Morgunblaðið - 23.11.1933, Síða 5

Morgunblaðið - 23.11.1933, Síða 5
 Ofriðarhættan í Asiu. 777 vinstri: Vorosjilov hermálaráðgjafi Rússa. I miðju: Japanskar hernaðarflugvjeiar hjá landamœrum Rússlands. Til hœgri: Araki hermálaráðherra Japana. birgðafrið við Kína. Bandaríkin hafa nóg að gera að hugsa um fjármál sín og kreppuvandræði. Einræðisbrölt i'oj-setans og afskifti hans af atvinnuvegunum hefir bund ið Bandaríkin enn fastar við þessi málefni, svo að þau geta nú ekki í mörg horn litið. Að vísu hafa þau reynt að tryggja sjer vináttu Rússa með því að viðurkenna Sovjet op- inberlega og gera viðskiftasamninga við það. Og máske Bandaríkin muni lána Rússum fje til herkostn- aðar? Því að enda þótt Bandaríkin hafi .slienia reynslu af því að láita i’je til hernaðar, þá mundu þau af- saka þetta lán með því, að Rnssar væri eigi að berjast fyrir sínum eig- in hagsmunum, heldur einnig hags- munum Bandaríkja. Járnbrautarstöð á austur-kinversku járnbrautinni, scm deila Japana og Rússa hófst út af. Það er ekki auðvelt fyrir vest- rsenar þjóðir, að setja sig inn í hugsanaferil og stjórnvisku Aust- nrlandaþjóða í stjórnmálabrögðum eru þær svo miklu liðugri, lieldur «1 hvítir menn eiga að venjast. Þess vegna verður ekkert með vissu sagt um það, hvort hin „diplomatiska" barátta milli Rússa og Japana muni leiða til ófriðar eða ekki. En eft- ir öllum sólarmerkjum að diema virðist stríðið nálgast. irróðin í Kyrrahafi. En Japanar eru þar á, öðru leitinu, metnaðar- ' gjarnir, herskáir, stjóriLsamir, þjóð, !sem er orðin alt of mannmörg fvrir ! . ,' . ! landið, og þeir eru ákveðnir í þvi Sað verða hæstráðendur í Austur- ■ heimi. í Japanar hafa lagt undir sig ICorea og Mansiúríu og þar reka’ j þeir sig aftur á ivússa. Japanar j liafa dulið hernaðarfyrirætianir sínar með því að semja um bráða- Rússland hefir nú á sama liátt og tíðkast hefir í hinum dipiomatiska heimi trygt sjer stuðning og ef til vill bandamenn. Erfiðara áttu Rússar með að tryggja sig í Ev- rópu. En þar hjálpaði Hitler þeim, því að hann hefir egnt allar þióðir upp á móti Þýskalandi, eða að minsta kosti gert, þær hræddar við að Þjóðverjar ætli að hervæðast á ný. Þjóðirnar flýttu sjer því að jafna deilumál sín við Rússa, til þess að geta haft frjálsar hendur. Á þennan liátt var Rússum trvgð- Kepnin milli þessara þjóða er svo sem ekki ný. Hún byrjaði þeg- ar Rússum tókst að ná fótfestu aust nr við Kyrrahaf. Og síðan Japan var.ð stórveldi, hefir reipdrættiniu.i milli þeirra aldrei lint. Og reip- drátturinn er um það, livor þjóðin eigi að ráða mestu í Austur-Asíu á rústum hins kínverska ríkis. Það hefir verið stríð við Kína og um Kína. En í hvert sinn, sem Japan- ar hafa hremt einhvern landskika liafa stórveldin skorist í letkinn og' reynt að ná aftur úr klóm þeirra eins miklu og þau hafa getað. Eftir því sem lengra hefir liðið hefir þyngdarpunktur heimsversl- nnarinnar verið að færast í Aust- ur-Asíu, og að sama skapi hefir viðskiftum Evrópu hnignað. Eftir «tyrjöldina miklu misti Evrópa vald á heimspólitíkinni. Stórveldin, Bret- land, Rússland og Bandaríkin, vita það vel að framtíð þeirra er að miklu leyti undir því komin, hveruig fer í kapphlaupinu um yf- Japanskir hermenn i Mansjúriu. ur friður í vesturátt, og nú r' þeir farið að Migsa um Asíumálin. Hver hugur er í Rússum, sjest best á því sem fram kom þegar hin stórkostlega hersýning var hald- in í Moskva nú fyrir skemstu. Múg- urinn tók fagnandi þátt í þeim há- tíðahöldum. Ræðan, sem Molotoff helt við það tækifæri var síður en svo í friðaranda. Undiraldan var hinn vígreifi þjóðarmetnaður, sem gjarna blossar upp rjett á undan styrjöldum. Prjettirnar frá Moskvá minna mjög á frjettirnar þaðan rjett á undan stríðinu 1904. Þá eins og nú höfðu rússnesku blöðin í hótunum. Rússnesku hershöfðingj- arnir voru handvissir um það, að þeir gæti tekið í lurginn á Japön- um. En það revndist nú ekki svo auðvelt 1904. Japanar eru ekki með neinn of- stopa Þeir þegja og starfa. Þeir vita áreiðanlega jafn mikið nm ástand- ið í Rússlandi núna eins og þeir ivissu um ástandið þar 1904. Og enginn efi er á því, að þeir hafa tekið liðsinni Bandaríkjanna m :ð í reikningmn. Og hefji þeir stríð, þá gera þeir það meðan þeún finst tækifæri til þess. Ástandið í heims- pólitíkinni er Japönum hag- kvæmt. En ástandið innan lands í Rússlandi er þannig, að litlar lík- ur eru til þess að það geti staðið sig í stríði við Japana. Menen, sendiherra Rússa í Tokio (t.v.) og Hirota, utanrlkisráðh. Japana. Alt virðist því benda til þess, að styrjöld sje í aðsigi. Og þá er um leið hafinn nýr þáttur í baráttunni um yfirráðin í Austurheimi. Loka- senna verður það ekki. En met- in kunna að hallast meir en nú er á annan hvorn bóginn. Óútreiknanlegar eru þær afleið- ingar, sem slík styrjöld getur haft á alf viðskiftalíf og pólitík í heim- inum. Hvort sem Rússar sigra eða verða sigraðir, hefir lilutskifti þeirra stórkostlega þýðiugu fyrir Evrópu og heimsveldi Breta. Einn- ig hefir það mikla þýðingu fyrir Bandaríkin. Það hlýtur að hafa á- hrif á allan hinn mentaða hein, et raskast jafnvægi það, sem nú er milli stórveldanna í miðpunkti heimsins. Vetrarharka í Kanada. London, 22. nóv. FÚ. Veturinn hefir sest að óvenju- lega snemma í Kanada, einkan- lega í austurhluta landsins, og er nú ekki lengur talið skipagegnt upp St. Lawrence fljótið til Mont- real, og er það í fyrsta skifti í inanna minnum að siglingaleiðinni þaðan er lokað svo snemma. Ann- ars lialda siglingar þaðan áfram ]iangað til í annari viku desem- bermánaðar. íslenskar ætijurtir. Tilraunir ungfrú Helgu Thorlacius. „Vjer eigum hjer á landi ótelj; andi ætijurtir, sem vjer forsmá- um, en sækjum samskonar jurtir til útlanda. Það er eins og prúf. Weis sagði: Á Islandi ganga menn á vitamínunum, í stað þess að nota þau.“ Þetta segir frk. Helga Thorla- cius, og hún veit hvað hún syng- ur. Um mörg ár hefir hún reynt að kenna fólki að meta þær æti- jurtir sem hjer eru, og hún hef- ir leitað sjer þekkingar á því -er- lendis, hvernig hentugast er að matreiða þær. í haust helt hún námskeið í Patreksfirði. Þar voru helstu konur bæjarins. Þær voru alveg forviða á því, hvað hægt var að búa til góðan, hollan og ljúf- fengan mat úr alls konar grösum og jurtum, sem frk Thorlaeius hafði tínt þar upp um heiðar og dali. Og framvegis ganga þær áreiðanlega ekki fram hjá þeim jurtum, en telja þær eitt af því nauðsynlegasta í búri sínu. Nú ætlar frk. Thorlacius að halda samsltonar námskeið hjer í Reykja vík. Þar kennir hvin að matreiða söl, skarfakál, alls konar ber, fjallagrös, geitnaskóf, blóðberg, hófblöðku, svirblöðkur, ljónslöpp o. fl. Úr þessu býr hún til hin lostætustu mauk (salöt), súpur og sósur. Og í staðinn fyrir að nota edik, sem er skaðlegt og nú er hætt að nota \ mat víða erlendis, ætlar hún að kenna að nota ís- lenskar súrur. Hefir hún í sumar safnað birgðum af þessum æti- jurtum. Námskeiðið hefst í dag, 23. nóv-, ir tilmæli ýmissa kvenna hjer í jbænum og þó aðallega að áeggj- un prófessor Weis, sem sagði að það væri skylda hennar að kenná íslendinguin að nota ætijurtir sínar, hið sjálfsána íslenska græn- meti. sem er ríkt af fjörefnum. Námskeiðið hefst á fimtudaginn og geta sex komist að í einu. — Kend verður auk þessa önnur mat- reiðsla, svo sem ýmissa kjötrjetta og fiskrjetta, grænmetis og ávaxta sem fáanlegir eru. Hvert náms- skeið stendur viku eða hálfsmán- aðartíma, og eru þau haldin í Bárugötu 13 (uppi). Rooseveltsmenn falla frá. London, 22. nóv. FU. Fjármálaráðunautur ameríska fjármálaráðuneytisins, Mr. Spra- gue, 'sagði af sjer í gær. í brjefi til forsetans kemst hann þannig að orði: „Því miður finn jeg mig ósamþykkan, í mörgum grundvall- aratriðum, stefnu þeirri sem stjóm in hefir nýlega tekið upp í fjár- og gengismálum, og tel mig því ekki lengur geta gegnt störfum mínum með góðri samvisku“. Gjafir tjl Slysavarnafjelags fs- lands, (björgunarskúta við Faxa- flóa). Frá nýlátnum sjúklingi á Laugarnesspítala 5 kr„ frá skip- verjum á b-v. „Kópur“ 92 kr„ frá Sjómannafjelagi Reykjavíkur kr. 1155.00. Kærar þakkir. J- E. B.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.