Morgunblaðið - 17.01.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.1934, Blaðsíða 6
6 s MORGUNBLAÐIÐ iQgbók. I miðda^smatinn: Ófrosið dilkakjöt, saltkjöt, hangikjöt. Reykt hjúgu, miðdags- Veðrið (þriðjudagskvöld kl. 5): pylsur, kjötfars, nýlagað daglega. AUdjúp lægð við suðurströnd ís- Það besta, að allra dómi, sem !lands veWur A-stormi og rigningu reynt hafa. með 2 st‘ hlta 1 Vm’ A 7' °S 77 landi er kaldi eða stinningskaldi á A og víðast úrkomulaust. Austan lands er hægviðri með 4—5 st. frosti. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvass A og NA. Úrkomulítið. G-listinn óskar eftir Sjálfboða- liðum til þess að vinna að sigri Sjálfstæðismanna við bæjarstjórn- arkosningarnar. Gefið yður fram þegar í dag í Varðarhúsinu. | Útvarpið í dag: 10.00 Veður- ifregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00 (Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. 19.10 Veðnrfregnir. 19.20 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 19.30 Erindi: 20 afmæli Eimskipafjelagsins Veislun Sveins lchannssonar. Bergstaöastræti 15. Sími 2091. Svana- vítamín smjörliki er bragð gott og næringar meíra en vítamínlaust smjörlív.i. ara (Brynjólfur Stefánsson forstjóri). 19.55 Auglýsingar. 20.00 Klukku- sláttur. Frjettir. 20.30 Stjórnmála umræður: Bæjarmál Reykjavíkur. C-Iistinn er listi Sjálfstæð- isflokksins. Síra Jón Auðuns biður spurn- ingabörnin að koma .til viðtals í bak sem elti Lyru alla leig frá Ávextir Epli Delicious ex. fancy 80 aura kg. Jonathan epli 65 aura 1/2 kg. Vínber, ágæt teg. Gló- aldin frá 12 aur. stk. Allar teg- undir af niðursoðnum og þurk- uðum ávöxtum. Verðið hvergi iægra. Versl Bicrnínn. Bervstaðastr. 35. Sími 4091. Nýkomið: ísl. bögglasmjör, afbragðs gott, ísl. egg á 12 og 16 aura stk. Jóhannes Jóhannsson Grundarstíg 2. gími 4131. kirkjunni í dag kl. 6. Kvennafundur. Sjálfstæðisflokk- urinn heldur fund fyrir stuðnings- konur C-listans í Varðarhúsinu kl. 4 síðd. í dag. Bæjarfulltrúaefni Sjálfstæðisflokksins mæta á fund- inum og taka til máls. Er skorað á allar stuðningskonur C-listans, sem heimangengt eiga, að fjöl- menna á fundinn og mæta stund-* víslega. Gjaldskrá rafmagnsveitunnar. — Þegar sú ákvörðun var tekin, að stækka Elliðaárstöðina, var gefið fyrirheit um það, að rafmagns- verðið myndi(eitthvað lækka hjer í bænum. Hefir borgarstjóri ný- lega falið rafmagnsstjóra að gera tillögur um þeta mál og rafmagns- stjóri skrifað borgarstjóra um mál ið. Og á fundi bæjarráðs 12. þ. m. var samþ. tillaga frá Jakob Möller um að fela rafmagnsstjóra að gera sem fyrst tillögur um breytingar á gjaldskrá rafmagns- veitunnar. Kjósið C-listann! Síldveiði eystra. Símskeyti frá Norðfirði í gær hermir það, að í fyrrinótt hafi þrír bátar þar veitt 1000 tunnur af síld, en þá sje ekk- ert skip við hendina til þess að taka við aflanum. Iðnaðarmannafjelagið í Reykja- vík heldur fund annað kvöld í Baðstofunni kl. 8y2. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Agústa Gísladóttir og Lárus Ársælsson, V estmannaey jum. C-Iistinn er listi Sjálfstæð- isflokksins. Gagnfræðaskólinn í Reykjavík heldur jólaskemtun sína í dag í Iðnó kl. 8y2 síðd. Aðaldansleik glímufjelagsins Ár- mann, sem átti að vera 20. jan., er frestað til laugardagsins 3. grenni bæjarins. Bæjarráð hefir haft erindið til athugunar, og hef- ir ekki sjeð ástæðu til að mæla á móti beiðninni. C-listinn er listi Sjálfstæð- isflokksins. Bæjarstjórnarkosningin. Kjós- endum hjer í bænum er skift í 25 kjördeildir og sú 26. er í Lauga nesi. — Húsasmiðir. Viðurkendir hafa verið til þess að standa fyrir húsa- byggingum: Ragnar Bárðarson trjesmiður, Bergstaðasti æti 60 og Ingólfur Guðmundsson trjesmiður, Laugaveg 47. Náttúrufræðingurinn, seinasta hefti 3. árgangs er komið út, f jöl- breytt og skemtilegt að vanda. — Fyrst er grein um kampaflóna, eitt, ''af frumlegustu núlifandi skordýr- ura, eftir Geir Gígja kennara. — Bjarni Sæmundsson dr. ritar um fásjeða fugla hjer á landi (pátt- hrafn, gransöngvara og fiskiöm). Þá er framhald á grein Ársæls Árnasonar um nýustu landnem- ana (sauðnaut, . silfurref, mink, nútríu og þvottabjörn). Olafur Friðriksson skrifar um ánamaðka og gesti frá Færeyjum (litla svart Færeyjum). Jón Guðlaugsson skrif ar um rjúpur á ferðalagi. Er skeið- öndin íslensk? eftir Bjartmar Guð mundsson. Skötuselur ræðst á æð- arfugl, eftir ritstjórann. Stóra fiskiönd, Ó. F. Árangur íslenskra fuglamerkinga. Er þar getið um fióra merkta fugla, sem náðust erlendis og þrjár rjúpur skotnar hjer og 9 aðra fugla fundna dauða. Byggiagarsamvinnufjelaglð hef- ir sótt um leyfi til þess að reisa 33 íbúðarhús á Jóhannstúni. Bygg- ingarnefnd hefir gefið leyfi til þess að byggja 27 hús og samþykt að mæla með því að fjelagið fái undanþágu frá byggingarsamþykt um 6 húsanna. C-Iistinn er listi Sjálfstæð- isflokksins. Hjálparstöð Líknar fyrir berkla- veika, Bárug. 2 (gengið inn frá Garðastr., 3. dyr t. v.). Læknir viðstaddur mánud. og miðvikud. kl. 3—4 og föstud. kl. 5—6. ísfisksala. Belgaum seldi afla sinn í Grimsby á mánudaginn, 1700 körfur, fyrir 1629 stpd. 1 gær seldi Tryggvi gamli, einnig í Grimsbv, 2000 körfur, fyrir 1637 stpd. Lyra kom til Bergen á mánu- daginn, fer þaðan áleiðis hingað annað kvöld kl. 10. íslandið er væntanlegt hingað að norðan og vestan snemma í dag, og fer hjeðan annað kvöld áleiðis til útlanda. Sjalfstæðismenn, þeir, sem óska, geta hlustað á útvarpsumræðpr í kvöld í Varðarhúsinu, uppi. IJm- ræður byrja kl. 8%- Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Kjósið C-listann! Gjafir til Elliheimilisins. X. 300 kr. (þrjú hundruð), Z. 97.50. -— Bestu þakkir. F. h. Elliheimilisins. Har. Sigurðsson. HeimdalSnr heldur opinberan æskulýðsfund í Varðarhúsinu n.k. fimtu- dag og hefst hann' kl. 8V2 síðd. Er fundurinn haldinn eftir samkomulagi við formenn hinna pólitísku æskulýðsfjelaga, þeirra flokka, sem hafa lista í kjöri við bæjarstjórnarkosningarnar, og munu ræðu- menn á fundinum verða starfandi meðlimir í þeim fje- lögum. Stjórn Heimdallar. Happdrætti Háskóia íslands Vinningar samtals í öllum flokkum 1 miljón 50 þúsuncL Sala hfiutaxniða er I»yrjus<l. 1 vinningur á 50 þús., 2 á 25 þús., 3 á 20 þús.y 2 á 15 þús., 5 á 10 þús., 10 á 5 þús. á heila miða. Verð: 1/1 miði 6 kr. í hverjum flokki, 34 miði 1.50. Fyrst um sinn verða einungis selclir 1/4 miðar A og B. Vinningar eru greidd- ir affallalaust og eru skattfrjálsir. Athygli skal vakin á því, að hlutamiða skal afhenda á útsölustöðunum, og verða þeir ekki bornir út til kaupendanna. Skrilstofuplðss á besta stað við höfnina til leigu frá 1. febrúar næstk. Upplýsingar í síma 1053. — Iltis i Borgarnesi og jörð í Borgarfirði eru til sölu, semja ber við Stefán Björnsson í Borgarnesi. Einar Þórðarson afgreiðslumaður á Njarðargötu 7, Rvík.. gefur allar upplýsingar um jörðina. Sími 4863. Að gefnu tilefni vil jeg taka það fram, að frú Soffía Guðlaugsdóttir hefir engar upplýsingar gefið mjer um sýn- ingu Leikfjelagsins á nýjársdag, eða neinu því, sem þar fór fram. Haraldur Björnsson. febrúar. __ ^ , Togararnir. Hilmir kom frá Eng Glimufjel. Armann. Glimuæfmg- landi - ?ærmor?nn, og Max Pemb- ar verða í kvöld í Mentaskólan- um: Kl. 8 fullorðnir. Kl. 9 drengir. Fjölmennið og mætið rjettstundis. Kynsjúkdómabölið. Bæjarráð hefir samþykt að kaupa sjálfsala fyrir varnarlyf gegn kynsjúkdóm- um og setja hann upp í náðhúsi karla við Bankastræti. Kjósið C-listann! Steindórs bílastöð hefir farið fram á það að fá leyfi til þess að nota 3 bifreiðir tveggja metra breiðar í ferðir milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur, og 4 bifreiðir erton og Bragi voru væntanlegir þaðan í gærkvöldi. Fisktökuskipin Bro og Kyvig fóru hjeðan í gær til þess að lesta fisk út um land. Sjálfstæðismenn, sem fara burt úr bænum fyrir laugardag, eru ámintir um að greiða atkvæði hjá lögmanni áður en þeir fara. Kosn- ingaskrifstofa lögmanns er í Póst- stræti 3 (gömlu símastöðinni) og opin álla virka daga frá kl. 10—12 og 1—5. Hannyrðakensla í Hafnarfirði. af sömu breidd til aksturs um ná-1 Frú Sigríður Árnadóttir á Reykja- víkurveg '8 í Hafnarfirði, ætlar að byrja hannyrðakenslu næstu daga. Hefir hún frá æsku numið hann- yrðir hjer heima og auk þess farið til útlanda til þess að læra meira heldur en kosur var á hjer á landi. Eimskip. Gullfoss fer til Vest- fjarða og Breiðafjarðar á morgun. Goðafoss er í Kaupmannahöfn. Brúarfoss kom til Djúpavogs í gærmorgun. Dettifoss kom frá út- löndum í gærmorgun. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss kom til Hull í gærmorgun. C-Iistinn er listi Sjálfstæð- isflokksins. Bisp, fisktökuskip hrakti fyrir stormi í ofviðri í vikunni sem leið, þar sem það lá fyrir festum í On- unarfirði. Um sömu mundir slitn- aði sæsíminn yfir fjörðinn og er ætlað að skipið muni hafa slitið hann, og hefir nú verið höfðað mál gegn því þess vegna. Skarlatssóttin er komin í Laugr arvatnsskólann og hefir hann ver- iS settur í sóttkví. Fyrsti sjúkling- urinn lagðist fyrir 5 dögum, en í gær voru 9 lagstir. Hjeraðslæknir kom þangað fyrir 3 dögum, og sá þegar að hjer var um skarlatssótt að ræða og bannaði þá allar sam- göngur við skólann. Kjósið C-Iistann! Útvarpið. í fyrradag breyttu útvarpsstöðvarnar í París og Da- ventry bylgjulengd sinni, en engin opinber tilkynning er komin um breytingarnar. Þó mega íslenskir útvarpsnotendur búast, við, að ís- lenska útvarpsstöðin færi sig bráð- lega 'á 1639 m. bylgjulengd. Ferðir fuglanna. Urtönd, sem merkt var við ITúseyjarkvísl í Skagafirði 6. ágúst í sumar, var skotin hjá Baldwinstown í Wex- fordsýslu í írlandi hinn 15. nóvem- ber. Urtandarungi, sem merktur var hjá Grímsstöðum við Mývatn 26. júní í sumar, var skotinn 15. nóv. í Downssýslu í trlandi. Skúf- önd merkt á hreiðri hjá Gríms- stöðum við Mývatn 14. júní í sum- ar var skotin h.já Loch Ennel í Westmeathsýslu í Irlandi 26. nóv. Fullorðin rita, sem merkt var á Sauðárkróki 9. júlí í sumar var drepin hjá Fogo-eyju h.já New Foundlandi, líklega í nóvember, en skýrslu vantar um stað og dag. (Eftir Náttúrufræðingnum). Ungir kjósendur! Minnist þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn er eini flokkurinn, sem hefir ungan mann í öruggu sætL Kjósið O-listann!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.