Morgunblaðið - 17.01.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ JfHorgisnHafttd Útgef.: H.f. Árvakur, fteykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiósla: Austurstræti 8. — Sírai 1600. Aug-lýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrif stofa: Austurstræti 17. — Sími 3700. •Heimasímar: Jón Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuði. Utanlands kr. 2.50 á mánuði. í lausasölu 10 aura eintakið. 20 aura með Lesbók. Xæsta kjögfiaiiabil. likkir bæliraðl leykiivikir. Hitaveita Reykjavíkur. Af hverju stafar fjand- skapur rauðliða við þetta langstærsta fram- tíðarmál Reykjavíkur? Sjálfstæðisflokkurinn héfir tek- ið hitaveitumálið á sína arma. Enginn vafi er á því, að þetta mál, hitaveitan, er langsamlega stærsta framtíðarmál Reykjavík- urbæjar. Um þetta geta þeir best borið, sem reynt hafa. Landsspítalinn, Austurbæjarskólinn og nokkur hús einstakra manna hjeríbænum, hafa nú um skeið notað heitt vatn úr Þvottalaugunum. Þeir, sem þessara þæginda eru aðnjótandi, fá ekki nógsamlega lofað þau. Nú hefir Jón Þorláksson borg- arstjóri beitt sjer fyrir því, að þessu heita vatni úr laugunum verði veitt í húsinu á ofanverðri Skólavörðuhæðinni, en það eru þessi hús, sem nú verða harðast úti vegna vatnsskortsins. En Jón Þorláksson horgarstjóri hefir miklu stærri framtíðarætlan- ir í sambandi við heita vatnið úr skauti náttúrunnar. Hann beitir sjer nú fyrir því, aS hvert hús í Reykjavík fái heitt vatn. Fyrir forgöngu Jóns Þorláks- sonar tókst svo hamingjusamlega til í fyrra, að Reykjavíkurhæ eru nú trygð kauprjettindi á öllum jarðhita að Reykjum í Mosfells- sveit. Þegar þetta stærsta framtíðar- mál Reykjavíkur kom á dagskrá í hæjarstjórn, snerust fulltrúar Alþýðuflokksins gegn málinu, og gerSu alt sem þeir gátu til þess aS eySileggja þaS. í fyrstu var afstaða fulltrúa Framsóknarflokksins í bæjar- stjórn loðin til þessa máls. En nú hefir þeim runnið blóðið til skyldunnar, eins og glegst sjest á kosningasnepli Hermanns. JónasarliðiS ætlar einnig aS snúast gegn þessu máli. Þessi framkoma rauða liðsins og rauðskjótta í langstærsta velferð- armáli Reykjavíkur er óskiljanleg með öllu. Sú litla reynsla, sem fengin er á jarðhitarannsóknum á Reykjum, gefur bestu vonir um, að þar sjeu nægar uppsprettur til þess að hita upp öll.hús í bænum. Eru því allar líkur til þess, að innan skamms verði komið renn- andi heitt vatn úr skauti jarðar- innar í hvert einasta hús bæjar- ins. Hvílík viðbrigði! Höfuðborg íslands, Reykjavík, myndi þá veita íbúum sínum þau Eftlr"Jón Þorláksson. 6. Skipulag bæjarins. Skipulagsuppdráttur sá, er gerð- ur hafði verið af bænum innan Hringhrautar, náði aldrei staðfest- ingu og fjell úr gildi í sumar. A honum voru ýmsir þeir gallar, að ekki hefði verið rjett að lögfesta hann óbreyttan. Meðal þessara af- gerandi galla má nefna skipulagið á Skólavörðuhæðinni („Háhorg- ina“), sem alls ekki gat staðist, vöntun á götum og svæðum nægi- lega rúmgóðum fyrir bílaumferð, og vöntun á nauðsynlegu tilliti til skipulags utan Hringbrautar. — Hinsvegar er núverandi löggjöf um skipulagningu svo ófullkomin og á eftir tímanum, að alls ekki er við hlítandi í bæ eins Reykjavík, þar sem skipulags- ákvarðanir hafa í för með sjer svo mikið rask á verðmætum, sem fyrir eru. Þrátt fyrir þetta hefir verk skipulagsnefndar og bygging arnefndar, sem lagt hefir verið í skipulagsuppdráttinn, orðið að mjög miklu gagni til leiðbeining- ar fyrir byggingarnefnd og hæj- arstjórn við ákvarðanir um gatna- skipun og byggingatilhögun í þeim bæjarhlutum, sem hafa verið að hyggjast þessi á.rin. Undanfarin ár hefir hæjarstjórn in látið vinna af kappi að mæl- ingum og kortagerð af bæjarland- inu utan Hringbrautar, til und- irbúnings skipulagningar á því svæði. Var verkinu komið svo langt í byrjun síðasta árs, að.jeg gat látið gera yfirlitsuppdrátt af öllu hæjarlandinu frá mörkum Sel tjarnarnesshrepps og inn að Ell- iðaám. "Þó voru nokkrar eyður í þetta, sem eftir var að mæla, en vonast er eftir að þær verði allar fyltar á næsta vori, og þá verður unt að byrja á skipulagningu bæj arins í heild. lífsþægindi, sem engin önnur höf- uðborg í heimi getur boðið upp á. — En þetta mega rauðliðar — og þeir rauðskjóttu ■—■ ekki heyra nefnt. Og öll samfylkingin kemur nú til íbúa Reykjavíkur og biður þá, að veita fjandmönnum hitaveit- unnar þá aðstöðu í bæjarstjórn, að hægt verði að koma málinu fyrir kattarnef. Hve margir verða þeir íbúar höfuðstaðarins, sem ljá vilja lið til þessa? Jeg skal nú ekki að sinni fara langt út í bollaleggingar um það skipulag, sem enn er ógert. Þó get jeg ekki stilt mig um að segja það, að alveg er óhjákvæmilegt að sjá fyrir betra gatnasambandi milli Miðbæjar og Vesturbæjar en gamla skipulagið gerði, enda er það tiltölulega auðleyst mál að mjer virðist. Úm skipulagið utan Hringbrautar verður fyrst á það að líta, að hæjarlandið er mjög misjafnlega vel fallið til bygg- inga. Innan um það eru alls staðar mýrar, og þar sem mýrarjarð- vegur er dýpri err 2 til 2% metrar, °" skipulaginu, og er þá sjálfgefið að velja fyrst og fremst fyrir þau Giessen ljet mjer í tje, gengur nú sem stendur framþróun flugferð- anna í þá átt, að flogið verði yfir höfin í landflugvjelum. Til ör- yggis eru hafðir 3 hreyflar í hverri vjel, og kemur-ekki að sök þótt einn bili. Er nú álitið að í þessu felist meira öryggi en í því að hafa fluguna útbúna með flot- holtum, því að þeim útbúnaði má ekki treysta ef nauðlenda þarf á úfnum sjó. En fyrir langferða- landflugvjelar, er hingað mundu koma, þarf stóran flugvöll, af því að þær verða að geta tekið sig upp aftur hjeðan alveg fullhlaðn- ar. Flugvöllurinn þarf að vera 700 metrar í þvermál ,og gæti veldur ].að kostnaðarauka tals- hann rámast ‘ syðri hlnta Vatns- verðum við byggingar. Nú þarf mýrarinnar. Nyrðri hluti mýrar- að sjá fyrir opnum svæðum í j innar> miUi Hringbrautar og fram- lengingar Njarðargötu, sem nú er Aærið að hyrja á, ætti þá að vera L- þær mýrar, sem eru of djúpar til; íþróttasvæði. þess að þar verði sæmilega ódýrt; Annað íþróttasvæði ætti að geta að byggja. Með þetta fyrir aug- J komið í Norðurmýrinni. En úti- um hefi jeg látið rannsaka dýpt baðstaður með volgu sjóvatni og allra mýrarflákanna kringum hæ- inn, til leiðbeiningar fyrir skipu- lagninguna. Það er nú þegar fyr- irsjáanlegt, að stærstu opnu svæð- laugavatni ætti að koma nálægt því, sem sundlaugarnar eru nú, og yrði þá, er stundir líða fram, J útjaðri þess svæðis, sem er kjör- in eiga að vera Vatnsmýrin; j ið til þess að verða aðal-skemti- hluti af Norðurmýri, ásamt j garður bæjarbúa, en það er nú- Eringlumýri og Þvottalaugamýr- j verandi Þvottajaugamýri, með in. Allar þessar mýrar liggja nægi laugauþpsprettunum og Lauga- lega vel við framræslu til þess að læknum, sem á ýmsan hátt má þar geti verið íþróttasvæði og al-1 nota til þess að gera það svæði menningsgarðar með trjágróðri er fjölbreytilegt og aðlaðandi. End- stundir líða. í sambandi við skipulagið vil jeg aðeins minnast á væntanlegan flugvöll. Eftir upplýsingum, söm bollenski flugliðsforinginn van urbygging Sundlauganna sjálfra með t i 1 h ej’ran d i svæði umhverfis þær til útiveru og leika, tel jeg vera meðal næstu bæjarfram- kvæmda. Hefi jeg í haust látið „Eitraða uatnið“ Sósíalistar hafa í þessari kosningabaráttu fjölyrt um drykkjarvatn bæjarmanna, og nefnt »eitrað«. Sjálfir hafa þeir þóst bera fram hreinan »kosningadrykk« fyrir kjósendur. Uns þeir í fyrradag urðu skelkaðir, Hriflu-Jónas hafði slæðst með sem borgarstjóraefni. Samfylking rauðliða ætlar að tylla Jónasi frá Hriflu í borgarstjórastöðu, ef hún nær ir.eiri hluta í bæjarstjórn. Hann á að jafna „grenið“ við jörðu, og sjá um, að Reykvíkingar verði ekki lengur Þrándur í gátu rauð- liða. Minnist þessa, Reykvíkingar. Fjölmennið á kjörfund á laugar- dag og kjósið C-listann — lista Sjálfstæðisflokksins! Hjeðinn framreiðir kosningadrykkinn fyrir reykvískan kjósanda. vinna að tillögum og. uppdráttum af þessum útihaðstað, en fram- kvæmdir á því frestast þetta árið, meðan verið er að ljúka við Sund- höllina, sem auðvitað á að verða aðal-sundkenslustaður fyrir hæjar- búa yfir vetrarmánuðina, til þess meðal annars, að sem flestir geti lært að njóta þeirrar heilsubótar, sem sund undir beru lofti utan við bæjarmökkinn, og útivera í sambandi við það, getur veitt mönnum. -------------— Þýska ríkissfjórni ti biður um málshöfðun gegn Alþýðublaðinu fyrir svívirðileg orð um ríkiskanslarann. í fyrradag barst aðalkonsúlati Þjóðverja hjer í Reykjavík skeyti frá þýsku ríkisstjórninni um það, að konsúllinn skyldi snúa sjer til íslensku stjórnarinnar með beiðni um það, að hún höfðaði mál gegn Alþýðublaðinu vegna svívirðinga, sem komið hafa fram í greinum þess um Adolf Hitler ríkiskansl- ara. Konsúllinn sneri sjer beint til Ásgeirs Ásgeirssonar forsætisráð- herra með þessa beiðni. Tók for- sætisráðherra við henni og sendi hana jafnskjótt til dómsmálaráðu- neytisins til skjótra aðgerða. „Oðinn“ bjargat sfcipi. í ofviðrinu á dögunum rak mót- orskipið „Sleypni“ á land í Mjóa- firði. Skipið er 50 tn. að stærð og rak það hátt á land og talið von- lítið, að takast mundi að bjarga því. — Togarar voru fengnir til þess að reyna að bjarga skipinu, en allar tilraunir í þá átt reyndust árang- urslausar. Svo var Óðinn fenginn til þess að fara austur og reyna að ná skipinu út. Og á sunnudag tókst honpm að bjarga því og er nú á leiðinni hingað með skipið, sem talið er lítið skemt. Frægur rithöfundur ákærður fyrir landráð. Kalundborg, 16. jan. 1934. FÚ. Fyrir ríkisrjettinum í Leipzig er nú nýtt landráðamál í uppsigl- ingu,.sem vekur mikla athygli. Er það þýski rithöfundurinn Lodvig Renn, sem stefnt hefir verið fyrir ríkisrjettinn, og er hann kærður fyrir landráð, og óleyfilega út- breiðslustarfsemi í þágu Kommún- istaflokksins. Ludvig Renn hefir setið í fang- elsi mánuðum saman. Síðari árin hefir hann verið talinn í hópi frægústu rithöfunda Þýskalands, og gat hann sjer einkum orðstír fyrir aðalrit sín 2 sem heita „Krieg“ og „Nachkrieg“. Lidvig Renn er hernaðar sjerfræðingur, sem gerðist rithöfundur að ófriðn- um loknum, og fjalla bækur Itans um ófriðinn, og atburði þá er síðan gerðust í Þýskalandi. «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.