Morgunblaðið - 01.10.1933, Síða 4
i
MO&GUNBL4ÐIÐ
I Smá-auglýsingar|
Dyra og gluggatjaldaefni, mikið
úrval. Hannyrðaverslun Þuríðar
Sigurjónsdóttur, Bankastræti 6.
Sími 4082.
Astrakan og káputau, mikið úr-
val nýkomið. Hannyrðaverslun
Þuríðar Sigurjónsdóttur, Banka-
stræti 6._____________________
Ágætur bílskúr rjett við miðbæ-
inn, er til leigu nú þegar- Upp-
lýsingar í síma 3305.
Nýkomið: Hattar, enskar húf-
ur alpahúfur, nærföt, sokkar,
Manchettskyrtur o. fl. — með
lægsta verði. Hafnarstræti 18 •—
Karlmannahattabúðin. — Einnig
gamlir hattar gerðir sem nýir;
sama stað
Fiskbúð Halldórs Sigurðssonar
ihefir síma 4933 og 4943.
Kjötbúð Halldórs Sigurðssonar
hefir síma 4933 og 4943.______
Jeg undirrituð hefi opnað mat-
sölu, Grundarstíg 2, fyrstu hæð
(homhúsið). — Margrjet Þórðar-
dóttir. ^__
Fæði, gott og ódýrt fæst í Café
Svanur. Leitið upplýsinga um verð
og reynið sjálf gæðin.________
Ágætt spaðkjöt í % og heilum
tunnum frá Hvammstanga fæ jeg
á næstunni. Pantið tímanlega. —
Halldór R. Gunnarsson. Aðalstræti
5, Sími 4318, ________________
Divanar, dýnur vandað
efni, vönduð vinna. Vatns-
stísr 3. — Húsgagnaverslun
Reykjavíkur.__________________
Síminn í Fiskbúðinni á Laufás-
veg 37 er 4956.
Legubekkir vandaðir. Yerð kr.
45.00, 55.00, 60.00 og 70.00. Körfu-
gerðin, Bankastræti 10.
Geri við allskonar slitinn skó-
fatnað á Grundarstíg 5. Hvergi
eins ódýrt, eftir gæðum. Alt hand-
unnið. Helgi Jónsson.
Ódýr, góð stofa, 5X5 álnir, til
leigu 1. október. Brávallagötu 24.
Sigfús Daníelsson.
Húsnæði til íbúðar eða iðnrekst-
urs fæst í Mjóstræti 6 (5 herbergi
og eldhús).
Til sölu ern mjög vönduð dag-
stofuhúsgögn (Chesterfield). Tæki-
færisverð. Upplýsingar í síma 2348.
Kelvin. Símar 4340 og 4940.
„Freia'1, Laugaveg 22 B- Sími
4059. „Freiu' heimabökuðu kök-
ur eru viðurkendar þær bestu og
spara húsmæðrum ómak.
„Freia“ fiskmeti og kjötmeti
mælir með sjer sjálft. Hafið þjer
reynt það? Sími 4059.
Heimabakari Ástu Zebitz, Öldu-
rðtu 40, þriðju hæð. Sími 2475.
Kensla.
Kenni ensku, þýsku, bókfærslu,
reikning og einnig byrjendum
frönsku. Tek einnig nemendur í
HAFNARFIRÐI
(upplýsingar á Skólabrú 2).
Þorleífar Þórðarson.
Uppsölum. Sími 2938.
Byrja
málara&easln
fyrst í október. Get tekið í. við-
bót nokkra nemendur. Heima og
til viðtals á Laufásvegi 25. Hefi
þar líka postulínsmuni til sýnis
og sölu.
N
Svava Þórhallsdóttír.
Nýkomið:
Karlm.
Vetrarfrakkar.
Manchettsljrrtcr
mislitar og hvítar.
Vlrihúsið.
Veta Slmillas.
Snyrtistofan í Mjólkurf jelags-
húsinu, herbergi 45—46. Sími:
3371. — Heimasími 3084. Andlits-
fegrun, læknar offitu, ofþurra og
rauða húð, eyðir snemmfengnum
hrukkum og upprætir óeðlilegan
hárvöxt. — Kveldsnyrting (kr.
1.50). — Ókeypis ráðleggingar til
að varðveita hörund sitt-
Teikniskóli Tryggva Magnússon
ar listmálara hefst nú upp úr
helginni. Skólinn er á Njálsgötu
72. —
Síra Árni Sigurðsson fríkirkju-
prestur er fluttur í Garðastræti 8.
Mentaskólinn verður settur á
morgun kl. 1. Kensla byrjar á
þriðjudaginn.
Hjálpræðisherinn. í dag talar
kapt. Westergaard kl- 11 árd.,
efni: Meðaumkvun. Kl. 4, efni:
Hinir hvítu steinar. Kl. 8 efni:
Að grafa grafir.
Samkoma verður haldin í Varð-
arhúsinu í kvöld kl. 8 síðd. Eric
Ericson trúboði frá Vestmannaeyj-
um og Jónas Jakobsson frá Blöndu
ósi tala. Söngur og hljóðfæraslátt-
ur. Enginn aðgangseyrir. Engin
samskot
Hlutaveltu, eina af þeim stærstu,
sem hjer hafa verið, hefir Glímu-
fjelagið Armann í K. R.-húsinu í
dag og hefst hún kl. 5 síðd- Morg-
unblaðið spurði forgöngumenn
hlutaveltuMm»j«að það væri, sem
gerði þess^rfuu^eltu öðrum hluta
veltum betri, og svöruðu þeir því,
að þar væri svo margir verðmætir
og þarflegir drættir, svo sem
margar smálestir af kolum, mikið
af saltfiski, tvær tunnur af olíu,
margir sekkir af hveiti, margir
sekkir af kartöflum og rófum,
kjöttunna, margir kjötskrokkar o.
fl. Þetta kváðu þeir koma sjer vel
fyrir bæjarbúa að fá fyrir lítið
verð núna undir veturinn. Auk
þess eru þarna margir dýrir mun-
ir, en engin núll. Ennfremur er í
hlutaveltunni happdrætti 3 vinn-
ingar 100 kr. í peningum hver, 4
vinningar 50 kr. hver, farseðill til
Akureyrar, málverk og stækkuð
Ijósmynd. Mun fulltrúi lögmanns
draga í happdrættinu þegar að
hlutaveltunni lokinni.
Námskeið til leiðbeiningar um
húsagerð í sveitum verður haldið
að Núpi í Dýrafirði dagana 2.—20.
þ. m., að tilhlutan Búnaðarsam-
bands Vestfjarða. Kennari er Jóh.
Fr. Kristjánsson, byggingafræðing
ur. Kensla er ókeypis og húsnæði,
og auk þess er nemendum veittur
nokkur ferðastyrkur.
Nýtt íþróttafjelag var nýlega
stofnað í ísafirði fyrir forgöngu
nokkurra borgara þar í bænum.
Margir unglingar gengu þegar í
fjelagið, og enn fremur runnu inn
í það íþróttafjelagið „Magni“ og
„Glímufjelagið ísfirðingur“.
Síldin. Frá Haugasundi er sím-
að að fregnir hafi borist um það
að til standi að hækka að miklum
mun innflutningstoll á síld í Pól-
landi. Hefir þetta haft þau áhrif,
að síldarflutningar til Danzig hafa
aukist mjög mikið. Undanfarnar
tvær vikur hefir „Bergenske" haft
aukaskip í förum til Danzig. —
Es. „Ingul“ frá Odessa, sem ráð-
stjórnin rússneska hefir í förum,
hefir nýskeð tekið 16.642 tn. af
stórsíld og vorsíld í Haugasundi-
Er þetta seinasti síldarfarmurinn,
sem fer þaðan í ár til Rússlands.
—- Mikil síldveiði er um þessar
mundir í Ófótansfirði í Noregi.
Nemur veiðin um 70 kössum á bát
og er verðið 5 krónur fyrir málið.
(Eftir norskum loftskeytafregnum
FB.).
Mullersskólinn. Aðsókn að hon-
um er nú geisimikil, en þó geta
noklcur smábörn (5—8 ára) kom-
ist þar að kenslu enn- Kenslutím-
ar fyrir þau eru bæði árdegis og
síðegis. Ætti foreldrar, sem hafa
í hyggju að koma börnum sínum
í þessa ágætu leikfimiskenslu, að
tilkynna það í dag kl. 2—3 síðd.
Sími skólans er 3738.
Jarðarför Oddnýjar Erlingsdótt-
ur fer fram á morgun frá frí-
kirkjunni, en hefst með húskveðju
kl. 1^2 að heimili hennar, Baldurs-
götu 30.
Felix Guðmundsson er maður
nefndur. Hann er kirkjugarðsvörð-
ur. — Síðan flestir málsmetandi
menn Templara-reglunnar komust
á þá skoðun, að bann væri ekki
heppilegasta leiðin til þess að gera
þjóðina bindindissama, hefir Felix
sjeð sjer leik á borði til þess að
láta á sjer bera, og berst nú eins
og óður maður fyrir banninu (í
Alþbl.). Bardagaaðferðin er sú, að
hella úr sjer skömmum yfir þá
menn, sem ekki eru sama sinnis
og Felix í bannmálinu, síðast Ind-
riða Einarsson fyrv. stórtemplar.
Orðbragðið í greinum F. G. er
eins og tíðkast hjá móðursjúku
fólki. I. E., sem í meira en manns-
aldur hefir unnið ósleitilega fyrir
bindindismálið, á t. d. nú að skrifa
grein sína í Visi „í þjónustusam-
legri vinsemd við brennivínsdýrk-
endur“, o. s. frv. Hvergi vottar
fyrir neinni röksemd í greinum
Felixar, nje neinu því sem nokkur
skynsamur maður myndi nenna að
svara. Það getur engum manni
dulist, að það er engin merkisper-
sóna nje gáfnagarpur sem t. d.
talar>um „þessa svonefndu menta-
menn, þessar landeyður þjóðarinn-
ar“ —• en það er meira en lítið
broslegt að svo skuli tala maður,
sem lítið vinnur sjer annað til lofs
og frægðar í sínu þjóðfjelagi, en
ið pranga á grindum kringum
dauðra manna bein.
Til SWandarkirkju frá M. 2 kr.,
ónefndum 2 kr., S -5 kr., konu 5
kr., Árnesing 5 kr., N. N. 26 kr.
Kaupendur Morgunblaðsins sem
flytja búferlum núna um mánaða
mótin, eru vinsamlegast beðnir að
tilkynna afgreiðslunni það sem
fyrst.
Fallegt og fjölbreytt úrval
af Kjólatauum bæði úr silki
og ullarefnum.
Sjerlega falleg Káputau. Verð frá kr- 3.00—15.00.
Ódýr en smekkleg efni í Morgunkjóla, Kápur og
Kjóla. Fóðurefni, mikið úrval.
Isan
svörnrnar
til vetrarins eru nú komnar. Mikið og fallegt úrval, bæði
af Ijettari vinnu fyrir byrjendur og eins af því sem marg-
brotnara er. — Einnig er nýkomið mikið af kjólatauum-
Verzlun Angusta Svendsen.
Ef þjer hafið
ekki fundið neitt
sem yður líkar, þá er það nú komið. —
Tókum upp stóra lampasendingu í gær-
IðlÍBS BIÖflíSSOB.
raftækjaverslun, Austurstræti 12,
(beint á móti Landsbankanum).
Byggingarss mvinnufielag Reykjavfkur
%
V
3kí
Fuiidur
1
verður haldinn í Kaupþingssalnum miðvikudaginn 4. okt-
n.k. kl. 81/2 síðd.
Áríðandi fundarefni.
STJÓRNIN.
ReykSitaður
KRSSTALL
skínandi fallegur, nýkominn.
Lítið í gluggana í dag.
EDINBORG.