson var sá maður sem jeg get fullyrt að öllum hafi verið hlýtt tif ér kyntust honum nokkuð. Hann var ávalt reiðubú- inn tií að rjetta náunganum hjálp arhönd, og þess er viðbrugðið hve hann gerði sjer ant um ættingja sína. — Jeg man ekki eftir að jeg heyrði nokkuru sinni hnjóðsyrði koma af vörum hans náunganum til handa, slíkir menn eru því miðnr of fáir. Karl var gæddur óvenju mikln líkamsþreki, framúrskarandi at- orku- og dngnaðarmaður, og munu bændúr hjer lengi minnast verka hans á heimilum þeirra, því að hann setti sjer það markmið að afkasta meira dagsverki en menn gera yfirleitt — og vinna verkið vel, með trúmensku. Karl Kristjánsson var fæddur ó Bakka á Skagaströnd 1. júní 1904. Ólst hann þar upp hjá for- eldrum sínum, hjónunum, Krist- jáni Kristjánssyni og Signrbjörgn Sigurbjörnsaóttur, þar til árið 1922, að hann misti föður sinn. Vorið 1923 fluttist móðir hans að Álfhóli á Skagaströnd og var Karl þar fyrirvinna hjá móður sinni, þar til síðastliðið vor að hún hætti búskap. Þessi ár lagði Karl á sig mikið erfiði, þar sem systkini hans vorn sum í ómegð. en efnin mjög lítil. Fórust honum öll sín störf vel úr hendi og búnaðist vonnm framar. Nú er hann okkur horfinn, —• en minning hans mun lengi lifa. Lifðu heill á landi sælu og frið- ar! Þar sem við vonum að fá að sjá þig síðar. 16. apríl 1933. Kúnningi 4 Skagaströnd. Dagbók. Veðrið (miðvikuclagskv. kl. 5). Veður er nú úrkomulaust um alt lancl og’ viðast ljettskýjað. Suni- staðar á SV og S-landi ér þó þylckni í lofti. Hiti mestur 16 st. á Hesteyri, en kaldast 11 st. á NA landi. Grunn Iægð fyrir suðaust- an landið og útlit fyrir þurrviðri yfirleitt næsta sólarliring. Þó geta sumstaðar orðið skúraleiðingar á S og A-landi. Veðurútlit í R-vík í dag: N-gola. Úrkomulaust og . sennilega ljett- skýjað. Háflóð í dag kl. 8.10 og 20.30. Skátar. í tilefni af heimsókn skotsku skátanna í næstn vikn eru skátar í Rvlk beðúir að mæta á áríðandi fundi, sem lialdinn Verð- ur I húsi K. F. U. M. kl. 9 e. h, annað kvöld. Nefndin. Lindbergsflugið. Eftir því sem „Politiken“ segir, ætla Lindbergs- hjónin að fljúga frá Holsteinsborg suður til Julianehaab, og þaðan annaðhvort yfir jökulipn eða suð- ur fyrir Hvarf, og svo yfir Græn- landshaf til íslands. Farþegar með e.s. Gullfossi til Kaupmannahafnar voru m. a.: Ester Hallgrímsson, frk. Kaldal, frú Skaftason, Einar Olgeirsson og frú, Þórður Pjetursson og frú, Jóhann Kristjánsson, Sigríður Sig urðardóttir, Svava Blöndal, Vil- hjálmur Björnsson, Hannes Guð- mundsson læknir og frú, Magnús Guðmundsson, Jón Helgason hisk- up, Tryggvi Sveinbjörnsson, Þóra Árnadóttir, Jóhanna Jóhannsdótt- ir, Agnar Norðfjörð, Bjarni Sig- urðsson læknir, 18 danskir fót- boltamenn o. fl. Skipafrjettir. Gullfoss fór til Kaupmannahafnar í gærkvöldi kl. 8. Goðafoss var væntanlegur til ísafjarðar í gærkvöldi. Brúarfoss fór frá Kaupmannahöfn í fyrra- dag. Dettifoss er í Hamhorg. Lag arfoss var á Blönduósi í gær. Sel- foss var á Siglufirði í gær. Stjóramálafund, þann fyrsta eft ir kosningarnar, halda fjelög Sjálfstæðismanna hjer í bænum, Vörður og Heimdallur í kvöld kl. Sy^ í Varðarhúsinu. Verður þar rætt um hið pólitíska viðhorf nú, og hefja þingmenn Sjálfstæðisfl. hjer í bænum umræður.. — Allir Sjálfstæðismenn eru velkomnir á fundinn. Venus kom fyrra sunnudag frá Englandi og fór á ísfiskveiðar á föstudagskvöld. Maí, Hafnarf jarðartogarinn, var tekinn upp að hryggju til við gerðar á mánudaginn. Þegar þeirri viðgerð er lokið, iá hann að fara á ísfiskveiðar. ' Heimatrúboð leikmanna, Vatns stíg 3. Almenn samkoma í kvöld kl. 8. Hallgrímshátíðin, Sala farseðla og hátíðarmerkja hefst í dag í þeim stöðum, sem getið var um í Morgunblaðinu í gær. Vegna þess að ferðamannaskip verður hjer á höfninni á sunnudaginn, er alt út lit fyrir að hörgull verði á bílum, og ekki ósennilegt að ýmsir, sem ætluðu Iandvég, verði að fara sjó veg. Þetta ásamt öðru getur stuðl- að að því, að meiri skipakost þurfi en upphaflega var búist við, og það væri því mjög æskilegt, að þeir, sem ætla að fara, vildu kaupa farseðla sem allra fyrst, svo unt verði að sjá,. hvort gera þurfi nýjar ráðstafanir um skip. Auglýsing um hátíðahöldin verð- 'ur birt á morgun. Sn. J. ísland í erlendum blöðum. — í Newcastle Evening Chroniele þ. 7. júlí birtist grein, sem heitir „Iceland sounds cooler for a holi- Feisal konungur í Irak var ný- lega á ferð í London. Þar gekk. hann eins og fleiri til grafar 6- kunna hermannsins, og er hann; kom þaðan heimsótti hann Norris; dómkirkjuprófast. Er myndin tekin af því þegar þeir heilsast.. day“ eftir „Vagabond'L Greinin,. sem fjallar aðallega um göngur„ er skemtileg og byggist á brjefumi frá Reykjavíkurstúlku, sem kall~ ar sig „Nönnu“. (FB.). Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.10 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir.. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkuslájttur. Tónleikar - Einsöngur. (María Markan). 20.30 Erindi : ■— Baráttan um bannmál- ið, I. (Pjetur Pálsson). 21.00s Frjettir. 21.30 Grammófóntónleili- ar: Grieg: Ballade í G-moll (Leo- pold Godwsky). Ramxsóknir í Norðurhöfum. — Norskt selveiðaskip, sem „Heim- land 1“ lieitir, hefir norska stjórn in leigt til.hafrannsókna við Græn land og Grænlandshaf. Hefir þa® verið sex vikur við rannsóknir, en kom nýíega til ísafjarðaar til þess; að fá sjer kol og vistir. Forstjóri leiðangursins er Thor Iversen. General von Steuben. — Fjöldt folks fór um borð í gær til að> skoða skipið, og fóru þeir sein- ustu í land kl. 6, en skipið fór hjeðan um áttaleytið, og var för- inni lieitið til Spitzbergen. Skip Sameinaða. Botnia kom hingað í gærmorgun og Dronning- Alexandrina í gærkvöldi. Trúlofun. Á laugardaginn var opinberuðu trúlofun sína ungfrú Þuríður Tryggvadóttir Ingólfs- hvoli, Ölfusi og Þorsteinn Gísla- son málari, Ránargötu 29, Reykja- vík. — Síðastliðinn Sunnudag opinher- uðu trúlofun sína, ungfrú Hulda Þórðardóttir hjiíkrunarkona og Anton Sigurðsson trjesmiður Ás- vallagötu 18, Reykjavík. Síldveiði er nú mikil á Eyja- firði, og veiðist hún jafnvel inn- an Hríseyjar. Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 2.—8. júlí (í svigum tölur næstu viku á undan) : Ilálsbólga 40 ( 34). Kvefsótt 54 (36). Kvef- lungnabólga 0 (2). Iðrakvef 26 (26). Hlaupabóla 0 (4). Skarlats- sótt 2 (O). Kossageit 0 (1). Munn- angur 0 (4). ÍMannslát 5 (8). — Landlæknisskrifstofan (F. B.) Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 9.—15. júií (í svigum töl- ur næstu viku á undan) : Háls- bólga 29 (40). Kvefsótt 57 (54). Iðrakvef 10 (26). Skarlatssótt 0* (2). Mannslát 5 (5): Landlæknisskrifstofan (F. B.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.