Morgunblaðið - 07.12.1933, Page 4

Morgunblaðið - 07.12.1933, Page 4
4 v| < > R <i I N H I, A f) I H * | Sma-auglysingar; Kjötfars og fiskfars heimatilbú- ið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim._____ Sauma dömukjóla og kápur. — Einnig allskonar barnafatnaði. Elínborg Kristjánsdóttir, Grettis- götu 44 A-__________ Kenni þýsku, ensku, bókhald og verslunarreikning. Jón A- Gissur- arson, Dipl. Handelslehrer, Báru- götu 30 A. Sími 3148. Fæði, gott og ódýrt, einnig ein- stakar máltíðir og aðrar venju- legar veitingar. Café Svanur, við Barónsstíg og Grettisgötu. AUar upplýsingar viðvíkjandi Happdrætti Háskólans fáið þjer í Varðarhúsinu daglega frá kl. 11— 12 fyrir hádegi og 4—7 eftir há- degi. Sími 2644. Dívanar, dýnur og alls konar I stoppuð húsgögn. — Vandað I efni. Vönduð vinna- Vatnsst. 3 I Húsgagnaverslun Reykjavíkurl Kaupið Jólakjólinn á jólasölu NINONS sem hefst í dag. Kjólar seldir fyrir 15.00 til 38 kr. sem hafa kostað alt að 75.00. — Komið strax meðan úrvalið er mest! NINON. Austurstræti 12, uppi- Opið frá 2—7. KrossviðBr ódýrastur og bestur í Húsgaffnaverslun Kristjáns Siggeirssonar, Laugaveg 13. Gerduft á 1,50 1/2 kg. Eggjaduft 1.50 i/2 kg. Rúsínur 0.65 l/2 kg. Alt til bökunar er best að kaupa í tfersl. Einars Eyiölfssonar Týsgötu 1 — Baldursgötu 10, Hveiti besta teg. 0.18 Va kg. Haframjöl besta teg. 0.20 % kg. Hrísgrjón 0.20 y2 kg. Kartöflumjöl 0.25 V2 kg. Hrísmjöl 0.35 y2 kg. Molasykur 0.28 y2 kg. Strausykur 0.23 y2 kg. Versl. Fos§ Laugaveg 12. Sími 2031. □agbók. Veðrið (miðvikudagskv- kl. 5): 1 Vm. er vindur ennþá hvass. SA, en yfirleitt er hægviðri og góð- viðri hjer á landi. Hiti er 5 st. sunnanlands og vestan, en um 0 á NA-landi. Lægðin fyrir suðvest- an landið hefir grynst mjög síð- asta sólarhring og lítur út fyrir að góðviðri muni haldast næsta sólarhring. Veðurútlit í Rvík í dag: SA- gola. Urkomulaust. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00 Ve^urfregnir- — Endurtekning frjetta o. fl. Þirigfiyettir. 19.00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Tilkynningar. Tónleikar. 19.35 Dagskrá næstu viku- Tón- leikar. 20.00 Klukkusfáttur. Frjett- ir. 20.30 Erindi: Ilm myndlist- (Guðm. Einarsson). 21.00 Tónleik- ar. (Útvarpstríóið). Grammófón: Baeh : — Brandenburger Konsert, Passaeaglia. — (Philadelphia Sym phoniu orkestrið, Leopold Sto-l kowski). — Danslög. Sjómannakveðja. FB. 6. des. Erum á útleið. Vellíðan- Kærar kveðjur. Skipverjar á Skallagrími. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ. Afh. af Hallgrímsnefnd dómkirkju safnaðarins. Ábeit frá N- N. 5 kr. Frá Dagbjarti Sigurðssyni 10 kr. Kærar þakkir. 01. B. Björnsson. Frá Norðfirði var símað { gær: Mikil síld var hjer á firðinum í nótt- Einn bátur kastaði herpinót, en reif nótina og fekk því aðeins 50 tunnur- Afbragðs færafiskur upp við iandsteina. Veðurblíða seinustu daga. Jarðarför frú Sigríðar Þorláks- dóttur frá Rauðará fer fram í dag og hefst með húskveðju lcl. 1. Eimskip. Gullfoss fór frá Leith í fyrrakvöld á leið til Vestmanna- eyja. Goðafoss er á lejð til Ham- borgar frá Hull. Brúarfoss fór frá fsafirði í gærmorgun á leið til Reykjavíkur. Dettifoss kom frá Hull og Hamborg í fyrrakvöld. Lagarfoss var á Akureyri í gær. Selfoss er { Reykjavík- Farþegar með Dettifossi frá út- löndum voru Geir Zoega útgerðar- maður í Hjafnarfirði, ungfrú Re- gína Jónasdóttir og Ingólfur Hin- riksson. Björgunarskútu ætla Siglfirðing ar að koma sjer upp, og hafa tekið upp fjársöfnun í því skyni. Hafa Siglfirðingar á þessu hausti feng- ið mikil og sorgleg tilefni til þess að koma sjer upp björgunarskútu. Er vonandi að þeim takist þetfa sem fyrst. Haustgróður. I varpeyjum í Mýrasýslu, þar sem gróska er mik- il, hefir gróðri að sögn farið fram nú um tíma. Svo miki] og stöðug hafa hlýindin verið. Af Norður- jlandi berast fregnir um það, að menn hafi fundið nýútsprungnar sóleyjar í túnum- Kirkja valt. Á Brettingsstöðum í Flateyjarda] valt, kirk.jan um koll í ofviðrinu á laugardaginn var. — Gosfregnir. Á þriðjudaginn var, um kl. 5 síðd. urðu menn á Skútu- stöðum í Mývatnssveit varir við bjarma í suðri, er þeir hiklaust töldu stafa af gosi. Var stefnan frá Skútustoðum í bjarmann rjett vestan við Sellandafjall. Mæðrastyrksnefndin hefir upp- lýsingaskrifstofu sína opna á mánudagskvöldum og fimt.udags- kvpldum k]. 8—10 í ÞinglioHs- stræti 18. niðri. ísfisksala. Júpíter seldi a.fla sinn í Englandi í gær, 2500 körfur, fyrir 1171 sterlingspund. Ungbarnavemd Líknar, Bárug. 2 (gengið inn frá Garðastræti, 1. dyr t. v.). Læknir viðstaddur á fimtud. og föstud- kl. 3—4. Meðal farþega með Lyru hingað frá Noregi í fyrradag voru: Guð- mundur Jónsson, Ari Jóhannesson, Ámi Oddsson, A- Ólafsson, Jónas Andrjesson, H. R. Jóhannesson. Lyra kom hingað í fyrrakvöld frá Noregi og fer hjeðan í kvöld áleiðis til Bergen. Fyrsta ferð skipsins eftir áramót frá Bergen verður 4. jan. Aldrei fyr hefir verið tækifæri að kaupa jafn ódýra borðlampa og nú_ 20% afslðttur til iíla. Raftækiaverslun Eiríks Hiartarsonar, Laugaveg 20. Sími 4690. Dronning Alexandrine kom til Leith á þriðjudaginn kl. 5 síðd-, er skipið væntanlegt til Kaup- mannahafnar á morgun. íslandið kom hingað frá Kaup- mannahöfn kl. rúmlega 6 í gær- kvöldi. Sigurður Nordal prófessor kom heim með „íslandi“ í gær úr há- skólafyrirlestraför sinni til Sví- þjóðar. Hjúskapur. 1 dag verða gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssjmi, ungfrú Sigríður Einars- dóttir og Þorbjörn Jóhannesson kaupmaður. Heimili xingu hjón- anna verður á Laugaveg 78. Pjetur Benediktsson eand- jur., sem um þrjú ár hefir verið full- trúi í danska utanríkisráðuneyt- inu, kom hingað í gærkvöldi með íslandi. Mun hann dvelja hjer um þriggja vikna skeið. Höfnín, Hunstworth, kolaskipið, sem var væntanlegt hingað með ltolafarm til kolaverslunar Sigurð- ar Ólafssonar, kom hingað ; gær- morgun. Norska fisktökuskipið Lyngstad fór hjeðan í gærkvöldi til þess a% lesta fisk út um land. Meðal farþega með íslandinu hingað í gær frá Kaupmannahöfn voru: Scheving Þ. Thorsteinsson og frú, L. Kaaber, Brynjólfur Stefánsson, Halldór Sigfússon, Magnús Sigurðsson, Jóhann Þor- steinsson, Halldór Eiríksson, Haf- liði Helgason, Einar Pjetursson Bjarni Guðjónsson,, frá Elna Guð- jónsson, Þuríður Þorsteinsdóttir, ísafold Teitsdóttir, Rósa Guð- mundsdóttir, frú Vilborg Sigurðs- son, frú Gjaflaug Hlín, Jón Krist- jánsson, Akureyri, Sigvaldi Þor- steinsson, Helgi Pálsson, Akureyri. Jóhann Sigurjónsson. Minning- arútgáfa af öllu því, sem liggur eftir skáldið í bundnu og óbundnu máli, ætlar Gyldendal að gefa út á næsta hausti. Verður bókin í tveimur stórum bindum og vérður þar margt, sem ekki hefir birst opinberlega áður, svo seni brjef Jóhanns o- fl. Það er Gunnar Hansen leikstjóri sem sjer um út- gáfuna. fyrir forlagið. Fjárhagsáætlun Hafnarf jarðar var tii umræðu á bæjarstjórnar- fundi í fyrrakvöld. Eru tekjur og gjöld áætlað svipað og í fyrra og niðurjöfnun útsvara 115.200 kr. Varðmenn hefir Mentaskóli Ak- ureyrar nú á hverri nóttu uppi á Súlum til þess að skygnast eftir því hvort nokkuð sjáist til eld- gosa í Trölladyngju eða Vatna- jökli. Fjárþurðin í Landsbankanum. Rannsókn í máli Þorsteins Jóns- sonar bankamanns var lokið \ fyiradag og dómur kveðinn upp í gær í undirrjetti. Var Þorsteinn dæmdur í 16 mánaða betrunarhús- vist og til þess að greiða Lands- banka íslands kr. 74.424.24. Síðan mál þetta komst upp, hefir Þor- steinn verið í gæsluvarðhaldi, en slept um leið og dómur hafði ver- ið upp kveðinn. Morgunblaðið er 8 síður í dag- Höfðíngleg gjöf. Framfarafjelag Seltirninga sendir Slysavarnafje- lagi íslands 200 kr. — tvö hundr- G’S U N BREAKÁB LE WATCH CHVSTALS Obrjótanlegu úrglerln fást hjá Ölllllll úrsmiðum. Tungumálaskólinii Laugaveg 11 WBSr gengst fyrir dansleik í Oddfellow húsinu, laugardaginn 9. þ. m. kl. 9 e. m. Ágóðinn verður jólag-jöf til fátækrar ekkju. — Að- göngumiðar fást í Oddfellow-húsinu og Tungumálaskólanum, Laugaveg 11 og kosta kr. 3.00. Skemtið ykkur! — og gerið um leið þarft verk. Aths. Dansleikurinn verður á 1. hæð til kl. 11%, eftir það niðri í stóra salnum. uð krónur — sem gjöf til björg- unarskútunnar við Faxaflóa, í minningu um fimtíu ára starfsaf- mæli fjelagsins. Þetta fjelag var stofnað á þeim tíma þegar sjósókn og sjómenska öll var rekin af Seltimingum með hinum mesta dugnaði 0g fyrirhyggju af hinum mestu sjógörpum og heppnisfor- mönnum, er sögur fara af hjer við Faxaflóa, þegar engin vjel þekt- ist, eða var komin í nokkum bát á Islandi- Fyrir þessa vel hugsuðu minningargjöf þakka jeg hjartan- lega fjelaginu og forgangsmönnum þess. Rvík, 6. des. 1933. F- h. Slysu vamafjelags íslands. Þorst. Þorsteinsson. Kosningalögin voru til einnar umr. í Nd. í gær- Allmargar brtt. lágu fyrir, bæði frá stjórnarskrár- nefnd og einstökum þingmönnum og var mikill ágréiningur um sumar þessar tillögur. Kl. um 7 voru umræður að heita má búnar og aðeins atkvgr. eftir; rýkur þá forseti til og tekur málið út af dag skrá. Hjekk Jónas frá Ilriflu altaf yfir forseta og mun hann hafa ráðið þessum vinnubrögðum. En ástæðan til þess, að málið var tek- ið af dagskrá var sú, að tveir úr sósíalistadeild Framsóknar, Berg- ur og Eysteinn voru fjarverandi- Ef þjer ætlið að kaupa góðan lind- arpenna, þá at- hugið að á honum standi merkið WokdeR l l áborð, Saumaborð, Lampaborð, Reykborð, Dagstofuborð í miklu úrvali, afar ódýr, mjög hentug nú fyrir jólin í Húsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar, Laugaveg 13. Suðurför Byrds. London, 6. des. F. Ú. Byrd pólfari og fjelagar hans komu í dag til Wellington í Nýja Sjálandi, og leggja það- an af stað næstkomandi þriðju- dag í nannsóknarför sína suður í höf á skipi sínu, Jacob Rupert. Þeir hafa með sjer fjórar flug- vjelar, og ýmisleg rannsóknar- tæki, og ætla að fljúga yfir svæði, sem ekki hafa verið rann- sökuð áður. Meðal annars hafa þeir með sjer þrjár kýr, og eru það fyrstu kýrnar, sem fluttar hafa verið til suðurheimskauts- landa. Mnnið A. S. I Stórráð fasista. London, 6. des. F. Ú. Meðal annara mála, sem tek- in voru til umræðu á fundi Stór-ráðs Fasista í Róm í gær- kvöldi, var yfirlýsing um endur- bætur á þjóðfjelagsskipulag- inu, sem Mussolini hefir stung- ið upp á að yrðu gerðar, og fela í sjer breytingar á skipu- lagningu stjetta í landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.