Morgunblaðið - 19.09.1933, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.09.1933, Blaðsíða 5
Þriðjúdag 17. sept. 1933. 5 Bjarni Loftsson, kaupmaður ljest á Landsspítalanum þ. 8. þ. m., og verður i dag til grafar borinn. Hann var fæddur að Brekku á Hvalfjarðarströnd 2. febr. 1865. Var faðir hans Loftur Bjarnason hreppstjór'a í Vatnshorni í Skorra dal, Hennannssonar bónda á Geld- ingsá, Ólafssonar. Móðir lians var Guðrún Snæbjarnardóttir bónda í Bakkakoti í Skorradal, Torfason- ar bónda á Reykjum í Lunda- reykjadal, Þorsteinssonaf. Torfi var kvæntur Magðalenu Snæ- bjarnardóttur prests á Lundi Þor- varðssonar lögrjettumanns í Braut arliolti. Kona Snæbjarnar prests var Vilborg Gísladóttir prests á Lambastöðum- Föður sinn misti Bjarni í æsku, en móðir hans ljest á heimili hans á Bíldudal fyrir 14 árum, í hárri elli. — IJUgui' nam liann söðlasmíði, og stundaði það nokkuð frarn eftir æfi. Var hann maður hagur vel og fór honum jafnan vel úr hendi iivert það verk, er hann fekst við, en aldrei gerði hann handiðn að aðalstarfi sínu. Þegar er hann hafði aldur og' þrek til, tók hann að stunda sjó, er þá var helst lífvænleg atvinnu- grein. Stundaði hann sjó bæði hjer við Faxaflóa og af Austfjörðum, en síðan við Arnarfjörð. Árið 1896 fluttist Bjarni af Suð- urlandi til Bíldudals, og gerði það ár út við Arnarfjörð. Næsta ár gerðist hánn starfsmaður við versl- un og útgerð P. J. Thorsteinsson á Bíldudal, og vann hann þar um fimm ára skeið. Kaus hann þá að taka aftur upp sjómenskuna. Var Bjarni bæði laginn og aflasæll for- maður. Á árunuin 1910—1920 rak liann eigin verslun á Bildudal. Flutti hann að þeim tíma liðnum til Reykjavíkur, með því að liann var þá farinn að kenna vanheilsu, og treystist ekki að gegna bind- andi störfum. Var Bjarni Loftsson jafnan virt- ur og mikils metinn og að verð- leikum. Hann var í mörgu fyrir- mynd annara manna. Sínum nán- ustu var liann trygglyndur og jafnan hinn raunbesti Hann var vinur vina sinna, en þjettur fyrir ef að honum var veitst. Var reglu- semi hans og hygni jafnan við- brugðið. — Fór hann jafnan með forsjá meira en kappi að hverjum hlut, enda gætni og ráð- deild öflugir þættir í skapgerð lians. Bins og gefur að skilja voru Bjarna falin ýms trúnaðarstörf í þágu almennings, svo mikils álits sem liann naut í bygðarlagi sínu. Var hann bæði sýslunefndarmaður og hreppstjóri í Suðurf jarðar- lireppi, um langt skeið, og fyrsti símastjóri á Bíldudal. Kom hann víða við sveitarmál, enda þóttu ráð hans miklu máli skifta í hví- vetna. Komu þar til greina góðar gáfur hans og gjörhygli enda var hann maður vel að sjer, þótt sjálf- mentaður væri að mestu. Vel fylgdist Bjarni með í liin- um nýrri stefnum fjelagsmáianna. og var bæði víðsýnn og frjálslynd- ur. Kom það einkum í ljós að því ér andlegu málin snerti. því hann var trúmaður einlægur, en þó jafn an spyrjandi. Unni bann jafnan frjálsri hugsun á hvaða sviði Sem ■\ar, enda var hann of mikill al- \'örumaður til þess að vil.ja á nokk- urn hátt misbjóða því, sem í aug-. um hans var satt eða heilagt. Kona Bjarna var Gíslína Þórð- ardóttir, ættuð úr Tálknafirði. Var liún dugnaðar og ágætiskona mikil og húsmóðir liin besta. Var hún manni sínum jafnan liin örugg- asta stoð, og átti fyllilega sinn þátt í giftu og góðri afkomu heimilis þeirra en var heilsuveij og Ijest árið 1914. Varð þeim hjón- um þriggja sona auðið og eru þeir: Loftur Bjarnason fram- kvæmdastjóri í Hafnarfirði, Þórð- ur skrifstofumaður sama stað og Kristján 3. stýrimaður á Gidlfossi. Standa þeir bræður í dag yfir moldum virts og. elskaðs föður, og eru margir, bæði nær og fjær, sein með þeim sakna vinar í stað. S. Núpsskóli í Dýrafirði. Nýungar í rafmagnsnotkun. Mjer þykir hlýða að minnast nokkrum orðum á þær breytingar sem oi'ðnar eru á skólanum hjer á Núpi og þær nýungar í raf- magnsnotkun sem þégar eru komn ar í framkvæmd- Hjeraðsskólinn er, svo sem kunn- ugt er, framhald af ungmenna- skóla þeiói’ sem núverandi pró- fastur síra Sigtr. Guðlaugsson stofnaði og starfrækti um aldar- fjórðung við góðan orðstír, og var hann sóttur víðsvegar að af landinu. Þegar lög voru samin um hjer- aðaskóla 1929, var skólinn hjer tekinn upp í þau sem hjeraðsskóli Vestfjarða. Allverulegar húsabæt- ur höfðu þá nýlega verið gerðar á gamla skólahúsinu, lögð í það miðstöð til hitunar o. fl. Fyrsta sporið sem stigið var á vegum lijeraðsskólans var virkjun Núpsár, rúmum kílómetra frá skól anum. Bjarni Runólfsson frá Hólmi hafði þá framkvæmd með höndum. Stöðin getur framleitt 40 hestöfl og hefir raforka frá henni verið not.uð til ljósa, suðu og hitunar. Næsta sporið var bygging nýs skólahús.s, — sem er hluti úr fyr- irhugaðri skólabyggingu. f kjall- ara þess var gerð sundlaug er rúmar 60—70 tonn af vatni. Var til þess ætlast að laugin yrði hit- uð með rafmagni. Það hefir reynst nokkurum erf- iðleikum bundið að fá tæki til þessarar hitunar, enda er lijer um nýung að ræða, svo ekki er liægt að styðjast við reynslu annara, heldur verður að þreifa sig áfram. Mun þetta vera eina sundlaugin á landinu, sém hituð er með raf- orku. Hitunartækið smíðuðu Bræð- urnir Ormsson í Reykjavík síðast- liðið súmar. Höfum við þegar haft eitt sundnámskeið, með góðum ár- angi'i og annað liefst, innan fárra daga. Jeg fagna því, að geta gef- ið kost á sundnámi hjer, þegar 'kóli er viti að vorinu, en meir þ.vkir mjer þó um það vei't, að nú geta nemendur skólans átt kost á sundnámi daglega að vetrinum. Á komandi vetri, og framvegis’ verð- ui' lögð stund á að gera nemendur vðl sundfæra, þar eð öll skilvrði til þess eru nvi fyrir hendi. Af útiíþróttum verður sjerstök áhersla lögð á skíðaferðir. Hefir skólinn nú eignast nokkur pör skíða, að gjöf frá nemendum. — Smíðuðu þeir sjálfir 14 pör síð- astliðinn vetur ög er það fyrsta, smíðatilraunin hjer. Verður smíða- kenslu haldið áfram eftir því sem kostur er á og í ráði er að taka raforku til hjálpar í þeirri grein í framtíðinni. Er það ákveðin stefna skólans að auka hagnýta handavinnukenslu, bæði fyrir pilta og stúlkur. Þá má til nýmæla telja, að sýslunefnd Vestur-lsafjarðarsýslu hefir ákveðið að flytja sýslubóka- safnið hingað í skólann. Er safn það, ásamt safni Sighvatar sál. Grimssonar frá Höfða mjög auð- ugt góðra bóka, er verða munu til afnot fyrir kennara og nem- endur næsta vetur, ásamt skóla- bókasafninu. Þó að hin fyrirhúgaða skóla- bygg'ing sje enn ekki öll komin upp, þá er nú hjer húsrúin orðið gott, og mikill munur frá því sem áður var. Er rnjer það mikið á- nægjuefni að geta boðið hjeraðs- búum og öðrum, er skólann sækja, í vistleg rúmgóð húsakynni, með þeim þægindum, sem nútíminn krefst og aðstöðu til þess að iðka sund inni í volgri laug við rafljós, þegar úti gnauða svartabyljir frosts og fanna; — aðstöðu til þess, að stæla þrek og karlmensku nemendanna með okkar ágætu úti- æfingu, skíðaíþróttinni. En me.st af öllu hlýjar þó huganii’ að sjá skólasætin skipuð öll og' hafa enn aðstöðu til, með þeim ágætu kenslu lrröftum samkennara minna, að inna af hendi aðalhlutverk skól- ans, að auka víðsýni nemendanna, efla andlegan og líkariilegan þrótt þeirra í starfsfúsri þjónustu sjer- hvers góðs málefnis, göfugra hug- sjóna og hagsældar landsins, eða eins og Grundtvig orðaði það í einkunnarorðum þeim, er hann valdi lýðháskólanum: „Fyrir guð og föðurlandið.“ Bj Guðmundsson. Skraddari: Borgaði hann Pett- ersen ? Innheimtumaður: Nei. Þarna í liúsinu eru fjórir menn, sein heita Pettersen, og allir sögðu þeir það, að þeir skulduðu yður ekki neitt. Einn var meira að segja svo ósvífinn, að hann fleygði mjer út. — Skraddari: Það er hann. Farið þjer aftur. Togarlnn „fiustev Maver", er til sölu. Upplýsingar gefur Helgi Bergs, forstjóri. Bygglngarvttrnr LINOLEUM, margar gerðir. FÍLTPAPPI. GÚMMÍ á gólf og stiga. VEGGFLÍSAR. HURÐIR (Oregon Pine). GASSUÐUVJELÁR. Best og ódýrast hjá f I Ö. V. löhanason § Go. Hafnarstræti 16. Sími: 2363. Sími: 2363. Fomrítafjelagíð. Egils saga Skalla-Grímssonar kostar heft kr. 9.00 — í pappabandi kr. 10.00 og í skinnbandi kr. 15.00, kjölur, horn og spjaldpappír fæst sjerstaklega og kostar 3.50. Bókaverslnn Slgf. Eymnndssonar og Bókabúð Austurhæjar BSE Laugaveg 34. Rússlanösför Herriot. Stórkostleg yfirsjón, áð vera að dekra við rúss- nesku harðstjórana, — segja frönsk blöð. Þeg'ar Herriot fór til Rússlands, var það látið í veðri vaka, að liann færi þangað að gamni sínn- Og til þess að styðja það, lagði liann fyrst leið sína til Odessa, en fór bi'átt þaðan beina leið norður til Moskva, til þess að hitta sovjet- stjórnina. Vissu menn þá hvað til stóð. Hann var sendur af frönsku stjórninni til þess að reyna að koma á hernaðarbandalagi milli Rússa, Pólverja og Fraklra gegn Þjóðverjum. Um þessa. för Herriots voru mjög skiftar skoðanir í frönsku blöðunum, eftir því sem segir í skejdi frá París, (31. ágúst)’ er birtist í „Göteborgs Handels- og Sjöfarts-Tidning“. í því skeyti segir svo: — Hin pólitíska starfsemi Her- riots í Rússlandi fær liarða dóma í hægri blöðunum. Ferðin hefir ekki á sjer það snið, að hann ferðist í sínum eigin erindum. — Telja blöðin ferðina misráðna að öllu leyti. Þeim þykir það hast- arlegt, að Herriot skuli vðra að ferðast i landi þar sem liungurs- Kleins kjöifars, ___reynlst best. neyð er, hrósa ástandinu þar há- stöfum og láta hylla-sig ,sem frið- arpostula. Segja þau að þessi framkoma sje ekki til þess fallin að auka álit á stjórnmálamanni. Þau minna Herriot á orð Metter- nich.s, að dekui' sje liættulegt i stjórnmálum. ,Journal des Débats* segir að Rússlandsför Herriots sje „une faute capitule“ (stórkostlega misráðin) og með sleikjuskap sín- um við rússnesku böðlana hafi hann gefið stórkostlega ilt for- dæmi. Herriot átti ekkert aimað er- indi til Rússlands, en að ræða við stjórnina þar um pólitísk mál, og menn vita hver þau eru. Hann befir farið sem erindreki st.jórn- arinnar, þótt það sje ekki látið nppi. Það sjest og á för liins unga flugmálaráðherra (lots til Moskva, að frönsku stjórninni er það á- hugamál að gera bandalag við Rússa. Menn vita að þessi flug- t'erð hans er farin í pólitískum tilgangi, og lítur út fyrir að hún sje ger til ]>ess að koma á sa-m- vinnu milli loftlierjanna í Rúss- landi og Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.