Morgunblaðið - 24.12.1933, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1933, Blaðsíða 8
0 8 MORGUNBLAÐIÐ hægt að halda sjer uppi á starf- inu. Ef það er ekki nautn, getur það þó heitið dægradvöl. Við hjerna í Herbúðinni hýsum drykkjuræfla og fátæklinga. Og munum eftir olnbogabörnum. — Þess háttar tekur suðuna úr blóð- inu“. Samtalið varð ekki lengra, af því að kallað var á ráðskonuna. Seinasta setningin: „Þetta tekur suðuna úr blóðinu", berg- málaði í hugskoti kennarans „Hún hefir líklega komist kynni við eldinn, sem logar inn- anbrjósts — hún Steingerður. Fyrrum gerðust hefðarmeyjar valkyrjur, þær sem ekki undu sjer við að vera skemmumeyjar, eða aðgerðalausar drotningadæt- ur. Lífið er á faralds-fæti, heldur ekki kyrru fyrir, en stundum tekur það stökk undir sig — og fótbrotnar stundum, þó að það taki ekki undir sig stökk“. Þannig braut hann heilann. Hann hugsaði sjer að veiða hana í orðum næst er hún kæmi og fara þá aðra leið. Hún kom næsta kvöld, með matinn. Þá mælti Sigurður. „Jeg var að lesa skáldsögu núna, og í henni segir frá sjúk- lingi, sem lenti í ræningja hönd um, það er að segja, ræningjar gerðu hann farlama, stigamenn í skógi. Skógarvörður fann hann, kom honum heim til sín og dótt- ir hans hjúkraði manninum og fekk ást á honum, af því að hún hjúkraði honum, skilst mjer. Hvað segið þjer um þetta? Fallegur skáldskapur, eða hvað ?“ Hún gekk út að glugganum, horfði út og þagði um stund. „Já, skáldskapur“, mælti hún. „Hann er af ýmsu tæi. Þarna í vestrinu er skáldskapur, þar sem aftanbjarminn ljómar. Og hjerna er góðviðrisdögg á rúð- unni. Það er líka skáldskapur og hann lætur lítið yfir sjer. Döggin lætur lítið yfir sjer, en lumar þó á skáldskap. Stúlkan þarna í skóginum getur verið til- búningur, eða hugarburður skálds. Þau eru svo skreytin, að engu tali tekur og sum skáld hirða hvorki um himin nje jörð. En hann þá, þessi, sem lá í skóg- inum, varð honum ekki vel við stúlkuna, sem g&f honum heilsu og líf — eða hvað? Gerði hún ekki það?“ Hurðinni var hrundið upp og í dyrunum stóð þernan, sem annaðist Sigurð öðrum þræði. Henni var mikið niðri fyrir: „Fröken Steingerður. Það er drykkjusvoli í eldhúsinu, sem lætur eins og hann sje óður; þjer verðið að koma og stilla til friðar“. Þær fóru og samtalinu var lokið. Tíminn leið, dagar og nætur. Jólin nálguðust og fótbrotið greri smám saman. Steingerður ljet eigi sjá sig marga sólar- hringa. En á Þorláksdagskvöld kom hún með matinn til Sigurð- ar. Hún settist á stól, í fyrsta sinn og mælti. „Nú eru blessuð jólin í aðsigi og þá ætti fóturinn að vera nokk- urnveginn gróinn“. „Já!“ svaraði Sigurður, „jeg er nú að verða svo að segja fleyg ur og fær. Jeg er farinn að ganga um gólf og ætti að geta orðið farfugl bráðum“. „Hefir læknirinn leyft yður að r^yna á fótinn?“ Hún mælti þetta nærri því harkalega. „Nei, jeg tók mjer bessaleyfi til þess. Maðurinn, sem lá og skáldsagan segir frá, hann hafði engan lækni, nema dóttur skóg- arvarðarins og hennar hjúkrun dugði“. „Já, jeg var nú að hugsa um jólin, hugsa um það, að sá, sem legið hefir hálft skammdegið, ætti skilið að lyfta sjer upp um jólin. Úr því að fóturinn er svona vel á vegi, kynnuð þjer að geta farið með mjer í bíl annað kvöld til að skoða aftanbjarma, sem er innan húss. Það er svo sjaldgæft, að kvöldroðinn komist. inn í hí- býlin. Jeg vildi geta bætt fyrir það, hvað jeg hefi lítið getað sint um yður vegna annríkis og orðið að trúa þernunni fyrir yð- ur. Það gengur svo, að sumir hljóta að brjóta sig í smátt, skipta sjer og verða svo allir í molum. Við hugsum til þess“. Svo gekk hún sína leið. „Sumir verða að skifta sjer -g verða svo allir í molum“. Þessi orð hljómuðu í eyrum hans eins og klukknahringing. Verða svo allir í molum“. Þetta hitti hann, molamanninn, sem hlaupið hafði úr einu í ann- að, litið hýru auga til ótal kvenna, en enga þó elskað, svo að af bæri, og ekki heldur æskuna, sem hann átti að kenna. Hann varð lifandi feginn í hvert sinn, sem kensludegi lauk. „Þessvegna datt jeg“, sagði hann við sjálf- an sig, „og fótbrotnaði, að jeg var á flótta frá skyldunni. Hvaða erindi átti jeg út að sjó? Jeg þurfti ekki þangað — ekki þarf jeg þangað til að sjá rek- ald, ekki nema sjálfs mín. Og „hrönn, sem dó“ hefir aldrei orð- ið „magn í aðra nýja“ í mínu brjósti. En Steingerður er ekki í molum. Hún er heil og hún hef- ir fundið ánægju í starfinu, í fórnfúsri þjónustu“. Hann lá og hafði heilabrot. Nú voru hitabylgjurnar horfnar úr fætinum og stignar honum til íöfuðsins. Aðfangadagurinn staulaðist á- fram hægum skrefum. Þegar hann var næstum því fjaraður út fjarskann, kom Steingerður til Sigurðar, Iítið eitt sparibúin. „Nú förum við“, mælti hún. Jeg hefi hringt í bíl og jeg leiði yður niður tröppurnar. Þið karl- mennirnir segið, að konan hafi felt manninn í fyrstu. Nú er víst mál til komið, að hún reisi hann upp^. Hún tók um handlegg rans, þannig, að olnbogabæturn- ar fellu í ljúfa löð. „Við förum rægt og þreifum fyrir okkur“. Úti fyrir dyrunum beið bíll. Þegar þau voru sest, kom þerna með körfu og afhenti Stein- gerði. „Hvert á að aka?“ spurði stýri- maður. „Ferðinni er heitið að Brim- búð; þekkið þjer ekki það hús?“ „Jú, húsið, þar sem Sæunn gamla býr. Jú, allir þekkja það. Jeg held svo sem að jeg rati þangað“. Sigurður hallaði sjer að Stein- gerði og mælti. „Hvaða kona er það?“ „Hún er ekkja, áttræð ekkja, sem mist hefir son sinn í' sjó- inn og dóttur sína út í veður og vind, til Noregs. Hún kyntist Norðmanni í síldinni og helt sig vera trúlofaða honum, fór í hum- átt á eftir honum og hvarf. Jeg heimsæki þessa konu fyrir Jólin og reyndar oftar, geri það reynd- ar fyrir mig fyrst og fremst. Þar er svo gott andrúmsloft fyrir sál- ina“. Bíllinn staðnæmdist eftir stutta stund við fornfálegt hús. Steingerður og Sigurður gengu að kjallarahurð og hún drap á. dyr. Enginn gegndi. Steingerður mælti: „Gamla konan heyrir ekki svo vel. Jeg er vön að gera mig heimakomna. Við göngum inn“. Þau gerðu svo. Þar sat Sæunn á stól og helt á prjónum. Þau buðu gott kvöld. Sæunn breiddi bros yfir and- litshrukkurnar og lyftist öll í sætinu við gestkomuna. Stein- J 'ó/f koma og setjast á öxl mína. Hún hafði laufblað í nefinu og ljet það falla á brjóst mitt. Dúfan er sendiboði guðs, eins og þú veist. Og það veit æfinlega á gott, þegar mig dreymir hana“. Steingerður brosti. „Þú prjónar enn, gamla kon- an“. „ó-já, að nafninu. Jeg geri það mjer til dægrastyttingar að gerður afsakað'iT'aiThto hefði1 prjíi”f »Wvetlinsa. Jeg man eft- komið svona óboðin og með gest.!ir sífa”,"n” °* Þelr ”>UIla sumir eftir mjer. Ekki gleymi jeg hetjunum, sem glíma við stóru höfuðskepnuna. Þó það r Gamla konan leit á hann og svo til Steingerðar. „Þjer er sjálfboðið, góða mín, nú og æfinlega. En hver er með , þjer? Það er nýtt að þú ert með foran fatt **™_™T* karlmann í eftirdragi“. væri nú. Sjórinn hefir lagt svo Steingerður sagði henni deili á gestinum. „Rjett er það“, sagði Sæunn. „Þetta kalla jeg nýlundu. Betur að vissi á anað meira. En alla- tíð er maður manns gaman, þó að jeg uni mjer ein. Og þó er jeg ekki alein. Jeg sat nú með bam í fenginu, þegar þið komuð, góða barnið, sem fæddist 1 jotu forðum tíð. Það er allatíð mitt i barn, einkanlega síðan mín hurfu“. Sæunn reis á fætur og bauð sæti, honum á stólnum, henni á rúminu. „Og svo má jeg bjóða kaffisopa, vona jeg“. Steingerður sagði, að hún hefði annríkt og þyrfti að flýta sjer. Hún setti körfuna á borð- ið og sagði: „Jeg kom hingað með þessa körfu, Sæunn mín. Hún er ein af þeim tólf, sem fyltar voru með leifum, þegar fjögur þúsund manns fengu saðningu sína af fáeinum fiskum og brauðum í ó- bygðinni“. Sæunn mælti: „Það er ekki í fyrsta sinn, sem þú kemur með sólskinið til mín“. Hún kysti Steingerði á báða vanga. „Heyrðu Sæunn! Hvernig er nu með húsaleiguna? Hefirðu nokkur ráð með hana núna um áramótin?“ Gámla konan hálfbrosti. „O —* jeg ber engan kvíðboga fyrir henni. Guð sjer um það ait, hefir gert og mun enn sjá um hana. Jeg bið og bíð“. Steingerður sagði. „Þú skoðar í botninn, körfu- botninn; þar kynni að vera seð- ill, sem svarar húsaleigu fyrir þennan mánuð“. Sæunn varð í framan eins ogj sóley, sem kvöldroði fellur á. j „Jeg vissi í morgun, að mjer ’ mundi eitthvað leggjast til í i dag, jeg vissi það“. „Hvernig vissurðu það, Sæunn mín?“ „Ó, — mig dreymdi dúfu, blessaða dúfu; mjer þótti hún honum ekki afhuga. Hamingjan gefi, að þeir, sem út á honum eru komist heilir í höfn í kvöld, svo að þeir geti lifað gleðileg jól í landi, hjá þeim, sem þeir unna og sem elska þá. En heyrðu, góða besta! Ætlarðu ekki að taka körfuna með þjer?“ „Nei, nei, þú skalt hafa körf- una fram yfir jólin. Jeg sendi á | gamlárskvöld og vertu nú sæl óg gleðileg jól“. Sigurður tók í hendina á Sæ- unni og hneigði sig þegjandi. Honum varð orðfall. Sæunn fylgdi þeim til dyra. „Ætþið að ganga heim, ei ekki h> ' spori?“ Þau sögðust vera fær um það „En maðurinn! Er fóturinn fær um það. Þolir hann það?“ „Altaf ert þú að hugsa um aðra, Sæunn. Jeg ætla að leiða manninn. Jeg hefi lítið getað annast hann í legunni; nú reyni jeg að bæta úr skák“. — Dimt hafði verið í lofti, þeg- ar þau lögðu af stað. En svo höfðu orðið umskifti hið efra, svo að náttfyllan var lónuð upp í loftinu og skein tungl í heiði. Geis’ar mánans glóðu á göt- uhni og glömpuðu á kirkjuturn- inum. Þar var nú gripið í klukku- streng og fólkið í borginni kall- aði til aftansöngs. GLEÐILEG JÓL! Július Bjömsson. «<£>-<S><S>«-<S>«-(S>-<S><s 0 GLEÐILEGRA JÓLAí óskar öllum sínum viðskifta- vinum Versl. Bjórk og Bjöminn. m s æ * ?íí æ æ & æ æ æGLEÐILEG JÓL!| G. Fossberg. j j| 9 æ « Si 9 * æ æ Qllllllllllllilllllllllllllllllillllllilllllllllllllllllllillllllllllllllll!^ 1 GLEÐILEG JÓL! I HEILDVERSLUNIN LANDSTJARNAN sendir viðskiftavinum sínum innilegustu jóla- og nýárs- kveðjur með þakklæti fyrir árið, sem nú er að Ivða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.