Morgunblaðið - 23.09.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1933, Blaðsíða 3
 MORGUNBLAÐIÐ ^ftargunUaMfc Útget.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Rlt»tJ6rar: Jön KJartansson. Valtýr Stefánaaon. Rltetjörn og afgrelCsla: Austurstrætl 8. — Slml 1600. AuKlýslngastJörl: B. Hafberu. AuelýslnRraskrlfstofa: Austurstrætl 17. — Slml 3700. Helmaslmar: Jön KJartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árnl Óla nr. 3045. E. IJafberg nr. 3770. Askrlftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuOI. Utanlands kr. 2.50 á mánuBl. ! lausasölu 10 aura elntaklB. 20 aura meB Lesbök. Þinghallar* bruninn. Frá ríkísrjettínam í Leípzíg. Leipzig 22. sept. United Press. FB. Málin út af eldsupptökunum í þýskuríkisþing'húsbyggingunni var fcekið fyrir í gær. Þegar rjefcnu- inn liafði verið settur voru ákær- urnar lesnar af rjettarforsetanum, Biinger, þ. e. Van der Lubbe var ákærður fyrir landráð og íkveikju •en Torgler og Búlgaríumennirnir voru álcærðir fyrir landráðastarf- •^emi- Dagurinn fór allur í að yfir- lieyra Van der Lubbe, en skýr svör fengust engin. Stundum svar- aði hann „já“, en andartaki síðar tók hann aftur játun sína. Hann ijet sem sig skifti litlu hvað fór þarna fram. Forseti rjettarins varð að ávíta hann fyrir að hlæja. Van der Lubbe játaði, að hann hefði 12 ára verið settur í stofnun fyrir börn, sem borið hafði á glæpsamlegum tilhneigingum hjá. Borin völ’U fram gögn viðvíkjandi :göngu Van der Lubbe frá Leyden til Berlín, en þangað kom hann 18. febrúar 19:33. van der Lubbe. Þegar rjetturinn, hafði verið •settur í dag tók dr. Sack til máls, •en hann er verjandi Van der Lubbe. Gekk ræða hans út á að rsanna, að Van der Lubbe liefði ekki þekt Torgler og að hann Lefði ekki verið með honum dag- inn, sem þinhússbruninn varð. — Prófessor Bonnhoefer geðveikra- læknir bar það fyrir rjettinum, að hann teldi Van der Lubbe ekki vera brennuvarg. Bnnfremur lýsti Bonnhoefer því yfir. að þeg- ar hann fyrst hefði skoðað Van der Lubbe, liefði liann verið vel hraustur og andlega hress, en nú væri hann mjög breyttur, áhuga- laus, og ljeti sig engu varða það, ssem fram færi kringum hann. 5tarfsmannahalö ríhisins og launagreiðsiur. Hvenær verður komið á samræmi og rjettlæti í launagreiðslum ríkisins? Launalögin frá 1919. Oft og mörgum sinnum hefir hjer í blaðinu verið bent á nauð- syn þess, að fram fari gagngerð endurskoðun á launagreiðslum rík- isins, svo að samræmi og rjettlæti geti orðið í þessum málum- Nú ríkir í þessum efnum algert handahóf. Til eru að vísu lög um laun embættismanna frá 28. nóv. 1919. Þegar lög þessi voru sett mátti heita að þau væru tæmandi. I þeim voru ákvæði um launa- greiðslu til embættismanna og starfsmanna í hinum ýmsu starfsgreinum ríkisins. Þar voru einnig ákvæði um dýrtíðaruppbót. Launagreiðslum var mjög i hóf stilt í launalögunum frá 1919. •— Þegar dýrtíðaruppbótin var í há- marki gátu embættislaun yfir- leitt ekki orðið hærri en 9500 kr. Laun hæstarjettardómara voru einu launin, sem gátu farið yfir hámarkið; þau máttu vera 10500 kr. með dýrtíðaruppbót. Allur þorri starfsmanna var langt fyrir neðan hámarkslaunin. Og síðan dýrtíðaruppbótin lækkaði kemst enginn embættismaður sem laun tekur samkvæmt launalögunum i hámarkslaun, að undanskildum hæstar j ettar dómurum. Þegar launalögin frá 1919 voru sett var svo til ætlast, að þau yrðu endurskoðuð að 5 árum liðn- um. Úr þeirri endurskoðun llefir þó ekki orðið ennþá. Alþingi hefir látið sjer nægja að framlengja á- kvæðin um dýrtíðaruppbótina frá ári til árs. Þó var engin ákvörðun tekin í þessa átt á siðasta þingi, og fellur dýrtíðaruppbótin því úr gildi frá næstu áramótum ef auka- þingið í haust ekki. fæst til að framlengja hana. En við það að afnema dýrtíð- aruppbótina yrði enn aukið á ranglætið í launagreiðslum rík- isins- Launagreiðslur utan launalaga. Svo sem kunnugt er, liefir rík- inu bætst við aragrúi starfsmanna eftir að launalögin frá 1919 voru sett. Einkum varð þessi starfs- jnannaaukning stórfeld í tíð Fram- sóknarstjórnarinnar á árunujn 1928 til 1931. Þegar ákveða skyldi laun þessa nýja starfsmannaliðs var ekkert tillit tekið til launalaganna frá 1919. Alþingi var meira að segja, ekki spurt ráða um launin, heldur ákvað stjórnin þau upp á eigin spýtur. þ[ún setti laun fjölda starfsmanna langt fyrir ofan há- marksákvæði launalaganna. Og allur starfsmannahópurinn nýi var launaður miklu hærra heldur en þeir starfsmenn, er laun taka sam- lcvæmt launalögunum. Við þetta hefir skax>ast óheyri- legt ósamræmi og ranglæti. Nú er ástandið þannig, að h.já ríkinu eru tveir flokkar starfs- manna. Annars vegar eru þeir, sem laun taka samkvæmt launalögun- um. Þeir eru yfirleitt mjög lágt lannaðir, nema þeir tiltölulega fáu útvöldu, sem stjórnarvöldin liafa tekið upp á sína arrna og stungið að aukabitum. HinsVegar eru' þeir, sem stjórn Hriflunga setti við kjötpotta ríkisstofnananna- Þeir liafa yfirleitt tvö- og þreföld laun á borð við þá embættis- og starfs- menn, sem bundnir eru við launa- lögin. Áskorun síðasta þings. Starfsmannahald ríkisins er orð- ið svo mikið bákn, að þjóðin fær ekki undir risið. Þessa staðreynd verða valdhafarnir, Alþingi og rik- isstjórn að skilja og finna ein- hver ráð út úr ógöngunum. Um það verður ekki deilt, að i mörgum starfsgreinum ríkisins er starfsmannahaldið langt úr hófi fram. Þegar Hriflungar rjeðu hjer ríkjum var það altítt, að forstjóri ríkisstofnunar fengi fyrirskipun frá valdhöfunum, að taka þenna eða hinn stjórnargæðinginn í stofnunina. Þessum fyrirskipunum fylgdi venjulega a<ðeins eitt, sem sje það, að þessi nýi embættismað- ur skyldi fá svo eða svo há laun. A hitt var ekki minst, hvað mað- urinn ætti að starfa, enda kom oft fyrir að enginn starfi var til lianda honum. Hann hafði því ekki annað að gera en að hirða launin mán- aðarlega. Á þenna hátt hrúgaðist upp starfsmannaliðið við ríkisstofnan- irnar og þar situr það ennþá. Alþingi liefir við og við verið að lireyfa við þessum málum, en árangur orðið harla lítill. Yenju- lega hefir þingið látið sjer nægja, að skora á ríkisstjórnina að liefj- ast handa. En syo .er eins og það hafi orðið þegjandi samkomulag milli þings og stjórnar, að láta þar við sitja og gera ekki neitt. Ein slík áskorun var samþykt á síðasta þingi. Hún er svohljóð- andi: „Neðri deild Alþingis ályktar að slcora á ríkisstjórnina: 1. Að taka til athugunar launa- kjör embættis- og starfsmanna ríkis og ríkisstofnana með það fju-ir augum, að komið verði á meira samræmi og rjettlæti en nú er um launin og þau sniðin eftir fjárhagsgetu ríkisins og af- komu almennings. á landinu, og að fækkað verði starfsmönnum sem frekast er unt, enda leggi stjórnin tillögur sínar um þessi mál fyrir næsta Alþingi. 2. Að taka fyrir þá venju, sem víða er á komin í opinberum rekstri, að starfsmenn fái auka- borgun umfram föst laun fyrir vinnu, sem ætti að vera þáttur í embættisstarfi þeirra eða sýsl- unnar' ‘. í framhaldi greinar þessarar verður mál þetta þ heild tekið til atliugunar, og mun þá koma í Ijós, að hjer er þörf skjótra og öflugra aðgerða. Fiðla úr eldspýtum. Drengur í Stokkhólmi hefir bviið til fiðlu úr eldspýtum, sem hann límdi saman. Hann notaði 3966 eldspítuf í fiðl- una og var hálfan annan mánuð að búa hana fcil. Fiðlan kvað hafa hreinan og fallegan tón. Lakk ssmluramlshlðlaelnl eru komln. Enn fremur fjölda margar aðrar tegundir af nýjustu silkiefnum. Hanstverðlð er komið á kjðt og iflrar sláturijáræfnrðir. Kjötbúðin í húsum vorum við Lindargötu, verður opnuð í dag, og verður þar fyrst um sinn daglega á boð- stólum kjöt af dilkum og öðru fje, flokkað á sama hátt og undanfarin ár. Verð á dilkakjötí í heilum kroppum er kr. 0.70—0.90 pr kg. Verð á kjöti af sauðum og öðru geld- fjje, í heilum kroppum .kr. 0.65—0.95 pr. kg. Verð á ærkjöti í heilum kroppum .. kr. 0.55—0.06 pr. -kg. Slátur, mör, svið, lifur, hjörtu og ristlar, fæst nú einnig daglega. Munið að birgja yður upp í tíma, því sláturtíðin stendur stutt yfir nú, eins og síðastliðið ár. Alt sent heim ef óskað er. Ekkert lánað. Slðtorfleiag Saðurlands. Sími 1249 (3 línur). Heiðruðu viðskiltomenn 1 Undirrituð verslun getur nú boðið yður eftirtaldar vörur, af bestu tegund, með lægsta verði, svo sem: Rúgmjöl, ísl. og danskt (Álaborgar). Alls konar krydd. Salt, gróft og fínt. Lauk. Nýjar íslenskar kartöflur, (ósýktar). Pólskar kartöflur, mjög góðar. íslenskar gulrófur, þær bestu fáanlegu. Appelsínur og Epli, mjög góðar tegundir. Citronur. Alls konar grænmetí, svo sem: Hvítkál, Rauðkál, Gul- rætur, Blómkál, Rauðbeður, Púrrur, Rabarbara, Tómata. Þurkaða ávexti alls konar, svo sem: Rúsínum, Sveskjur, Apricosur, Epli, Döðlur, Bl. ávexti. Enn fremur alls konar matvörur, sælgætis- og hreinlætisvörur. Laugaveg 28. Símar: 4361 og 3228 Afnám bannsins í U.S.A. New York 22- sept. United Press. FB. FitUnaðarúrslit eru enn eigi kunn í ríkjunmn Idaho og New Mexico, en allar líkur benda til, að i báðum ríkjunum hafi afnám bannsins verið samþykt með yfn- gnæfandi meiri hluta. í New Mexico verða hlutföllin sennilega. 5 gegn 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.