Morgunblaðið - 19.12.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐie
JflorgutiWaM^
H.í. Aryakor, lUrklsTtk.
Kltatjðrar: Jðn KJartanaaon.
Valtýr Btafánaaon.
Rltatjðrn og afcralðala:
Aueturatreetl 8. — Sfaal 1608.
AuKl^alucaatJörl: ]&. Hafbers.
AuslÝalnaraakrlf atof a:
Auaturatrætl 17. — Slaal 8700.
Kelm&alaaar:
Jön KJ rtanaaon nr. 8T48.
Valtýr Stef&naaon nr. 4880.
Árnl óla nr. 8046.
BL Hafberg nr. 8770.
jlakrlf tagjald:
Innanlanda kr. 8.00 & ninilL
Utanlanda kr. 8.60 & aaánnVL
1 lauaaaðlu 10 aura alntaklB.
80 anrn nal LaaMk
Þeir „dncegðu,í
í Framsóknarflokknum.
Ensku togararnir
dæmdir.
ísafirði, FB. 17. des.
Skipstjórinn Brennan á Grims-
’bybotnvörpungnum Lacennia,
var dæmdur fyrir landhelgis-
brot í 30.000 króna sekt. -
Veiðarfæri og afli gert upp-
tækt.
Skipstjórinn Walter Fuller' á
Grimsbybotnvörpungnum Der-
ty County, var dæmduur fyrir
landhelgisbrot í 18.500 króna
«ekt. Afli og veiðarfæri gert
upptækt. — Báðir skipstjór-
amir vom og dæmdir til þess
að greiða málskostnað.
Þeir fengu frest til morguns,
að beiðni þeirra, til ákvörðunar
um hvort þeir áfrýi dómunum
«ða ekki.
------«m>—-—
Sktuggur
og ofuiðri í Orindavfk.
Ein þeirra slítur síma
og loftnet.
Grindavík, mánudag.
Mikíar skruggur voru hjer í
gærdag, og fóru sumar þeirra
mjög nærri þorpinu. — Eldingu
Jaust niður á talsímaþráð á ein-
um stað og sleit hann, en á öðr-
um stað sleit elding útvarpsloft-
net. —
Um kl. 4 kom snarpur hvirfil-
bylur. Tók hann upp skip, sem
var hjá fjárhúsi og heyhlöðu, fór
með það á háaloft og sneri því
við, svo að það kom öfugt nið-
ur. Síðan tókst það á loft aftur
og mölbrotnaði, er það kom nið-
ur. Hafði bylurinn þá borið það
30—40 metra frá þeim stað, er
það vár á fyrst.
Húsið og hlhðan lyftust líka
upp í bylnum, en fuku þó ekki.
Skektust þó svo, að þau hafa
færst til á grunni um 10—12
þumlnnga og hallast nú mikið.
Það mun hafa bjargað, að þau;
:fuku ekki, að hey var í hlöðunni.
Lindberghsflnginu
lokið.
Miami, Florida, 18. des.
United Press. FB.
Lindbergh og kona hans lögðu
af stað frá Miami kl. 4 e. h. á
leiðis til New York. Er það síð-
asti áfangi flugs þeirra frá Ev-
rópu til Ameríku. Er þar með
iokið fimm mánaða flugferðalagi
þeirra, en á meðan á því stóð,
höfðu þau viðdvöl í tuttugu og
einu landi og flugu bæði yfir
Norður- og Suður-Atlantshaf.
Tryggvi Þórhallsson gat
þess í grein í „Framsókn“ á
dögunum, að af þeim þingmönn
um, sem eftir sætu í Framsókn-
arflokknum, væru áreiðanlega
ekki fleiri en tveir ánægðir.
Það þarf ekki lengi að leita
í hóp Jónasarliðsins, til þess
að finna við hverja Tr. Þ. hef-
ir átt. Hann hefir vitanlega átt
við höfuðpaurinn sjálfan, Jónas
Jónsson frá Hriflu, og Eystein
Jónsson skattstjóra.
Þessir tveir menn eru ákaf-
astir sósíalistar í þingflokki
Framsókn,ar. Það voru fyrst og
fremst þeir, sem fastast lögðu
að þingflokknum að taka nú
höndum saman við sósíalista.
Og það voru þeir, sem aðallega
rjeðu því, að sú ákvörðun var
tekin í Framsóknarflokknum,
að reka þá Jón í Stóradal og
Hannes á Hvammstanga úr
flokknum.
Þessir tveir „ánægðu“ þing-
menn hafa nú hvor um sig gert
grein fyrir afstöðu sinni í tveim
Tímablöðum og taka greinar
þeirra upp 26 dálka í blöðun-
um.
Greinar beggja hinna „á-
nægðu“ bera þess glögg merki,
að þeir finna til sektarmeðvit-
undar sinnar gagnvart þeim
bændum, sem kosið hafa með
Framsóknarflokknum. —-Báðir
reyna þeir að telja bændum
trú um, að enn sje Framsókn-
arflokkurinn þiátt fyrir ait
- einlægur vinur bændanna.
Og þeir grátbiðja bændur, að
láta nú ekki blekkjast af skrif-
um Tryggva Þórhallssonar, er
staðhæfði að Framsókn væri
ekki lengur bændanna flokk-
ur.
Þeir „ánægðu“ eiga erfiðast
með að skýra samningana, sem
gerðir voru við sósíalista á auka
þinginu í sambandi við fyrir-
hugaða stjómarmyndun. Tr.
Þ. upplýsti, að þessir sámningar
hefðu verið þannig úr garði
gerðir, að ekki hefði átt að gera
skapaðan hlut fyrir bænduma.
Og staðreyndirnar sýna, að
þetta er rjett.
Þeir „ánægðu" vilja alveg
ganga fram hjá þessum merki-
legu samningum. Eysteinn Jóns
son gengur meira að segja svo
langt, að hann fullyrðir, að
samningamir við sósíalista hafi
verið algert aukaatriði. Aðal-
atriðið hafi verið það, að losna
við sambandið við Sjálfstæðis-
menn.
Þótt samningamir við sósí
alista hafi verið þannig úr garði
gerðir, að bændur máttu ekki
fá nokkum skapaðan hlut,
en sósíalistar allar sínar kröfur
upp í topp, kemur Eysteipn
Jónsson nú fram í Tímanum
og fullyrðir að þessir samning-
ar hafi verið algert aukaatriði,
því aðalatriðið hafi verið hitt,
að losna við sambandið við
Sjálfstæðismenn.
Þeir, sem kunnugir eru pólit-
ísku hugarfari E. J. kemur
þetta ekki á óvart. Hann er
Klukkusláttur. Frjettir. 20.30
Erindi: Sjúkdómar og smitun
meðhl plantna. (Hákon Bjarna-
son). 21.00 Fellur niður vegna
skeytasendinga frá Danmörku
ekki fremur fulftrúi bændanna
en Einar Olgeirsson, Stefán
Pjetursson eða áðrar sprautur
kommúnista. Hann er hrein-
ræktaður sósíalísti, lærisveinn
Jónasar frá Hriflu.
Þegar nú á það er litið, að
báðir hinir „ánægðu“, Jónas
og Eysteinn, em sósíalistar í
húð og hár, og að það voru
þei’r, sem gengust fyrir samn-
ingunum við sósíalista, skyldi
enginn undrast, að samningarn-
ir urðu ekkert annað en rjett-
indaafsöl til sósíalistanna.
Þessir grímuklæddu sósíal-
istar hafa litið svo á, að nú væri
loks komið það langþráða tæki
færi, að innlima mætti „bænda
flokkinn“ opinberlega í flokk
sósíalistanna. Þeir höfðu geng-
ið þannig frá flokksreglum
Framsóknarflokksins, að þeir
höfðu það á valdi sínu að reka
hvern þann úr flokknum, sem
ekki hlýðnaðist skilyrðislaust
valdboði forráðamannanna.
En þessum pólitísku afleggj-
urum úr flokki sósíalista varð
ekki að óskum. Nokkrir af
fulltrúum bænda risu upp og
mótmæltu þeim svikráðum, er
með kúgun og ofbeldi átti að
knýja fram.
Endirinn varð sá, að þessir
fulltrúar bændanna voru ýmist
reknir úr Framsóknarflokknum
eða þeir sögðu sig úr flokknum.
Eftir urðu aðeins tveir „á-
nægðir“, sem höfðu fengið á
sig opinberan sósíalistastimpil.
Með þenna stimpil koma þeir
nú aftur til bændanna og biðja
um traust þeirra og stuðning.
En hve margir verða þeir
bændurnir, *sem trúa þessum
mönnum framar?
Henfugar
jólagjaiír:
□agbók
Edda □ 593312197. Jólahv.
Atkv-
I.O.O.F. 3 = 11512188 = E. K
VeðríS (mánudagskv. kl. 5) :
Suðvestan lands eru ennþá snjó
jel en á Vestfjörðum og víðast
norðan lands og austan er hæg-
viðri. Hiti um 0 stig. Suðvestur
á hafinu er djúp lægð á hreyf-
ingu norður eftir. Mun hún
valda Vaxandi S-átt hjer á
landi á morgun og hlýrra veðri.
Veðurútlit í Rvík í dag: All-
hvast : SA eða S. Hlákuveður.
Gjafir til Mæðrastyrksnefnd-
arinnar: 50 krónur í vörum frá
Páli Sæmundssyni. Afhent af
frá Aðalbjörgu Sigurðardóttur
5 kr., Nýja Bíó 100 kr. og tveir
pakkar föt.
Hjúskapur. S.l. sunnudag
voru gefin saman í hjónaband í
Hafnarfirði af síra Jóni Auðuns
ungfrú Guðrún Halldóra Guð-
jónsdóttir og Jóhann Vilhjálms
son bifreiðarstjóri.
OtvarpiS í dag: 10.00 Veð-
urfregnir. 12.15 Hádegisútvarp
15.00 Veðurfregnir. Endurtekn-
ing frjetta o. fl. 19.00 Tónleik-
ar. 19.10 Veðurfregnir. 19.20
Tilkynningar. — 19.25 Tón-
listarfræðsla (E. Thoroddsen)
19.50 Tilkynningar. — 20.00
til Grænlands.
75 ána er í dag Ragnheiður
Ölafsdóttir frá Bíldudal, Merk-
urgötu 12, Hafnarfirði.
Símalagnir. Fyrir viku var
opnuð ný landsímastöð að Sól-
bakka í Þorkötlustaðahverfi í
Grindavík, og enn fremur hafa
verið lagðir símar heim að
Höfn, Haugi og Hópi. Símalína
hefir líka verið lögð út í Stað-
arhverfi og verður símstöð þar
bráðum opnuð í Dalbæ. Það
mun vera fyrir hvöt Slysa
vamafjelags Islands, að þessar
línur eru lagðar, því að enn er
mönnum í fersku minni hve
símaleysið var bagalegt þegar
þeir strönduðu á þessum slóðum
franski togarinn og Skúli fógeti.
Eimskip Gullfoss er í Reykja-
vík. Goðafoss kom frá Hull og
Hamborg í fyrrakvöld. Brúar-
foss er í Kaupmannahöfn. Detti
foss fer til Hull og Hamborgar
annað kvöld kl. 10. Lagarfoss
er í Kaupmannahöfn. Selfoss er
í Reykjavík.
Farþegar með Goðafoss frá
útlöndum: Sv. Ragnars og frú,
Pjetur Johnson stúdent, frú
Elín Gíslason, frú Sita Guð-
mundsson, ungfrú Inger Olsen,
ungfrú Ester Hallgrímsson, Arn
bjöm Gunnlaugsson, Þórarinn
Gunnlaugsson, Hans Jónsson,
Ásg. Ásgrímsson, Ágúst Jónss.,
Lárus Jónsson, Kritján Sigurðs-
son, Tómas Guðmundsson, Þ.
Jónsson, S. Þórðarson, J. Þórð-
arson, F. Siegler, ungfrú Guðr.
Jónsdóttir, ungfrú Jóhanna
Oddsdóttir.
Hallgrímskvöld var haldið á
Ncfrðfirði í vikunni sem leið fyr-
ir forgöngu formanns Hallgríms-
nefndar þar á staðnum, Valdi-
mars V. Snævars skólastjóra. —
Segir svo í brjefi, sem var skrif-
að áður en þetta var gert, að þar
muni verða haldinn fyrirlestur
um Hallgrím Pjetursson, sungn-
ir sálmar eftir hann og skýrt frá
hugmyndinni um stofnunogstarf
Hallgrímsnefndanna. Síðan átti
að leita samskota til ágóða fyrir
Hallgrímskirkju. I símskeyti hef
ir nú sú fregn borist, að safnast
hafi kr. 368. Má það prýðilegt
heita og er þetta dæmi Norðfirð-
inga öðrum til fyrirmyndar. FB.
Konungshjónin komu heim
til Kaupmannahafnar á laugar-
daginn úr kynnisför sinni til
London.
Vetrarhjálp safnaðanna hafa
nú borist hjálparbeiðnir frá
100—130 heimilum. Er nú verið
að úthluta kolum og fatnaði til
heimilanna og útbúa jólapakka.
Þegar hafa verið gefnir 1000
lítrar af mjólk. Er það ætlunin
að flytja matgjafir til heimil-
anna, fremur en hafa Mötu-
neyti fyrir þær. Tilfinnanlegur
skortur er á karlmannafatnaði
og skófatnaði. Verður tekið
þakksamlega á móti því, enda
þótt slitið sje og þeir, sem vildu
gefa, þurfa ekki annað en til-
kynna það í síma 4292 og verð-
ur það þá sótt. Skrifstofuna
vantar unglingspilta, sem vildu
vera sjálfboðaliðar. Hún er í
Lækjartorgi 1, annari hæð, her-
bergi nr. 11.
Stormur kemur út á morgun
pólitLskur mjög að vanda.
Afmælisdagar.
Verð í fallegu bandi kr. 8.00
Ljóðmæli Hannesar Blönda .
Verð í bandi .... kr. 8.to
heft .......— 5.0C
Sögur Guðm. Friðjóns-
sonar.
6 hefti á samtals — kr. 14.5C
Saga Borgarættarinnar.
eftir Gunnar Gunn-
arsson, 4 hefti á
samtals ....... . kr. 8,50
íslendingasögurnar
allar, ásamt íslend-
ingaþáttum 40, Sæ-
mundar Eddu,
Snorra Eddu og
Sturlungu allri,
verð samtals, heft. kr, 116.90
Hellismenn.
Leikrit eftir Indriða
Einarsson, í skraut-
bandi ............kr. 5J)0
Sögur frá Skaftáreldi,
I og II.,
eftir Jón Trausta,
bæði heftin kosta
samtals ........... kr. 74)0
Pjetur Gautur,
eftir Hinrik Ibsen.
Þýtt hefir Einar
Benediktsson, verð
ib. kr. 13.00, heft kr. 10.00
Selma Lagerlöf:
Jerúsalem I. og II. kr: 7.00
Föðurást ............kr. 5.00
Jón Thoroddsen:
Kvæði í skrautbandi
gylt í sniðum og í
hulstri .............ór. 15.00
Maður og kona, innb.
kr. ÍO.OO, heft . . . . kr. 8.00
Piltur og stúlka, innb.
kr. 8.00, heft . . . . kr. 6.00
Steingrímur Thorsteinsson:
Ljóðmæli, innb. kr.
ÍO.OO, heft ...kr. 7.00
Valdimar Briem:
Biblíuljóð I. og II. kr. 8.00
Davíðssálmar .... kr. 2.50
G. T. Zoega:
Ensk-íslensk orðabók kr. 18.00
íslensk-ensk orðabók kr. 18.00
Lilja
Krists konúngs
drápa bróður Ey-
steins Ásgrímsson-
ar (skrautútgáfan).
Athugið að' aðeins .
150 tölusett eintök
voru prentuð og eru
þau næstum upp-
seld. Verð........kr. 10.00
Borgin eilífa
og aðrar ferðaminn-
ingar, eftir Guðbr. /
Jónsson, innb. kr.
7.00, heft........kr. 5.00
Brjefsefni
í kössum og möppum í fjöl-
breyttu úrvali.
Jólakort
í fjölbreyttu úrvali nýkomin.
Spil í ágætu úrvali
og Bridgeblokkir
Og auk þess allar nýútkomnar
bækur og margt fleira sejn of
langt er upp að telja.
Bökaverslun
Slgurðar llristiðnssonar.
Bankastrætí 3.