Morgunblaðið - 01.10.1933, Qupperneq 6
/
6
Góður fjármaður með
konu getur fengið gott hús-
næði í nærsveit Reykjavíkur
<regn fæði og þjónustu handa
einum manni. Maðurinn get-
ur fengið atvinnu sem að-
stoðarmaður við fjárhirð-
íngu og þau bæði ef til vill
áframhaldandi atvinnu í vor
og sumar.
Tilboð með kaupkröfu og
meðmælum, ef til eru, ásamt
frekari upplýsingar um um-
sækjanda sendist A. S. í.
merkt „Fjármaður“, fyrir
næstk. þriðjudagskvöld.
Kristján
Kristjánsson
sönp’vari syngur á Café Víf-
ill í dag kl. 3V2.
Emil Thoroddsen aðstoðar.
csté „viiiir.
Við þökkum öllum þeim er
sýndu vinarhug á afmælis-
deari okkar.
Stefán og Guðrún, Eskihlíð.
Landsins
bestu búsáhöld.
Emalerað stái.
fást aðeins í
Hamborg.
Skoðið i glugg-
ana i dag
Og kaupið á
inorgun,
Bðkhild
Lögfræðingur, vel að sjer
í allskonar bókhaldi, vill taka
að sjer bókhald og lögfræði-
legar ráðleggingar fyrir
verslun eða iðnaðarfyrirtæki.
Upplýsingar í síma 2352.
Hóð jörð,
«kki alllangt frá Reykjavík, er til
leigu nú þegar, ásamt allri áhöfn,
eí samið er strax. Kaup geta einn-
ig komið til greina. Allar upp-
lýsingar gefur.
Gísli Iðnsson,
Sími 4084 og 2684.
MORGUNPT A ÐIÐ
V estur-í slendingar.
Ragnar E, Kvaran segir frá kreppumál-
um, amerískri viðreisn og þjóðræknismál-
um íslendinga vestan hafs.
Morgunblaðið hefir haft tal af
Ragnari E. Kvaran og spurt hann
frjetta af Vestur-íslendingum. —
Hann hefir sem kunnugt er, dvalið
vestur í íslendingabygðum í 12
ár, en er nú alfluttur hingað
ásamt fjölskyldu sinni.
Verðhrunið og kreppan.
Um atvinnuvegi landa vorra
vestra og yfirstandandi fjár-
kyeppu, segir R. E. Kvaran m- a.:
Því verður eigi leynt, að krepp-
en hefir komið ákaflega hart nið-
ur á Vestur-íslendingum. — Svo
mikið atvinnuley&i hefir verið
vestra síðustu þrjú árin, að jeg
veit t. d. dæmi til þess, að íslensk-
ir iðnaðarmenn hafa bókstaflega
enga atvinnu haft í tvö síðnstu
árin. Má nærri geta, að margir
missa atvinnu, þegar svo hart er
í ári að t d. byggingavinna stöðv-
ast svo að segja öll, um þriggja
ára skeið.
Þá hafa vandræðin ekki verið
minni hjá íslenskum bændum en
öðrum þar vestra. Má svo að orði
kveða, að hveitirækt í Kan-
ada sje alveg komin í kaldakol,
en hveitið er sem kunnugt er,
mesta framleiðsuvaran í íslend-
ingabygðum vestra, sem öðrum
landbúnaðarhjeruðum Kanada.
Það kom frjett um það í ís-
lenskum blöðum í sumar, að hveiti
verðið hefði hækkað. Og sú hækk-
ún átti sjer stað; það er mikið
rjett. Hún nam um 100% frá því
lága verði sem var í vor.
En mjer er ekki kunnugt um,
að þess hafi verið getið hjer heima
að brátt datt alveg botninn úr
þessari verðhækkun. Iljelt verð-
hrunið áfram, uns ríkisstjórnin
tók í taumana, og bannaði að sala
á hveiti færi fram neðan við til-
tekið lágmarksverð.
En það ei> mjer kunnugt um,
að þetta verð er neðanvið fram-
leiðsluverð hveitisins.
Þegar jeg lagði af stað frá Kan-
ada hermdu opinberar skýrslur að
um 500 miljónir bushels af hveiti
væru óseldar í landinu. Þetta
álíka hveitimagn og framleitt er
í Kanada á ári. Eins árs fram-
leiðsla óseld, áður en nýja upp-
skeran kemur á markaðinn! Það
eru ekki efnilegar söluhorfur.
Skást er afkoma þeirra bænda
vestra, er hafa bæði akuryrkju
og kvikf járrækt. Ekki svo að
skilja, að afurðir kvikfjár sjeu
í sæmilegu verði. En þáu bú, sem
þannig standa tveim fótum, eru
betur sjálfbjarga, komast betur af
með sitt.
Best býst jeg við að afkoman
sje í Nýja-íslandi af íslendinga-
bygðunum, þvi bændur þar hafa
stuðning af veiðum í Winnipeg-
vatni.
Nú má enginn skilja orð mín
svo, bætir R. E. Kvaran við, að
vestur-íslenskir bændur, eða land-
ar vorir vestanhafs yfirleitt, hafi
iátið hugast eða hugfall'ast af erf-
iðleikum yfirstandandi kreppu. —
Síður en svo.
Kynslóð sú, sem nú starfar, er
of skamt frá landnemunum ís-
lensku til þess, að hún láti sjer
erfiðleikana fyrir hrjósti brenna.
Forsetinn.
En þegar minst er á fjár-
kreppuna vestra, verður ekki hjá
því komist að drepa á umbætur
Roosvelts forseta.
1 ’upþhafi hafði almenningur
ekki mikla trú á að hann gæti
endurreist atvinnuvegi og fjármál
álfunnar.
En nú er það orðin almenn
trú, að Roosvelt forseti hafi
safnað um sig hinum færustu
mönnum til þess að bæta hag
þjóðarinnar, og ryðja henni nýj-
ar brautir.
Blöð, sem í byrjun voru vantrú-
uð á tilraunir forsetans, voru orð-
in honum mjög vinveitt, um það
leyti sem jeg fór að vestan.
Vjelatækni og vinnuafl.
En um sama leyti höfðu hag-
fræðingar komist að raun um, að
kominn var í ljós mikill þrösk-
uldur fyrir frarnhaldandi vel-
gengni eftir þeim brautum er
Roosevelt og ráðgjafar hans ætl-
uðu sjer færar.
Framleiðsla Bandaríkjamanna
var komin npp í 90% af fram-
leiðslunni árin 1924—1925. En
ekki nema 40% af iðnaðarmönn-
um þjóðarinnar höfðu fengið at-
vinnu. Svo geysilega hefir tæku-
irrni fleygt áfram á þessum árum.
Nú þarf sem sje nreira en helm-
ingi færri menn en þurfti fyrir
tæpum 10 árum, til að framleiða
sama vörumagn.
Með öðrum orðum. Með þyí móti
sem ætlað var, verður ekki hægt
að iitvega öllum almeniiingi at-
vinnu og kaup; og fá á þann hátt
verslun, viðskifti og almenna efna
hagsstarfsemi í samt lag aftur.
En hvað sem þessu líður. — Al-
menningur vestra trúir á, að hin-
um nýja forseta takist að finna
leiðir út úr ógöngunum, ekki síst
vegna þess, hve maðurinn er víð-
sýnn, kreddulaus og liefir innileg-
ar. áhuga fyrir því, að sjá al-
menningshag borgið
Þjóðræknísmálin.
En svo aftur sje vikið að mál-
efnum Yestur-íslendinga, segir R.
E. Kvaran.
Hin almenna atvinnukreppa hef-
ir haft mikla erfiðleika í för með
sjer fyrir öll fjelagsmál Vestur-
íslendinga. Hefir kreppan fyrst
og fremst k(fmið niður á hlöð-
unum; blöðin hafa mist auglýs-
ingar, lent í fjárþröng og átt
erfitt uppdráttar þess vegna. En
biöðin eru það vitanlega fyrst og
fremst, sem eru boðberar milli
landa vestan hafs og halda áhuga
manna vakandi fyrir fjelagsmál-
um og þjóðræknismálum.
En sje litið á þjóðræknismál
Vestur-íslendinga yfirleitt, þá er
mjer ánægja að því að taka það
fram, að jeg er sannfærður um
að tillrneiging íslendinga vestan
hafs til að halda við þjóðerni
sínu, er mun ríkari og sterkari
❖ooooooooooooooooooooooooooooooooooo<
Hjartanlega þakka jeg öllum þeim, er auðsýndu mjer sam-
úð og vináttu á einn eða annan hátt á sextugs afmæli mínu.
Drottinn blessi ykkur öll.
Ólöf Ólafsdóttir.
ooooooooooooooooooooooooooooooooooooi
. mm
Innilegar þakkir til allra hinna mörgu er samúð sýndu og að-
stoð veittu við fráfall og jarðarför Þorgerðar Pálsdóttur frá
Heiði í Mýrdal.
Aðstandendur.
Jarðarför Þorgríms unnusta, sonar og stjúpsonar okkar fer
fram frá dómkirkjunni þriðjudaginn 3. október kl. 2 síðd.
Magdalena Margrjet Oddsdóttir.
Þorbjörg Bjarnadóttir. Ingimundur Hallgrímsson.
Hjer meS tilkynnist að fóstursystir okkar, Guðrún Bjarna-
dóttir, andaðist í dag.
Reykjavík, 30. september.
Ragnheiður Jónsdóttir. Guðrún Þorkelsdóttir.
assmuitsæwsra*
Jarðarför móður okkar, Oddnýjar Erlingsdóttur, fer fram
næstkomandi mánudag 2. okt. og hefst með húskveðju kl. IV2, á
heimili hennar, Baldursgötu 30.
Börn og tengdabörn.
Jarðarför Vigdísar Vigfúsdóttur fer fram mánudaginn 2.
október og hefst með húskveðju á heimili hennar, Týsgötu 4,
klukkan 1 eftir hádegi.
Aðstandendur.
en hún var fyrir um 10 árum
síðan.
Er það áberandi, hversu áliugi
ungra og miðaldra mentamanna
íslenskra vestra hefir vaxið á
þessum árum á því, að halda menn
ingarsambandi við ísland og
styrkja það. Menn, sem orðnir
voru íslandi fráhverfir, og því
sem íslenskt er, hafa nú skilið
að það er þeirra hagur, að læra
sem best, að skilja og þekkja
það sem íslenskt er, skilja sinn
eigin uppruna.
íslenskir mentanrenn vestra, hafa
bunclið fjelagsskap um það, að
vinna að því, að stofnsett verði
prófessorsembætti við Manitoba-
háskóla i íslenskri sögu og ís-
lenskum fræðum.
Þá er og vöknuð hreyfing vestra
þá átt, að reyna að koma báð-
um íslensku kirkjufjelögunum
vestra í samband við hina íslensku
þjóðkirkju. En það merkilega mál
útlista jeg frekar í tímaritsgrein,
segir R. E. Kvaran að lokum.
24 verkamenn drukna.
Þýska blaSið ,,Tageblatt“ flutti
fyrir skömmu þá fregn frá
Moskva, að 24 verkamenn úr bíla-
verksmiðju í Torkij hafi druknað,
er þeir ætluðu yfir ána Oka. —
Ferjubátnum, sem þeir fóru á,
hvolfcli úti á miðri ánni. Þessu
var haldið leyndu fyrst um sinn,
en það frjettist þá er dómur var
kveðinn upp yfir tveimur ferju-
nönnunum og þeir dæmdir í 10
ára fangelsi hvor fyrir að hafa
með óafsakanlegu skeytingarleysi
valdið dauða verkamannanna.
Reykjavíkurbrjef.
30. september.
Fiskurinn.
Fiskflutningur var að miklum
mun meiri í september en í sama
mánuði í fyrra. Voru fiskbirgð-
ir í landinu 1. sept. 39.500 tonn.
En september-útflutningurinn
hefir numið 13.000 tonnum. —
Trygður mun vera útflutningur í
október ernemur 6—7 þús. tonn-
um af fiski, að því er Rich. Thors
forstjóri sölusambands ísl. fisk-
framleiðenda hefir tjáð blaðinu,
en eftir honum eru þessar upp-
lýsingar um fiskverslunina.
I fyrra voru fiskbirgðirnar í
nóv. 21.500 tonn. Má það telja
gott, er haustbirgðir verða ekki
meiri í ár en í fyrra, þegar tillit
er til þess tekið, að ársaflinn er í
ár um 13.000 tonnum meiri en
árið 1932. — Mest kveður að afla
viðbót smáfiskjar.
Nú er eftir að vita, hve mikið
selst' af fiskinum tvo síðustu mán
uði ársins. 1 fyrra seldust þá mán-
uði um 10 þús. tonn, og voru ára-
mótabirgðir um 12 þús. tonn. —
Þótti það vel sloppið.
En þess ber að gæta, að eftir
því sem meira kveður að starf-
semi fiskþurkhúsanna, kemur
nýi aflinn fyr á vorin á markað,
og því styttist sá tími árs, sem rúm
er fyrir fyrra árs fisk á markaðn-
um. — En 12 þúsund tonna ára-
mótabirgðir ættu ekki að þvælast
fyrir, þegar vertíðaraflinn næsta
ár kemur til sögunnar.
Fiskverkunin.
Nú eru útgerðarmenn hjer um
slóðir svo til hættir að hugsa um
að reyna sólþurkun á fiski, segir