Morgunblaðið - 17.01.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.01.1934, Blaðsíða 3
MiSvikudaginn 17. janúar 1934. MORGUNBLAÐIÐ Lýsing Tryggva Þörhallssonar á sósíalistum eftir sambúðina 1927-1931. „Altaf þarftí að kaapa þá aftar og aftar — þangað tií þeír svika voríð Í931 — þótt þeir hefða fengíð hvert heíníð öðra feítara“. Bæði brot Framsóknarflokksins bafa undanfarið verið að senda hvért brjefið af öðru til „trún- aðarmanna“ út um sveitir land- ins, til þess að skýra klofninginn í Framsóknarflokknum. Kennir margra grasa í brjefa- safni þessu. í einu þessara brjefa, sem „bændadeildin“ sendir frá sjer, er Tryggvi Þórhallsson látinn lýsa sósíalistum, samkvæmt reynslú þeirri, er hann hafði af þeim, frá Bambúðinni 1927—1931. Um þessa reynslu eru höfð þessi orð eftir Tryggva Þórhallssyni: „En sín (þ. e. Tr. Þ.)reynsla væri sú frá stjórnartíð sinni, að ekki væri eigandi eftirkaup við sósíalista, og þar yrði því að láta hönd selja hendi, ef um samninga viðskifti væri að ræða. Hann þekti hvernig altaf þurfti að kaupa þá aftur og aftur árin 1927, ’28, ’29, og ’30, þangað til þeir sviku vor- ið 1931, þótt þeir hefðu feng- ið hvert beinið öðru feitara“. Þannig lýsir forsætisráðherrann fyrverandi, sambúðinni við sósíal- ista. Lýsingin er ófögur. Forsætisráð herrann segir berum orðum, að Framsóknarstjórnin hafi öll árin þurft að kaupa sósíalista til þess að hafa þá góða. Og hvernig voru kaupin? Sósíalistar hafa haldið því fram, að þeirra hlutur hafi verið fram- gangur ýmsra mála verkalýðnum til handa. Hvað segir Tr. Þ. um þetta? Hann segir berum orðum, að greiðslan til sósíalista hafi verið bein — hvert öðru feitara. Það voru því ekki hagsmunamál Verkalýsins, sem sósíalistar heimt uðu af Framsóknarstjórninni — heldur persónuleg bein til þeirra sjálfra. Allir vita, að Tr. Þ. skýrir hjer rjett frá. Jón Baldvinsson fekk banka- stjórastöðu. Harladur Guðmundsson fekk einnig bankastjórastöðu. Vilmundur Jónsson fekk land- læknisembættið. Allir frambjóðendur sósíalista við kosningarnar 1927 fengu bein hjá Framsóknarstjórninni. Þrátt fyrir allar þessar mörgu og mildu velgjörðir, sviku sósíal- istar vorið 1931. En þá stóðu kosningar fyrir dyrum. Á aukaþinginu í haust áttu þessi kaup við sósíalista að hef jast að nýju. Þá var röðin komin að Hjeðni' Valdimarssyni. Hann átti að fá ráðherraembætti, ef sósíal- istar vildu mynda stjórn með Hriflungum. Þetta verslunarbrask sósíalista er svívirðilegur blettur á íslensk- um stjórnmálum. Og enn í dag eru þessir herrar að versla. Nú versla þeir um borgarstjóra stöðu og ráðherratign. Jónas frá Hriflu er borgarstjóra efni rauðliða, ef samfylkingin fær meiri hluta í bæjarstjórn. Á móti á Hjeðinn Valdimars- son að fá ráðherrastöðu, ef rauða fylkingin skyldi fá meiri hluta á Alþingi. Þannig eru vinnubrögð sósíal- ista. Altaf þarf að kaupa þá aftur og aftur — þangað til þeir svíkja — eins og vitnisburður Tr. Þ. sannar átakanlega. Burt með þessa svívirðu úr ís- lenskum • stjórnmálum! Fyrsti fyrirlestur frú Kristínar Matthíasson um Indland. Lýst landi og þjóð. Þess hefir áður verið getið að frú Kristín Matthíásson ætlaði að halda fyrirlestra um Tndlandsför sína. — Fyrsta fyrirlestur sinn hjelt frú- in á sunnudaginn var í húsi Guð- spekiíjelagsins í Rvík fyrir troð- fullu húsi áheyrenda. Kunni hún frá mörgu að segja um þessa gömlu og merku menningarþjóð, j Indverja. Lýsti hún lífsvenjum þeirra og hinu óbrotna þjóðlífi, eins og það kemur ferðamannin- um fyrir sjónir. Margt kann Evrópumönnum að finnast einkennilegt í fari Ind- verja, enda eru þeir þeim gjörólík- ir. Er fróðlegt og skemtilegt að heyra sagt frá ýmsum siðum þeirra og venjum. Það er heldur ekki á hverjum degi, að okkur hjer heima gefst þannig færi á að heyra sagt frá Austurlöndum af sjónarvottum sjálfum, og á jafnskemtilegan hátt og frá Kristínu Matthíasson er sjerstaklega lagið. Var erindið vel flutt og skörulega framsett. Voru og sýndar skuggamyndir til skýr- ingar. Tvo næ.stkomandi sunnudaga mun frá Matthíasson halda fyrir- lestrum -sínum um Indland áfram. Gefst þai* á gætt tækifæri til þess að kynnast frekar stjórnmálaá- standi landsins og lífsafstöðu þjóð | arinnar, því að í þessum tveimur síðari erindum mun frúin aðallega taka til meðferðar stjórnmál Ind- lands og lífsviðhorf Indverja. Iðnaðarmenn! Minnist þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn er eini flokkurinn, er hefir uppfylt óskir ykkar og sett menn úr ykkar stjett á sinn lista. Kjósið því C-listann! Gengismálin í U. S. A. Roosevelt fer fram á að dollar- inn verði stýfður i 50— 600|0 og að ríkið eignist alt gull í landinu. Bannar útflutning á silfurpeningum Washington 16. jan. United Press. F.B. í boðskap sínum til þjóðþings- ins um gjaldmiðils málin leggur Roosevelt forseti til að þjóðþingið ákveði hámarksverð dollars. Legg- ur forsetinn til að þetta hámark vertSi ákveðið 6% og fer fram á heimild þingsins í þessu efini. Einnig fer hann fram á, að rík- issjóður fái til varanlegra um- ráða og eigna allan gullforða í landinu, en hann nemm- fióru-1 miljörðum dollara. Heldur forset- inn því fram, að með þessum gull- forða sje hægt að koma föstu, tryggu og fullnægjandi skipulagi á gjaldmiðilsmálin. Sjálfur kveðst hann ekki vera þeirrar skoðunar, að þörf sje á að ákveða verðgildi dollarsins mjög nákvæmlega, og halíast að því að verðið verði á- kveðið 50—60% eins og stendur. Samkvæmt áætlun Roosevelts verð ur hætt að slá gullpeninga, en gullforðinn hafður allur ómótaður. uðu gulli. Roosevelt hefir bannað útflutn- ing á amerískum silfurpeningum. Englendingar æfir. Berlin, 16. jan. 1934. FÚ. í Englandi hefir síðasti boðskap ur Roosevelts forseta um gjaldeyr- ismálin vakið afar illan kurr og er hann gerður að umtalsefni í öllum helstu Lundúnablöðum í dag og hvarvetna farið um hann hörðum orðum. Einkum leggja blöðin áherslu á það að með nýrri 40% lækkún dollarsins sje ráðist beint að enskri verslun og ensk- urn hagsmunum, auk þess sem telja mégi óefað, að slík ráðstöfun muni verða Bandaríkjunum sjálf- um til lítillar blessunar. — Al- ment er þess vænst í Englandi að enska stjörnin geri allar þær gagnráðstafanir, sem í hennar valdi standa. Breska stjórnin viðbúin aS gera gagnráðstafanir. London, 16. jan. United Press. F.B. Bresku ráðherrarnir munu koma saman á fund í dag til þess að ræða um liver áhrif verðfesting Bandaríkjadollars muni hafa á verslun Breta. Einnig munu þeir ræða um hvaða ráðstafanir beri að gera til verndar breskum viðskift- um, og samvinnu milli Bretlands og nýlendnanna gegn innflutningi á vörum frá Bandaríkjunum, sem boðnar kynnu að verða undir því verði, sem hægt er að framleiða og selja samskonar vörur fyrir. Samkvæmt áreiðanlegum héimild- um mun breska stjórnin ekki hika við, að hækka niigildandi innflutn- ingstolla, ef hætta stafar fyrirsjá- anlega af innflutningi frá Banda- ríkjunum. Nýtt gjaldeyrisstríð — éða hvað? London, 16. jan. 1934. FÚ. Hin nýja stefna Bandaríkjanna, í gjaldeyrismálunum, hefir orðið heimsblöðunum aðal umræðuefnið í dag. Er miklum getum að því leitt hvort hún muni leiða til al- þjóða samkomulags í gjaldeyris- málum, eða hvort hana beri að skoða sem upphaf nýrrar gengis- styrjaldar. 1 boðskap sínum til þingsins !:omst forsetinn m. a. svo að orði, „að hann vonaðist til þess að sjá dollar endanlega verðfeátan í hlut falli við sterlingspund og franka“. Frá því er ennfremur skýrt, að Morgenthau, núverandi fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, hafi látið í ljós, að ef Bandaríkin, Stóra Bretland og Frakkland gætu nú komist að samkomulagi í gjald- eyrismálunum mundi það leiða af sjer alþjóðaverðfestingu gjaldeyr- is. — Ýmsir líta á það sem vott yfir- vofandi gengisstyrjaldar, að Banda ríkin eru nú að koma upp óhemju fjesterkum gengisjöfnunarsjóðum. Hinsvegar er það liaft eftir Morg- enthau, að þessi nýi gengisjöfn- unarsjóður verði ef til vill aldrei notaður, þar sem að hann muni, að öllum líkindum ná tilgangi sín- um, með því einu, að vera til. Fjármálastjórn Bandaríkjanna tilkynnir í dag, að gull það, sem krafist var, með sjerstakri tilskip- un í síðasta mánuði, skuli afdrátt- arlaust afhenda í síðasta lagi fyr- ir miðnætti á morgun. Samtímis er það tilkynt, að Federal Reserve bankasambandið sjer í þann veg- inn að taka að sjer gullkaupin, heima fyrir og erlendis, en þau voru áður í höndum R. F. C. (Recovery Finance Corporation). Fregnirnar um boðskap forset- ans ollu þegar í stað verðfalli á gulli, og í kauphöllinni í Johann- esburg komst alt í uppnám, þar sem miðlarar neittu allra bragða til þess að komast yfir hlutabrjef, sein hlutabrjefaeigendur vildu ekki selja. BsefaFsSjóriiftr® ]k®g®$fi]ig|isi á Aknreyra. í gær fóru fram bæjarstjórnar- kosningar á Akureyri. Kosið var um 6 lista, og fellu atkvæði svo á þá: Úrslit: Sjálfstæðisflokkurinn 410 Kommúnistar 406 Framsóknarflokkurinn 377 Listi Jóns Sveinssonar 355 Jafnaðarmenn 210 Iðnaðarmannalisti 154 Kjósa átti 11 fulltrúa í bæjar- stjórn og hafa því hlotið kosningu: 3 Sjálfstæðismenn. 2 Kommúnistar. 2 Framsóknarmenn. 2 Bæjarstjóramenn. 1 Jafnaðarmaður. 1 Iðnaðarmannalistamaður. * Borgarstjóraefni rauðliða. Lið hinna rauðu og rauðskjótta (Tímamenn) teflir fram þremur listum við bæjarstjórnarkosnin'g- arnar hjer á laugardaginn kemur. Innbyrðis í liðinu ríkir megn óá- nægja. Tímaliðið er í molum, eftir „uppgjörið“ á aukaþinginu. Þeir rauðskjóttu í liðinu standa að lista Hermanns. Sá listi snýst ein- göngu um Hermann persónulega. Hann er fylgislaus meðal bæjar- búa. Mikil og megn óánægja ríkir innan Alþýðuflokksins, eftir samn ingana sem forsprakkarnir gerðu á aukaþinginu við rauðskjótta lið- ið í Framsókn. Þessa sundrung hefir Hjeðinn hugsað sjer að berja niður með frekju og offorsi. Hann leggjur því alt kapp -á, að ná ein- ræði í Alþýðuflokknum. Þess vegna bolaði hann öllum „óþæg- um“ út af lista flokksins nú við bæjarstjórnarkosningarnar. — Kommúnistar ganga einnig klofn ir til kosninga. Þar togast á öflin frá Moskva og persónulegir hags- munir einstakra manna í liðinu, sem vilja pota sjer áfram með stuðningi sósíalista og Hriflunga. Meðal þessara manna er Einar Olgeirsson. En þrátt fyrir þessa sundrung, sem er innbyrðis í rauða liðinu, er öll fylkingin sammála um eitt: I Að taka saman höndum og stjórna Reykjavíkurbæ, ef kjósendur bæj- arins vilja gefa þeim aðstöðu til þess. Um þetta er alt liðið innilega sammála. . En hver er sá, sem á að vera tengiliðurinn milli þessa óánægða og sundraða liðs ? Hver er borgar- stjóraefni samfylkingar rauðliða? Fyrir rúmu ári var Sigurður Jónasson borgarstjóraefni liðsins. Nú er hann farinn úr Alþýðu- flokknum, með þeim eftirmælum flokksblaðsins, að hann hafi altaf verið flokknum til bölvunar. —■ Svona var maðurinn, sem rauðlið- ar gátu sameinað sig um í fyrra En nú? Fullyrt er, að þeir Hjeðinn og Jónas frá Hriflu hafi komið sjer saman um borgarstjóraefni, ef rauða fylkingin skyldi fá meiri- hluta í bæjarstjórn. Þessi maður sje sjálfur höfuðpaurinn, Jónas Jónsson frá Hriflu. Það er auðsjeð á Alþýðublaðinu í fyrrad., að blaðið hefir heyrt um þessa leynisamninga Hjeðins. og Jónasar. Blaðið reynir af öllum mætti að kveða þetta niður og eys skömmum og svívirðingum yf- ir Jónas. En hver trúir stóryrðum Alþýðu blaðsins í þessu máli? — Ekki er liðinn meira en rúmur mánuð- ui síðan allir broddar Alþýðu- flokksins, með tölu, gerðu samn- ing við Jónas frá Hriflu um stjórn landsins. Nokkru áður en þeir samningar voru gerðir, reyndi Alþýðublaðið að telja lesendum sínum trú um, ac ekki kæmi til.mála að Alþýðu- flokkurinn gerði samband við Framsókn. Svo var Hjeðni boðin ráðherra- tign og samningar óðara undir- skrifaðir! Og Alþýðublaðið smjatt- aði á öllu saman! Eins mundi enn fara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.