Morgunblaðið - 09.12.1933, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.1933, Blaðsíða 8
8 MO&GUNBLAÐIÐ I miðdagsmalinu: Ófrosið dilkakjöt, saltkjöt, hangikjöt. Reykt bjúgu, miðdags- pylsnr, kjötfars, nýlagað daglega. Það besta, að allra dómi, sem reynt bafa. Verslun Sveins lóhannssonar. BergstaCastræti 15. Sími 2091. Ný svið Ný hrossabjúgu, nýtt kjöt, salt- kjöt, reykt kjöt og allskonar græn meti. Egg 14 og 18 aura- JóhEinnes Jóhannsson Grundarstíg 2. Sími 4131. Gerduft á 1,60 i/2 kg. Eggjaduft 1.50 y2 kg. Rúsínur 0.65 y2 kg. Alt til bökunar er best að kaupa í Versl. Einars Eyjóifssnnar Týsgötu 1 — Baldursgötu 10, Silkiskermar stórir og litlir í öllum litum ög gerðum. Einnig saumaðir með stuttum fyrirvara eftir pöntunum. Skermabúðin Laugaveg 15. Jólakjóla fáið þjer fallegasta og ódýr- asta hjá mjer. Alla Steláns. ÍVesturgötu 3 (Liverpool). Laxaklakið hjá Elliðaántiin í búsinu, sem reist var lijá Ell- iðaánum, skamt frá efri veiði- mannahúsunum, fyrir laxaklak. voru í fyrra 36 klakkassar. Þá voru tekin hrogn úr 70—80 löxum og voru þau talin 240.000. Van- höld urðu ekki meiri en þau, með- an á ltlakinu stóð, að 230.000 lif- andi sevðum var slept í árnar. • Nú hefir klakið verið aukið að miklum mun. Hefir klakkössum í luxsinu verið fjölgað npp í 104. Ern þeir í röðnm eftir endilöngu húsinu, sín röðin undir hvorum vegg og tvær samhliða á miðju igólfi- Hafa verið tekín hrogn úr um 270 löxum, sem geymdir voru til þess, og er talið að hrognin, sem nú er byrjað að klekja út, sje 1-040.000, *eða 10 þúsundir í hverjnm kassa- Eru hrognin mæld í litermáli, einn lítri í hvern kassa, eða þó heldur meira, því að 110 iítrar af hrognum fengust úr löx- unnm. Vanhöld eru dálítil og eru clauð hrogn tínd úr kössunum annan hvorn dag. Eru þau auð- þekt á því, að þau verða hvít. En ekki mega þau hggja innan um hin, því að þau geta sýkt frá sjer. Er búið að tína úr um 80.000 dauð hrogn, en smám saman verið bætt við nýjnm hrognum- Um dag- inn voru seld 20 þús. hrogn austiu* í Hvolhrepp. Þau líða um 120 dagar frá því hrognin eru frjóvguð í kössunum þangað til þau lifna. En síðan eru ]iau höfð í skúffunum í 8 vikur. eða þangað til þau ern laus við kviðpokann. En ekki losma þau öll jafn fljótt við hann og er þeim því slept, smám saman. 1 kössun- um er rennandi vatn. Eru þeir allir tvöfaldir og gengur innri kassinn ekki tíl botns í hinum- Er í honnm botn úr fínu vírnetí og upp um það kemur vatnið. Það er 31/2 stiga heitt og-þarf sá hiti altaf að vera jafn. En þegar seyðin Nýkomið: Barnapeysur. Smábarnaföt. Trikotinenærfatnaður. Kvensokkar. Vifruhúsið. Nýtt sauðakiðt ófrosið. Rjúpur. Hangikjöt. Kaupfjelag Borgfirðinga. Laugaveg 20. Sími 1511. / lifna er þætt ofurlitlu af mjólk í vatnið og nærast þau við hana. Straumurinn á vatninu verður alt- a'f að vera jafn, og ekki svo mikill að hrognin lcomist á kreik, en hann á að lyfta undir þau svo að þau sje sem ljettust. Allir eru kassarnir svartmálaðir, að innan, svo að sílin hafi skugga.--------- Þegar þess er gætt, að þessi eina klakstöð klekur í vetur út 10 seyðum á hvert mannsham í land- inu, þá er það ekki lítið búsílag fyrir þjóðina þegar þetta er orðið að fullorðnum Iöxtim, enda þótt gera megi ráð fyrir talsverðum vanhöldum. Aðalumsjónarmaður klakstöðvar innar er Guðjón Jónsson og hefir honum farist það starf vel úr hendi, enda'hefír hann áður feng- ist við laxaklak, t- d. Arið Haf- fjarðará og hefir laxgengdin auk- 'ist þar svo gríðarlega seinustu ár- ic að ólíkt er því, sem áður var. „Ekki það nem jeg kalla vinnu“, sagði hann. „Jeg blancla þessi meðul. Bara að jeg gæti selt nóg — þá fengijeg peninga“. ,,(>g hvað munduð þjer þá gera við peningana?“ spurði hún. „Jeg mundi kaupa mjer efni í meðul — og þá gæti jeg selt meira — fengið stærri búð — og kannske bygt mjer litla verksmiðju“. „Þjer vilduð gjarnan verða ríkur — en hvað er gott við það?“ „Gott!‘ ‘ sagði hann næstum há- tíðlega. „Peningar — peningar eru þó það besta í heiminum. Þá mundi jeg kaupa fallegt hús utan við borg- ina. Hafa maliogni-húsgö^n og þykk- ar gólfábreiður, málverk í gyltum umgerðum, — og ef til vill þjónustu- fólk. — En jeg vilcli ekki eyða of miklu. jeg er gefinn fvrir að spara“. „Ilvað eigið þjer mikið!“ spurði liún. „Ekki mikið“, svaraði hann. „Það er aðeins mjög lítið“. „Þjer munuð áreiðanlega fá meii*a“, sagði hún og horfði á hann athugul. „Þjer lítið út eíns og pen- ingamaður. Hvernig litist yður á að ganga í fjelag við mig, herra Klask ?‘ ‘ Hann liorfði á hana óttaslegimi. Hún lagði hönd sína á kinn hans, það var mjúk og blíð hönd — þó fing- urnir bæri merki eftir vinnuna. Hún liafði falleg augu og hatturinn fór henni A*el. Vínið liafði hleypt roða i'ram í kinnar hennar. „Ef þjer eruð til með það, þá kyss- ið mig“, sagði hún. „Gamla mann- inum þarná fvrir handan, er ekki um þess háttar hluti, en hann veit, að jeg er heiðarleg stúllca og hann liorfir ekki á okkur* 1 ‘. Ruben laut fram og kysti hana — oft og mörgum sinnum —. Hún lag- aði aftur á sjer hattinn, og liorfði á unga manninn með velþóknun. „Þjer eruð góður drengur“, sagði lmn. „II vað græðið þjer mikið á með- ulum yðai*?“ „Ekki mikið“. „Tvö sterlingspuncj ?‘ ‘ „Einstaka viku“, svaraði hann, „og svo þegar jeg er búinn að safna dálitlu, get jeg keypt efnin mikið ódýrar‘ ‘. „Hvað miklu eruð þjer búnir að safna ?‘ ‘ „Aðeins mjög litlu“, flýtti hann sjer að segja. „Jeg á sparisjóðsbók í bankan- um“, sagði hún litlu síðar. Hann varð auðsjáanlega fullur áhnga. ,J)ugleg stúlka“, sagði hann með aðdáun. „HArað mikið eigið þjer, Bessie?“ „Meira en þjer, það þori jeg að veðja um. Jeg fekk dálítinn arf eftir frænku mína. — Getið“. „Fimtíu sterlingspund", áræddi hann að segja. „Meira“. „Eitt hundrað“. „Enn meira, Jeg á 200“, sagði hún sigri hrósandi. „Þar að auki fekk jeg dálítið af húsgögnum1 ‘. „Bessie, var það alvara yðar — þetta, að ganga í fjelag við mig?“ ,,Hálfpartinn“, sagði hún gæti- lega. „En jeg verð auðvitað að vita eitthvað meira um yður fvrst. H\rað- an komið þjer — og lnrer er fjöl- skylda yðar?“ „Jeg á enga fjölskyldu", sagði hann hægt. „Það gerir heldur ekkert“, sagði hún. — „Jeg kæri mig ekki svo inik- ið um áhangendur. En hvaðan kom- uð þjer— frá Lundúnum?“ „.Já, einhyersstaðar þaðan í kring' ‘. „Þjer hafið þó víst aldrei kom- ist í vandræði?" „Vanclræði“, hafði liann eftir. „Hvers konar?“ Hún hló og klappaði vingjam- lega á höntí hans. „Nei, auðvitað ekki. Jeg sá strax að þjer voruð ekki af því tagi. En heyrið þjer nú. Hvað segið þjer um að við giftum okkur, í staðinn fyrir að ganga í verslunarf jelag?“ „Giftum okkur“, tautaði hann dálítið efablandinn. „Já, drengur minn, giftum okk- ur“, endurtók hún hlæjandi. ,,Þú talar um að spara. Jeg get sýnt þjer hvernig1 maJður fer að því. Eitthvað hlýtur það að kosta þig að lifa. Frændi gamli þarf mín ekki lengur, liann er búinn að fá tvær aðrar frænkur sínar í húsið — og við erum of mörg. Setjum nú svo, að jeg flytti þetta, sem jeg á af húsbúnaði í litla húsið þitt — og hjeldi svo áfram að vinna í verk- smiðjunni. Hvað gerir þú á dag- inn?“ „Jeg er hjer 0g þar út um sveita- SS. VERNDARENGILL HÖRUNDSFEGUR-j ÐARINNAR „Ekkert veitir stúl- kum eins mikið að- (lráttarafl og fagurt hörund'* segir hin fagra Mary Nolan. „Jeg nota altaf Lux Handsápu, vegna þess aö hún veitir hörundinu silkimýkt og heldur við æsku- útliti. Hún ér dá- samleg.“ ★ Hin yndislega fegurð filmleik-kvenna í Holly- wood, er að þakka hinni stöðugu notkunn hvítu Lux Handsápunnar. Þær treysta á hið mjúka löður hennar og láta það halda við yndisþokka sínum og æskufegurð. Látið hörund yðar njóta sömu gæða, og þjer munuð undrast Útrarpstæki á hjólum. í Hollywood er nýjasta og vin- sælasta aðferðin til þess að grenna sig sú, að iðka hjólreiðar, og þess vegna eru þær nú uppáhaldsíþrótt filmstjamanná. En blessaðar fílm- istjörnumar mega ekki sjá af há- (talaranum, og hans dillandi ,miUík‘ nokkra stund. Hafa því verið út- búin sjerstök móttökntæki fyrir hjól. Elsta trje heimsins. 1 krikjugarðinum í Santa Mariat í Suðu r-Mexieo er gamalt frægt sedrusviðartrje, seni er talið elsta; trje í líeimi. Um 1 meter frá jörðii er trjeð 40 metrar að ummáli.- Telja sjerfræðingar það vera 5000’ til 6000 ára’ gamalt.. •••• ^ íslandið fói* hjeðan kl- 6 í gær- kvöldi. þorpin að selja meðul. í gær seldi jeg 11 flösltur í litlu þorpif'. „Það er ágætt“, lirópaði liún. „Miðdegisverð getum við borðað hvar sem vera skal, og jeg verð kömin heim fyrir kvöldverðar- tíma. Með það sem þú færð, og mnia 25 shillings, og ef jegsje sjálf um heimilið — hljótum við að kom- ast vel af“. „Jeg þarf nú að hugsa mig um“ , sagði ungi maðurinn, dálítið óró- legur. „Jegr vil ekki skrökva neitt að þjer“, hjelt ungfrú Pank áfram. „Jeg dró ofurlítið undan, ef ske kynni að þú værir ekki alveg á- byggilegur. Jeg á tv<i hundruð og fimtíu sterlingspund, en ekki eínn skilding þar fram yfir. Ef þú vilt fá þessi 50 pund tíl þess að kanpa jurtir og- meðöl, svo eru þau þín eign“. Andlit hans Ijómaði af hrifningn. „Fimtíu pund“, sundi hann. „Jeg fæ alt ódýrara, ef jeg kaupi mikið í einu — 0g mikið betri flöskur, ef jeg borga út í hönd. En, Bessie“, sagði liann alvarlega. „Ef við spör- 11111 eitthvað — þá vona jeg að þu farir ekki að sólunda því — þú ert víst ekki þannig gerð?“ „Ekki fyrst um sinn“, lofaði hún í glétnisróm. „Jeg hef æfinlega ver- ið sparsöm, þessi skinnká.pa er eina óhófið, sem jeg hefi leyft mjer“. Hann strauk aftur um kápuerm- ina. „Hún er falleg og Arönduð. Ein- liverntíma kaupi jeg demantshring handa þjer“. „Virkilegan demant?" spurða hún. 1 1 „Auðvitað", svaraði liann. „Eft- irlíkingar eru bara til þess að kasta peningunum. Jog er gefin fyrir að* gera góð kaup. Hlútirnir eiga lielst að A;era meira virði, en það, sem maður gefur fyrir þá, Þannig- á maður að haga sjer í lífinu, Bess- ie“. ■ Nú voru allir farnir úr veitinga- stofunni. Gestgjafinn kom til þeirra, ogsagði: „Við lokum eftir tíu. mínútuiy. ungfrú Pank. Á jeg að fylla glös- in?“ Ruben átti í stríði við sjálfan- sig, en hann var frelsaður frá að: taka ákvörðun, því gestgjafinn; skvldi þögn þeirra sem samþykki,. og fór með glösin. „Og livert gla.s kostar 4 penee“ ,. sagði Ruben áhyggjufullur. „Það er rjett, Ruben“, svaraði hún og brosti samþvkkjandi. „ÁAralt að hugsa um livað það kostar, sem maður fær. — Hjer eftir drekk jeg öl“; Áhyggjusvipurinn hvarf af aud- liti Rubens. Þau drukku úr glös- unuin, og fóru svo strax burtu — en þaú leiddust. Það hafði snjóað — og kuldinn var bitm* — kinnar ungu stúlkunnar urðu rjóðar af kurdanum — og* þau flýttu sjer á- fram. „Mig hefir altaf langað til að eignast heimili, Rubeii“, sagði Bess- ie — „og að giftast ung, en svo mik- ið vissi jeg — a.ð jeg mundi aldr.eij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.