Morgunblaðið - 24.12.1933, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1933, Blaðsíða 5
©unnudaginn, 24. des. 1933. »Si a himins opnast hliðu J ólahugleiðing. Eftir síra Ólaf Ólafsson sóknarprest í Dölum. Verið ávalt glaðir vegna samfjelagsins við, drottinn; jeg segi aft- j ur: verið glaðir. (Fil. U, U.). Þessi orð postulans, er lýsa fögnuðinum í samfjelagi hans við Krist, hafa í sjer fólgið eitt- hvert enn þá meira gleðiefni en hugurinn grípur við fyrstu heyrn þeirra eða lestur. I>au boða eitt- hvað það, sem sjerhver sál verð-j nr sjálf að reyna, svo að hún fái skilið gleðiefnið. Þau boðaj eitthvað það, sem gefur tilefni' til óvenjumikilla andlegra há-; tíðabrigða. Enda eru þau í texta- j röð kirkjuár^ins valin sem pist- j ill, til að vera fluttur frá altari, sunnudaginn næsta fyrir jól, er að þessu sinni verður sem sólar- npprás jólahátíðarinnar. Þann sama helgidag er og sunginn inngangsóður fagnaðarhátíðar- innar, undir lyftandi sönglagi, og hefst á þessa leið: Upp gleðjist allir, gleðjist þjer, í guði vorum fagna ber, vort hjálpráð nú er nærri .. . Þessi tilkynning — þessi að- dragandi gleðinnar miklu, sem í vændum er, þokar til hliðar skýjafari og skammdegismyrkr- um, svo að sál vor sjer í sýn, þar sem „himins opnast hlið“, helg- ar dásemdir hugsanlegast æðstra gæða, sem eilífur kærleikur guös i býr oss síendurnýjuð og sígild- andi um sjerhver heilög, bless- uð jól. Það er sem alda hrifn- ingar og óvenju-mikillar gleði, óbrotinnar og fölskvalausr ■ r, fari þá um hugi alls hins kristna heims. Þetta er leyndardómur, sem vjer fáum ekki fyllilega skil- ið. Það er meira en minningin um fæðing hins helga sveins í jötunni í Betlehem, sem hrífur oss. Hjer eru eigi söguheimilöir nægjanlegar; hjer komast eng- ar guðfræðilegar útlistanir að. — Hugarfar vort fær nýjan geðblæ. Sálir vorar eru sem skrýddar skartklæðum. Vinar- hugirnir glæðast. Kærleikarnir öðlast vorblóma. Allir vilja vera í sannleika góðir; já, allir virð- ast betri en ella um heilög jól. Einstaklingar og heimili renna saman í endurnýjaðri hlýju. Allir verða sem einn maður. í þessu birtist undramáttur jóla- h 'tíðarinnar, til að birta þann lífernisyndisleika, sem mannlíf- ið getur haft til að bera og ávalt ber að stefna að. — Sjerhver jólahátíð verður því sem leið- sögumerki á leiðinni til bjartari heimkynna mannlegrar tilveru. Og þetta er, það endurtek jeg, eða virðist vera leyndardómur, því að ytri skynfæri vor grípa eigi bylgjuna, er um jólin fer um mannheim; en vjer erum þá næmari en ella fyrir áhrifum frá huliðsheimunum, er vjer annars nefnum venjulega æðri veröld eða ríki himnanna. — Þessi áhrif jólahátíðarinnar á líf krist- inna manna eru og vissulega í beinu orsakasambandi við hann, sem jólin eru haldin helg og há- tíðleg til minningar um, hann, sem var mannlífinu langt ofar; hann er kom sem andi guðs, holdi klæddur á jörðu til vor; Hann, sem var undur síns tíma, er og verður undur allra tíma hann, sem ekki aðeins var fyrir 19 öldum, heldur >er, lifir og starf ar í æðstri mynd lífs, í sýnilegri og ósýnilegri veröld. — Hvað vitum vjer nema hinn heilagi blær, er alt lífið fær um heilög jól, stafi beint frá æðri tilveru? Hví skyldi hann, sem lifði eft- ir líkamsdauðann og birtist mannheimi fyrir yfirburðamátt andans, — hví skyldi hann og sú veröld, sem hann ríkir í, í krafti guðs, ekki geta haft áhrif á líf vort hjer, svo torveldlega, sem því kann að verða við kom- ið gegnum skelina, sem vjcr höldum oss í! H'ver af oss vill vera svo djarfur, að fullyrða neitt um það, hvað ekki kann að vera unnið fyrir oss bak við tím- ans tjald? Yrkisefni íslenska sálmaskálds ins út af atburðunum á Betle- hemsvöllum í sambandi við fæð- ing Krists, getur átt við rök að styðjast, að því er snertir erindi himneskra herskara til vor, enn í dag, er svo hljóðar: Sjá himins opnast hlið, heilagt englalið, fylking sú hin fríða úr fagnaðarins sal, fer með boðun blíða og blessun lýsa skal yfir eymda dal. Vjer höfum síst ástæðu til að hafna slíkri skoðun, neita slík- um möguleikum, meðan hin heií- aga, einstæða hátíð kristinna manna, jólin, upplýkur himnun- um fyrir sálum vorum, svo að guðsríkið er yfir oss. Verið ávalt glaðir vegna sam- fjelagsins við drottinn; jeg segi aftur: verið glaðir. Hátíð gleðinnar er gengin í garð. Það er gleði á himni og það er gleði á jörðu. Vjer erum öll á þessum dögum snortin hinui æðri gleði, — gleðinni í samfje- lagi heilagra. Vjer finnum, að elska guðs streymir um sálir vorar og kveikir nýja elsku innra með oss. Allir erfiðleikar eru oss þá fjarri. Barátta og strit dreg- ur hugina eigi niður, meðan blessun jólahátíðarinnar hvflir yfir oss. Hinn lúni endurnýjast; hinn sorgbitni huggast (sbr. ,rð sálmaskáldsins: „Þá hjartað mest er harmi fylt — skal harp- an brátt til gleði stilt, — ao hjaðni hrygðin bitur“); hinn stríðsgjarni leggur vopnin til hlið ar; hinn mildi ogljúfmannlegi skín í rjettara ljósi en aðra tíma, því að það er í ljósi guðlegrar elsku og himneskrar gleði, að vjer hugsum hvert til annars, mæl- um hvert við annað, breytum hvert við annað, meðan fagnað- ar- og kærleiksalda jólannastend- ur yfir. Og þessi gleði vor sprett- ur af því, að vjer eigum Jesú Krist fyrir bróður og eilífan vin. — Þess vegna eru orð postulans eigi óviðeigandi hvatningaro ,'ð til j allra vor nú á gleðinnar hátíð: Verið ávalt glaðir vegna sam- jfjelagsins við drottinn; jeg segi jaftur: verið glaðir. Glaðir yfir þeim rjettindum, er taka öllu fram, að vera börn gidðs og ’ systkin hans, sem hvíldi í jöt- unni hreinn og syndlaus; glaðir yfir því, að mega um sjerhver jól hvíla í örmum guðlegrar ' elsku; glaðir yfir því, að eiga anda og sál, sem aldrei deyr og eigi þarf nje á að fara á mis við þau eilífu verðmæti, er á jólum blasa best við augum: frið og fegurð hins æðsta góða (summ- um bonum). Já, vjer finnum það á jóium vel, að hamingja lífsins er fólg- in í gæstcunni: í því að meðtaka gæsku guðs, sem blasir við oss í fæðing mannkynsfrelsarans; í því, að gæsku-bylgja jóiafagnað- 1 arins hefir mátt til að auka gró- anda mannkærleikans innbyrðis j í lífi hins starfanda og stríð- anda lýðs; og loks í því, að á jmeðan vjer um heiiög jól erum ' stödd í gleðisölum guðsríkis, höf- ! um vjer strengi sálna vorra betur en ella stilta á kraftbylgj- ‘ ur himnanna, sem ár og síð og alla tíð er að öllum líkindum j „varpað út“ yfir mannheim, svo misjafnlega sem oss mönnum notast að þeirri liðveislu him- insins. — Þess vegna er jóla- hátíð kristinna mann í senn, hin einstæða gleðinnar hátíð, þar sem hversdagsgleðin, er skýtur upp í lífi manna, blandast himn- eskum fögnuði og kærleikans há- tíð, er vitnar um möguleika góðleikans á jörðu og gerir mun- inn minni en ella á tíma og eilífð. Jólin gefa oss forsmekk af líf- inu, sem bíður vor við dauðans dyr — þess atburðar, sem flest- ir hafa hingað til kviðið fyrir, já, sem mörgum stendur stuggur af enn í dag. Það stappar nærri, 1 að vjer sjeum myrkfælin við ei- lífðina; vjer unum svo vel tím- anlega lífinu. En áður en oss varir, erum vjer hrifin af hinu í GLEÐILEG JÓL! M. Th. S. Blöndahl h.f. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum K. Einarsson & Bjömsson. GLEÐILEG JÓL! Eggert Kristjánsson & Co. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum H.f. Efnagerð Reykjavíkur. GLEÐILEG JÓL! Isafoldarprentsmiðja h.f. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum Efnalaug Reykjavíkur. & 3R. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.