Morgunblaðið - 31.08.1933, Side 4

Morgunblaðið - 31.08.1933, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ mf j Smá-auglýsingar Xjötfars og fiskfars heimatilbú- ið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. . Börn tekin til kenslu Smiðju- stíg 7. Viðtalstími 1—3 tvo næstu daga. Sigríður Árnadóttir. Saltfisksbúðin, Hverfisgötu 62 er vel hyrg af nýjum fiski. Sími nainn er 2098. Glænýr stútungur, rauð^pretta, silungur, Iax og lúða. 3 simar: (1456, 2 línur og 4456). Nú kom- ast allir að, að hringja til Hafliða Baldvinssonar. ________ Ágætar íslenskar kartöflur úr nýjum sandgörðum, bragðgóðar, hreinar, algjörlega heilbrigður. 30 kg. kr. 5.75, 50 kg. kr. 9.00. Dr angey, Grettisg. 1. Síxni 3896. Afgangar (stumpasirts), af ýms- urn gerðum, nýkomið. Ennfrem- ur nokkrir ódýrir herraklæðnaðir sern eiga að seljast. R.P. Leví. Bankastræti 7 uppi. Sá sem tók hatt í misgripum á H i essingarskálanum þriðjudags- kvöld (merki H. G. S.). Vinsam- legast skili honum á sama stað. Húsnæði, tvö herbergi og e!d- hús í mið- eða Austurbænum ósk- ar vjelstjóri að fá til leigu 1. okt. uppíýsingar í síma 3585. Matreiðslukensla. Ista septem- ber hefst 1 mánaðar námskeið. Kristín Thoroddsen Fríkirkjuveg 3. — Sími 3227. Þeir, sem kaupa trúlofunarhringa hjá Sigurhór verða altaf ánægðir. Hú§ til solu A. S. í. vísar á Frk. Ásta Jósefsdóttir syngur á Café Vífill í kvöld. Togarinn Kópur hefir verið á síldveiðum í sumar en er nú hætt- ur og kom hingað í fyrra kvöld. Hann hefir aflað 5000 tunnur af saltsíld og 1200 mál í hræðslu. Lyra fór héðan í fyrrinótt til Akraness og Keflavíkur að taka þar vörur. Hjeðan fer skipið í kvöld áleiðis til útlanda. Kolaskip var væntanlegt hingað í nótt með kolafarm til Olafs Gíslasonar & Co. Sjötíu ára afmæli á í dag Ingi- björg Jónsdóttir, Bólvallagötu 33. Gyðingurinn og gyðjan. í nokkru af upplagi blaðsins í gær varð prentvilla þar sem verið var að lýsa þerim bræðrum Tóm- asi Jónssyni og Jónasi Jónssyni frá Efstabæ, sem síra Sigurður Einarsson kannast við. Þar stóð að þeir bræður liefðu stokkið hervæddir út iir húsi föður síns, eins og sagt var nm „Gyðinga Aþenu“ forðum, en átti að vera: Gyðjnna Aþenu. Lúðrasveit Reykjavíkur spilar á Austurvelti í kvöld kl. 9 ef veð- tir leyfir. Pjetur Sigurðsson flytur erindi í Varðarhúsinu í kvjöld kl. 8^ um þýðingarmesta þáttinn í úppeldis- málum og allri umbótastarfsemi. Allir velkomnir. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Tónleikar. (Útvarpstríóið). 20.30 Frjettir. 21.00 Erindi um kristileg vísindi. Anna Olafsson. 21.30 Grammófón- söngur. íslensk lög. Miðbs&jarskólinn. Skólastjóri Mið- bæjarskólans biður Mbl. að ítreka tilmæli hans til aðstandenda barna, sem eiga að ganga í 7. eða 8. bekk skólans í vetnr. að þeir komi til við- tals við hann í þessari viku, kl. 5 —7. Segir hann allmarga ókómna ennþá. JHollensku stúdentunum var hald- ið samsæti í fyrrakvöld í Oddfellow- höllinni. Gengust fyrir því Stúdenta- fjelag Reykjavíkur og Stúdentaráð Háskólans. Kristján Albertson mælti til hollensku stúdentanna, fyr- ir hönd íslenskra stúdenta, en af Hol- lendinga hálfu svaraði Spoelstra, hollenski stúdentinn, sem liér hefir dvalið í sumar til þess að vinna að doktorsritgerð um íslenska útilegu- menn. Mikið var súngið undir 'borð- um og glatt á hjalla. Pjetur Jóns- son söng noltkra einsöngva við und- irleik Emils Thofoddsen. Á eftir var stiginn dans. Hollensku stúdentarn- ir fóru* heimleiðis með Goðafossi í gær. Kristján Sveinsson, augnlæknir, er nýkominn heim úr snmarferða- lagi, og tekur nú aftur á móti sjúk- Jingum. Knattspyrnumót 3. flokks. Kapp- leikurinn í gær fór á þá leið, að Fram vann Víking með 6 : 0. Kappléikur- inn milli Fram og Vals um daginn fór á þá leið, að Frain sigraði Vral nieð 3:2. í dag kl. 2 keppa K. E. og Valur. Úrslitakappleikur 2. flokks móts- ins fer fram í dag kl. 6, milli K. R. og Vals. Þessi fjelög gerðn jafntefli (1:1) um daginn og eru því afar lík. Verður þetta án efa mjög spenn- andi kappleikur. Gyllir kom til Hesteyrar í fyrra- dag með 1966 mál síldar. Hafði liann fengið aflann • austur undir Rauðagnúp. Losaði liann í gær. Hin- ir Kveldúifstogararnir höfðu í gær frá 300—1800 mál síldar, og voru sumir væntanlegir í dag. Arinbjörn hersir kom inn til Þórs- hafnar á Langanesi í fyrradag, með slasaðan mann. Hafði rnaðurinn mist framan af tveimnr fingrum. Fimtugsafmœli á í dag Jóhannes Erlendsson sýsluskrifari á Efra Hvoli. E. C. Bolt, sem verið hefir hér að undanförnu í erindum Guðspekifje- laga, tók sér far til útlanda með Goðafossi í gærkvöldi. J. Grierson, hreski flgmaðurinn, fór héðan með Goðafossi í gær til Hull. Dr. Stefan, sein staðið hefir fvrir kynningarferðum íxtlendra stúdenta hingað til lands í sumar, fór utan með Goðafossi í gær ásamt frú sinni. Dr. Stefan býst við því að geta kom- ið á miklu fjölmennari stúdentaleið- angrum liingað að ári. Til Borgarfjarðar J og Borgarness alla mánudaga og fimtudaga. i Nýja Biirelðastfiðin. Sími 1216 (tvær línur). Hinar margeftirspurðu ljósu Harlm. regnkðpur eru nú komnar aftur og kosta aöeins kr. 12.00. voiDhusið. © H$ rúllupylsa og kœfa KLEIN. Baldursgötu 14. Sími 307&, Bifreli 5 n.( Studebaker (Commander) § Til sölu með tækifærisverði Bif- reiðin mjög vönduð og lítið keyrð. Upplýsinga-r í sínia 3079 12.:— Veítíð þvi athyglí hve fægingin er björt og ending- argóð úr FJallkonii- feegílegíntim. Samanburður æskilegur um þetta. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. Nýjar islenskar kartfifinr á aðeins 20 aura kílóið. Kartöflur útlendar á 20 aura kílóið.-fslensk- ar- gulrófur á 30 aura kílóið. Af- bragðs pressaður saltfiskur á 40 aura kílóið. Allar matvörur mjög ódýrar í Versl. BjSrninn. Bergstaðastræti 35. Sími 4091. Hvítkál. Rauðkál. Gulrætur. Selleri. Rauðrófur. Rabarbari. Gulrófur. Kartöflur. 23 fietur pú fyrlrgefið ? herbergi yðar?“ spurði liún. „Svona við tækifæri“, viður- kendi hann. „En sem stendur er jeg að fást við annað þýðingar- ineira. „Jeg get tæpast hugsað mjer annað þýðingarmeira, en að fram- lengja lífið“, sagði him. Hann brosti þolinmóðlega. „Þjer munduð varla kæra yðm* um slíkar „eftirstöðvar“ af líf- inu‘ ‘. „Ef uppgötvun yðar er nokkurs virði, þarf það ekki að vera „eftir- stöðvar“. Hvers vegna ekki ganga feti framar. með tilraunina, og halda fólki ungu og fögru“, sagði hún með ákafa. „Þjer krefjist mikils af vísind- unum“, sagði hann. „Jeg hjelt að þjer væruð einn af þeim“, hjelt hún áfram, „sem halda því fram, að við sjeum að- eins á dyraþrepinu til vísindanna, og að nokkrar af stjömúnum sjeu bygðar mikið gáfaðri verum en við erum, aðeins af því að við sje- um svo löt, og höfum tekið svo litlum framfÖrum“. „Það er ekki nokkur vafi um það mál“, sagði hann alvarlega. „Hvað það snertir, að stjörnurnar sjeu bygðar, þá er helmingur allra vísindamanna sannfærður um það atriði“. „Því þá ekki hafa samband við þá?“ spurði hún. „Það gætum við auðveldlega“, sagði hann. „Það er aðeins spum- ingin hvort einhver hefir nægilega góðan heila og tíma, til að finna upp áhald til þess. Jeg skal gefa yður hugmyndina, ef þjer viljið helga yður hana“. „Þjer megið ekki gera gys að mjer“, sagði hún ásakandi, „þó jeg sje ekki sjerfræðingur í nein- um vísindum, þá hefi jeg aðra hæfileika“. „Það hefir mjer einmitt skilist“, sagði hann, með keim af háði í röddinni. „Heimurinn hefði tapað píanóleikara, málara, leiklconu og skáldi, ef faðir yðar hefði ekki átt nokkrar miljónir til þess að hjálpa mannlegum gáfum áfram“. „Yður þóknast að vera háðsk- ur“, sagði hún brosandi, „en jeg get nú samt fullvissað yður um, að jeg hefi heila“. „Þjer hafið gert eitt, sem fær mig til að efast um það“, sagði liann stuttur í spuna. Hún fann að liann leit á hring- inn sem liún bar. Reiðialda skaut roða upp í vanga hennar, enda þótt hún ekki vildi láta gremju sína sjást í orðum eða framkomu. Hún viðurkendi þegar yfirburði hans, enda þótt hún hataði liann fyrir það. En af því hann var gestur liennar, varð hún að stilla sig. Næst þegar þau hittust, mundi hún sjá til þess að hlutverkin væru breytt. Hann hlaut að vera eitt af þeim auðveldustu fórnardýrum, er heimurinn býður fögrum konum — — vísindamaður, uiðursokkinn í vinnu sína, einskonar einbúi, sem er sljór gagnvart mannkyninu yf- irleitt. Margir þess konar menn höfðu orðið dyggir þjónar hennar. Hvernig ætti hann að komast hjá því ?“ Smám saman komst hún í jafnvægi aftur, og talaði fjör- lega við vini og kunningja, en ljet sem hún sæi ekki borðherra sinn. Að lokum var borðhaldið úti Henni fanst sjer ljetta, þegar hún var sest niður innan veggja dag- stofunnar, eins og hún væri slopp- in úr náinni hættu. „Segðu mjer eitthvað um þenn- an aðdáanlega gest“, hað Joyce Claughton, og dróg hana með sjer afsíðis“. Það var skammarlegt af þjer að láta liann ekki sitja hjá mjer. Hann er óleyfilega lagleg- ur“. „Kæra Joyce, þú mátt hafa liann það sem eftir er af kvöld- inu“ lofaði Judith. Hann er dá- lítið þögull, en ef hann .segir eitt- livað, þá er það gott. Hann mun segja þjer hvernig þú átt að fara að því að lifa í hundrað ár, ef þú vilt. Og áður en hann verður fer- tugur, ætlar liann að segja okkur hvernig heimurinn varð til, og livað lengi hann muni verða við líði.“ „Ef hann segir það, svo gerir hann það, þannig lítur maðurinn út“, sagði Joyce. „Hálfur klukkitími í hans fje- lagsskap, gerir mann þakklátan fyrir „litla“ veru, eins og Fred- rik“. „Þú ert hamingjusöm stúlka, Judith', sagði Joyee, og varp öndinni, „mjer liefir æfinlega fundist Fredrik Amberley með allra yndislegustn nngum mönn- uni. Jeg má líklega láta mjer nægja að hugsa alvarlega um Sammy frænda þinn. Hvað ætlar þú eiginlega að gera við okkur lijer í kvöld?“ „Fredrik, Sir Philip Dane og eitthvað af kvenfólkinu á að spila bridge með pabba, þú og hinir spila poker“. „En þú sjálf?“ „Jeg ætla að tala við Sir Law- rence, hann spilar ekki á spil“, og Judith blístraði lágt. „Ætli Freddy líki það?“ „Ilann verður ekki spurður. Jeg var búinn að fyrirhuga þetta sam- sæti, áður en við trúlofuðumst. Mjer fanst mig langa til að tala við Sir Lawrence, en nú er jeg ekki eins viss um það.“ „Láttu mig heldur um hann, eins og þú lofaðir. Hann er hættu- legur fyri þig, trúlofað® stúlkuna?_ Mig niundi liann ekki taka alvar- lega, mjer mundi aðeins takast að leiða hann inn í meinlausar glett- ur‘ ‘. „Judith hristi höfuðið. „Þetta eru síðustu ærsl inín, Joycer og j'eg: verð að ljúka þeim sjálfk „Jeg vara þig við að gera Fred- rik afbrýðissaman, „sagði vinkona hennar. Hann gaf þjer hvað eftir annað gætur, meðan á horðhaldinii stóð“. „Gáðu að því að efnafræð- ingurinn lítur mjög vel út“. — Juditli leit aðvörunaraugum tií dyranna, raddir karlmanna lieyrð- ust. „Farðu nú og frelsaðu Henry~ frá hinni hræðilegu frú Reistman1 ‘ r bað Jndith hana. „Kærðu þig ekkí um mig, og láttu ekki hín reyna til að koma mjer að spilaborðinu“_ „Er ástæða til að taka þetta svona al-varlega“, sagði Joyce- hlægjandi. „Jnditli brosti, hún horfði gegn um herhergið á hina litlu fylkingu: af hvítum skyrtuhrjóstnm. „Jeg hefi ástæðu til þess“, sag.ði húrs við sjálfa sig. 10. kapituli. Ráðagerðir Judithar hepnuðust.. Hún beið þangað til fólkið var sest við spilin, þá fór hún með: Lawrence iit nm hvíta marmara- ganginn, með dýrn gólfteppuTtum, gegnum litla salinn og niður í billiard-herbergið. Einn þjónanna flýtti sjer að kveikja Ijós, og taka ti' kúlurnar. „Óskar yðar náð að hafa að- stoðarmann", spurði hann, og færði sig nær. „Viljið þjer hafa einhvern til aðstoðar", spurði Juditli, tilvon- andi mótstöðumann sinn. „Tii aðstoðar", endurtók hann óákveðinn, „Nei, fyrir alla nrani“... Hún Ijet þjóninn fara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.