Morgunblaðið - 31.08.1933, Síða 3

Morgunblaðið - 31.08.1933, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ 8 JRdtptiHa^ Otcef.: H.f. Árvaknr, Reykjavtk. Rltatjðrar: Jðn Kjartanaaon. Valtýr Stef&neaoeu Rltstjðrn og afgretBsla: Austurstrætl 8. — Slml 1600. AUKlýslngastjðri: E. Hafbergr. Auelí-slnnaskrif stof a: Austurstræti 17. — Simi 3700. Heimaslmar: Jön Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlanda kr. 2.00 á mánuBl. Utanlands kr. 2.60 & mánuBL 1 lausasölu 10 aura elntakiB. 20 aura meB Leabðk. Bændur og sósíalistar. Alþýðublaðið birtir nýlega langt samtal við Ivar Yennerström, lancl- varnarráðlierra í sósíalistaráðuneyti Svía, sem bjer er staddur, ásamt konu' sinni, frú Lóu Guðmunds- -dóttur frá Nesi. ÞaS, sem mesta athygli vekur í samtali þessu, eru ummælin um Ibændaflokkinn í Svíþjóð, sem Alþ.- bl., hefir eftir hr. Vennerström. iÞar segir m. a. svo: „Bœndaflokk- urinn hefir sjeð sitt ráð vœnst með því (iQ nálgast jafna'ðarnienn og hlíta þeirra forsjá“. Alþýðublaðið er ákaflega hreykið •af þessiuu ummælum og af gleði blaSsins verður það ráðið, að nú sje leýstur hnúturinn lijer hjá okk- ur, því að bændum á Islandi sje fyrir bestu að hlíta nú forsjá sós- íalista. Rjett er að taka það fram, að meðal sósíalista í Svíþjóð eru margir ágætir menn, og gerólíkir þeim, sem daglega skrifa í Alþýðu- blaðið. Þó mun fjarri því, að bænda flokkur Svía telji málstað bænda best borg'ið með því að hlíta for- sjá sósíalista. En hvað mundu íslenskir bænd- ur segja, ef þeim yrði nú sagt, að þeir ættu framvegis að hlíta for- ,«já sósíalista og kommúnista? Islenskir bændur hafa reynt for- sjá sósíalista og gera enn að nokkru leyti. Jónas frá Hriflu var sendur út af örkinni til þess að reyna að fá bændnr ti'l fylgis við ■stefnu sósíalista og kommúnista. Nokkuð hefir Jónasi orðið á- gengt í þessu starfi. Það sýnir best Keykholtssamþyktin fra’ga. Þar -sátu trúnaðarmenn Jónasar að verki og gerðu „samþykkt“ um ýms mál. Þar var fyrsti liður á sviði land- foúnaðarmálanna svohljóðandi: Að land alt verði ríkiseign“. Á síðasta Alþingi gerðu sósíal- istar undir forsjá Jónasar frá 'Hriflu tilraun til að koma þessu rstefnumáli í framkvæmd. Þeir vildu nota fjárhagserfiðleika bænda. til þess að knýja þá inn á braut sósí- alismans og kommúnismans með því að ná undan þeim jarðeignunum. Jónas frá Hriflu studdi þessa stefnu ákaft í Trmanum. En bænd- ur á Alþingi risu upp og mót- mæltu þessari lævíslegu tilraun .Jónasar til þess að festa bændur á klafa sósíalismans. Hra. Vennerström landvarnar- ráðherra Svía getur af þessu sjeð, að íslenskir bændnr hafa þegar fengið nóg af handleiðslu sósíalist- ans frá Hriflu og annara hans sam- herja,. Það er náttúrlega vel meint af honum, að reyna nú að koma þessum marghrjáða samherja td hjálpar, en hætt er við, að árang- vurinn verði lítill. Brúarfoss bjargar brem mðnnum f f Lundúnablaði frá 17. þ. m. er frá því sagt, að Brfiarfoss liafi aðfaranótt 16. þ. m. bjarg- að þrem mönnum. Þeir höfðu verið á seglskipi „Faith Robey“ frá London, sem var að flytja sand. Skyndilega kom leki að skipinu og sökk það 4 svipstundu. Þeir höfðu smábát meðferðis og fóru í liann, en voru í 8 tíma að velkjast í bátnum og voru mjög þjakaðir þegar Briiarfoss hitti þá. Samtal við 2. stýrimann á Brúarfossi. Mbh hefir snúið sjer til 2. stýrimanns- á Brúarfossi og fjekk hjá honum nánari upplýsingar um þessa björgun. Honum fórust orð á þessa leið: Það var kl. 1.40 aðfaranótt 16. ágúst. Brúarfoss var á leið frá Leith til London og kominn inn í Themsármynnið. Sjór var úfinn og niikill straumur frá landi. Þegar Brúarfoss var staddur ca. 3 sjómílnr frá Mousse vitaskipi sást Ijósleiftur á stjórnborða. Við nánari athugun kom í ljós, að þetta var mjög lítið bátkríli með þrem mönnum í, sem voru frá skipi er sokkið hafði fyrir 8 klukkustundum, en mennirnir velkst í bátnnm allan þennan tíma. Skipbrotsmennirnir voru teknir um borð í Brúarfoss. Svo þjakaðir voru þeir af kulda og vosbúð, að þeir gátu naumast komist upp stigann, í Brúarfoss. Báturinn var hálffullur af sjó og svo illa útlít- andi, að fnrðu gegnir, að menn- irnir skyldu geta lialdist lifandi í honum þennan tíma. Var bátnum slept, því menn töldu hann einsk- is virði. Þegar skipbrotsmenn voru komnir nm borð í Brúarf. og þeir fengið þar föt og hressing, tóku þeir smám saman að ná sjer eft- ir volkið. Skipstjóri þeirra skýrði frá, að skipið, sem þeir voru á, hafi verið lítil seglskúta og var hún lest-uð með sandi. Kom snögg- lega leki að skútunni svo mikill, að þeir höfðu ekki við að dæla. Neyddust skipsmenn því til að yf- irgefa skipið út í rúmsjó og fara í þennan smáhát, sem var svo lít- ill, að hann naumast gat borið þá alla. Brúarfoss flutti skipbrotsmenn- ina til London. Skipstjóri á Brú- arfossi er, sem kunnugt er, Júlí- us Júliniusson. Ford erfiður viðfangs. Washington 30. ágúst. United Press. FB. Johnson hershöfðingi yfirstjórn- andi viðreisnarmálanna hefir farið hörðum orðum um kergju Henry Fords, en hann hefir til þessa hliðr- að sjer hjá að ganga að viðreisnar- skilmálum stjórnarinnar. Kvað Johnson Henry Ford eiga heift al- þjóðar yfir höfði sjer, ef hann sæi sig ekki um hönd. Lækkar enn gengi dollars? Wasliington 29. ág. United Press. PB. Roosvelt liefir fyrirskipað að leyfa skuli útflutning á gulli, en útflutningurinn verður lfláður eft- irliti ríkissjjóðs. Washington 30. ágúst. United Press. FB. Talið er af fjármálasérfræðing- um, að fýrirskipun Roosevelts um að leyfa takmarkaðan útflutning á gulli undir eftirliti ríkissjóðs muni bráðlega leiða til þess, að gefin verði út opinber tilkynning um verðlækkun dollars. Búist er við, að verðlag fari hækkandi, svo og verð- bréf, og að dollarinn muni hér eft- ir ekki hafa neitt ákveðið gullmagn, en verðið sveiflast dag frá degi, eftir því sem verðsveiflurnar eru á hinum frjálsa gullmarkaði heimsins. Hljómleikar. Rozsi Ceglédi og Karoly Szén- ássy hjeldu fjórðu hljómleika sína í fyrrakvöld í Gamla Bíó. Szén- ássy byrjaði að þessu sinni með Adagio og Fúgu eftir Bach, sam- ið fyrir fiðln einsamla. Leikur lians var fágaður og hinil- ytri örðugleikar urðu að engu í hönd- um hans. En — „hann ætti ekki að heita lækur (Bacli), heldur haf“, sagði eitt sinn Beethoven um þennan mesta fyrirrennara sinn. En þá vantar hinn þunga nið liafsins í leik þessa snjalla fiðluleikara , þá er hann flytur verk Bachs. Persónuleiki lians þarf enn að magnast, svo að hann nái fullum tökum á hinu tröll- aukna í list þessa meistara. Bach gerir hinar mestu kröfur til innri orku og íhygli hljóðfæraleikarans, og hversu vel sem annars er leik- ið, þá verður verkum lians ekki gerð full skil, nema þessum skil- yrðom sé fnlinægt í ríltum mæli. Um leik þeirra beggja að öðru leiti þar'f ekki að fjölyrða. í verk- mn eftir Liszt, Hubay og Sara- sate heilluðu þau áheyrendumá svo mjög með leik sínum að alt ætlaði að ganga af göflunum, og var að lokum skapið orðið engu minna niður í salnum en uppi á sjálfum söngpallinum. Páll Isólfsson. Bannið í Bandaríkjum verður sennilega upphafið algerlega. í skeyti frá New York til ,Poli- tiken* hinn 21. ágúst, segir að miklar líkur sje til þess að auka- þing verði kvatt saman til þess að ganga af banrdögunum dauð- um. í 22 ríkjum hefir atkvæða- greiðslan sýnt að menn vilja fella bannlögin, og ef 14 ríki bætast þar við, þá er fenginn sá meiri hluti, sem til þess þarf að upp- hefja bannið. Búist er við því, að hinn 1. nóvember muni þessi ríki hafa bæst við. Reglulegt þing á að koma sam- an í janúar. En Roosevelt forseti sjer það, að undir eins og 36 ríki liafa afneitað banninu og vilja frjálsa verslun með áfengi, þá verði að kalla saman aukaþing. Frá Noregi Osló 30. ágúst. FB. Vinnudeilu lokið. Sættir hafa komist á út af deil- unni á Fredriksstad mekaniske verk- sted, og hefst vinna þegar á ný. Hroðalegt shjs. Þegar herskipið Tordenskjold var við skotæfingar viS Jómfrúland í gær, varð hroðalegt slys, og biðu fjórir menn bana. Slysið varð, þeg- ar verið var að hlaða fallbyssu; sprakk hleðslan áður en fallbyssan hafði lokast alveg. Nokkrar skemd- ir urðu á skipinu. Sex menn særð- ust alvarlega. Nefnd hefir verið skipuð, til þess að rannsaka orsakir slyssins. Ráðherraftindur í London. Eveðia til Þorsteins Einarssonar íþróttakappa. Ungur varstu á okkar tungu afreksmaður sannkallaður, gerður vel af guði og verður gildra kosta, er vel þú skildir. Enda varstu ekki að henda afli þínu að dauðri línu. Traust var sálin, tímann branstu, tókst upp leiki og metin jókstu. Hæsta áttu liylli glæsta, háttrómaðnr dýrum sóma, innan lands og utan þinnar ættarþjóðar liróður bættir. Hyllir þjóðin hetju-snilling. Haldavelli skaltu að elli. Þrótti búinn, Þorsteinn, liljóttu þinna’ afreka lífsins minni. Lárus Salómonsson. London 30. ágúst. United Press. FB. Frá Aldergrove í Norður-írlandi er símað, að MacDonald hafi flogið þjingað frá Lossiemouth, þar sem hann hefir verið á sumarleyfi, til viðtals við Londonderry lávarð. Því næst flýgur MacDonald til London og hefir forsæti á ráðiuieytisfundi, sem haldinn verður næstu daga. All- ir ráðherrarnir hafa verið kvaddir á fund þennan, en þeir-hafa margir verið í sumarleyfum að undanförnu. Á ráðuneytisfundi þessum mun verða rætt um sendiferð Leith Ross til Washington og fleiri mál. Að ráðu- neytisfundinum loknum mun Mac- Donald fara á fund konungs. 750 kílómetra flug til þess að sækja veika Lappakonu. Snemma í þessum mánuði fór sænskur flugmaður, Gunnerfeldt, frá Boden til Kábanejaur, sem er lítið Lappaþorp hjá landamærum Svíþjóðar og Finnlands, til þess að sækja þangað sjúka Lappakonu og koma henni undir læknishend- ur. Honum gekk ferðin vel og flutti hann sjúklinginn til sjúkra- hússins í Gállivare. Hafði hann þá flogið um 750 km. til þess að bjarga lífi þessarar fátæku konu. Hópflug Frakka. París í ágúst. Vnited Press. PB. Mikill undirbúningur fer nú fram undir hið mikla fyrirhugaða liópflug Frakka um Afríkulönd. Ráðgeii; er, að 25 flugvjelar taki þátt í hópflugi þessu, en áformuð flugleið er 25.000 kílómetrar. •— Yalið ]ið á að taka þátt í flug- inu og á liðið að búa í flugstöð- inni (Istris) og vera þar við stöð- ugar æfingar og undirbúning í tvo mánuði samfleytt áður en flugið hefst. Hefir verið boðað, að allir flugmennimir eigi að vera komnir til Istris þ. 1. sept., en í nóvem- ber er áformað að leggja upp í hópflugið. Vera má þó, að lagt verði af stað í seinustu viku okt- óbermánaðar. Flogið verður sem hjer segir, samkvæmt áætluninni: Frá Istris til Kartagena, þaðan til Rabat, Colomb-Bechar, Odrar, Bidon, Gao, Mopti. Bamaco, Ta- bacounda, Dakar, Kayes, Segou, Ouagadougou, Niamey, Zinder, Lamay-vígis, Archamabault-vígis, Banghi og þaðan til Adrara með viðkomu á nokkurum stöðum, sem áður var komið við á, því næst til E1 Golea Touggourt Tunis, Al- gier, Oran Meknes Kartagena, Per- pignan og loks til Istris. — Vuill- emin hershöfðingi verður höfnð- maður leiðangursins, nema Coti flugmálaráðherra taki sjálfnr að sjer yfirstjórnina. eins og orð- rómur hefir komist á kreik nm. Flugvjelarnar eru allar herflug- vjelar sem geta flogið með alt að 150 kilometra hraða á klst. Dagbók. Veðrið í gærkvöldi kl. 5. Lægð- armiðja suður af Reykjanesi á lireyfingu norðaustur eftir og lít- ur út fyrir að hvin verði yfir Suð- urströnd íslands á niörgun. Veður er nú SA og rigning á S-landi, en á Breiðaf., Vestfj.. og N-landi er hæg Austan-- eða Norðanátt og úr- komulaust. Ef til vill nær N-átt sjer aftur á öllu Vesturlandi a íimtudagskvöld. Veðurútlit í Rvík. í dag SA og* síðan NV eða N- kaldi. Rigning öðru hvoru. Háflóð í dag kl. 14.50. Meðal farþega á Goðafossi til útlanda í gær voru: Matthías Ein- arsson læknir, Þorsteinn Ólafss- son, Björn Ólafsson. heildsali og frú, Regína Jónasd. Sigurþjörg Fedike, Ragnheiður Ólafsdóttir, Dagbjört Einarsdóttir, Ragna Björnsson og fjölda margir út- lendingar. Jarðarför Ragnliildar Bene- diktsdóttur stúdents fór fram í gær að viðstöddu fjölmenni. Á heimili foreldra hennar, frú Guð- rúnar Pjetursdóttur og Benedikts Svéinssonar fyrv. alþingisforseta, Skólavörðnstíg 11, flutti síra Bjarni Jónsson húskveðju og eins flutti hann ræðu í Dómkirkjunni. Þegar líkfylgdin kom niður að kirkjunni höfðu stúdentar skipað * heiðursfylkingu undir fána shram l\já Alþingishúsinu. Sambekkingar Ragnhildar bárn kistuna í kirkju en úr kirkju báru venslamenu og vinir foreldra hennar. Á nndan líkfvlgdinni og suður í kirkjugarð gengu stúdentar fylktu liði undir fána sínum og þegar kistan kom þangað. Báru stúdentar kistnna inn í garðinn til grafar og sungu útfararsálm hjá gröfinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.