Morgunblaðið - 16.11.1933, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.11.1933, Blaðsíða 7
M 0 R G U N B L A ÐI Ð 7 'sffl •ár og þess utan er sú síld sem þar veiðist sú feitasta og stærsta sem veiðist hjer við land. Jeg er viss um það að um leið og aðstaða er þannig á Skaga- strönd að hægt er að athafna sig þar, munu þar rísa upp síldar- söltunarstöðvar og* yrði aðstaða þar þá síst verri en á Siglufirði, sem nú er álitinn besti staður til síldarsöltunar fyrir Norðurlandi. Hafsteinn Bergþórsson- Síldarverk- smiðja ríkisins. Ósamkomula<gið í verksmíðjustjórninni. Tveir af stjórnendum Síldar- verksmiðju ríkisins, þeir Guðmund ur Hlíðdal og Loftur Bjarnason, sögðu af sjer störfum síðast í oktú- ber. Það frjettist. strax, að þeir segðu af sjer vegna framkomu þriðja mannsins í stjórninni, Þor- móðs Eyjólfssonar á Siglufirði. Magnús Guðmundsson dóms- og atvinnumálaráðherra gerði tilraun til þess að fá þá Hlíðdal og Loft Bjarnason til þess að starfa áfram með Þormóði í verksmiðjustjórn- inni, en þeir reyndust ófáanlegir til þess. Þessi deila í verksmiðjustjórn- inni varð td þess, að þetta blað •og ýms fleiri blöð víttu framkomu Þormóðs í verksmiðjustjórninni. Skýrt var frá því, að Þormóður hefði oftar en eínu sinni látið ganga frá reikningum verksmiðjunnar brengluðum og'röngum, og reikn- ingarnir ekki fengist leiðrjettir fyr en eftir mikið stapp. Þess var og getið að Þormóður hefði eitt árið selt, megnið af tanklý.si verksmiðj- unnar, sumpart án þess að leita ráða meðstjórnenda sinna og sum- part í forboði þeirra, og að hann hefði með þessu framferði sínu skaðað verksmiðjuna um ca. 47 þúsund krónpr, miðað við það verð, sem h.f. Kveldúlfur fekk fyr- ir sams kopar lýsi af þess árs framleiðslu. Skýrt var frá því að meðstjórnendur Þormóðs hefðu kvartað undansamvinnustirfnihans •og óhrejnni framkomu við ýms tækifæri. Þá var þess get.ið að það hefði endurtekið sig að Þormóður hefði ekki farið eftir fyrirmælum meiri hlutans í verksmiðjustjóm- inni. Loks var skýrt frá því, að meðstjórnendur Þormóðs í verk- smiíjj ustj órninni, endurskoðendur verjtsmiðjunnar, landsstjórnin og sjáyarútvegsnefnd Nd. Alþingis hefðu sett ofan í við Þormóð fyrir framkomu hans í verksmiðjustjórn inpi. en ekkert hefði dugað, af- glöpin hefðu endurtekið sig. Búast hefði mátt við, að Þor- móður gerði tilraun til þess að verja framkomu sína í verk- smiðjustjórninni með einhvetrjum rökum, en það er langt frá því. 1 stað þess. að ræða málið, eins og^þa® lá fyrir, birti Þormóður í tyeimur dilkum ,,Tímans“ hjer í hænum hatursfulla árás á Svein Benediktsson, sem verið hafði með- stjórnandi hans í verksmiðju- stjórninni í 2y2 ár. Þetta frnm- hlaup Þormóðs varð til þess að Svainn skrifaði um málið og birti ýms plögg, sem sönnuðu upp á Þonpóð alveg einstæða og mjög vítaverða framkomu í verksniiðju- stjórninni- Þar með var því j slegið föstu, sem haldið hafði verið fram hjer í blaðinu, að alt benti til þess að Þormóður væri ger- samlega óhæfur td að gegna þeirri ábj’rgðarmiklu stöðu, sem hann hefði verið settur í og hefði aldrei átt í verksmiðjustjórninni að vera. Sóknanefnda- fundLurlnn 7.-9. þ. m. Niðtsrlag. Þriðji fundardagur, fimtud. 9, þ. m., hófst kl. 91/2 árd. með morg unbænum, sem Steingrímur Bene- diktsson stýrði. A eftir flutti Gísli Sveinsson sýslumaður erindi um almennan kirkjufund. Taldi hann æskilegt að prestar og fulltrúar leikmanna, kosnir af hjeraðsfundum, sæktu . sameigin- lega fundi annað hvort eður þriðja hvert ár. Yæri eðlilegt að kirkju- ráðið boðaði til þeirra funda En nóg væru verkefnin. Nefndi ræðu- maður t. d. að vel mætti á fyrsta fundi taka þessi mál fyrir: Glæð- ing trúarlífsins, samstarf presta og safnaða, viðbúnaður, ef til skiln aðar kæmi milli ldrkju og ríkis, kirkjubyggingarmál 0. s. frv. Fundarmenn tóku þessu máli vel, en Jón Helgason biskup og fleiri töldu þó heppilegra að fela stjórn Prestafjelags fslands, að boða fyrsta fundinn og fjelst frummælandi á það. Að umræðum loknum var þessi tillaga frummælanda samþykt í einu hl jóði: „Pundurinn beinir þeirri áskor- un til Prestafjelags fslands, að það í samráði við sem flesta presta og söfnuði í landinu gangist fyrir því, að almennur kirkjufimdur fyrir landið alt verðj á næsta sumri haldinn í Reykjavík eða á Þingvöllum, þar sem auk presta mæti fulltrúar frá söfnuðum lands ins eða hjeraðsfundum. — Einnig undirbúi stjórn Prestafjelagsins verkefni slíks fundar í samvinnu við áhugamenn í þessu efni“. Baráttan gegn áfengisbölinu var síðasta dagskrármál fundarins. — Síra Þórður Ólafsson var frum- mælandi, og flutti nokkrar tillög- ur. Eftir nokkrar umræður voru þær og 2 aðrar í viðbót samþykt- ar í einu hljóði. Tillögumar voru á þessa leið: 1. Fundurinn telur brýna nauð- syn bera til þess að öflugri bind- indisstarfsemi sje haldið uppi í landinu og skorar á ríkisstjórnina að styðja hana með sem ríflegustu f járframlagi. 2. Fundurinn telur það nauðsyn- legt að upp sje tekin ítarleg fræðsla í skólum landsins um á- hrif áfengis sem neysludrykkjar. 3. Fundurinn æskir þess að kom- ið verði upp drykkjumannahæli, sem fyrst að kringumstæotir léyfa. 4. Fundurinn áb'tur nauðsynlegt, að tekið sje upp í löggjöfina að eigi megi selja áfengi unglingum innan 21 árs. 5. Ef ieyfður verður innflutning ul á sterlcum drvkkjum til lands ins krefst fundurinn þess að út- sölustaðir sjeu Iivergi settir nema ' beiðni hlutaðeigandi sveitarfjelags komi til, og þá því aðeins að samþ. jsje af % hl. atkvæðisbærra manna _ á viðkomandi stað. 6. Fundurinn er því algjörlega mótfallinn að nokkur breyting verði gerð á áfengislöggjöfum á þessu þingi, og leyfir sjer að skora á ríldsstjómina að birta. almenn- ingi nokkru fyrir næsta. reglulegt Alþingi það vínsölufrumvarp, sem liún kann að flytja. Undirbúningsnefnd fundarins var endurkosin og gert ráð fyrir að halda svipaðan fund að hausti. Kl. 6 síðdegis gengu um 30 fundarmenn til altaris og um kvöldið flutti frú Guðrún Láms- dóttir útvarpserindi í dómkirkj- unni um Kristilegt fjelag ungra kvenna. Fundi þessa sóttu yfir 20 prests- vígðir menn — 2 þeirra fóru með leikmönnum til altaris — og margt annað fólk aðallega úr nærsveit- um og Reykjavík. — Mest var að- sóknin að erindi fræðslumálastjóra. Bjuggust sumir við að í odda mundi skerast milli fulltrúa úr kommúnistahóp og forgöngu- marnia fundarins. En það heyrðist engin óvinveitt rödd kristindóms- fræðslunni á fundinum og þær ræð urnar, sem mörgum kristindóms— vinuin þótti vænst. um, fluttu barnakennari, Jón N. Jónasson, og Kennaraskólanemi Steingr. Bene- diktsson. Hins vegar vakti það eftirtekt að enginn prestur tók til máls í það sinn. Forgöngumönnum og mörgum öðrum var það verulegt gleðiefni að sýslumaður, læknir og fræðslu- mál’astjóri styldu taka eins góðan þátt í þessum fundarhöldum og þteir gerðu. Það liefir löngum verið eitt af meinum íslenskrar kirkju livað fá- ir áhrifamenn úr hóp leikmanna taka þátt í lrirkjulegu sjálfboða- starfi. Má vera að nú sje ný öld upprunnin í því efni. S. Á. Gíslason. Dánarminning. Frú Málfríður Halldórsdóttir frá Brávöllum á Stokkseyri ljest á heimili sínu, Njálsgötu 73, þann 7. þ. m- eftir langa og erfiða van- heilsu. Með henni er í valinn fallin ein af ágætum konum og mæðrum þessa lands. Hún var fædd á Stokkseyri 8. ágúst 1889 og óíst upp hjá merk- ishjónunum Sigurði Magnússyni á Skúmstöðum á Eyrarbakka 0 g konu hans, Ragnheiði Magnúsdótt ur, giftist 14. júní 1912 eftirlifandi manni sínum, Þórði Jónssyni bók- sala á Stokkseyri, og bjó þar til 'árið 1924, að þau fluttust til Reykjavíkur. Yar heimili þeirra á Brávöllum á S'tokkseyri orðlagt fyrir gestrisni og myndarskap, enda gestkvæmt og glaðvært þar löngum. Var hún í því öllu mjög samhent manni sínum- Þeim varð 5 bama auðið, sem öll hafa stálp- ast — hraust og vel búin að lík- amlegu og andlegu atgjörvi. Árið 1927 fór að bera á sjúk- dómi þeim sem fljótt tók hana þeim tökum að sýnt var að þar myndi aðeins einn endir á verða. Bar hún þann sjúkdóm með óvana- legu sálarþreki og ljet hvorki á sig fiá, nje kvörtun frá sjer heyra. Var svo síðustu missirin sem lífs- orkan ein væri sá ókleifi þröskuld ur fj-rir sjúkdómnum. En sjálf fylgdist hún með í því öllu með fullkominni geðsmunaró alt til síðasta augnabliks og var hvíld- inni fegin. Frú Málfríður var ákaflega Hfs- glöð kona, kjarkmikil og raun- góð. Hún var ákveðin í skoðun- um og mikill vinur vina sinna. Hún var prýðilega að sjer um lík- amlega og andlega atgervi. Hún var áhugasöm og ötul í fjelags- málum og ástúðin sjálf á heimili sínu, Vegna allra þessara eiginleika, sem voru svo hreinþættir várð henni gott til vina og allir, sem kyntust henni munu lengi minnast liennar með hlýleik og virðingu. Hún verður borin til hinstu livíldar í dag. Kunnugur. —»—<«■&».—— Minningar. Blöðin hafa skýrt fi^á því að frú Sesselja Kristjánsdóttir, ekkja óð- alsbónda Andrjesar Fjeldsted frá Hvítárvöllum í Borgarfirði, hefði andast s.l. 23. október, rúmra 93 ára gömul, hjá syni sínum Sig- urði bónda Fjeldsted í Ferjukoti, og verið jörðuð að Hvanneyri 3. nóv. sl. Það er og verður oftast sí- gildur sannleikur, sem Bjarni Thorarensen kveður í eftirmælum eftir frú Guðrúnu Stepliensen: ..Víst segja fáir heima hrapa hús- freyju góðrar viður lát“. — Og þetta verður því meira sannmæli þegar þessi framliðna lcona hefir náð nær því hundrað ára aldri og þannig lifað með því nær þremur kynslóðum þjóðarinnar. Og þegar svo, eins og hjer stóð 'á, þessi háaldraða kona hafði Hfað síðustu 15 árin alblind. og seinustu árin með mjög litla heyrn, þá er skilj- anlegt hvað yngsta kynslóðin gef- ur lítinn gaum að fráfalli slíkra gamalmenna og finst sjer þau óvið- komandi. En líf og lífsstarf frú Sesselju kemur fram á einu þýðingarmesta tímabili íslensks þjóðlífs, og það lilýtur að hafa verið vanda- staða að taka við stóru heimili með öllum venjum og Hfnaðarh'átt- um 18. aldarinnar, og skapa upp úr.því nútíðar heimili síðasta liluta 19. aldarinnar. Að samræma þann- ig fortíðarvenjur og lifnaðarhætti við lífsslvilj’rði 20. aldf.rinnar svo hverg-i rækist tilfinnanlega á. Frú Sesselja var fædd 16. maí 1840. Hún giftist óðalsbónda Dan- íel Fjeldsted á Hvítárvöllum 1863. Þar bjuggu þau stóru búi mestan sinn bíiskap, þangað til Andrjes seldi jörðina 1897. Eftir það bjuggu þau nokkur ár í Ferjukoti —aig—at——mwBW 111111 iimii——tm* og síðar á Ferjubakka, en mink- uðu mjög búið og fækkuðu fólk- inu. Þau höfðu eignast 11 börn, en til fullorðins ára komust að- eins 4 synir: Kristján, fluttist til Ameríku 1886. Sigurður, bóndi í Ferjukoti, Andrjes læknir, dáinn 1923, og Lárus hæstarjettarmála- flutningsmaður hjer. Þegar við lítum aftur til liðna tímans og stöldrum við tímabilið 1840—1880, sem eru uppvaxtarár og fyrri búskaparár frú Sesselju, þá verður fyrst fyrir manni að bera saman ástandið í landinu á þeim tíma við alt nútímaástand sveitalífsins. Manni verður á að bera saman sveitaheimilin þá, með öllu sínu gamaldagslífi og vinnu- brögðum, við núverandi ástand og sveitasiði. Við verðum vel að gæta þess að þá var nær því alt lands- fólkið í sveitunum. Sama sem engir kaupstaðir til. Stórheimili embættismanna og ríkisbænda voru þá einskonar sj'álfstæð smá- ríki fyrir sig, með fjölda heimils- fólks: barna húsbændanna, vinnu- fólki, tökubarna, gamalmenna og ýmsra verkamanna, sem höfðu sjerstök verk á bendi. Algengt var að á þessum stóru heimilum væri 20—J0 manns fast. heimilisfólk. Ollu þessu fólki þurftu heimilin að sjá fyrir öllum þess nauðsynj- um: fæða það og klæða að öllu leyti: nærföt, milliföt, vinnuföt, sþariföt, sokka, skófatnað og vetl- inga. Um alt þetta varð húsmóð- irin að sjá, og stjórna öllum þess- um ma,rigvfelegu vlinnubrög'ðum, þar sem nálega allur fatnaður fólksins og rúmfatnaður var að öllu leyti heima unninn, auk allrar hinnar margsúslegu matreiðslu og daglegra heimilisstarfa og þjón- ustubragða, að þar við bættum gestum og gangandi fólki, sem venjulega var mikið af 'á slíkum heimilum. — Á slíku heimili var Sesa- elja Kristjánsdóttir húsmóðir, og hún tók hlífðarlaust að sjer sinn stóra hluta af þessum störfum. Hún fór jafnan fyrst á fætur - á morgnana, aldrei seinna en kl. 6, og háttaði síðust allra á kvöldin. Gæti jeg best trúað að hún hefði eins og margar gamlar konur haft þann sið að líta síðast inn í eld- húsið, til að vita hvort eldinum væri óhætt þar yfir nóttina. Þeir sem þektu frú Sesselju vel, einkum margt gamalt heimilsfólk hennar sögðu hana hafa verið ó- venjulega nærgætna og umhj'-ggju sama um að öllum liði þar jafn vel. Einkum hefði hún látið sjer ant um þá, sem lítið hefðu átt undir sjer, eða á einhvern hátt átt bágt. Má nærri geta að oft hefir hún orðið að leggja mikið að sjer f.vrir veikindi á heimilinu. Á þeim tímum varð hvorki snúið sjer til læknis eða spítala, þó farsóttir gengju-Heimilin urðu í þeim efnum eins og öðrum jafnan að sjáumsig. Og það getum við skilið að hús- móðir á slíku heimili, sem sjálf liefir eignast 1T börn, og mist 7 af þei'm. hefir ekki farið varliluta af þeim sorgum og andstreymi sem sjúkdómunum fjdgja. og sem oft verða margvíslegir á stóru fjölmennu heimili, á mörgum ára- tugum. En éins og hún var nær- gætin og umhyggjusöm á lieimili smu. eins Ijet hún sjer ant um að bæta úr böli fátæklinganna, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.