Morgunblaðið - 01.10.1933, Blaðsíða 9
Sunnudaginn 1. október 1933.
©3
Happdrættí
Háskóla íslands.
Háskóli íslands var stofnaður
árið 1911 og er nú bráðum manns-
aldur síðan. Bn þó á bann enn
ekki þak yfir höfuðið, og er það
þjóðinni ekki vansalaust, því að
enginn liáskóli í heimi mun hafa
aðra eins sögu að segja.
Háskólanum var upphaflega —
og aðeins til bráðabirgða — feng-
ið húsnæði í Alþingishúsinu niðri.
En svo hefir það æxlast, að hann
er þar enn í dag til húsa. Bru
húsakynnin bæði ófullkomin og
óhentug fyrir þá mentastofnun
og svo má Alþingi naumast missa
þau. Það liefði því mátt ætla, að
Alþingi héfði sem fyrst reynt að
koma sjer upp sjerstakri háskóla-
byggingu, bæði sín vegna sjálfs
og eins vegna þess að til þess
hafði það siðferðislega skyldu. —-
Hefi'r og stundum á þetta verið
minst og á fjárlögum gert ráð
fyrir framlagi til þeirrar bygg-
ingar, en sá varnagli látinn
fylgja: „ef fje er fyrir hendi“, en
það hefir aldrei virst vera fyrir
hendi.
Sýnt var að svo búið mátti ekki
standa- Háskólinn þarf að stækka
og færa út kvíarnar á ýmsum svið-
um, sjerstaklega með stofnun
delida, þar sem menn geta aflað
sjer hagnýtrar þekkingar fyrir
helstu atvinnuvegi landsmanna.
Varð því að leita annara bragða
að íitvega fje til Háskólabygg-
ingar.
Með lögum um stofnun happ-
drættis fyrir ísland, er samþykt
voru á síðasta Alþingi, var stjórn
inni heimilað að veita Háskóla
íslands einkaleyfi til reksturs ís-
lcnsks happdrættis, og hefir
stjórnin veitt háskólanum þetta
einkaleyfi til ÍO ára frá 1. jan.
næstkomandi.
Pyrirkomulag happdrættisins er
á þá leið, að gefa má lit á ári
hverju alt að 25.000 liluti í 10
flokkum, og skal dráttur fara
fram fyrir einn flokk i mánuði
hverjum frá mars til desember.
Heill hlutur kostar 60 kr. fyrir
alt árið (10 flokka) eða 6 krónur
í hverjum flokki, en hlutunum
má skifta í hálfa hluti og fjórð-
ungs hluti, er kosta 3 kr. og 1.50
á mánuði. Vinningarnir eru sam-
tals 5000 í öllum 10 flokkum,
fæstir í 1. fl., 200, en fjölgar við
hvem flokk upp í 500 í 9. fl., og
loks eru í 10. fl. 2000 vinningar.
Að meðaltali kemur því vinningur
á fimta hvem hlut. Lægstu vinn-
ingamir era 100 kr., en hæstu
vinningárnir í fyrstu flokkunum
eru 10.000 kr-, i 5. og 6. fl. 15.000
kr., í 7. og 8. fl. 20.000 kr., í 9.
fl. 2:5.000 kr. og í 10. fl. 50.000
kr. Auk þess eru fleiri háir vinn-
ingar: 1 2. til 9. fl. eru næst hæstu
vinningarnir 5000 kr., en í 10. fl.
eru, auk 50.000 króna vinnings-
ins, einnig 25-000, 20,000, 10,000,
og 5.000 króna vinningar. — í
fyrstu flokkunum ern vinningar
minstir, en í síðasta flokki eru
vinningarnir þrefalt hærri cu
tekjur happdrættisins af þeim
fiokki: tveir fimtu hlutar allra
vinninganna og nálega helming-
ur allrar vinningafúlgunnar. •—
Verour happdrættið því að greiða
þeiinan halla áf þeim gróða, sem
því hefir hlotnast í fyrri flokk-
unum. Af þessu leiðir, að enginn
fær að taka þátt í drætti 10.
fiokks eingöngu; menn verða að
vera með frá upphafi, og vilji
einhver kaupa nýjan miða á miðju
ári, verður hann að greiða kaup-
verð þess míða í öllum flokkum,
sem áður hefir verið dregið í.
Sala hlutamiða byrjar 1. jan.
1934 , en fyrsti dráttur fer fram
10. mars, og síðan verður dregið
10. hvers mánaðar, fram í des-
embermánuð. Happdrættið hefir
umboðsmenn í nálega hverju kaup
túni á landinu, eða um 50, og auk
þess er gert ráð fyrir 6 hjer í
Reyltjavík.
Happdrættinu stjórnar þriggja
manna nefnd, sem Háskólaráð
hefir kosið eftir tillögum háskóla-
kennara, og eru í henni dr. Alex-
ander Jóhannesson rektor Háskól-
ans, form., Magnús Jónsson próf.
theol. og Bjarni Benediktsson
próf. jur.
Auk þess hefir ríkisstjórnin
kosið 5 manna happdrættisráð og
eru í því Páll E. Óla»->on skrif-
stofustj. form., Eggert Claessen
hrm., Ragnar Kvaran rithöf., Sig-
urður Ólason cand. jur. og Gunnar
Viðar hagfræðingur. Á þetta happ
drættisráð að hafa eftirlit með
störfum liappdrættisstjórnarinnar
og þá sjerstaklega með dráttun-
um.
Framkvæmdastjóri happdrættis-
ins er ráðinn fyrsta árið Pjetur
Sigurðsson háskólaritari. Stofnar
happdrættið aðalskrifstofu 1. okt.
í Vonarstræti 4 (1. hæð, sími
4365). Aðalskrifstofan sjer um
útsendingu seðla til umboðsmanna
og stjórnar fyrirtækinu. Skrif-
stofumaður verður þar Sigurður
Jónsson flugmaður.
Samkvæmt happdrættislögunum
má ekki byrja sölu happdrættis-
miða fyr en 1. janúar, en þá á
líka öllum undirbúningi að vera
lokið. Þó geta menn áður sent
pantanir til) umboðsmanna eða
aðalskrifstofunnar, ef þeir vilja,
eignast einhver sjerstök númer.
Vinningar í happdrættinu nema
alls 1.050.000 kr., og eru það 70%
af allri upphæðinni sem leyfilegt
er að selja happdrættismiða fyrir.
Af því, sem þá verður eftir, á
happdrættið sjálft að borga allan
kostnað og síðan 20% af því, sem
eftir verður í ríkissjóð, sem átti
að byggja háskólann, en hefir
ekki lagt fram einn eyri til þess
fram að þessu.
Aftur á móti er gert ráð fyr-
ir, að Reykjavíkurbær leggi til
ókesypis lóðir undir Stúdenta-
garð og Háskóla. — Er svo ríflega
tekið til, að þar má auk þessara
tveggja bygginga reisa bústaði
fyrir hásltólakennara, rannsókna-
stofur, gera þar leikvelli og tennis-
velli o. s- frv.
Ef happdrættið gengur vel á
fyrsta ári, verður þegar farið að
undirbúa Háskólabygginguna. —
Því sú er reynsla um happdrætti
annars staðar, að þau ganga æ
betur eftir því sem lengra líður.
Fyrirkomulag þessara happdrætt-
is er líka sniðið eftir fyrirkomu-
lagi vinsælasta og elsta happ-
drættisins á Norðurlöndum,
Klasse-Lotteriets í Danmörku,
ákvæðin um vinninga og drætti
samin af sjerfræðingum frá því
og bygð á reynslu þess.
í seinasta Lögbirtingablaði er
birt reglugerð fyrir happdrættið
og geta menn þar fengið allar
frekari upplýsingar um það, og
■ins hjá umboðsmönnum eftir að
þeir hafa verið skipaðir.
-------—■—
Mæling á hitanotkun
herbergja.
N ý j u n g .
Nú fer að kólna í veðrinu og
útgjöldin fyrir kyndingu og kola-
eyðslu fara vaxandi.
í húsum þar sem leigð eru út
herbergi eða heilar íbúðir með
hita, vill þá stundum rísa upp
óánægja útaf hitunarkostnaðinum.
Sumir hafa minna um sig en aðrir,
eða eru e.t.v. að heiman á daginn
og vilja spara hitann — en eiga
þess engan kost, vegna þess að
þeir verða að taka þátt í sam-
eiginlegum kyndingarkostnaði
hússins eftir ofnastærð og fjölda
en ekki eftir raunverulegri notk-
un hitans. Með þessu móti græðir
sá eyðslusami á þeim sparsama,
en hann fær ekki notið sparnaðar-
ins nema að örlitlu leyti. Afleið-
ingin verður sú, að flestir reyna
að hafa sem mest gagn af ofn-
unum, þ. e. nota allan þann hita
sem þeir eiga kost á, og líta svo
á að hitunarkostnaður þeirra
sjálfra aukist eltki að mun fyrir
þetta, en líta hinsvegar hornauga
til annara íbúa hússins, sem þeir
g-runa um að nota óþarflega mik-
inn hita. Afleiðingin af þessu fyr-
irkomulagi er, að kyndingin verð-
ur óeðlilega dýr á alla íbúa húss-
ins, á sama hátt og kynding er
dýrari á vetrum heldur en sumr-
um. Er þetta tekið hjer fram
vegna þess, að það er algengur
misskilningur að halda, að kynd-
ing sje jafndýr hvort sem opið
sje fyrir ofna eða ekki.
Út úr þessum vandræðum hafa
menn sums staðar tekið það ráð
að byggja sjerstaka miðstöð fyr-
ir hverja hæð. Auðvitað er þetta
neyðarúrræði og dýrara og fyrir-
hafnarmeira en að hafa sameigin-
lega mðistöð, ef aðeins væri hægt
að jafna rjettilega niður liitunar-
kostnaðinum eftir notkun hitans.
Nú vill svo vel til að þetta er
hægt.
í Kaupmannahöfn t, d. eru not-
aðir sjerstakir mælar, svo skiftir
tugum þúsunda, er mæla hita-
notkun herbergja, og íbúða. —
notkun herbergja, og íbúða- Hef-
ir t. d. sá, er þetta ritar greitt hita
eftir slíkum mæli í fjögur ár og
greinilega orðið þeirra þæginda
aðnjótandi sem hann hefir í för
með sjer. Er álitið að þessir mælar
spari alt að 25—33% hitanotk-
un. En auk þess hverfur tor-
tryggnin og áónægjan út af hita-
reilmingunum — þegar hægt er
að lesa af mælunum í gráðum, hve
mikinn part úr hitunarkostnaðin-
um hver ofn eða krani á að
greiða. Og með þessu móti opnast
SpaðkJðL
Nú með „Esju“ kemur fyrsta sendingin af hinu
óviðjafnanlega
Vopnafjarðarkjöti.
Þeir, sem af undanfarinni reynslu þekkja þetta
gómsæta kjöt, ættu að senda okkur pantanir sín-
ar strax, svo að hægt verði að miðla þeim fyrst af
þessum mjög svo takmörkuðu birgðum.
Síisii 1234«
Hefi nú aftur fengið allar tegundir af vörum
Marinello til lækninga og fegrunar á hörundi.
Komið til mín og fáið upplýsingar um hvað þjer
eigið að gera til þess að hörund yðai* verði heil~
brigt og fagurt.
Hefi einnig fengið 10 mismunandi liti af
púðri.
Lindís Halldórsson,
Tjarnargötu 11.
Sími 3846.
Ávaxfið og geymið fje yðar i
Spa isjóíi Reykjavikur og nágrennis.
Hverfisgötu 21, hjá Þjóðleikhúsinu.
Opið 10—12 og 5—7i/2. — Fljót og lipur afgreiðsla.
wiwimrT lamiirfWBif
Nýbók:
Guðni Jónsson: Forn-íslensk lestrarbók.
367 bls. Með skýringum og orðasafni. Verð ib. kr. 10.00.
Fæst hjá bóksölum.
Bðkaverslnn Sigf. Eymsnássonar
og Bókabúð Austurbæjar BSE Laugaveg 34.
Aðalfmidiir
Fasteignaeigeadaijelags ísiands
verður haldinn í skrifstofu fjelagsins í Oddfjelaga-húsinu
í Reykjavík, þriðjudaginn 31. október n.k. kl. 5 síðdegis.
Dagskrá samkvæmt fjelagslögunum.
é
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir á skrif-
stofu fjelagsins þrjá seinustu dagana fyrir fundinn.
STJÓRNIN.
>000000000000000000000000000000000000
1 Borðstofuhúsglgn |
4 höfum við verið beðnir að selja með tækifæris- o
x verði og hagkvæmum greiðsluskilmálum. Hús- x
0 gögnin eru sjerstaklega vönduð og ódýr. 0
X Einnig stærst úrval af nýjum húsgögnum. X
| HdsgagnaTersI. við Dðmkirkjnna. |
X — er sú rjetta. — 0
oooooooooooooooooooooooooooooooooooo<