Morgunblaðið - 01.10.1933, Page 3

Morgunblaðið - 01.10.1933, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ I JfHorgunblaMfc ÍTtíef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk Rltatjórar: Jón KJartanason. Valtýr Stefá-nMon. Rltstjórn og afgreiTSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. | A.uglýsingastjóri: £3. Hafberg. jj Ausrlýslnjíaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 8700. Heimasímar: Jón Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3046. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánnOi. Utanlands kr. 2.50 á nánaOL I lausasölu 10 aura elnt&kiO. 20 aura meö Lesbók. Heilsuvemd. Ólafur Helgason læknir ritar í síðasta tölnblað Læknablaðsins mjög fróðlega og athyglisverða grein um heilsufarseftirlit með skólabörnum. — Hann hefir um nokkur ár verið skólalæknir við Miðbæjarskólann hjerna. — Hefir liann gert ýmsar fróðlegar athug- anir um líkamlegan þroska og heilsufar barnanna. Segir hann í grein sinni frá því, hvemig heilsufarseftirlitinu er háttað, og greinir frá nokkrum niðurstöðum athugana sinna. Með línuritum og töflum, er þetta skýrt fyrir les- endum. Þar er meðal annars sýnd- ur árangurinn af baráttunni gegn lúsinni. Fyrir fám árum feklt 60% skólabama óþrif, en nú upp á síð- kastið aðeins um 10%, að vísu mikið enn þá. En hvernig hefði það verið, ef enginn hefði læknir verið, engin hjúkrunarkona og ekkert eftirlit? Ólafur læknir gerir þá tillögu, að Rev k j avÍJí urb ær launi einn skólalækni fyrir báða skólana, og fái hann þá borgun fyrir starf sitt, að hann geti gengið að því óskiftur. Yið lestur greinar hans, sann- færist maður um, að tillaga lians hafi við rök að styðjast, hjer sje verkefni fyrir lækni, mikið og þarft. Enda hljóta heilbrigðismál þjóðarinnar að hverfa að því pieir og meir, að annast sje um heilsu- vernd, en ekki beðið aðgerðalaust, uns sjúkdómar hafa bugað jík- amsheilsu manna. Þegar litið er á alla þá fyrir- höfn og alt það fje, sem fer í skólana, rekur mann í rogastans, þégar á það er bent, að ekki nema fá prósent af þeirri upphæð, fer til þess að h^fa eftirlit með lík- amlegri heilsu skólabarnanna. Og hvað skyldu foreldrarnir fremur vilja börnum sínum, háar skólaeinkunnir eða hraustan lík- ama? Er það ekki' hörmulegt að liugsa til þess að „menningin“ skuli hafa dregið fólk svo á hunds eyrunum, að því skuli lítið skeytt, þó bömum og unglingum sje kúldrað við bóklegt nám og ein- ltunnakapp, svo að heilsa þeirra spillist, og „undirstaða“ sií sem skólarnir veita, verði fyrst og fremst heilsuleysi og veikinda- ferill. Til þess eru dæmi, að svo hafi farið. Læknaeftirlit með skólum, heilsuvernd skólafólks verður að aukast. Hafi Ólafur Helgason þökk fyrir hugvekjuna. Morgunblaðið er 12 síður í dag og Lesbók. Vfðskifti vor við Suðurlönd. Ásgeir Ásgeirsson ráðherra veitir heild- sölum innflutningsleyfi á vörum frá við- skiftaþjóðunum við Miðjarðarhaf. Slakað á innflutningshöftunum. Fyrir nokkru síðan fjekk stjórn fjelags stórkaupmanna hjer í bænum tilkynningu um það frá fjármálaráðherra, að fjelagsmenn myndu fá nokkur innflutningsleyfi hjá stjórninni á vörum frá Spáni, Portugal, Ítalíu og Grikklandi, ef sótt væri um þau fyrir tiltekinn dag. Áttu kaupmenn að sækja um innflutning fyrir vissa fjárupp- hæð, án þess að tilgreina þyrfti hverjar vörutegundir flytja ætti inn. Með því móti var innflutn- ingshöftunum ljett af frá þess- um viðskiftalöndum okkar, að svo miklu leyti, sem gjaldeyris- leyfi þessi hrykkju til. f gær munu kaupmenn þeir sem sóttu um innflutningsleyfi þessi frá Suðurlöndum hafa feng ið að vita, hve mikla upphæð hver um sig mætti fíytja inn fyrir frá löndum þessum. En alls námu leyfi þessi 7000 sterl- ingspundum. í gærkvöldi átti Morgunblað- ið tal við Ásgeir Ásgeirsson for- sætisráðherra um þessa ný- breytni í innflutningsversluninni. Ráðherranum fórust m. a. orð á þessa leið: Bráðabirgðaráðstafanir til áramóta. Innflutningsleyfi þau, sem stjórnin hefir veitt heildsölum til innflutnings frá Suðurlönd- um er við okkur skifta, eru eigi bundin við neinar ákveðnar vörutegundir. En þau eru aðeins bundin því skilyrði, að vottorð fylgi vörusendingunum um það, að þær sjeu framleiðsluvörur þeirra tilgreindu þjóða, sem kaupa mestallan saltfisk okkar. Eru leyfin veitt í þeim ákveðna tilgangi, að auka innflutning okk ar frá viðskiftaþjóðum okkar þar syðra, Spánverjum, ítölum Portu- gölum og Grikkjum. En hjer er aðeins um bráða- birgðaráðstöfun að ræða. Þessi 7000 sterlingspunda innflutning- ur er miðaður við það, sem eftir er af þessu ári. Ráðstafanir í þessum efnum, sem gilda eiga um lengri tíma, verður helst að gera um áramót. Gagnkvæm viðskifti nauðsynleg. Fram hjá því verður ekki komist að gera það sem unt er til að auka innflutning frá þeim löndum, sem mest kaupa af oss, heldur ráðh. áfram. Hin stóru ríki einangra sig — Rússland, Þýskaland, Frakk- land, Bandaríkin hafa lokað að sjer meir og meir. Það er lífs- nauðsyn á þessum árufn að koma á gagnkvæmum viðskiftum. Við höfum þegar samið við Noreg og England. En það er ekki nóg. Við þurfum að sýna bestu viðskiftaþjóðum okkar, að við höfum hug á, að auka inn- flutning frá þeim. Best er, að viðskiftin aukist jafnt án þess að komi til beinna samnings- gerða. Góður vilji á að auka við skiftin, verður mikils metinn. Við getum aukið innflutning frá Miðjarðarhafslöndunum án þess að draga nokkuð úr við- skiftum við önnur góð viðskifta- lönd. — Til Miðjarðarhafsland- anna getum við flutt ýms við- skifti, sem nú eru bundin við lönd, sem við eigum ekkert und ir, hvorki um afurðasölu eða skuldaskifti. Ráðstafanir Súðurlandaþjóða. Hafa viðskiftaþjóðir okkar þar syðra ekki gert neinar kröf- ur um að við keyptum frá þeim meira en við gerum? — Það hafa þær ekki gert, sagði ráðherrann, nema Grikk- ir. — En nýlega hefir Helgi Briem tilkynt, að Spánverjar hafi sett nefndir til að athuga verslunarmálin og gera tillögur um aukning útflutnings, og þá einkum til þeirra landa, sem mestan innflutning hafa til Spánar. Og í sumar kom hingað, sem kunnugt er, hr. Luzi aðalræðis- maður ítala fyrir ísland og Danmörku, í þeim erindum að greiða fyrir sölu ítalskra fram- leiðsluvara hingað til íslands. Ræddi hann við ríkisstjórnina og Fisksölusamlagið o. fl. um málið, og fjekk að sjálfsögðu alstaðar góðar undirtektir. Þessi tilraun til að benda við- skiftum meira til Miðjarðarhafs landa og frá löndum, sem við eigum ekkert undir, er svo sjálf- sögð, að ekki verður um deilt. Dagbók. I.O.O.F. 3 —1151028 = □ Edda 59331037. — Fyrirl. (rm.). Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): Fyrir norðan Island er grunn lægð á hreyfingu austur eftir. Hjer á landi er V-kaldi og 6—-10 st. hiti, en fyrir norðan land er liæg N-átt og 1—ð st. frost. Má búast við að kólni í bili á N-landi. Sunnan við Grænland er enn lægðarsvæði sem hreyfist norðaustur eftir og mun hún aftur valda S-átt hjer á landi á mánudag. Veðurútlit í Rvík í dag: NV- kaldi. Skúrir. Kaldara. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Aase Felixson, dóttir Ó- lafs ritstj. Felixsonar, nú í Reykja vrík, og hæstarjettarmálaflutnings- maður dr. jur. Egil Munthe, sem nú er í Egyptalandi. Skipafrjettir. Gullfoss er í Kaup mannahöfn. Goðafoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyjum. Brúar- foss var á Reyðarfirði í gær. Detti- foss kóm í nótt frá vitlöndum. Lagarfoss er á leið til Austfjarða frá Leith. Selfoss er í Rotterdam. Hjónaband. 28. sept. voru gefin saman í borgaralegt hjónaband, hjúkrunarkona Elín Einarsdóttir og Guðlaugur Jónsson kennari á Akranesi. Heimili brúðhjónanna verður á Akranesi. Betanía. Samkoma í kvöld kl. 8y2. Jón Jónsson talar. Allir vel- komnir. Kvöldskóli K. F. U. M. verður settur mánudagskvöld 2. október kl. 8 í húsi fjelagsins. Fáeinir nemendur geta komist að. Samvinnuskólinn verður settur á morgun kl. 2- Halldór Stefánsson læknir er fluttur í Lækjargötu 4 (uppi). Kvenfjelag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði heldur fyrsta fund sinn í Hótel Bjöminn á þriðjudag 3. okt. kl. 8V2 síðd. Ný verslun er opnuð á Týsgötu 8 undir nafninu Björn Björnsson & Co. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Samkomur í dag: Barna- samkoma kl. 10 árd. Almenn sam- kcma kl- 8 síðd. Allir velkomnir. Verslunarskólinn verður settur kl. 2 í dag í Kaupþingsalnum. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. (í Akranessjóðinn). Frá N. N. 10 krónur (áheit), Onnu 15 kr. í samskotabauk á Ferstiklu krónur 25.20. Frá gamalli konu 5 kr., N. N. 5 kr. (áheit). Þökk þeim er gáfu. Staddur í Rvík, 30. sept. ’33. Sigurjón Guðjónsson. Kvennadeild Slysavamafjelags íslands hefir ákveðið að halda Bazar um miðjan þenna mánuð, til ágóða fyrir fjelagið. Munir þeir er fólk kann að gefa, verða seldir fyrir peninga, sem fara eiga í björgunarskútusjóðinn. Því meir sem kemur í þenna sjóð, þess fyr kemur skútan. Þetta ættu allir i muna sem óska að björgunarskút- an komi sem fyrst. Tvo dagana næstu áður en Bazarinn hefst, verður tekið á móti munum til hans á skrifstofu fjelagsins í Aust- urstræti 17, uppi. Pjetur Jómson söngvari ætlar að syngja hjer á föstudaginn kem- ur. — 1 ísland fór frá Khöfn kl. 10 í gærmorgun. Næturvörður verður þessa viku í Laugavegs Apóteki og Ingólfs Apóteki. Nýja Efnalaugin. Afgreiðslan er flutt á Laugaveg 20- Nú í vik- unni byrjar hún að starfrækja nýja cíeild, hraðpressun, hattahreinsun o fl. Á annað hundrað umsóknir höfðu borgarstjóra borist í gær- ltvöldi um lögregluþjónastöðurnar. Umsóknarfrestur var útrunninn kl. 12 í gærkvöldi. Útvarpið í dag: 10.40 Veður- fregnir. 11.00 Messa i dómkirkj- unni. (Síra Friðrik Hallgrímsson). 15.00 Miðdegisútvarp. 15.30 Er- indi: íslendingurinn erlendis. (Ragnar Kvaran). 18.45 Barna- tími. (Síra Friðrik Hallgrímsson). 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 19.35 Óákveðið. 20.00 Klukkusláttur. Grammófón- tónleikar: Léo Delibes: Lög úr óp. Lakmé. 20-30 Erindi: Um útvarp, I. (Helgi Hjörvar). 21.00 Frjettir. 21.30 Nýju íslensku grammófón- plötumar. Danslög til kl. 24. Útvarpið á morgun: 10.00 Veð- urfregnir- 12.15 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.00 Grammó- íóntónleikar. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Tilkynningar. Tónleikar. j 19.35 Einsöngur- (Einar Markan). .20.00 Klukkusláttur. Tónleikar: I Alþýðulög. (Útvarpskvartettinn). 20.30 Erindi: Frá útlöndum. (Vil- hjálmur Þ- Gíslason). 21.00 Frjett- ir. 21.30 Grammófóntónleikar: Rich. Strauss: ,Der Rosenkavalier'. Helene lónsson Og Eigild Garlsen, Sýna listdans l Oddfellcwhúslnu annað kvfild kl. 9. Nýfar vörur: Kápur Kjólar Káputau frá 4.50 Astrakan, svart or misl. Fóðurefni Kjólasilki, alsk. frá 3.50 Efni í morgunkjóla og Skólakjóla Smávara alsk. o. m. fl. V E R S L U N Matth. Bjðrnsdfittur Laugaveg 36. Verslunarskólinn. verður settur í Kaupjiing- salnum kl. 2 í dag (sunnu- dap*). Hvalt smekklegast úrval af allskonar varningi til klæðnaðar fyrir karla, unglinga 0g drengi. Nýjar vörur með hverri skipsferð. Verslið þar sem úrvalið er mest og varan best og ódýr- ust eftir gæðum. Ha/uiCdwa rlinabQn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.