Morgunblaðið - 11.11.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Ný Itfur, Hjörtu oí’- Svið. Iðhannesléhannsson. Grunclarstíg 2. Sími 4131. Nokkur skápskrilborð til sölu, mjög’ óclýrt. Irfesmlðfan Frakkasfíg IO. Sími 4378. Kjöíbúöin Hekla. Mör. Lifur. Hjörtu. Dilka- kjöt á 0.58 % kg-> ódýrara í heilum skrokkum. Kjötbúðin Hekla. Hverfisgötu 82. Sími 2936. íelknlkcisls Trjesmiðir og- múrarar, er hafa í hyggju að nema fagteikningu o. fl. í vetnr hjá mjer, geri svo vel og lcomi til viðtals sunnud. þ. 12. þ. m. milli 1 og 3. Guö m. Suöjónssan Bergstaðastræti 6. j3ími 3188. Bjúpnr, • Alikálfakjöt. Hangikjöt og Svið. Kjöfbúð Reykfavíkur. Vesturgötu 16. Sími 4769. svíngkiot. Hangikjöt. Saltkjöt. Vínarpylsur. Miðdagspylsur. Verslunin Kjöt & Fiskur. Símar 3828 og 4764. -■mmmmammmmmmmmmmmmmmammmummmmmmmmmmBmmmmm Mýslátrað dilkakjöt KLEIN Baldursgötu 14. Sími 3073. Frú Hatrfn Jakobsdðttlr hálfníræð. Áttatíu og fimm ára afmæli á í dag frú Katrín Jakobsdóttir á Valdastöðum í Kjós. Hún er fædd og upp alin á Yaklastöðmn, byrj- aði þar búskap og bjó þar með manni sínum, Guðmundi Svein- björnssyni (d. 1932) nm fjölda mörg ár, og á Valdastöðum hefir liún verið jafnan eftir að hún hætti búskap, að undanteknum tveimur árum er hún dvaldist ann- ars staðar með dóttur sinni. Þau hjónin, Guðmundur og Katrín bjuggu mvndar búi alla tíð. Heimili þeirra var fjölment jafnan og hlutverk húsfreyjunnar var því oft erfitt, en frú Katrín var því starfi vaxin, er hún hafði færst í fang. Það má með sanni segja að hún var stjórnsöm, ráð- deildarsöm og myndarleg í ölln. Börn sín ól hún upp með kost- gæfni og ástúð. Það leiðir af sjálfu sjer að jafn vinsæl og frændmörg kona og frú Katrín er, hafi orðið mörgum sjer kærum á bak að sjá, á jafn langri ævileið sem hún hefir lifað. Sárt var henni fráfall sonar þeirra lijóna, ÞorkelS, er ljest árið 1919 á besta aldri, en raunabót var henni ekkja hans og hörn, sem reynst hafa henni eins og hennar eigin börn. Mikill var henni miss- ir manns síns, sem hún hafði búið með yfir fimtíu ár í fyrirmyndar1 sambúð. En alt mótlæti og-sorg hefir hún borið með hetjudug. Frú Katrín er hin ernasta, þrátt fyrir þennan ]iáa aldur. Það er bjart yfir henni eins og áður og það er bjart yfir endurminningum liennar. f dag munu margir minnast frú Katrínar með hlýjum hug; þakka henni í hjarta sinu fvrir vináttu hennar og trygglyndi, sem aldrei liefir brugðist þeirn, sem henni hafa kynst, og óska henni hjartan- ]ega farsælla komandi ára. Hafliði Helgason. ÞINGTÍÐINDI. Rýmkun kosningarrjettar í málefnum sveita og kaupstaða. Frv. Thor Thors, um breyting á liigum nr. 59, 1929, uin kosningar í málefnum sveita og kaupstaða var eina málið á dagskrá í Nd. í gær. Hefir áður hjer í blaðinu veriS sliýrt frá efni þessa frumvarps; en það fer fram á, að rýmka verulega kosningarrjett á málefnum sveita og kaupstaða og samræma hann við kosningarrjett til Alþingis, eins og hann verður samkvæmt nýju stjórnarskránni. Thor Thors fylgdi frv. úr hlaði og var þetta fyrsta ræða hans í þinginu. Þegar Thor hafði lokið ræðu sinni i'i u þeir upp Hjeðinn og Vilmundur og fögnuðu því, að frv. væri fram komið. Einkum virtust þeir glaðir yfir því, að „íhakls- maður“, eihs og þeir orðuðu það, skyldi flytja þetta mál, því að það sýndi straumhvörf! Dr. Stefán Einarsson: Eiríks Ma^nússonar í Cambridge. Rit þetta, sem er um 360 bls., prentað á ágætan pappír, mcö 7 sjerprentuðum mynclum, ásamt sýnishorni af rithönd Eiríks, er komið í bókaverslanir og kostar 8 krónur. — Bókamenn, þarna er bók, sem þjer þurfið að eignast. ÞEIR SEM ÞURFA AÐ KAUPA FÖT, FRAKKA, HATTA, HÚFUR, MANCHETTSKYRTUR, BINDI, SOKKA O. FL. ÆTTU AÐ NOTA TÆKIFÆRIÐ OG KOMA Á ÚTSÖLUNA HJÁ MARTEINI EINARSSYNI & CO. Thor Thors benti sósíalistum á, að einmitt þau atriði sem frv. fjallaði um hefði frá fyrstu tíð verið á stefnuskrá fjelaga ungra Sjálfstæðismanna. Hann kvaðst mundu síðar flytja fleiri mál inn í þingið, úr stefnuskrám ungra i Sjáifstæðismanna og væri óskandi, að sósíalistar tækju þeim eins vel og þessu. Frv. var vísað til 2. umr. og '■ allshn. 1 Ný þingmál. Jónas Jónsson flytur svohljóð- andi þál. tillögu-: „Efri deild Alþingis ályktar að fela ríkisstjórninni að rannsaka, hvort hægt væri að geyma forn- mingjasafnið og listaverk, sem landið á, í þeim hluta þjóðleik- liússins, sem fyrst um sinn þarf ekki að nota vegna leiksýninga, þó að húsið verði fullgert, og legg.ja áætlnn um kostnað, er af þessu leiddi fyrir næsta Alþingi“. Sami þingmaður flytnr frv. um bygging og ábúð á jörðum, sem eru almannaeign. Frv. þetta fjallar um erfða- festu á jarðeignum ríkisins og kirkna. Höfum fyrirliggjandi: §agógr|ón með mjög góðu verði. Símí: 1—2—3—4. Tölusetningar- Dagsetningar- Auglýsinga- Fjölritunar- V erð- Mynda- Stimplar Stimpilpúðar, allar stærðir, allir litir. Stimpilblek, allir litir. IN6ÓLFSHVOLI = SiMI 23 J4 Jafnrjetti oj^ friður segir Hitler. L/ondon, 10. nóv. F.Ú. Hitler flutti ræðu í dag í Berlín í Siemens verksmiðjunni, fyrir verkamönnum þar, en .jafnframt var ræðunni útvarpað um alt Þýskaland, og víðar um lönd. . í ræðunni skoraði Hitler á verka mennina, og Þjóðverja alla, að þeir stæðu sameinaðir sem einn maður bak við kröfur stjórnar- innar um fullkomið jafnrjetti Þjóðverja við aðrar þ.jóðir. Þegar hjer var komið ræðu kanslarans, varð hlje á henni í fjórar mínútur, og er ekki vitað, hvort hlje þetta stafaðhaf bilun útvarpsstöðvarinnar1 af eðlilegum | ástæðum, eða hvort pólitískir and- ■ stæðingar hans hafi verið valdir að henni. | i Þegar Hitler hóf mál sitt aftur, endurtók hann þáð, að Þjóðverjar yrðu að njóta fullkomins jafn- rjettis við aðrar þjóðir, og sagði að þeir væru reiðubúnir til þess, að rjetta fyrverandi óvinum sín- um vinarhönd, og reiðubúnir til þess að ræða við aðrar þjóðir, all- ar aðrar þjóðir, hvaða alþjóðamál sem væri, en einungis með því skil- yrði, að algert jafnrjetti þeirra við þessar þjóðir væri viðurkent. Þá mintist Hitler á ásakanir þær, sem fram hefðu komið gegn Þjóðverjum, um það, að herskap- arandi þeirra og vígbúnaður færi vaxandi. Hann sagðist ekki vera svo vitlaus, að vilja átríð á ný; hann hefði sjálfur tekið þátt í síð- ustu styrjöld, og vissi hvað stríð væri. Berlínar-frjettamaður Reuters segir, að lítill vafi geti verið á því, að kosningarnar á sunnudaginn muni verða stór-sigur fyrir Hitler. Frá Afghanistan. London, 10. nóv. F.Ú. í tilkynningu frá Afghanistan er sagt, að konungurinn hafi verið j myrtur af manni að nafni Abdul ; Kalik, sem á einhvern hátt hafi tekist að komast inn í höllina. — Hann hefir nú verið tekinn fastur, og eru rjettarhöld yfir honum þeg- ^ ar hafin. ———<----------—— ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.