Morgunblaðið - 07.09.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.09.1933, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐXÐ 1 | Smá-auglýsingar| Dagbók. Athugið! Ilattar og aðrar karl niannafatnaðarvörur nýkomnar. — Hafnarstræti 18. Karlmannahatta búðin. Einnig gamlir hattar gerðir sem nýir, sama stað. Teborð höfum við nú aftur fyr- irliggjandi í dölckum og ljósum lit. Verð kr. 38.00 og 46.00. Körfu- gerðin, Bankastræti 10. Ný Ijóðabók: „Jeg ýti úr vör“, eftir Bjarna M. Gíslason. Fæst í bókaverslunum. Ryksuga á kr. 5.85. Ný uppfinn- ipg. Körfugerðin. Bankastræti 10- Tóm sultutausglös; einnig l/2 og heil flöskur kaupir verslun Hall- dórs R. Gunnarssonar, Aðalstr. 6. ■Kjötfars og fiskfars heimatilbú- ið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Hútel Valhöll Þingrvöllum er opin áfram. Fæði og hús- næði lækkað fyrir fasta gestí. Fermingarföt Karlmannaföt blá o g mislit Karlmannafrakkar Peysuf atafrakkar. Best og ódýrast í Versl. Manchester. Laugaveg 40. Sími 3894 Því nota þeir, sem ætíð biðja um það besta, o g mesta þekkingu hafa á vörum til bökunar, ávalt Lillu-böknnardropa Af því þeir reynast bestir og drýgstir. eyljavilur Veðrið í gær; S-læg átt um alt land, með dálitilli rigningu og 9 1—11 st. hita á S- og V-landi. Á N- og A-landi er hiti 10—13 stig- Yfir Atlantshafinu suðaustanverðu Bretlandseyjum og Norðurlöndum er háþrýstisvæði, en lág loftþrýst- ing yfir Grænlandi og vestanverðu Atlantshafi. Er því útlit fyrir S- veðráttu hjer á landi fyrst um sinn. Við S-Grænland er alldjúp lægðarmiðja, sem mun hafa áhrif á veður hjer á landi á morgun. Veðurútlit í dag: Vaxandi S- átt. Rigning. Jarðarför Þorsteins bónda Þór- arinssonar fer fram næstkomandi laugardag 9. september frá heim- ili hans Drumboddsstöðum í Bisk- upstungum og hefst með hús- kveðju kl. 11 árdegis. Jarðað verður í Bræðratungu. Bethania. Saumafundurinn verð- ur á Ljósvallagötu 24 í dag kl. 4 síðd. Konur velkpmnar. I. O. G. T. Fjelagskonur þær, sem styrkja vilja byggingarsjóð- inn, eru beðnar að mæta með handavinnu í G. T. húsinu föstu- daginn 8. þ. m. kl-. 4 síðd. íslenskur hagleiksmaður. Korn- ungur íslendingur, Joseph Ólafs- son, sonur Sveins og Guðrúnar Ólafsson að Mildmay, Sask., hefir nú öðru sinni unnið fyrstu verð- laun í listasamkepni, sem fram hefir farið í Saskatchewanfylki. Smíðisgripur hans er Napoleons- kerra og þykir hinn mesti kjör- gripur. f verðlaun fekk pilturinn ókeypis ferð til Toronto og Ghi- cago. Nú hefir hann afráðið að senda smíðisgripinn á verðlauna- samkepni í Bandaríkjum. Sá, sem fær fyrstu verðlaun þar, fær fjögra ára ókeypis nám við amer- iskan fjöllistaskóla. (Eftir Lög- bergi). Halldóra Sumarliðason Lewis, heitir íslensk kona vestanliafs. — Hefir hún að undanförnu gegnt ábyrgðarmikilli og vandasamri op- inberri stöðu í mentamálum Wash- ington-ríkis (um barnauppeldi og húsmæðrafræðslu) og hefir fengið þá viðurkenningu fyrir starf sitt, að hún var sæmd „Fellowship in the Laura Spellman Rockefeller Foundation“ og 1200 dollars í peningum. Fellowship við þessa sjerstöku deild Rochefeller-stofn- unarinnar veitir henni ókeypis nám um árstíma við einhvern há- skóla í Bandaríkjum. Ætlar hún fyrst að fara til háskólans í Cin- einnati og þaðan til háskólans í Minneota. Að námstíma loknum ætlar hún að bregða sjer heim til íslands í kynnisför. Hjálpræðisherinn. f kvöld kl. 8 y2. Stórt enskt „At Home“ (Heima). Majórsfrú Beckett stjórnar. Aðgangur 50 aura. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12-15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19.30 Veður- fregnir. 19.40 Tilkynningar. Tón- leikar. 20,00 Klukkusláttur. Tón- leikar: Einsöngur (Maria Mark- an). 20.30 Erindi: Áfengisbannið og atkvæðagreiðslan (Fr. Á. Brekkan). 21.00 Frjettir. 21-30 Grammófóntónleikar. Wagner: Tannháuser Ouverture. (Koncert- gebow orkestrið, Amsterdam. — Mengelberg). Heimatrúboð leikmanna. Vatns- stíg 3. Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. íþróttaskólinn á Álafossi held- ur sund og Ieikfimissýningu á föstudag 8. sept. kl. 4 siðd. For- eldrar bamanna eru boðnir. ,Botnia‘ kom liingað í gærmorg- un. Um 30 farþegar voru á skip- inu. Mullersskólinn auglýsir í blað- inu í dag að fólk, sem hefir iðkað þar leikfimi undanfarna vetur, og liafi í hyggju að æfa í vetur, verði að gefa sig fram sem fyrst. Mull- ersskólann má hiklaust telja besta íþróttaskólann hjer á landi. Mentaskólinn. Foreldrar þeirra 25 barna, sem hæstu einkuiínir fengu við inntökupróf í skólann í vor, eru ámintir um að senda umsóknir um skólavist nú þegar, ef börnin eiga að vera í skólanum. Gagnfræðingar sem óska að kom- ast í lærdómsdeild, bæði þeir, sem útskrifast hafa úr Mentaskólan- um og öðrum skólum, sendi um- sóknir sínar tafarlaust eða komi til viðtals við rektor. 70 ára afmæli á í dag Hjörtnr Jónsson á Reynimel við Bræðra- borgarstíg 22, hjer í Reykjavík, faðir Sveins M. Hjartarsonar bak- arameistara og þeirra systkina. — Einn af hinum gömlu, góðu Vest- urbæingum. ísfisksala. Júpíter seldi afla sinn (um 1500 körfur) í Englandi í fyrradag fyrir 629 sterlingspund, að frádregnum tolli. Áttræður er á morgun (8. sept-) Oddur Tómasson til heimilis á Grettisgötu 31. Er hann einn af þeim gömlu, góðu Reykvíkingum sem hefir sjeð Reykjavík hafa nokkrum sinnum fataskifti — fluttist hingað til bæjarins um 1870 og hefir dvalist hjer síðan. Gamli maðurinn er hinn ernasti enn, hefir ágæta sjón og stöðuga fótavist. Munu margir vinir hans og kunningjar senda öldungnum hugheilar óskir á morgun, í til- efni af afmælinu og óska að æfi kvöld hans megi verði sem bjart- ast. K. Sí 1 dveiðaskipin eru nú sem óð- ast að Itoma heim. Komin eru vb. Haraldur frá Akranesi, Andey frá Akranesi, Pjetursey og Huginn frá Hafnarfirði. .íslandið' kom hingað í gær. ,Kongshavn„ norskt fisktöku- skip er hjer að taka fisk. Skipafrjettir: Gullfoss fór frá Höfn í fyrramorgun. Goðafoss kom til Hamborgar í gær. Brúar- foss var á ísafirði í gær. Dettifoss var á Patreksfirði í gær. Lagar- foss var á Akureyri í gær. Sel- foss fór frá Antwerpen í fyrra- kvöld. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Sig- ríður Oddsdóttir frá Strönd í Seyðisfirði og Oddur H. Björns- son, Laufásveg 18 A. Grænlandsskipin ,Gustav Holm' og ,Godthaab‘ eru komin til ísa- fjarðar. D. Lauge Koch og leið- angursmenn hans koma hingað til Reykjavíkur með Brúarfossi. Ensku og hraðritunarskóla ætl- ar ungfrú Erla Benediktsson (dóttir Einars skálds Benedikts- sonar) að stofna hjer í haust. Mun hún væntanleg heim bráðlega frá Lundúnum, þar sem hún hefir dvalið að undanförnu. Gjörir silkisokkana ENDINGARBETRI Hundar fita kirkju. Biskupinn í Winnipeg var einu sinni beðinn að koma til þess að vígja kirkju í Iitlum Eskimóabæ í norðurhluta Hudson Bay. Ferðin þangað var bæði löng og ströng. Eftir þrjá mánuði komst hann þó loksins á áfangastaðinn. En maður getur ímyndað sjer, hve undrandi hann varð, þegar hvergi sást nein kirkja Spurði hann þá. um heiti bæjarins, jú, það var rjett, en kirkjuna vantaði engu að síður. Kom það Slæmt þvottaef ni getur un- nið fíngerðum silldsokkum meira tjón en nokkura vik- na notkun. Því venjuleg' sápa hefir skaðleg áhrif á viðkvæma silkiþræði. Sok- karnir endast mörgum vi- kum lengur, ef þeir em aðeins kreistir upp úr volgu Lux löðri, með þeirri þvotta aðferð halda þeir einnig lögun sinni og: lit. Það er Lux, sem gefur sokkunum endin- guna. BIÐJIÐ (JM FÍNGERÐA LUX Hinir nyju Lux spæmr eru svo íingerSir og þunnir a6 þeir leysast s&mstundis npp í þykkt hreinsandi löSur. ÞaS þarf minna Lux — og þaS skúmar enn fyrr. ÞaS er sparnaSur aC kaupa fínna Lux eg m er 1 stærri pðkkum. M-UX 393-047A IO LXVER BROTHBRS LIMITBD, PORT SUNLIGHT; ENGLANB Dsgnfræðaskúlínn i Reykjavib, starfar eins og að undanförnu frá 1. okt. til 1. maí. Námsgreinar í aðalskólanum eru þessar: íslenska, danska, enska, þýska, saga og fjelagsfræði, landafræði, náttúrufræði, eðlisfræði, heilsufræði, stærðfræði, bók- færsla, vjelritun, teiknun, handavinna og leikfimi. Námsgreinar í kvöldskólanum: íslenska, danska, enska og reikningur. Inntökuskilyrði í 1. bekk eru: Fullnaðarpróf barna- fræðslunnar og 14 ára aldur. Nýir nemendur, sem óska að setjast í 2. eða 3. bekk, verða prófaðir 3. og 4. okt. Innanbæjarneímendlir njóta ókeypis kenslu í aðal- skólanum, en við kvöldskólann verður 25 kr. kenslugjald, sem greiðist fyrirfram. Umsóknir sjeu komnar til mín fyrir 15. sept., og gef jeg allar nánari upplýsingar. Heima kl. 7—9 síðdegis. ÍVitastíg 8 A. Ingimar Jónsson Sími 3763. Hafnfirðingar! 2 herbergi og eldbús ósk- ast, helst í miðbænum. Kristín Sigurðardóttir, Vesturhamri 4. þó loksins upp úr kafinu, að íbúarnír í þorpinu höfðu haft lít- ið að borða, en þó einkum hund- arnir. Höfðu þeir slitið sig lausa, ráðist á nýju kirkjuna og etið hana upp til agnar! — Þess er ekki getið úr hverju Eskimóarnir bygðu kirkjuna, en manni verður næst að halda, að það hafi verið úr skinnum. Tíi Borgarfjarðar og Borgarness alla mánudaga og fimtudaga. Nýja Bifreiðastfiðia. Sími 1216 (tvær lxnur). Þeir, sem kaupa trúlofunarhringa hjá Sigurþór verða altaf ánægðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.