Morgunblaðið - 24.12.1933, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1933, Blaðsíða 12
12 Jeg er kominn Concourt- bókmentaverðlaunin fyrir árið 1933 veitt André Malraux. Nefnd sú, er úthlutar Gon- court bókmentaverðlautiunum, kom saman í París 7. þ. m. I nefndinni eru 10 menn, allir þektir rithöfundar. Á fundin- um fór fram atkvæðagreiðsla um það, hver hefði ritað besta skáldsögu (önnur rit koma ekki til greina) á árinu og þannig unnið verðlaunin. Átta nefnd- armenn varu viðstaddir; tveir greiddu atkvæði brjeflega. — Verðlaunin voru veitt með 5 atkvæðum. André Malraux, fhöfundi sögu, er heitir ,,Con- : ditions humaines“. Charles Braibant fekk 3 atkvæði fyrir i söguna ,,Konungurinn sefur“, íRené Behaine eitt fyrir „Ein- | veran og þögnin,“ og Vizan „Onllfoss11 fer hjeðan annan jóladag (26. des.) kl. 8 síðdegis til Kaupmannahafnar. Kemur ekki við í Vestmannaeyjum, en sennilega í Peterhead. (Skotlandi) vegna farþega, þar verður þó mjög stutt viðdvöl. nBoðafoss“ Uf k T T á fer annan jóladag kl. 10 síð- degis um Vestmannaeyjar, beint til Kaupmannahafnar. í eitt fyrir „Antoine Bloyé“. — j Má því gera ráð fyrir, að þess- far fjórar skáldsögur sjeu með þeim bestu, er út hafa komið í Frakklandi á þessu ári. André Malraux er 32 ára. Hann lauk námi við Austur- j landa Tungumálaskólann í Par- ís og fekk þá strax löngun til j að ferðast um Austurasíu. Að jafloknu ferðalagri í Kambodja og Síam lenti hann í miklum málaferlum út af eignarrjetti jnokkurra lágskurðarmynda, er j hann hafði fundið í musterum þar eystra og slegið eign sinni j á. Hann fekk dóm á sig, er i síðar var ónýttur af dómstól- junum í París. Meðan Malraux ! dvaldi í Austurlöndum, hafði hann verið með í stofnun fje- lágsskapar þess, er nefnist MORGUNBLAÐIÐ ...... him mwmmmmmmmmmammmmmmmmm „Unga Annam“ og tekið þátt 1 kínversku byltingunni. Minn- ingar hans frá Kína á bylting- artímunum gáfu honum efnið í fyrstu skáldsögu hans „Land- vinningamennimir“ (1928), og þær eiu einnig uppistaðan í „Kjör manna“, þeirri sögu, er hann nú hefir verið sæmdur fyrir G'oncourt-verðlaununum. „Landvinningamennirnir" er mjög áhrifarík skáldsaga, þar sem tækni og frásagnarlist jafnast á við átakanlega kvik- mynd, og um leið er þar dreg- in upp ógleymanleg mynd af hugarfari og framkomu blóð- hunda byltingarinnar, þessara ,,leaders“,' sem eru jafn van- trúaðir inn við beinið á rjett- mæti svokallaðra hugsjóna sinna sem þeir eru taumlausir í hatri sínu. Sama má segja um þessa nýju verðlaunasögu hans, sem er hvorttveggja í senn, æfintýraleg í búningi og gjörhugsuð í lýsingununi á sál- arlífi byltingaforingjanna. Árið 1931 hóf Malrauz útgáfu á skáldsagnaflokki eftir sig. Er aðeins ein saga komin út af þeim flokki. Annað er ekki telj- andi, sem hann hefir skrifað. Jól á eyju Robinsons Crusoe. Tilkynning nm ve ðlæklnn mjól! »r. Með dómi lögreglurjettar í gær var staðfest að mjólkurlögin skuli nú þegar framkvæmd. Því tilkynnist hjer með samkvæmt iyrirframgefnu loforði okkar að verð á mjólk og mjólkurafurðnm lækk- ar frá og með deginum í dag, i sama verð og var fyrir verðhækkunina 17. þ. m. Mjólkurbandalag Siðurlands. Mðlverkas vning Freymóðs Jóhannssonar í Braunsverslun (uppi), þar sem Cafe Vífill var, verður opin á aðfangadag til kl. 4 síðdegis og báða jóladagana frá, kl. 10 árd. til kl. 10 síðd. Það eru einkennileg jól, sem haldin eru á Robinson Crusoe- eyjunni, eyjunni Juan Fern- andez. Eyjaskeggjar eru 67 að tölu. Þeir hafa ekkert saman við umheiminn að sælda, nema á Aðfangadag jóla. Þann dag kemur venjulega enskt ferðá- mannaskip til eyjunnar, og ferðafólkið gefur svo miklar gjafir, að eyjaskeggjar hafa nóg til þess að lifa á næsta ár. Nota karlmenn fegrunar- meðul ? Á sýningu einni í Chicago á fegrunarmeðulum, vakti fram- leiðandi þessarar vörutegundar athygli manna á því, að karl- menn eyddu engu minna í fegr- unarmeðul en kvenfólkið. M. a. notuðu þeir mikið, allskonar andlits smyrsl, hárvötn, baðsalt og andlitsduft. Vegna afgr. á vörum verður* skrifstofan og pakkhúsið opið í. dag kl. 10—12. Grand-Hótel. 9. síðari spurningin var aðeins fyrir kurteisis sakir, því hann vissi upp á hár, hvað Grusinskaja var að fara. „Guð minn góður — — perlurnar?“ spurði einnig Pimenoff. „Já, perlurnar. Þær eru mér til 6gæfu“, sagði hún með áherzlu eins og krakki. Witte sló saman úreltu gljáhönskunum sínum. „En góða mín ...“, sagði hann, án þess að vita hvað hann átti að segja. „Nei, þetta er misskilningur“, sagði Pi- menoff, „þessar perlur hafa verið þér til heilla og eintómra heilla — þær hafa verið eins og ham- ingjudýr eða verndargripur. Eg er viss um, að þú gætir ekki dansað án þeirra. Og þær ættu kannske nú að fara að steypa þér í ógæfu? Hvílík hugmynd, Gru“. „Jú, víst eru þær óhappagrjpir, — það hef eg 3jálf orðið vör við“, sagði Gru, með þvermóðsku- lega hrukku milli litaðra augnabrúnanna. „Jeg get dcki almennilega sagt í hverju það liggur, en mikið hef eg hugsað um það. Meðan Sergei stórfursti lifði, færðu þær mér hamingju. Voilá! En síðan fantarnir myrtu hann — ógæfu á ógæfu ofan. 1 fyrra sintogn- aði eg í London. Tap á sýningunni í Niee. Og yfirleitt ógæfa. Eg vil ekki framvegis bera þær þegar eg dansa. Þá vitið þið það. „Ekki bera þær? Já, en kæra Gru — þér getið alls ekki sýnt yður án þeirra. Allar yðar æfi hafið þér haldið, að þér gætuð ekki komið fram nema hafa perlur, — og svo allt í einu ...“ „Já“, svaraði Grusinskaja — „það var hjátrú“. Witte fór að hlæja. „Lisa“, sagði hann, „litla, sæta dúfan — þér eruð og verðið aldrei annað en barn“. „Þið misskiljið mig. — Þú misskilur mag algjör- lega, Witte. Perlurnar eiga ekki lengur við. Eg ætla ekki að bera þær framar. Áður var öðru máli að gegna. Áður — í Pétursborg, París og Wien — þá vm-ð maður að skreyta sig. Dansmær varð að eiga perlur og sýna þær. Nú . .. hver ber ekta perlur nú? Eg er kona og tek betur eftir því og eg ber skyn- hragð á .. . Michael, ertu sofandi? Segðu eitthvað líka“. Án þess að hreyfa sig, sagði Michael á frönsku,, sem hann átti erfitt með: „Ef þér viljið vita það, Madame: Þér ættuð að gefa perlum yðar fátækum, börnum, farlama mönnum eða einhverjum, Ma- dame ...“. „Hvað segirðu? Gefa perlurnar?“ æpti Grusin- skaja á rússnesku og orðið potsertovat hljómaði eins og tónn. „Nú erum við komin“, sagði Pimenoff, er bif- reiðin allt í einu hægði á sér. „Áfram“, skipaði Grusinskaja. „Við verðum að vera falleg og kát. Hliðið .var opnað. Witte sagði um leið og hann steig upp tröppurnar á eftir dans- mærinni: „Jelisaveta Alexandrowna hefir aðeins einn galla — hún heldur svo,mikið upp á boðhátt- inn“. Grusinskaja tók að hlæja og ljómaði eins og lampi, sem snögglega er kveiktur, og þannig gekk hún, ljómandi og hlæjandi, inn í klúbbinn, þar sem þrjá- tíu kjólklæddir menn biðu eftir henni í röð við dyrnar. Gaigern barón hafði verið sá síðasti, sem hætti lófaklappinu, en jafnskjótt sem hann varð þess vís, að tjaldið færi ekki oftar upp, gekk hanh burt úr leikhúsinu og virtist töluverður asi á honum. Rign- ingunni var stytt upp og í götubikinu í Kantstrasse speglaðist Ijósið, gult og hvítt. Sporvagnarnir þutu áfram uppi milli húsanna, lögreglumenn stjórnuðu umferðinni, atvinnuleysingjar rifu upp vagnahurð- irnar fyrir loðklæddu fólki. Gaigern þaut gegnum hópinn og yfir akbrautina, lagði líf sitt í hættu og braut umferðareglurnar. Hann flýtti sér inn í Fas- anstrasse, þar sem var dimmara, en þar beið vagn hans — lítil fjögurra manna bifreið. Ekillinn sat inni í henni og reykti vindling. „Jæja þá?“ spurði Gaigern, með hendurnar í vösunum á bláu regn- kápunni. „Hú ner búin að fá nýjan bílstjóra enn“, sagði ekillinn. „Sá núverandi er Englendingur. Hún slæddi hann upp á götunum í Nice, þar sem hann var at- vinnulaus, af því húsbóndi hans var farinn á haus- inn. Eg hef borðað með honum. Og hann er alveg; klumsa“. „Eg er búinn að segja þér þúsund sinnum, að þú átt að taka út úr þér sígarettuna, þegar eg er að tala við þig“, sagði Gaigern með gremju. „Gott og vel“, sag'ði ekillinn og fleygði henni. „Nú; ók hann að leikhúsinu til þess að fara með hana í leikhúsklúbbinn, þarna hinumegin. En hann veit ekki hvar hann á að leita að henni“. „Veit hann það ekki?“ át Gaigern eftir og sló> hönskunum hugsandi í lófann. „Það er ágætt. Eg ætla að fara þangað aftur. Komdu mðe bílinn að leikhúsinu og bíddu þar“. Gaigern .gekk áleiðis til leikhússins og lét aftur eins og asi væri á hobum. Þar var orðið manntómt og eyðlegt, og stóru ljósauglýsingarnar voru slokkn- aðar, en veggauglýsingar voru ógreinilegar og klessulegar. Leiksviðsdyrnar vissu ekki út að göt- unni, heldur að húsagarði með brunamúr bak við,. þar sem glitraði á votan vafningsvið. Gaigern hvarf inn í mannahóp, sem stóð þar í húsagarðinum og starði á glerhurðina, þar sem Grusinskaja átti að koma út. Fyrst fóru slökkviliðsmennirnir, þvínæst • leiksviðsþjónarnir, herðábreiður og reykjandi, svo varð ofurlítið hlé. Næst streymdi hópur af dans- meyjum út, grannvaxnar stúlkur í ómerkilegum loð- kápum; þær voru að babla einhvern hrognamáls- hræring af rússnesku, frönsku og ensku. Gaigern brosti að baki þeim — hann þekkti ýmsar þeirra frá Nice og París. Þegar hann hló, var eins og efri vör hans yrði of stutt, líkt og á krakka; þetta þótti fallegt og gekk í augu margra kvenna. „Skárri er það andskotans tíminn, sem þetta tek- ur í kvöld, hugsaði hann með sjálfum sér, óþolin- móður, þegar húsagarðurinn varð aftur eins og í móki. Þá leið næstum stundarfjórðungur áður en bifreiðarstjóri Grusinskaju hreyfði sig eins og hundur, sem er að vakna, og setti vélina í gang. Gaigern, sem vissi vel, hvað það hafði að þýða, ýtti sér eins langt og hann gat inn í skuggann af múrnum. Þegar Grusinskaja loksins kom, var hann algjörlega ósýnilegur. „Bíðíð þér hérna, Suzette'V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.