Morgunblaðið - 07.09.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hei I I avistarskóli fyrir heilsuveil böm. Þörftn. A hverjum vetri verða mörg börn að hætta námi i barnaskólum Eeykjavíkur um lengri eða skemri tíma fyrir vanheilsu sakir. Þau þola ekki erfiði það, sem skóla- vistinni fylgir, því að það er mið- að við námsþol heilsuhraustra barna. Þessi börn hljóta því að dragast aftur úr og fara á mis við það, sem lagt er til fræðslu barn- anna af hálfu hins opinbera. Og auk þess verða börnin frá fátæku heimilunum af matgjöfum skól- anna, sem þau mega ekki heldur við að missa. Þannig verða börn þessi olnbogabörn. Þau fá ekki notið sömu rjettinda og heilbrigðu börnin. Stóru skólarnir taka ekk- ert tillit til þeirra, heilsa barn- anna verður aðeins að skera úr því, hvort þau geta fylgst með eða ekki. Ættu þau aftur á móti kost á skólavist, þar sem alt væri miðað við þeirra hæfi og verndun á heilsu þeirra, þá myndi allur þorri þeirra geta notið þar fræðslu og -jafnframt aukið þroska sinn og þrótt- Umsögn skólalækna. Nokkur áraskifti kunna að vera að hundraðstölu þessara heilsu- veilu barna í barnaskólunum hjer, •en þó mun trauðla miklu skakka, •frá því, er skólalæknar gáfu upp ■síðastliðið liaust samkvæmt, beiðni Bamaverndarráðs og Barnavernd- arnefndar Reykjavíkur. Vottorð læknanna hljóða svo: „Eftir beiðni Barnaverndar- nefndar Reykjavíkur og Barna- verndarráðs Islands, vil jeg geta þess, eins og skýrslur mínar frá Nýja-b'arnaskólanum sýna, voru full 6% af börnunum, sem síðast- liðinn vetur voru fjarverandi í lengri tíma sökum vanheilsu. Af þessum börnum voru samtals 18, sem berldaveik voru og þess vegna tekin úr skóla á skólaárinu. Engin af bömum þessum höfðu þó smit- andi berkla. Þar sem fjoldi af þessum börn- um er frá fátækum heimilum, er hætta á, að þau, sökum Ijelegra húsakynna og skorts, bíði varan- legt heilsutjón, sem þó fyrir- byggja mætti, ef þau nógu snemma kæmust undir heilbrigðari lífsskil- yrði. Rvík, 22. áúst 1932. Oskar Þórðarson. „Samkvæmt beiðni Barnavernd- arnefndayinnar í Reykjavík, hefi jeg athugað tölu barna þeirra, er tekin voru úr kenslu í Miðbæjar- skólanum í Reykjavík s.l. skólaár vegna lasleika, aðallega um lengri fímá. Hefi jeg komist að raun um, að þau hafa verið 62 talsins eða rúm 5% af nemendum skólans. Þess ber þó að geta, að læknar þeir, er hafa tekið börnin úr kenslu, láta sjiíkdómsins sjaldnast getið, en af kunnugleik mínum og hjúkrunarkonunnar á börnum þess um, áætla jeg, að meira en helm- íngur þeirra sje berklasmitaður (kirtlaveiki o. þ. h.). Reykjavík, 23. sept. 1932. Olafur Helgason.“ Út frá vottorðum skólalæknanna má draga þá ályktun, að tala þess- ara heilsuveilu skólabarna sje nú ekki undir 150. Berklavarnir. Yfir mörgum barnanna vofir berklahættan, og er ]iá Ijóst, að þær berklavarnir eru betri, sem verja börnin því að verða veik- inni að bráð og gera þau að starf- hæfum mönnum, heldur en hinar sem algengastar eru, að tekið er við ósjálfbjarga sjúklingum í berklahælin og þeim haldið þar upp frá því til æfiloka. Hún er betri hjálpin til þess að lifa, heldur en hjálpin til þess að deyja. „At ósi skal á stemma“. Það á sann- arlega við í þessurn efnum og er það ekki aðeins siðferðilega rangt heldur blátt áfram óvit að bíða með hjálpina, uns alt er orðið um seinan. Þetta er svo einfalt. mál, að það ætti ekki að þurfa að segja það. En reynslan sýnir, að þess þarf. Álit yfirlæknisins á Vífilsstöðum. Prófessor Sigurður Magniisson, yfirlæknir á Vífilsstöðum, hefir sent Barnaverndarráðinu og Barna verndarnefnd Reykjavíkur álit sitt í þessum efnum og segir hann þar rþ4ð,al annars að heimavistarskóli fyrir kirtlaveik börn myndi verða mikilsverður þáttur í berklavöm- um því að berklaveiki fullorðinna ’gi oft rót sina að rekja til bernskuáranna. Tilboð Odd-fellowa. Eins og kunnugt er, liafa Odd- fellowar reist, veglegt og. vandað hús við SilungapoII í Mosfellssveit og hafa starfrækt þar sumarheim- ili fyrir kirtlaveik börn 2 mánuði á ári undanfarin sumur. Arangur af starfi þessu hefir orðið nijög góður, og hafa nú sum börn, sem þarna hafa dvalið, náð fúllri heilsu. En fyrir mörgum hefir þó eðlilega aftur að vetrinum sótt í sama horfið og áður. Hafa Odd-fellowar því sjeð nauðsyn þess, að heimilið síarfaði alt árið og helst fullskip- að. Sama hugsun mun einnig liafa gripið flesta þá, sem komið hafa í húsið, og sjeð þar allan aðbúnað að börnunum. Þeim hefir þótt sárt að hugsa til þess að fleiri börn skyldu ekki vei-ða hans aðnjótandi. að þetta mikla hús væri aðeins hálfskipað við það, sem vera mætti, og stæði svo autt 10 mánuði • rsins. Nú hafa Odd-fellowar boð- ist til þess að lána hús sitt, án sjerstakrar húsaleigu, fyrir heima- vistarskóla o g heilsuverndarhæli handa veikluðum börnum í 9 mán- uði á ári, frá 15. sept. til 15. júní, g fylgi húsinu öll áhöld, sem í því eru, nema rúmfatnaður. Áætlun um kostnað. Bamaverndarráðið og Barna- verndarnefnd Reykjavíkur hafa áætlað stofnkostnað heimavistar- skóla, fyrir 60 börn við Silunga- poll, alls 9100 kr., en reksturs- kostnað í 7 mánuði 24440 kr. Er þá miðað við það, að ltennarar sjeu tveir, ein hjúkrunarkona og 4 kvenmenn að auk til innanhúss- starfa- Greiðsla kostnaðarins. En hvernig yrði allur þessi kostnaður greiddur ? Stofnkostnað- ur ætti að verða lagður fram sem lán eða beint framlag úr sjóðnum þeim til barnaverndar, sem Reykja víkurbær hefir í sínum vörslum. Eru það barnaliælissjóður Reykja- víkur og barnahælissjóður Thor- valdsensfjelagsins, en báðir þessir sjóðir til samans námu í árslok 1931 samkvæmt reikningum bæjar- ins kr. 115235.23. Helmingur rekst- urskostnaðar kveðst ríkisstjórnin munu mæla með við Alþingi, að greiddur verði úr ríkissjóði. Þá er liinn helmingurinn, 12220 kr. Mik- ið af þeirri upphæð má gera ráð fyrir, að Reykjavíkurbær þurfi að greiða hvort sem er. Sennilegt er, að aðstandendur ekki færri en 30 jbarnanna fái fátækrastyrk og gild- ir þá einu fju-ir bæinn, hvort hann greiðir meðlagið, 80 aura á dag fyrir hvert barn til heimavistar- skólans eða til heimila bamanna í Reykjavík. En fátækrastyrkur til 30 barna í 7 mánuði nemur 5040 kr. Þá er bærinn jafnt skyldur til að sjá börnum sínum fyrir kenslu hvort sem þau eru heima eða heim- an. En lilutdeild bæjárins í laun- um tveggja kennara er 2780 kr. Enn má gera ráð fyrir, að áðstand- endur greiði með um 10 börnum, eða 1680 kr., og liennarar fæði sitt 420 kr- Beinn útgjaldaauki yrði þá til rekstursins 2300 kr. Thorcilliisjóður. Þessa síðasttöldu upphæð ætti að mega jafna a. m. k. að nokkru leyti með árlegri greiðslu af vöxt- um Thorcilliisjóðs, því að það væri í fylstu samhljóðan við erfðaskrá gefandans, þar sem segir, að árleg ur arðui' af eignunum skuli ganga. til stofnunar, þar sem allra aum- ustu og fátækustu börn í Kjalar- nesþingi skuli fá kristilegt upp- eldi, þar með talið húsnæði, klæði og fæði, þangað til þau geti sjeð jfyrir sjer sjálf. Virtist það sjálf- gefið samkvæmt þessu, að Thor- cilliisjóður kostaði skólavist ein- hverra þeirra barna, sem ekki væru á fátækraframfæri en ættu við bág kjör að búa. Enda hefir núverandi kenslumálaráðherra lof- að því að hlutast til um það, að fje Thorcilliisjóðs skuli framvegis Aarið meir í samræmi við vilja gefandans en verið hefir undanfar- in ár. Mótbárur. Tvennar mótbárur eru hugsan- legar gegn stofnun þessa heima- vistarskóla fyrir heilsuveil börn. 1 Þótt svo geti litið út á pappírn- nm, að kostnaðurinn verði ekki filfinnanlegui' fyrir Reykjavíkur- bæ, þá veríur hann það í raun og veru. Og nú eru krepputímar fyrir Reykjavík, svo að hún má ekki leggja út í þennan kostnað. 2. Staðurinn er óheppilegur. Heima vistarskóli og heilsuvemdarhæli Reykjavíkurbarna á að vera á góðri jörð í sveit, þar sem rekinn er stór biiskapur og börnin geta. fengið verkefni við sitt hæfi og unrtið eitthvað að framleiðslunni. Fyrri mótbárumar. Setjum svo, að kostnaður verði meiri en hjer hefir verið áætlað, þá getur kreppan þó ekki rjett- lætt það, að hann sje sparnaður. Enda væri ekki um raunverulegan sparnað að ræða — síður en svo. Þessar mótbárur má hrekja með einföldu dæmi. Væri það góð Síml 1234. Hðinm fyrirliggjandis Lauk í ks. og sk. Appelsínur 252 stk. Kartöflur þýskar, hollenskar „.... óreyndum því ýtar spakir aldrei treysta hal nje geir“. er þrautreyndastur allra sjálfblekunga og við bestan orðstír (en nú á dögum er meira vert um pennann en sverðið). Hálfrar ald- ar reynsla lýgur ekki.J Miljónir manna nota Watermans og á öilum tungum jarðarinnar er honum sungið lof. Lítið inn og skoðið hann. Snæbjörn Jónsson Eins og stð nndssnfðrnn tek jeg á móti pöntunum á hinu fræga saltaða dilkakjöti frá Kaup- fjelagi Nauteyrarhrepps. -— Þeir, sem eiga g'óð eikar-ílát, ættu að senda þau með allra fyrstu ferð og merkja þau sínu nafni og K. N. A. pr. Isafjörð. , « Snorri Jóhann§son. Sími 3503. Brjefritarar — gjaldkerar — lögfræðingar — kaup- menn — forstjórar og aðrir, ef þjer viljið hafa greiðan aðgang að plöggum yðar, þá fáið yður þar til gerðar skrifborðsmöppnr. Vjer fengum nokkuð af möppum þessum í vor, og líkuðu þær svo prýðilega, að þær seldust strax upp. Nú eru þær komnar aftur, í enn þá meira úrvali en áður. — Gerið svo vel að líta á þær! Einnig höfum vjer fengið aftur hina margeftirspurðu gnmmí-stðlpáða a.f mörguhi gerðum og þyktum. Ingólfshvoli. kreppnráðstöfun og sparnaður fyr- ir hónda að forðast kostnaðinn við það, að leita börnum sínum eftir föngum heilsubótar og heilsu- verndar ? Væri það ekki betra á allan Iiátt að styðja þau til þroskans svo að þau gætu síðar sjálf farið að ljetta undir með en yrðu ekki ó- sjálfbjarga aumingjar. Auk þess sem það væri siðferðilega Ijótt af bóndanum að vanrækja þessa skyldu sína, þá væri þetta eyðslan mesta og versta. Afstaða Reykja- víkurbæjar til barna sinna er ná- kvæmlega liin sama. Og skyldi ein- Iiver halda því fram, að Reykja- vík blátt áfram gæti þettæ .ekki, þá mætti t- d. benda honum á tim- leitanir bæjarins til þess að koma upp bálstofu fyrir ærið fje. Eða á að taka líkin fram yfir börnin? Síðari mótbárurnar, Það er rjett, að heimavistar- skóli og heilsuverndarhæli Reykja víkurbarna nmn eiga að vera á góðri jörð í sveit. Og að því marki á að stefna. En sennilega verður — því miður — nokkuð löng hið á því, að slík stofnun taki 1il starf'a. Hvert ár sem líður þang- að til svo, að ekkert er gert í þessa átt fyrir veikluðu börnin, er dýrt. Það kostar heilsu og líf — Guð veit, hve margra barna. Og Sími 2354. það er ákæra á liendur okkur Reykvikingum, sem berum á- bvrgðina. Eigum við að hafna boði Oddfellow og láta hús þeirra stanaá autt áfram vetur eftir vet- lU', í stað þess, að nota það a. m. k. þangað til við höfum komið olckur upp sjerstöku barnaheimili fyrir bæinn? Húsið er gott, staður- inn fallegur, liggur ágætlega við samgöngum, landrými mikið og sumt vel ræktanlegt. Hvað dvelur? Vjð undirritaðir, sem hiifum leitast við að athuga aðstæður allar við stofnun lieimavjstarskóla við Silungapoll nú í haust, get- um ekki sjeð neitt því til fyrir- stöðu, að Iiann megi taka til starfa í oktúber, svo framarlega ,sem þegar verður hafist handa að undirbúningi. Við teljum það skyldu okkar að vekja athygli bæjarbúa á þessu máli og skor- um á alla, sem að því geta st.utt, og þá fyrst og fremst bæjarráð og bæjarstjórn að hrinda því í f'ramkvæmd. Það er ekkert frá okkar sjónarmiði, sem getur af- sakað lengri bið- Og börnin eru búin að bíða lengi. Reykjavík, 5. sept. 1933. Sigurbjörn Á. Gíslason. Ásmundur Guðmundsson. Arngr. Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.