Morgunblaðið - 23.09.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.09.1933, Blaðsíða 4
1 aTd VTHNÍÍSIÖH | Smá-auglýsingar| Stúlka óskast í vist. Kristjana Finarsdóttir, Bergstaðastræti 77. Kenni ensku. Anna Bjarnardótt- ir frá Sauðafelli, Grundarstíg 2, sími 3991. Ágætt spaðkjöt í y2 og heilum tunrium frá Hvammstanga fæ jeg á næstunni. Pantið tímanlega. •— Halldór R. Gunnarsson. Aðalstræti ö. Sími 4318,________________ Sölubúð, stór og lientug fvrir fjölbreyttar vörur, til leigu, með afar hentugum kjöimm. Upplýs- ingar hjá A.S.Í. fbúð, rúmgóð, en ekki með öll- um nýtískuþægindum, við miðbæ- inn til leigu, ódýrt- Hentar fvrir matsölu, iðnrekstur o. fl. Upplýs- ingar hjá A.S.Í. Saltkjöt, kálfakjöt, dilkakjöt, síldarsalat, ítalskt salat, ávaxta- salat og alls konar grænmeti. — Yerslunin Kjöt og Grænmeti — Laugaveg 58, simi 3464. Athugið! Hattar, Manchettskyrt- ur, Sokkar og fleira, nýkomið. Karlmannahattabúðin, Hafnarstr. 18. Einnig gamlir hattar gerðir sem nýir, sama stað. Divanar, dýnur vandað efní, vönduð vinna. Vatns- stísr 3. — Húsgagnaverslun Reykjavíkur. Litla Blómabúðin, Skólavörðu- stíg 2. Nýkomið mikið af blað- plöntum, pálmar, stórir og smáir. Aspadistrur, Aspargus o. fl- Keflavíkurbíllinn, fer alla virka daga kl. 6 síðd. Afgreiðsla í Hafn- arstræti 19. B. Benónýsson, sími 3964. Skúli Hallsson. Síminn í Piskbúðinni á Laufás- veg 37 er 4956. Miðdagsmatur (2 heitir rjettir) fæst daglega heimsendur. Kristín Thoroddsen, PríkirkjuT-eg 3. — Til helgarinnar: Hanj?ikjöt Nýtt dilkakjöt Vínarpylsur Miðdagspylsur Kjötfars. NB. Kjöt í heMum kroppum á 80 aura og 90 au. kg. Kjöt & Fiskmelisgerðin. Grettisgötu 64. Sími 2667. Reykhúsið Sími 4467. Sýnishorn aí vöruverði: Heilflaska af saft 95 aura. Kaffipokinn 1 kr. Export frá 55 aur. Bóndósin á 1 kr. Eldspýtur á 20 aura búntið. í kjötdeildinni: Nýtt dilkakjöt, lifur og hjörtu og alls konar græu- meti. — Sent um alt. Verslun Sveins Inhannssenar. Bergstaðastræti 15. Sími 2091. Oagbók. Veðrið í gær: Fyrir suðvestan og sunnan land er víðáttumikil lægð, sem hreyfist hægt NA-eftir og veldur SA-Iægri átt um alt land og dálítilli rigningu á S- og V-landi. Vindur er víða all- hvass á S- og V-landi — stormur í Vestmannaeyjum — en hægari á N- og A-landi. Hiti 8—12 st. á S- og A-landi, en alt að 15—16 st. á NV- og N-landi. Veðurútlit í dag: Stinningskaldi á SA eða A. Dálítil rigning. Messur á morgun: 1 í dómkirkjunni kl. 11, síra Bj. Jónsson. í fríkirkjunni kl. 5, síra Árni Sigurðsson. f Kálfatjarnarkirkju kl. 1 síra Garðar Þorsteinsson. Safnaðar- fundur á eftir messu. Haustfermingarbörn síra Garð- ars Þorsteinssonar komi til viðtals í dag kl. 6 síðd. heim til hans. Togararnir. Valpole kom hing- að í gær til þess að leita við- gerðar á ljósavjelinni, sem hafði bilað. — Haukanes er að búast á veiðar, kom hingað í gær frá Hafnarfirði til þess að taka ís og kol. — Karlsefni er á veiðum fyr- ir Austmdandi. — Andri var þar líka, en er flúinn þaðan vegna fiskleysis og kominn hingað í flóann. Afli er alls staðar tregnr. ísfisksala. Otur seldi afla sinn í Englandi í fyrradag fyrir 821 sterpd. Skipafrjettir: Gullfoss er í Eski- firði. — Goðafoss var á Siglufirði í gærmorgun. — Brúarfoss fór frá Leith í gær, áleiðis il Vestmanna- eyja. — Dettifoss fer frá Ham- borg í dag. — Lagarfoss fór frá Höfn í gær. — Selfoss var á Hesteyri í gær. Bannlögin. ,Politiken‘ birtir ný- lega langt samtal við prófessor Guðmund Hannesson um bannlög- in á fslandi og atkvæðagreiðsluna um þau- Hefir prófessorinn skýrt blaðinu skýrt og skorinort frá því, hver bölvun hefir af banninu leitt, og hve skammsýnir hann og aðrir, er greiddu atkvæði með banni forðum, hafa verið og lítt skilið, út í hvaða forað var stefnt með því. Reynslan er ólýgnust: Áfengisnautn hefir aukist stórum, íslendingar hafa lært heimabrugg, sem tæplega verður útrýmt aftur, kvenfólkið lært að drekka, smygl- nn er mikil, ríkissjóðnr fer á mis við stórtekjur, alls 'konar vfir- drepsskapur og spilling þróast í skjóli bannlaganna. og virðing fyrir öðrum lögum hefir hrakað. — Þetta getur maður kallað al- varlega viðvörun reynslunnar, bætir blaðið við. Morgunblaðið er 6 síður í dág. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veður- fregnir. 19.40 Tilkynningar. Tón- leikar. 20,00 Klukkusláttnr. Tón- leikar. (Útvarpstríóið). 20.30 Upp- lestur (Síra Árni Sigurðsson). 21.00 Prjettir. 21.30 Grammófón- söngur. Moussorgsky: Kórar úr ,,Boris Godounow“. Danslög til kl. 24. — Heiðvindar, bin nýja Ijóðabók Jakobs Thorarensens, er nú kom- in í bólcaverslanir. 'Dansleik heldur þvottakvenna- fjelagið Freyja í Iðnó í kvöld kl. 10. Kvenfjelagið Hringurinn í Hafn- arfirði heldur Bazar á morgun í b æ j arþingssalnum. Kjötverðið. Sláturfjelag Suður- lands og Kaupfjelag Borgfirðinga auglýsa í dag aðalútsöluverð á kjöti yfir haustslátrunina. Hefir kjötið hækkað talsvert frá í fyrra, dilkakjöt t. d. úr 50 upp í 70 au. og 75 upp í 90 aura pr. kg., eftir flokkum og gæðum. Annað kjöt hefir hækkað svipað. Lögreglustjórinn. Út af grein með þessari fyrirsögn, sem birtist í blaðinu í gær, vill blaðið að gefnu tilefni/ taka það fram, að það sem þar var sagt um afstöðu lögreglunnar alment, til lögreglu- stjórans var að sjálfsögðu dómur blaðsins sjálfs, en ekki komið frá mönnum í bæjar- eða varalög- reglunni. Stóra hlutaveltu heldur í. R. á morgun í K. R. húsinn. Er ]>ar gnægð ágætra drátta og yfirleitt ekkert rusl. Auk þessu eri 5 happ drættir, 100 krónur hver, og dreg- ur lögmaður um þá um kvöldið. I. R. A7arð vel til gjafa meðal stórkaupmanna og kaupmanna hæjarins, því að það var svo I heppið að safna til hlutavelt- unnar áður en kaupmenn kiptu að sjer hendinni um að gefa á hlutaveltur. Voru þeir því máske rausnarlegri en ella, þar sem þetta var í seinasta sinn, og má sjá þess merki á borðunum í K. R. ■salnum. Harmonikuleikar þeirra Alex og Richard í gærkvöldi vortT vel sótt- ir og1 gerðu menn góðan róm að þeim. Þeir fjelagar hafa aðra hljómleika á morgun. Eldur kom upp í húsi Magnúsar Kjarans stórkaupmanns við Hóla- torg í gærdag. Vildi það þannig til að frrx Kjaran var að ná blettum úr fati fram í forstofu og notaði til þess bensín. Einhvern veginn komst eldur að bensíninu og varð af mikill blossi. Kvikn- aði í fötum frúarinnar og brann hún talsvert á liöndum og hand- leggjum. Einnig kviknaði í fötum í forstofunni og lagði eldinn inn um eldhúsdyrnar, sem voru opn- ar, og urðu talsverðar skemdir þar. Slökkviliðið var kvatt á vettvang og tókst því fljótt að slökkva eldinn, og þurfti ekki annað en handdælur til þess, enda hafði fólk þá ausið vatni á log- ana áður, svo að eldurinn var 'ckki mikill. Fáskrúðsfjarðarlæknishjerað er veitt Guðmundi Guðfinnssyni, augnlækni. Vjelbátur strandar. í fyrrinótt slitnaði vjelbáturinn „Skógafoss“, eign Valdemars Kristmundssonar, upp á höfninni í Keflavík og rak í land. Var grýtt þar sem hát- inn bar upp, en hann mun þó lít- ið brotinn. Magnús Guðmundsson skipasmiður fór suður eftir í gær til þess að reyna að koma bátn- um á flot aftur. Magnús G. Jónsson auglýsir kenslu í blaðinu í dag. Hann hef- ir undanfarin sex ár stundað nám í frönsku, spönsku og ítölsku. á Frakklandi, Spáni og ítalíu, og lokið prófum síðastliðið vor við Sorbonne háskólann í París. Haustver sláturfjárafurða er ákveðlð kannig: Dilkakjöt (í h«ilum kroppum),. kr. 0.70—0.90 hvert kg» Sauðakjöt (í heilum kroppum).. kr. 0.90—0.95 hvert kg. Kjöt af geldfje (í heilum krp.).. kr. 0.65—0.90 hvert kg. Ærkjöt (í heilum kroppum).... kr. 0.55—0.65 hvert kg. Borgarfjarðardilkakjöt af betri flokkum verður yfir sláturtíðina daglega á boðstólum hjá oss, en kjöt af geld- fje, ám og lömbum undlir 10 kg. útvegum vjer eftir pöntunum. Frá Sláturhúsinu í Borgarfirði fáum vjer daglega — Mör — Svið og Lifur. Sláturtíðin er stutt og hefir undanfarin haust oft orðið endaslepp. Besta kjötið kemur ávalt fyrri hluta sláturtíðar. Sendið oss því pantanir yðar sem fyrst. Kaupfielag Bargfirðinga. Kiötbúðin Herðubreið. Laugaveg 20 A. Hafnarstræti 18. Sími 1511. Sími 1575. Fjáreigendafjelag Reykjavíkur. Smalamenska í Breiðholtsgirðingu fer fram sunnu- daginn 24. þ. m. kl. 9 árd. Þeir, sem þar eiga fje, verða að ráðstafa því fje. í girðingunni verður tekið til beitar í haust alt að 400 fjár. Beitargjald veröur 1 króna fyrir kindina, sem greiðist um leið og beðið er fyrir fjeð. Alt fje, sem ekki verður ráðstafað þá, verður rekið úr girðingunni tafar- laust. — Menn snúi sjer til umsjónarmanns girðingar- innar, Sveins Ingvarssonar, sem veitir gjaldinu móttöku- og hagamerkir fjeð. Sijúrmin. liistkieitiðiR kifiai. Hveiti, 3 teg., 50 kg. frá 14.50—16 kr. pokinn. Haframjöl, 50 kg., 14 kr. pokinn. Hrísgrjón, 50 kg., 16 kr. pokinn. Rúgmjöl, 50 kg., 10.50 pokinn. St. melis, 50 kg., 23 kr. pokinn. Högginn melis, 50 kg., 26.25 kassinn. — — 25 — 13.75 kassinn. Guðm. Guðjéns§on, Skólavörðustíg 21. Sími 3689. Fataefni og frakkaefni. Nýtt úrval, Iiatistlitir. Árni & Rfttrni. 50 ára afmæli á frú María Guð- Aðalfundur K. R. verður hald- mundsdóttir, Spítalaatíg 7, á inn n föstudaginn kemur.. morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.