Morgunblaðið - 09.12.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.12.1933, Blaðsíða 3
8 __________________________________________MORGUNBLAÐlt> iiimnnBMHBMBMHMgHHMnHHHBnHMBBBHnMHHBnHaHMHnHBHnaHMinnnKHnBnann JSHorgun bíaMí) H.Í. Árvakur, KarUaTlk. Utstlör&r: Jön KJ&rt&n**o&. V&ltýr BtaftAMOL ■Iftatjöm o( Aurturstrætl 8. — S! m 1 1(00 A.ui;lý»lnía»tjörl: 1L H»fbers. Lutflýalnsraakrtfatofa: Auaturitrætl 17. — SlMl 8700. flelmaalmar: JOn KJ rtansaon nr. 8748. Valtýr Stefán»»on nr. 4880. Árnl Óla nr. 8046. E. Hafberg nr. 8770. Askrlf tac Jald: Innanlanda kr. 8.00 á nUitl Dtanland* kr. 8.60 á mánaSL ' lauaaeölu 10 aura elntaklk. 80 aura m»S LmM8. Útgerð. < „Hjer þarf að koma bæjarút- gerð“, sagði Ólafur Friðriksson á síðasta bæjarstjórnarfundi- „Því ekki er hægt a'ö ætlast til þess að einstakir menn haldi úti veiðiskip- um með tapi. En það getur bæjar- útgerð gert“. Þetta voru hans óbreyttu orð- Þó Ólafur sje hjer algerlega á villigötum, snýr hann. ekki eins baki við sannleikanum, og hann áður hefir gert. Áður hefir hann haldið því fram, að einstakir menn sem tog- ara eiga, væri skyldugir til þess að gera þá lit allan ársins hring, hvað sem því líður, livort af því hlytist tjón eður eigi. Nú fer hann ekki svo langt. Nú vill hann að bærinn taki alt á sínar herðar, að bæjarbúar, 'albr sem einn beri tjónið af því, ,að veiðiskipin sjeu gerð út með tapi- En' hve lengi endist gjaldþol bæjarbúa, almennings, til þess að bera tapið? Forðast sósíalistar að hugsa svo langt- Því fjármálavit þeirra nær, sem kunnugt er, aldrei út ýfir brauðsneiðina sem þeir eru að jeta. — Yæri ekki nær fyrir sósíalista að vinna að því, að rekstur fiskiveið- anna komist 4 svo fjárhagslega tryggan grundvöll, að sjómönnum væri trygt kaup, í útgerð sem þeir reka sjálfir, og útgerðin yrði framvegis, sem áður var til stuðn- ings þjóðarbúskap, og þeim sem við hana vinna? En það vilja niðurrifsmenn, sósí- alistar, ekki heyra nefnt- Fyrst kippa þeir fótum undan beilbrigðum rekstri útgerðar. Og ætla síðan að slengja út- gerðjnni, sem sífelt á, eftir þeirra kokkabók, að vera rekin með tapi, á breið bök skattborgaranna. Tjekkóslóvakar efla flugherinn. Prag, 8. des. Unit(?(i Press. PB. Bradec hermálaráðherra hefir lýst því yfir í fulltrúadeildinni, að óhjákvæmilegt sje að auka mjög landvarnirnar, einkanlega þyrfti að koma upp öflugri flugher, því að það væri mest undir því komið fyrir Tjekkóslóvakíu, að geta verndað hlutleysi sitt, að liafa flugherinn í góðu ásigkomulagi. Lindbergh á heimleið. Natal, 8- des. United Press. FB. Lindbergh og kona hans lögðu af stað kl. 11.15 árd. (GMT) áleið- is til Bandaríkjanna. uiErkilEgur fundur í sameinuöu þingi í gær. Farseti fær áuítur. Bannmáliö tekiö til meðferöar á næturfundi. Fundur var boðaður í samein- uðu þiíngi kl. 5 síðd. í gær. Fyrst var tekin til meðferð- ait þál.till. um Eiðaskóla, sú, sem Austfirðingarnir fluttu. Var fyrri till. liðurinn samþykt ur, en síðari feldur. Þá var, samþ. þál.till. um á- byrgð' fyrir Hólshrepp í N.-ls., sem kom í Sþ. vegna breytingar er gerðar voru' á henni, er hún gekk. milli deilda. Var nú tekin fyrir þál.til- laga sósíalistanna, um Varalögreglu. Var búið að ræða þessa hje- góma till. í fullar 14 klst. í sam- einuðu þingi' og1 má telja það furðulegt hjá forseta, að eyða svó löngum tíma í að ræða tillögu, sem gat aldrei orðið annað en markleysa. Umræðum var nú loks lok- ið um till. þessa og ekki ann- að eftir en atkv.gr. Fyrst kom till. atkv. rök- studd dagskrá frá Ólafi Thors, þess efnis, ;að þar, sem fyrri liður tillögunnar væri óþarf- ur, því að dómsmálaráðherra hefði iýst yfir því, að núver- andi varalögregla yrði lögð nið ur frá áramótum, en síðari lið- ur till. færi í bága við gild- andi lög, teldi þingið rjett að vísa tillögunni frá. Þessi rökstudda dagskrá var samþ. með 24:17 atkv. Á móti dagskránni voru: B. Kr., E. Á., S. J., F. J., G. H., H. V., í. Bj., I. P., Jónas J., Jör., P. Herm., V. J., Þ. J., B. J., Bernh., B. Á. og J. Bald. Þar með var þessum skrípa- leik sósíalista lokið. Fyrirspuru um þingslit. Þegar hjer var komið, skýrði forseti (J. Bald.) frá- því, að forsætisráðherra óskaði eftir að það yrði borið upp fyrir al- þingismönnum, hvort ekki væri það ósk þeirra, að Alþingi yrði slitið strax og búið væri að af- greiða kosningalögin (en þau skyldu fá endanlega afgr. í Ed. þá um kvöldið). Bannmálið. Út af þessari fyrirspurn for- sætisráðherra spunnust allmikl- ar umræður. Jóhann Jósefsson kvaddi sjer fyrstur hljóðs og gat þess, að hann ásamt 8 þm. hefðu fyrir löngu borið fram þál.till. í sam- einuðu þingi um áfengismálið. Till. þessi væri fram borin til þess að gefa Alþingi kost á að segja til um það, hvort það ætl- aði að fylgja þjóðarviljanum í þessu máli. Hann teldi fyrir sitt leyti það skyldu Alþingis, að taka þjóðarviljann til greina, annað væri fullkomið hneyksli. Forsfeti (J. Bald.) skýrði nú frá því, að honum hefði fyrir nokkru borist áskorun frá 14 al- þingismönnum, þar sem þess hefði verið óskað, að þessi þál.- till. (um áfengismálið) yrði tekin sem fyrst á dagskrá og eigi síðar en 2. des. Hann hefði verið við þessari ósk á þann hátt, að taka málið á dagskrá, þó ekki hefði unnist tími til að ræða það (varalögreglutill. sá um það). Risu nú upp þingmenn hver af öðrum og ljetu í ljós undrun sína yfir atferli fórseta. Töldu þeir, sem og tvímælalaust er rjett ,að forseti hefði brotið reglur þingskapanna (43. gr.), því að þegar slík krafa kæmi, fram, bæri forseta að bera það upp á næsta fundi, hvort hún skyldi tekin til greina. Hjer hefði forseti algerlega vanrækt þetta, aðeins sett málið á dag- skrá, en jafnan stilt þannig til, að það kæmist ekki að, því önn- ur mál hefði vgrið sett á undan á dagskránni. Þegar menn höfðu karpað um þetta alllengi og vítt forseta fyr ir framkomu hans, var borin upp fyrirspurn forsætisráð- herra, sú sem fyr greinir. Var það samþ. með 33: 2 atkv. að þingi yrði slitið strax og kosningalögin væru afgreidd. Stóð þá Ólafur Thors upp Og skoraði á forseta að halda kvöld- og næturfund, til þess að ræða þál. till. um áfengismálið. Forseti kvaðst mundu bera það undir þingmenn, hvort þetta skyldi gert. Varð nú enn karp nokkuð. Tr. Þórh. gat þess, að ómögu- legt væri að hafa kvöldfund, því að flokkamir þyrftu að halda fund, til þess að taka mikilsvarðandi ákvarðanir. (Heyrðist þá hvísl um það, að Framsókn ætlaði að halda fund til þess að kveða upp „stóra- dóm“ yfir þeim Hannesi á Hvammstanga og Jóni í Stóra- dal). En undanbrögð Tr. Þ. voru ekki tekin til greina. Þingmenn kváðust mundu koma á fund þótt ekki yrði fyr en á mið- nætti. Og Hannes' Jónsson bað menn lengstra orða, að ákveða ekki fund í Sþ. fyr en flokks- fundimir hefðu lokið sínum störfum. Var það nú borið undir atkv. þingm. hvort halda skyldi kvöld og næturfund, til þess að ræða þál.till. um bannmálið. Var það samþ. með 21:18 atkv. og fund- ur ákveðinn kl. 11 um kvöldið. Þegar hjer var komið, heyrð- ist ámátlegt hljóð inni í þing- salnum og þóttust menn þekkja að það var Jónas Jónsson, sem ialaði. Bað hann forsetn. að taka Eldgosið er sennilega nálægl Trölladyngin. Sjest bæði Frá Ölfusá var blaðinu sím- að í gær: Aðfaranótt föstudags sá Jón bóndi Oddsson í Lúnansholti á Landi greinilegan eldbjarma, er hlaut að stafa frá gosi. Var þetta kl. 1 um nóttina. Með Jóni var Haraldur bóndi í Næfurholti, er var þarna næt- ursakir. Hafði Jón orðið var við bjarma um kvöldið, er hann taldi, að stafað gæti frá gosi. Fóru þeir því Jón og Haraldur út um nóttina til þess að athuga hvort þeir yrði nokkurs vísari. Sáu þeir greinilega, að eld- bjarminn eða strókarnir hækk- uðu og lækkuðu, meðan þeir horfðu á þetta. Tóku þeir stefnu á eldinn, og var stefnan frá þeim milli Valafells og Vala- hnúks. Bjartviðri var um nóttina. Á föstudagsmorgun urðu þeir og varir við bjarma, er gat stafað frá gosi. Á Norðurlandi hafa menn sjeð gosbjarma undanfarna daga. Frá Húsavík berast þær fregn ir, að sjeðst hafi þaðan bjarmi í suðri, er hækkaði og lækkaði, sem gos væri. Stefnan frá Húsa- vík var eilítið vestar en í há- suður. Þá veitti Ólafur Jónsson frá Norður- og Suðurlandi. framkvæmdastjóri Ræktunar- fjelagsins því eftirtekt, að bjarmi kom upp í suðaustri hvað eftir annað á fimtudags- kvöldið ,er bar yfir Garðsár- dalinn. Eru gosstöðvamar nálægt Trölladyng ju ? Mbl. hafði í gærkvöldi tal af Pálma Hannessyni rektor. Hann hafði tekið mið frá þeim þrem athugastöðum, sem að of- an getur og markað á Islands- uppdrátt. Eftir þeim upplýsing- um,sem nú liggja fyrir, telur hann líklegast, að gosið sje norðan Vatnajökuls, sunnan Trölladyngju. Mjög væri æski- legt, ef takast mætti, að finna gosstöðvarnar sem fyrst. Frá náttúrufræðilegu sjónarmiði er það ekki vansalaust að eigi sje gengið úr skugga um, hvar gosið er. En vegna þess, að líklegt er, að hjer sje um hraungos að ræða, en hraungos eiga sjer hvelrgi stað nema á fslandi og vísindamenn hafa engir enn r dag haft tækifæri til að sjá hraungos, svo vísindaleg lýsing á slíku gosi er hvergi til á prenti, er margföld ástæða til þess að athuga gos þetta, sem fyrst, segir Pálmi Hannesson. tvær þál.till., er hann ætti í Sþ. „Þær geta komið í Tíman- um“, gall þá Thor Thors við og varð þá almennur hlátur. En forseti miskunnaði sig yfir J. J. og tók till. hans á dagskrána. N æturf undurinn. hófst kl. 11 í gærkvöldi, eins og til stóð. Fyrsta málið á dag- skrá var þál.till. 9 þingmanna, um að skora á stjórnina, að af- nema áfengislögin frá 1928 með bráðabirgðalögum, frá næsta nýári og setja bráðabirgðaregl- ur um innflutning og sölu á- fengra drykkja, er sjeu í sam- ræmi við þjóðaratkvæðagreiðsl- una 21. okt. s. 1. Þegar blaðið fór í prentun stóðu umræður sem hæst. Var sýnilegt að bannmenn ætluðu að viðhafa málhóf. Undir eins og fyrsti flutningsmaður, Jóhann Þ. Jósefsson, hafði lokið máli sínu báðu einir 6 bannmenn um orðið, svo búist var við að fund- ur stæði a. m. k. fram undir morgun. De Valera vill hafa frjálsar hendur. Dublin, 8- des. United Press. FB. De Valera hefir látið svo um mælt, í ræðu sem hann hjelt í efri deild þingsins, um sáttmála milli Bretlands og írlands, að hann inundi ekki hika við að lief ja sam- vinnu á þeim grundvelli, að frí- ríltið hefði óbundnar hendur og gæti valið um það hvort heldur það vill vera í breska ríkjasam- bandinu eða ekki. Yfirvöldin á Spáni halda stjórnleysingj- um í skefjum. Madrid, 8. des. United Press. FB. Alt var með kyrrum kjörum á Spáni í nótt og er talið að mestu hafi valdið um, að byltingarsinn- ar bærðu ekki á sjer, að yfirvöld- in voru við öllu búin. í Zaragossa voru handteknir 60 stjórnleysingj- ar og fundust á þeim skjöl, sem sanna, að í ráði var að bylting yrði hafin í dag af hálfu stjórn- leysingja (anarkista og syndikal- ista). Dagbóh. □ Edda 593312127 — 1. Atkv. Veðrið (föstudagskvöld kl. 5): Loftþrýsting er hjer yfir íslandi, Bretlaudseyjum og Norðurlöndum, en við S-Grænland er grunn lægð á norðurleið. Hjer á landi er veð- ur víðast mjög kyrt og þurt. Á N- og A-landi er heiðskírt og víða dálítið frost, en á S- og V-landi er loft skýjað með 3—5 st. hita. Líklega lierðir heldur á S-átt vest- anlands á'morgun. Messur í dómkirkjunni á morg- un kl. 11, síra Bjarni Jónsson. Kl. 2, barnaguðsþjónusta (síra Friðrik Hallgrímsson), kl. 5, síra Friðrik Hallgrímsson. Messað í fríkirkjunni á morgun kl. 5, síra Árni Sigurðsson. Messað í Hafnarfjarðarltirkju á morgun kl- 1VL síra Garðar Þor- steinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.