Morgunblaðið - 10.01.1934, Side 6
6
5 MÖRGÚN'BíiÁÐÍÐ
Einar Finsson.
GutSm. Guffmundsson, skáld.
Jón Ólafsson.
SigurSur Jónsson, Isaf.
Gunnþórunn Halldórsdóttir.
Marta Pjeturssen.
Þuríður Sigurðardóttir.
Kristján J ónsson.
Mganús V. Jóhannesson.
Eugenia Nielsen.
Páll Jónsson.
Guðlaugur Guðmundsson.
Pjetur Zophoniasson.
Bjarni Hjaltalin.
Og annars staðar voru þá og
síðar margir ágætir starfsmenn
svo sem Kristján Jóhannesson,
Pjetur Guðmundsson og frú E.
Nielsen á Eyrarbakka, Jón Páls-
son bankaf jehirðir (síðar stór-
templar), og þeir bræður hans
Bjarni, Gísli og ísólfur á Stokks-
eyri, : Sveinn Ouðmundsson sjóm.
og Jón próf. Sveinsson á Akra-
nesi, Jón Chr. Stefánsson timbur-
m. og Páll Jónsson verslm. á Ak-
ureyri o. fl.
Stúkan Einingin tók einkum að
sjer húsbyggingarmálið hjer í
Iteykjavík, og eftir stutta stund
hafði hún komið upp húsi. Til
þess að standa straum af kostnað-
inum stofnaði hún leikfjelag, og
þar Ijeku þau fyrst frú Stefanía
Guðmundsdóttir og Árni kaupm.
Eiríksson sem oft síðar skemtu
Reykvíkingum með ágætum leik
sínum. Upp úr því var stofnað
Leikfjelag Reykjavíkur og marg-
ir starfsmenn þess templarar t. d.
Gunnþórunn og Þuríður, Jens
Waage og Helgi Helgason.
Það var síst að undra þótt
Reglan næði skjótt föstum tökurri
þar sem fjöldi yngri mentamanná
fylkti sjer undir merki hennar^
enda var hún svo heppin að fá
h vern valinn regluboða eftir ann-
an, má þar nefna Arna Gíslason
Íeturgrafara, Olafíu Jóhannesdótt-
ur, Sigurbjörn Á. Gíslason guð-
fræðing, Ásgrím Magnússon kenn-
ara, síra Hjörleif Einarsson, síra
Guðm. Guðmundsson, Guðm. Þor-
bjömsson, Hofi og síðast en ekki
síst Sigurð Eiríksson, enda stór-
fjölgaði fjelögum Reglunnar þeg-
ar kym.ifcim undir aldamótin. —
Jndriði Einarsson vakti veturinn
3897—1898, ásamt öðrum mönn-
i
| iim, rriikla hreyfingu meðal skóla-
manna um að ganga í Regluna, á
rrieðal þeirra voru Haraldur próf.
Níelsson, Friðrik prestur Hall-
grímsson, Sigurður Júlíus Jóhann-
| esson skáld, S. Á. Gíslason, sr.
I Guðmundur Einarsson, Mosfelli,
; Jón Ófeigsson adjunkt og fjöldi
^onnara ágætra manna, t. d. Jón
kaupm. Þórðarson, Flosi Sigurðs-
’son trjesm., Páll Halldórsson
; skólastjóri, P}etur blikksmiður o.
j fi. og var þá starfað af miklu
kappi,- enda voru fjélagar Regl-
unnar orðnir 6783 sumarið 1907,
en þá var Þórður J. Thoroddsen
íjtórtemplar. En auk þeirra er þeg-
ar hafa verið nefndir má telja
fjölda annara er þá höfðu á ýms-
um tímum bæst í hópinn, t.d. hinn
ágæta starfsmann Halldór Jóns-
§on bankafjehirðir, skáldin Guð-
.mundana Guðmúndsson pg Magn-
ússon, ráðherrana Jón Magnússön
og Kristján Jónsson, Davíð Öst-
lund, síra Sigurð Gunnarsson, síra
Árna í Görðum síra Jes Gíslason,
síra Þórð Söndum, sr. Björn Þor-
klksson, síra Eggert Pálsson og
fril ^hans, Einar Brandsson Reyn-
ir,- þá bræðurna Kristinn og
Qjgtr^gg á Núpi, Kristján H. Jóns
ppnjpjjptjóra, prentarana Jón Árna
son -og Sigurð Grímsson, og þá
ekki .síst bræðurna Sigurð lækni
og Einar skáld Kvaran., síðar
stórtemplar.
Síðnstu árin var talsvert unnið
f'yrir aðflutningsbannið, og um
haustið 1908 fór fram atkvæða-
greiðslan um það, sem lyktaði
með sigri bannmanna og bannlög-
um. — Fjelagarnir litu svo á, að
Davið Óslund,
með lögum þeim væri alt fengið,
og fjelögum Reglunnar stórfækk-
! aði því ár frá ári. En þetta var á>
allan liátt rangt, það sýndi reynsl-
an. Ög þótt bannlögin væru kom-
in, þá þurfti enn að hjálpa mörg-
um drykkjumanninum og frelsa
marga frá bölvun áfengisins.
; En það vár énn meiri vissa frá
sjónarmiði Reglunnar. Reglan er
stofnuð af frímúrurum, með það
takmark fyrir augUm að reýna að
göfga og þróska mennina, og hún
telur það ekki kleift nenia með
því áð útrýma áfengisnautninni.
Þótt þyí áfengi væri með öllu út-
rýmt 'úr heimínum þá hefir hún
stórt og mikið verlé að inna af
hendi, verk er ábyggilega tekur
fjöldá áldaraða. Að þessu leyti
er Reglan ólík öllum bindindis-
fjelögum, þótt barátta hennar
fyrst óg fremst út á við snijist
gegn skaðsémi áfengis.
I>að var Pjetur Halldórsson bók
saíi er bar fyrst gæfu til þess að
stöðva þetta útstreymi úr Regl-
unni, og eftir það fór fjelogum
hennar að fjölga. Þeir voru síðan
við stjórnina Þorvarður Þorvarðs-
son, Einar H. Kvaran og Bryn-
! leifur Tobíasson kennari og loks
Sigurður Jónsson, skólastjóri og
öll þau ár fjölgaði fjelögum Regl-
unnar að miklum mun, enda var
unnið af meira kappi en nokkru
sinni fyr að regluboðun. Aðstoð-
uðu þá fjöldi ágætra manna, skal
jeg þar aðeinS nefna, Þórð Bjarna-
son kaupmann, síra Árna Sigurðs-
son, ísleif Jónsson gjaldkera,
Magnús V. Jóhannesson • og
Jóh. Ögm. Oddsson. Hafa hinir
tveir sjðastnefndu starfað af alhug
fyrir Regluna, hinn fyrri sem yf-
irmaður barnastúknanna, en Jó-
liann sem stórritari, og leyst öll
störf prýðilega af hendi. — Árið
1928 voru fjelagarnir um 11000,
ljet Sigurður þá af störfum sem
Stórtemplar, og strax á eftir fóru
fjelagar hennar að fækka., enda
hætti Reglan þá að beita sjer af
alvöru fyrir bindindisútbreiðslu.
Á hinpm liðnu árum hefir kven-
fólkið unnið vel og dyggilega að
bindindismálinu, hefði þess ekki
notið við væri öðruvísi umhorfs.
Að nafngreina allan þann f jölda
væri í mörg blöð, hjer skal að-
eins minnast húsfreyjanna Önnu
Thoroddsen, Mörtu Pjetursdóttur,
Gróu Andersen, Arnfríðar Ólafs-
dóttur, Rebekku Jónsdóttur, Isa-
firði, Lilju Kristjánsdóttur, Ak-
ureyri, Elínu Zoega, Jensínu Árna
dóttur og Guðrúnar Ingjaldsdótt-
ur Gerðum og Petreu Sveinsdóttur
bóksala á Akranesi.
Þegar litið er yfir sögu Regl-
unnar sjest skjótt, að þeim mun
betur sem unnið er að útbreiðslu
bindindis, þeim mun meir fjölgar
fjelögum hennar og almennur
drykkjuskapur minkar. Það er
Ijóst, að eigi að ala á landi hjer
upp bindindissama þjóð, þá verð-
ur á komandi árum að leggja
fram mikið fje til Regluboðunar,
og leggja ríka áherslu á að bind-
indi verði hvarvetna boðað og
Ólafur Rósenkranz..
stúkur stofnaðar. Það er enginn
efi á því, að þjóðin ver vel því
fje er til þess gengur.
En það er fleira gagn er leitt
hefir af Reglunni en það að
drykkjuskapur íslendinga hefir
mirikað. Á fjöldamörgum stöðum
í landínu eru samkomuhúsin bygð
af templurum, og það þótt þau
sjeu nú í annara manna eign. —J
Fjölda manns hafa þau kent fje~
lagslög, reglur og venjur, kent
þeim að koma fyrir sig orði, kent
þeini þýðiilgU fjelagsskapar. ÖÚ:
þau f jelög er síðan hafa risið upp,
hvert sem það eru atvirmufjelög,
kaupfjelög eða stjórnmálafjelög,
hafa þar notið mjög góðs af starf-
semi Reglunnar. Ilún hefir rutt
brautiná, svo rúenn hafa betur en
ella skilið fjelög þessi og orðið
Starfhæfir fjelagár þeirrá.
Þjóðin getur því öll, með fullri
ánægju þakkað Reglunni starf sitt
á hvern veg sem þeir lítá á bann-
mál, því aílir eru sammála um, að
hjer eigi að búa reglusöm og starf-
söm þjóð, þjóð sem kann að vera
samtaka ög samhent.
Og þeSs er að vænta og óska
að Reglan starfi enn að marki
sínu, og nái því að gera alla bind-
indissama, göfga þá og þroska. En
þá má hún aldrei gleyma höfuð-
atriðinu — útbreiðslu bindisins —
þá kemur alt annað gott af sjálftx
sjer.
Pjetur Zóphóníasson.