Morgunblaðið - 26.10.1933, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.1933, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ * * 9 * * Gólf- Divan- Borð- Vegfg- Ullar- Baðmullar Vatt- Mikið úrval! I llöruhiisli hverju reknetaskipi og 700 tunn- ur hjá snurpunótaskipi. Þessi heimild var bundin því skilyrði, a8 skipin afhentu ekki síld í móð- urskip. Heimildin hækkaði um 200 tunnur hjá reknetaskipi og 500 tunnur hjá snurpuskipi, ef skipin höfðu samning við síldarverk- smiðjur á Islandi. Samkvæmt framantöldum á- kvæðum í norsku samningunum og fleiri atriðum í þeim, hafa Norðmenn hlunnindi, hjer á landi, sem geta orðið hættuleg fyrir ís- lenska síldarútveginn. í sumar komu þessi hiunnindi lítið að sök, en ef Norðmenn notuðu þau til hins ítrasta gætu þeir gert í»- llenska síldarútveginum mikið tjón- Breyting til batnaðar. Afkoma síldarútvegsins í ár hefir verið góð. Tilkostnaðurinn ■er mikið minni, en var á Einka- -sölutímabilinu. Mest hafa þó um- skiftin orðið í vöruvönduninni og hefir það leitt til aukins markaðar fyrir íslenska síld í Þýskalandi og Póllandi. Þörf á nýrri síidarverk- smiðju. Eins og áður er vikið að, kom það glögt í ljós, á þessu ári, hversu niikil þörf er fyrir nýja síldar- verksmiðju. Ef verksmiðjan hefði verið til í sumar gat sami síld- veiðafloti auðveldlega aflað allrar })eirrar síldar, sem verksmiðjan }>urfti, þótt það hefði verið 140 þúsund mál. Vegna þess að verk- smiðjuna vantaði, tafðist afgreiðsla skipanna og aflinn varð mikið miiini, en þurft hefði að vera. Nú I ár hafa sjómenn og útgerðar- menn tapað samtals 400 til 500 þúsund krónum á því hve af- greiðsla tafðist hjá skipunum og það versta er, að líkindi eru til þess, að tapið endurtaki sig næsta ár. — Treg afgreiðsla og afgreiðslu- stöðvun hjá skipunum hefir end- vrtekið sig ár eftir ár í síðastliðin sjö ár, þótt ekki hafi keyrt um þverbak síðan á tunnuleysis árum Síldareinkasölunnar 1929 og 1930. Ráðið til þess að bæta úr þessu er að byggja nýja síldarverk- rstniðju. Hin mikla verðhækkun á síldarmjöli ætti að ýta undir að }>að verði gert. Það mun sannast, að verði síld- arbræðsluverksmiðjumar svo marg nr, að þær fullnægi þörfinni, })á mun verðið á síld til söltunar 'liækka vegna minna framboðs og hagnaðurinn af byggingu nýrrar v rksmiðju þannig verða tvöfald- ur fvrir sjómenn og ittgerðarmenn- Hitler ogj Þjóðabandalagið. m' w?m Hitler talar í útvarp og tilkynnir þýsku þjóðinni úrsögn úr Þjóða- bandalaginu. Aðeins 7 ár eru liðin síðan Þýska- land gekk í Þjóðabandalagið og Briand bauð Stresemann velkom- inn til Genf, m. a. með þessum orðum: „A enda er sá tími, þegar þýska og franska þjóðin mættust á vígvöllunum. Lokið er stríðun- um okkar á milli. Burt með vjel- byssumar, byssustingina og fall- byssurnar!“ Margir vonuðu þá að þessi viðburður mundi verða byrjunin að varanlegum sáttum milli Frakka og Þjóðverja. En þessi von hefir brugðist- Locarno andinn ríkir eltki lengur í Genf. „Þegar við Nafionalsósíalistar niyndum stjórn föðurlands okkar, verður endi bundinn á alt. þetta hlægilega ragl í Genf. Við ætlum að koma þannig fram í Genf, að framkoma okkar verði þýskum mönnum samboðin. Við ætlum bæði að heimta og taka það, seni við eigum tilkall til. í anda get jeg þegar sjeð alla þá, sem eru samsekir um glæpapólitík Frakka, blilcna af ótta, þegar þeir sjá okk- ur slá hnefanum í borðið“. Þannig talaði Nazistaforinginn Goebbels nokkru áður en Nazistar tóku við vöklum. Nú liafa Nazistar gert alvöru út hótUnunum. Þeir hafa slegið í borðið í Genf- Þýskaland sagði sig úr Þjóðabandaluaginu ]>. 14. þ. m. Afvopnunarmálin hafa valdið því, að Þjóðverjar hafa nú snúið bakinu að Þjóðabandalaginu. — Kröfur Þjóðverja um hernaðarlegt jafnrjetti hafa lengi verið ásteit- ingarsteinninn í Genf. Afvopnun Þjóðverja að ófriðnum loknum ítti að vera byrjun að almennri afvopnun. í 15 ár hefir Þýskaland verið vopnalaust. Þjóðverjar hafa uppfylt afvopnunarkröfur sigur- vegaranna, en Frakkar hafa stöð- ugt neitað að efna afvopmmar- lofo:rð*sín. Það er síriljanlegt að Þjóðverjum gremjist þetta og að þeir heimti hemaðarlegt jafn- rjetti. Þjóðverjar krefjast því, að Frakkar annað hvort afvopni sjálfir eða. að þeir fallist á, að herbúnaður Þýskalands verði auk- inn. í fyrra kvöddu Þjóðverjar fulltriia sína á afvopnunarfund- inum heim og neituðu að taka fram ar þátt í fundinum, nema jafn- rjettiskrafan yrði viðurkend. 1 desember í fyrra viðurkendu 4 stórveldin, þ.á.m. Frakkar, jafn- riettiskröfuna1 sem meginreglu en þó án þess að segja nokkuð um það, hvernig hún skyldi fram- kvæmd. Eftir þetta sendu Þjóð- verjar aftur fulltrúa á afvopnun- arfundinn- En síðan í fyrra hefir ástandið í álfunni gerbreyst. Sigur Nazista og hinn nýi hernaðarandi í Þýska- landi hefir vakið að nýju mikla tortrýgni í garð Þjóðverja og stríðsótta. Þessi tortrygni kemur fram í öllum löndum og meðal manna af öllum flokkum og er svó almenn að Nazistastjórain þýska er meira einmana, mætir meiri tortrygni og andúð en jafn- vel keisarastjórnin þýska á stríðs- árunum. Þessi tortrygni og stríðs- ótti gerir tvent að verkum: Ráð- stafanir til þess að tryggja frið- inn, fyrst og fremst takmörkun vigbúnaðar, er nauðsynlegri en nokkra sinni áður, en um leið er samkomulag um afvopnunarmálin meiri vandkvæðum bundið en áður. ITjer skal ekki mn það rætt, bvort ástæða sje til að efast um friðarvilja Nazistastjómarinnar- En víst er. að tortrygni í garð Nazista er staðreynd, sem ræður inestir um úrslit. þeirra mála, sem snerta vemdun friðarins. Frakkar og fylgismenn þeirra þora ekki að gefa Hitler vopn í hendur. Þeir óttast, að hann noti þau til þess að knýja firam breytingar á landa- mærum Þýskalands. „Hernaðar- legir yfirburðir Frakka eru því besta vernd friðarins i Evrópu“, segja Frakkar. Þeir vilja eklti veita Þjóðverjum heraaðarlegt jafnrjetti eins og nú er ásatt í Evrópu. Englendingar, Bandaríkjamenn og Italir hafa gert sjer mikið far um að afvopnunarfundurinn yrði ekki árangurslaus. Fyrir nokkru komu þessar þjóðir og Frakkar’ sjer saman um miðlunartillögu. Aðalatriði hennar era þessi: ,Byr.j- að verður með 4 ára reynslutíma. A iessu tímabili má engin þjóð auka vígbúnað sinn frá því sem nú er. Alþjóðanefnd á að hafa eftirlit með vígbúnaði þjóðanna á þessu tímabili. Að reynslutímanum lokn um eiga þær þjóðir, sem mestan vígbúnað hafa, að byrja að draga úr vígbúnaði sínum- I afvopnun- ersamningnum á að vera nákvæm- lega tiltekið hve mikið skuli dreg’- ið úr vígbúnaði þessaim þjóða og iunan hvaða tíma. Með fram- kvæmd afvopnunarsamningsins að reynslutímanum loknuni eiga Þjóð verjar að fá hernaðarlegt jafn- ■jetti við aðrar þjóðir. Þessar til- ögur voru lagðar fyrir þýsku stjórnina og- hún svaraði, að hún gæti ekki fallist á þær, nema Þjóð erjum verði leyft þegar í byrjun eynslutímabilsins að afla sjer varnarvopna, sem Þjóðverjum eru bönnuð samkvæmt firdðarsamning- unum. Meðal þes^ara vamarvopna sem Þjóðverjar heimtuðu strax, efu: stórar fallbyssur, ,,tanks“, kafbátar og- flugvjelar til hern- aðar. En Þjóðverjar fengu ekki leyfi til að afla sjer þessaira vopna Að minsta kosti Frakkar, Eng- lendingar og Bandaríkjamenn vilja ekki leyfa Þjóðverjum að auka vígbúnað sinn frá því sem nu er. Árangur afvopnunarfund- arins á að vera minkun en ekki aukning vígbúnaðar, segir enska ,-i jórnin. Eftin þetta sagði Þýskaland sig úr Þjóðabandalaginu og kvaddi fulltrúa sína á afvopnunarfundin- um heim. Nazistastjórnin rökstyð- ur þessar aðgerðir með því að hin stórveldin vilji ekki veita, Þýskalandi hernaðarlegt jafn- rjetti og að Þjóðverjar vilji ekki standa áfram á rjettlægri grund- velli en aðrar þjóðir. I langri út- varpsræðu fullvissaði Hitler heim inn um friðar- og sáttavilja Naz- istastjórnarinnatP. — Jafnhliða úr- ■sögninni úr Þjóðabandalaginu hef iv þýska stjórain rofið ríkisþingið og landsþingin þýsku. Nýjar rík- ■ isþingskosningar eiga fram að fara 12. nóv. Með þessu vill Hitl- er gefa þjóðinni tækifæri til að láta í ljós afstöðu sína til stjórn- araðgerðanna í utanríkismálunum. Ursögnin úr Þjóðabandalaginu kom öllum á óvart og vakti svo mikinn felmt, að menn mintust ósjálfrátt daganna í júlí 1914, þegar heimsstríðið nálgaðist hröð um skrefum. Mönnum er yfirleitt ekki Ijóst, hver tilgangurinn er með úrsögn- inni úr Þjóðabandalaginu ■ — Sá möguleiki er hugsanlegur, að Hitl- er búist við að geta á þennan hátt þröngvað stórveldunum til þess að slaka til í afvopnunarmálunum. — Það er t. d. hugsanlegt, að Hitler segi við stóiFveldin: Þýskaland er reiðubúið til þess að ganga aftur í Þjóðabandalagið, ef við fáum heraaðarlegt jafnrjetti. En það er þó mjög óvíst að þetta bragð hepnist, þótt Hitler kynni að liafa það í huga. Annar möguleiki er líka hugsanlegur. Ætla Nazistar nú að taka sjer sjálfir rjettinn til þess að auka vígbúnað Þjóð- verja? Hinar margorðu þýsku yf- irlýsingar segja ekkert um þetta. En að margra áliti líta Nazistar svo á, að Þjóðverjar sjeu leyst- ir frá afvopnunanákvæðum friðar- samninganna, þar sem sig-urveg- aiarnir hafi ekki efnt afyopnun- arloforð sín. Þýskaland hafi því sagt sig úr Þjóðabandalaginu og ætli sjer nú að auka vígbúnað sinn. Þessi skoðun kemur m. a. frarn í ,,Le Temps“, málgagni franska utanríkismálaráðuneytis- ins, í mörgum hægriblöðum á Norðurlöndum og víðar. Friðurinn í Evrópu eiri óneitanlega í alvar- legri hættu, ef svona er ástatt. Því Frakkar horfa varla aðgerðar- lausir á það að Nazistar auki vígbúnað Þýskalands- En fyrst um sinn bíða stjórnir stórveldanna látekta, þangað til þær sjá, hvað Nazistar ætla sjeirt nú að gera. Þjóðabandalaginu er það eðli- lega mikill hnekkir, að Þýskaland liefir sagt sig úr því. Fjögur stór- veldi, Þýskaland, U. S. A., Rúss- land og Japan, standa nú utan við Þjóðabandalagið. Það getur varla kallast alþjóðabandalag eftir þetta. Og afvopnunarfuiuþirinn er lamaður. Fyirét um sinn hefir lion- um verið frestað um stundarsakir. Erlendis hefir úrsög*n Þýslca- land verið alt annað en vel tekið. Flest blöð í U. S. A. tala um vaxandi stríðhættu í Evrópu. — Enska blaðið „Sunday Times“, nákomið ensku stjórninni, kallar úrsögnina „eitt hið mesta glappa- skot í veraldarsögunni“. „Times“ segir, að Hitler mun mæta öllum fídlbyssum álfunnar, ef hann reyni að ógna með byssustingj- unum. Og Duff-Cooper undir- stjómarherra í enska hermálaráðu neytinu sagði í ræðu 16. 1). m.: ,,Aldrei áður hafa menn sjeð nokkra þjóð biia sig undir stríð með öðrum eins ákafa. og Þjóð- verja nú. England ætlar að snú- ast á móti sjerhverri þjóð, sem í eiginhagsmuna skyni reynir að stofna friðnum í Evrópu í hættu“. Hitlar fær vafalaust traustsyfir- lýsingu kjósendanna 12. nóvbr. I fvrsta lagi eru allin flokkar bann- aðir nema Nazistaflókkurinn. — Þar að auki hefir úrsögnin úr Þjóðabandalaginu vafa.laust elft aðstöðu Hitlers innanlands. En úr- sögnin hefir aukið andúðina gegn Nazistum erlendis, aukið stjórnmála tortrygnina og lamað Þjóðabanda lagið á tímabili, þegar þörfin á öflugu Þjóðabandalagi eri meiri en nokkru sinni áður síðan heims- ófriðnum lauk. Khöfn 17. okt. 1933. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.