Morgunblaðið - 08.08.1933, Page 2

Morgunblaðið - 08.08.1933, Page 2
2* MORGUNBLAÐIÐ Starfsemi Fjelags íslenskra bifreiðaeigenda. Ni(5url. Framkvæmdir þessar allar og ýmsar aðrar liafa auðvitað kostað talsvert fje, mun meira en árs- gjöld fjelagsmanna ein mundu hafa verið. Hafa bensínfjelögin (B. P, Shell, Hið ísl. steinolíufjelag) sýnt fjelaginu miliinn skilning og mikla velvild og lagt fjelagssjóði 2000 kr., og auk þess ýmsir ein- stakir menn sýnt því velvilja sinn. Samkvæmt ósk nokkurra fjelags manna var leitað fógetaúrskurðar nm tvö atriði við innheimtu skatts- dns: 1) Við innheimtuna 1. júlí 1932 var í fyrsta sinn innheimt kr. 31.20 ökumannstryggíng af hverri hifreið, án tillits til þess hvort ■sjerstakur bílstjóri ekur henni, eða hvort það er eigandinn sjálfur, og verður eigandinn að greiða þetta (þótt hann sje slysatrygður annars staðar. Þótti mörgum það hart •að vera skyldur til þess að slysa- tryggja sjálfa sig, ef þeir ltysu að vilja aka einkabifreið sinni, held- vir en t. d. ganga. Fógetaúrskurð- urinn gekk fjelaginu í óhag. 2) Skatturinn var innheimtur í júlí 1932 samkv. gömlu lögunum, ákveðið gjald af hverju hestafli vjelarinnar. Voru sumir sem álitu .að hefði átt að innheimta skattinn samkvæmt nýju lögunum þ. e. af þunga bifreiðarinnar. Fógetaúr- skurðurinn fell á þá leið, að inn- heimta skyldi sarnkvæmt gö'ndu 'lögunum, eins og gert var. Vms atriðL ^viðvíkjandi bifreiðatrygg- ingunum hefir fjelagsstjórnin haft til meðferðar. Hafa tryggingar- fjelögin snúist mjög fúslega og sánngjarnlegá við óskum fjelags- dns. — Markarfljótsbrúin. Tveir menn úr stjórn fjelagsins tóku þátt í fjársöfnunarnefndinni til þess að gera Markarfljótsbrúna. Fjelagið útvegaði 120.000 kr. lán (hjá vá- tryggingafjelaginu Thule) til þess að gera brú á Múlakvísl. Fjelagið hefir gengið í alþjóða- samband bifreiðaeigendafjelaga, Alliance internationale de Tour- isme, sem hefir aðsetur í Bruxell- ■es. Bru rúmlega 8 miíj. manna í sambandsfjelögunum. I árbók sam- bandsiris og árbók stærsta fjelags- ins innan þess, Automobile Associ- ation í Englandi hafa nokkrar blaðsíður verið prentaðar um Is- land, sem ferðamannaland. Mun það vera einhver mesta auglýsing, scm gerð hefir verið fyrir ísland sem ferðamannaland, því árbækur þessar koma út í miljónaupplagi. "Einkum gerir enska fjelagið, Auto TOobiÍe Association, mikið að því að auglýsa ísland, hefir liggjandi frammi ferðabækur, kort og mynd ir og áætlanir Eimskipafjelags ís- lands í aðalskrifstofu sinni í Lond- on, en á hana koma þúsundír manna á hverjum degi. Fjelagið liefir komist að sjer- stökum samningi við Eimskipafje- lag íslands um flutningsgjald af bifreiðum, sem ferðamenn hefðu nieð sjer í milli landa, þannig að ö farþegar geta liaft bifreið með sjer ókeypis fram og aftur milli landa, 4 borga eins manns far- gjald (kr. 135), þrír farþegar ’tveggja manna (kr. 270) o. s. frv. Mun sennilegt að liin skipafjelögin taki upp líkan taxta. Er þetta til mjög mikils hægðarauka fyrir þá, .sem' fara vilja hjeðan til annara landa með bifreið sina, eða útlend- inga, sem kynnu að vilja koma hingað með bifreiðar sínar. Umbúðakassar. í sumar hefir F. í. B. látið útþiia umbúðakassa til þess að hafa í bílum. Er til- ætlun stjórnar fjelagsins að sem flestir bílar hafi þannig kassa til nokkurrar hjálpar ,í viðlögum, ef slys ber að höndpm. Hefir þeim þegar verið komið fyrir í tíunda hverjum bíl, sem er í umferð. Bíl- ar þeir sem hafa umbúðakassa eru auðkendir með merki. Rauður kross á hvítum grunni, innan í bláum hring merktum F. 1 B„ Merkið er í hægra neðra horni •frarn og afturrúðu, svo bæði þeir, sem á móti koma og á eftir fara, sjái merkin. Umbiíðakassa geta fjelagsmenn fengið á skrifstofu F. í. B. í af- greiðslu vikublaðsins Fálkinn, Bankastræti 3, Reykjavík. Fjelags- menn fá umbúðakassana fyrir minna en hálfvirði, eða 3 kr. Aðstoð við viðgerðir úti á veg- unum. Bílar með bílstjórum með ,,meira prófi“, sem fúsir eru til þess að veita f.jelagsmönnum þá aðstoð, sem þeir geta, við viðgerð- ir úti á vegunum, eru auðkendir rneð merki: Blár hringur merktur F. 1. B. á hvítum grunni, með áletruðu: Aðstoð við viðgerðir. — Merkið e/sett fyrir ofan umbúða- Lcassamerkið, sem áður var minst á. Bílar þeir, sem hafa merkið ,,að“ oð við aðgerðir *, fá umbúða- kassa fjelagsins ókeypis. Stjórn f jelagsins skipa 9 menn: Helgi Tómasson læknir, formaður; Brynjólfur Stefánsson skrifstofu- stjóri ritari; Árni Pjetursson lækn ir, gjaldkeri. Formaður, ritari og gjaldkeri skipa framkvæmdastjórn fjelagsins. Meostjórnendur eru 6: Egill, Yilhjálmsson, Erlendur Ein- arsson, Erling Smith, Jón Guð- laugsson, Kristinn J. Helgason og Nikulás Friðriksson. Til þess að annast daglegar framkvæmdir, innheimtu o. þ. h. hefir stjórnin í sumar ráðið lir. Ólaf Á. Theill, Hverfisgötu 35. Er skorað á alla bifreiðaeigend- ur að gerast sem fyrst meðlimir fjelagsins, til þess að gæta saní- siginlegra hagsmuna og vinna að sameiginlegum áhugamálum; Skrif Jofan, innheimtumaður og allir úr djórninni taka á móti nöfnum lýrra fjelaga. Fjelagsmenn eru ámintir um að fá nýju fjelagsmerkin hjá hr. caupm. Páli Stefanssyni, Lækjar- orgi 1, Og að fá umbúðákassa á ikrifstofu fjelagsins, Bankastræti 3, Reykjavík. „Gustav Meyer“, þýski togarinn *m tekinn var út af Meðallands- jöru', kom hingað um hádesri í ®r; Einar Einarsson fyrrum skip- ?rra sigldi skipinu hingað. Skipið om til Vestmannaeyja á sunnu- agsmorgun. eftir 12 stunda ferð, í frá Vestmannaeyjum til Rvíkur ar skipið 15 klukkustundir. (tekk ■rðin vel. Hafrannsóknaskipið ,Dana,‘ kom til Siglufjarðar í fyrrakvöld. — Hafði mjög skamma viðdvöl þar ^ og bjelt síðan vestur á Grænlands- haf — Mussolini fimmtngur Mussolini hyltur af ungum fascistum. Hinn 29. júlí átti Mussolini fim- tugsafmæli- 1 tilefni af því flytur eitt Norðurlandablaðið eftirfar- ándi grein um hann: , — Hann er aðeins 50 ára í dag. Þrátt fyrir það, sem hann hefir afkastað, er hann ennábesta aklursskeiði. Lavour sameinaði ít- alíu í eitt ríki. Mussolini liefir sameinað alla títali í eina ]»jóð, og þegar honum hafði tekist það, var hann vart ferfugúr að áldri. Það frægðarverk Ijans er afrek æsku- mannsins, og það gat ekki hafa verið framkvæmt nema með hug- rekki og dugnaði æskunnar. En ]>að er heldur eigi hægt að skilja það, nema að baki hafi staðið „mannvit mikið“, pólitísk gagn- rýni og* hyggjuvit í útreikningum. Ef Mussolini hefði ekki haft þessa kosti til að bera, mundi siarf hans ekki hafa getað staðist og yaxið að innri styrlrleik ár frá ári. Þegar hann kom fram á sjón- arsviðið sem leiðtogi, þá brostu hinir vísu menn, sem vissu hvað pólitík var, þeir, sem höfðu tekið á leigu framtíð þjóðanna. Og þeir sögðu: ..Ilvílíkm* skýjaglópur! Veit hann ekki að hann er uppi á öld þingræðjsins?“ En þegar fram í sótti gerðust þeir alvarlegri, þeir brostu eltki lengur, þeir urðu áhvggjufullir og sögðu sem svo í gremju: „Þjóðar- viljinn mun rísa upp gegn honum og lieimta sinn rjett, því að hann ei heilagur og lætur ekki kúgast“. En í dag er Mussolini eflaust merkasti stjórnmálamaðnr í lieimi, qg æfistarf hans stendur nú fastar en noklcru sinni áður. Hann bjarg- aði þjóð sinni frá tvöföldum háska: Frá kyrkingartökum kom- múnista, og frá spillingu og á- byrgðarleysi þingræðisins. Hann tó.k sjálfur á sig alla ár, byrgð gerða sinna, og hann sýndi mönnum fram á að þjóðlífið er dýrmætara en líf einstaklingsins. Fascisminn byggir á framtíð þjóð- arinnar, en ekki einstaklingsins, því að þjóðin lifir, þótt einstak- lingarnir falli frá. Mussolini hefír yngt þjóð sína, hann hefir gert þessa þjóð, sem stóð báðum fótum aftur í fornöld, að æskuþjóð og skapað henni trú á mátt sinn og megin, og sýnt 'henni hvert *lrlut- verk hún hefir í heiminum. Hann einn skapaði hinn nýja anda, sem nú einkennir ítölsku þjóðina og kemur í ljós í stórkostlegum framaverkum, svo sem hinu mikla flugi ítalska flugvjelaflotans heimsálfanna milli- Gæfusöm er sú þjóð, sem eignast slíkan foringja. á vandræðatímum! fDinning. Sorgin er hljóð. Söknuðurinn sviftir mann orðum. En minningin um Jón Ágúst Jónsson frá Vatnsleysu lifir í hug- um þeirra sem áttu því láni að fagna að eiga samleið með honum litla stund. ÖlÍum þeim er hann ógleymanlegur. Glaðlyndi hans og göfug* framkoma ljettu hversdags- stritið. Öllum var liann góður, þó einkum þeim er lasburða voru eða áttu við bág kjör að búa og gam- almenni hafði hann sjerstakt yndi af að gleðja. Með örfáum orðuin og hlýju handtaki gat hann vakið bros á andlitum þeim sem áður voru hrygg og raunamædd. Hann var sem geisli af Guðj sendur á ötu samferðantannanna. Birtu og yl lagði frá honum alt nm kriiyj, og ósjálfrátt benti hann til hæða, upp til hinna eilífu Ijóssins linda. Og nú er hann horfinn „yfir hel og harma, heim í Drottins sól- arlönd“. I Hinn 10. febrúar síðastliðinn andaðist hann eftir 'langa og stranga sjúkdómsþraut, sem hann bar með þeirri geðró og stillingu er einkendi hann alt hans líf Æfiatriði hans kann jeg ekki að rekja. Hann var fæddur og upp- aiinn vestur á Dýrafirði, fluttist um tvítugsaldur suður á land og rcisíi bú skömmu síðar að Vatns- leysn í Biskupstungum. Bjó hann þar* nálægt tuttugu árum og er því oftast kendur við þann bæ. Síðustu árin starfaði hann við ullarverksmiðjuna „Framtíðin* ‘ hjer í Reykjavík, en heimili hans var á Grettisgötu 30. Hann varð aðeins rúmlega hálfimtugur að aldri (f. 3. ágúst 1887). Hann var kvæntur Margrjeti Gisladóttur, sem nú syrgir mann sinn ásamt Til Hkureyrar alla mánudaga, þriðjudaga, fimtu- daga og föstudaga. Afgreiðsluna í Reykjavík hefir Aðalstöðin. Simi 1383. BlfreiðastSð Hkureyrar. Simi ð. tveimur dætrum þeirra og aldr- aðri móður hans. Jón sál. var góðum gáfum gædd- ur og vel að sjer, voru því margir er til hans leituðu um vandamál sín og leysti hann þau af fúsum liuga og ættum við því, sem nut- um góðs af návist hans, að muna eítir gömlu konunni, rjettum henni höndina og reynum að ljetta henni gönguna síðasta spölinn. Jeg veit að mannlegur kraftur megnar ekki að græða sorgarsárin, ep samhug- ur og samúð góðra vina getur, ef til vill, dregið úr sárasta sviðan- um. — Drottinn blessi hann og *all.a hans ástvini og veiti þeim stýrk. Gamall vinur. Guðm. Þórðarson. Fæddur 13. sept. 1902. Dáinn í Boston 23. maí 1933. Kveðja frá æskuvini. Jeg krýp við beð þinn, kæri vinur minn, og krans þjer vef úr dýrum bernskuminjum. í himinlindum laugarðu’ anda þinn er leitar enn að nýjum gróðurvinjum. Þú áttir mörg en viðkvæm vonablóm, er vorsins unað glæddu’ í huga þínum; — nú harma vinir höfgan skapadóm, er hreif þau frá oss mitt í blóma sínum. Sem augnablik á andans þroskaleið er æfin lijer, á þessum jarðlífsvegi. Þín bíða, vinur, önnur æfiskeið við árdagsroða af nýjum vinnudegi Jeg veit þú lifir ennþá einnig hjer — sem orkulind, er nýjar brautir ryður, því bróðurástin býr í hjarta þjer og beinir kærleiksgeislum hingað niður. Með klöklrri lund jeg' kveð þig, horfni vin, því kær er minning eftir slíkan bi'óður; — hún gefur von um dýrlegt skúraskin, hún skapar hjá oss fegri sumargróður. — .—' — Á brautir þínar blessuð sólin skín, og beiskju þrungin jarðlífssárin græðir. Við biðjum gnð að blessa sporin þín, uns bjarma slær á ljóssins sigurhæðir. —- F. H.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.