Morgunblaðið - 20.01.1934, Page 7
Krossinn fyrir framan C.
MORGUNBLAÐIÐ
7
loforð og §vik.
Sögu Tímaklíkuxmar, má skifta
í tvo höfuðkafla eða tímabil.
Fyrra tímabilið, er tímabil lof-
‘orðanna, sem líka hefir verið
nefnt „lygaöldin mikla“, en seinna
tímabilið, sem oft.er kallað „þjófa
öldin mikla“, er tímabil svikanna.
Fyrra tímabilið, loforðatímabil-
ið, er liöfuðeinkenni klíkunnar, og
geugur eins og rauður þráður í
gegn um alla stjórnmálastarfsemi
hennar, enda þótt svikin og- grip-
deildirnar yfirgnæfðu alt annað,
á þeim árum, sem hinir saman-
hlaupnu ræningjar Tímaklíku og
sósíalista fóru með æðstu völd í
þessu landi.
„Þjófaöldin mikla“, eða svika-
tímabilið, hófst með valdatöku
rauðu flokkanna árið 1927 og
hjelst, óslitið þangað til óstjórnin
valt úr valdastól og núverandi
samsteypustjórn var mynduð.
Á Þjófaöldinn var gæðingum
Jónasar frá Hriflu og sósíalistum
raðað á ríkisjötuna í hundraða-.
tali. Þá var málalið stofnað og
mútuþý alið, og er það lið alt
mörgum sinnum stærra og dýrara
en alt lögreglulið landsins.
Þá var ríkissjóðurinn skoðaður
sem flokkssjóður, þess argvítug-
asta afturhalds, sem sögur fara
af á íslandi. — Þess afturhalds,
sem kennir sig við „Framsókn“ og
lofaði sparnaði í embættísmanna-
lialdi og öllum opinberum rekstri,
en sem fjölgaði opinberum starfs-
mönnum um fullan helming og
eyddi tugum miljóna, í heimildar-
leysi til þess að stofna ný og ný
„Hrifluhreiður“, til þess að geta
komið snýkjudýrum og málaliði á
ríkisjötuna.
Þegar loksins, eftir harða og
þrautseiga baráttu Sjálfstæðis-
manna, tókst að sparka Hriflulið-
inu út úr stjórnarráðinu, var rík-
isfjárhirslan tóm og allir opinber-
ir sjóðir uppjetnir, erlendar skuld-
ir margfaldaðar og álit þjóðarinn-
ar stórkostlega lamað.
Hrifluliðjð hefir lengi mænt gráð
ugum og soltnum augum til bæj-
arsjóðs Reykjavíkur, en fjárhag
Reykjavíkur tókst Sjálfstæðis-
mönnum að vernda alla hina al-
ræmdu þjófaöld, og stendur hann
því í miklum blóma.
Nú er það von Hriflunga, að
hinni rauðu þrenningu takist að
ná sameiginlegum meiri hluta við
bæjarstjórnarkosningarnar í dag,
til þess að hægt verði að raða
nxála- og mútuliði þessara flokka
á bæjarsjóðsjötuna, meðan þar er
nokkuð ætilegt til í sultinn á hin-
Um rauðu og rauðskjóttu snýkju-
dýrum.
Reykvíkingar!
Við bæjarstjórnarkosningarnar
í dag, reyna samfylkingar rauð-
liðanna enn á ný, að ná Reykja-
vík úr höndum okkar Sjálfstæðis-
ntanna. Nú er það sameiginlegt
tukmark þeirra undir stjórn
Hriflu-níðinggjng að reyna að ná
<5ruppluðum bæjarsjóði Reykja-
Vl*áur 4 sitt vald.
Sjálf stæðismenn!
Látið Reykjavík aldrei falla í
hendur hinna samanhlaupnu ræn-
iugja. Rekum illþýðið og snýkju-
dýrin, sem svíkja öll sín loforð,
höndum okkar og munum það, 1
að Reykjavík er höfuðborg ís-
lands og höfuðvígi sjálfstæðis-
stefnunnar í þessu landi.
Reykjavík á að vera hið ósigr-
andi vígi hins frjálsa framtaks
þjóðarinnar. Hún á að vera sá yl-
ur og aflgjafi í öllu athafnalífi
landsins, sem kveður niður alla
kúgun og brýtur niður alla póli-
tíska fjötra.
Ungur Sjálfstæðismaður.
Vjelbátur
ferst.
Þrír menn farast.
Hjá Ryvingen í Noregi, skamt
frá Mandal, ætla menn að íslensk-
ur vjelbátur, „Hjálmar“ hafi far-
istist. Bátur þessi var smíðaður
hjá „Frederikssunds Skibsværft“
og lagði á stað á sunnudaginn á-
leiðis til Vestmannaeyja.
Á skipinu voru þrír menn,
Christiansen skipstjóri frá Mid-
delfart, 50 ára að aldri, Willum
Andersen bátasmiður, 68 ára að
aldri, og Jörgen Andersen, sonur
hans, 25 ára að aldri. Þeir áttu
heima í Frederikssund.
(Sendiherrafrjett).
Bátur þessi var smíðaður fyrir
Kaupf jelagið „Bjarma“ í Vest-
mannaeyjum, eftir pöntun um-
boðsfirma skipasmíðastöðvarinnar
lijer, Eggerts Kristjánssonar & Co.
Var báturinn vátrygður áður en
hann lagði á stað, lijá Samábyrgð-
inni, fyrir 32 þús. króna. Stærð
bátsins var 19 smálestir.
Morg-unblaðið átti tal við Egg-
ert Kristjánsson stórkaupmann í
gær og hjelt hann að báturinn
mundi hafa farist á þriðjudags-
nótt. Þar sem hann strandaði er
4 metra dýpi og hefir reynst
ómögulegt að komast að honum
vegna hrims. Hefir verið aftaka-
veður um vesturströnd Noregs
alla, í Víkinni og dönsku sund-
unum undanfarna daga.
Ný ensk hungurganga í
vændum.
Berlín 18. jan. F. Ú.
Enska blaðið Morning Post
segir frá því, að breskir komm-
únistar hafi nú í hyggju að hefja
nýja hungurgöngu til London,
en síðasta hungurganga þang-
að var í des. 1932.
Eftirlit með Torgler.
Normandie 18. jan. F. Ú.
Torgler er sagður vera und-
ir stöðugu eftirliti leynilögregl-
unnar í Berlín, og er sagt að
hann muni verða settur í fanga-
herbúðir, þrátt fyrir sýknun
hans í Ríkisþinghússbrunamál-
inu.
Þjóðverjar amast við
Austurríkismönnum-
Normandie 18. jan. F. Ú.
Þýsk stjórnarvöld hafa skip-
að svo fyrir, að allir Austurrík-
ismenn í Þýskalandi skuli láta
skrásetja sig, og þeim sem ekki
erða við þeim ákvæðum skuli
gefinn 24 stunda brottfararfrest
ur.
Peir rauðskjóttu
reyna stjórnarb> ltingu í
Portúgal.
Gera tilraunir til þess að
stöðva vatns, gas og raf-
leiðslúr höfuðborgarinn-
ar.
Lissabon 18. jan.
United Press. P.B.
Allsherjarverkfall, sem vinstri
öfgaflokkarnir komu af stað og
átti að líkindum að verða upp-
haf byltingar um gervalt land-
ið, fór algerlega út um þúfur,
vegna víðtækra ráðstafana, sem
þegar voru gerðar af hálfu rík-
isstjórnarinnar. — Uppreisnar-
menn gerðu árásartilraunir á
lögregluna vopnaðir sprengjum,
en lögreglan hratt árás þeirra.
Annar flokkur uppreisnarmanna
gerði árásartilraun á hermanna
skála, en hermennirnir skutu á
þá og dreifðu árásarliðinu. Hóp-
ar uppreisnarmanna gerðu á-
rangurslausar tilraunir til þess
að taka vopn af lögreglumönn-
um á götunum og einnig gerðu
þeir tilraunir til þess að stöðva
vatns, gas og rafmagnsleiðslur
borgarinnar. — Ríkisstjórnin
ljet vjelbyssusveitir fara þegar
á alla helstu staði í borginni, ljet
loka leikhúsum og kvikmynda-
húsum og kom á blaða og skeyta
skoðun. Höfðu allar þessar ráð-
stafanir og fleiri tilætluð áhrif.
— Yfirmaður stjórnmálalög-
reglunnar hefir tilkynt, að alger
kyrð sje nú komin á í borginni.
Nazistar handteknir í
Austurríki.
Berlín 18. jan. F. Ú.
I borginni Linz í Austurríki
voru 30 Nazistar handteknir í
gær, og var tilefnið það, að varp-
að hafði verið sprengju í hús
hins nýja öryggisrjettar, sem
stofnaður hefir verið í Linz.
Gerði sprengjan nokkuð tjón á
húsinu, en ekkert manntjón
varð. Eftir tilræðið voru gerðar
húsrannsóknir hjá öllum helstu
meðlimum Nazistaflokksins þar
í borg, sem nú hefir verið upp-
leystur, og hafa þessir 30, sem
handteknir voru verið fluttir í
fangaherbúðir. Sagt er að Aust-
urríska stjórnin hafi í hyggju, að
koma upp nýjum fangaherbúð-
um, því að þær tvær herbúðir,
sem fyrir hendi eru, eru þegar
orðnar fullar.
□agbók.
Kosningin hefst kl. 10.
□ Edda 59341207 = 2.
Talning atkvæða hefst þegar
að lokinni kosningu í kvöld og
heldur áfram í nótt.
Veðrið (föstudagskvöld kl. 5):
Víðáttumikil lægð að nálgast suð-
vestan af hafi. Lítur út fyrir að
hún mun valda vaxandi SA-átt og
þíðviðri hjer á landi.
Veðurútlit. í Rvík í dag: All-
h.vass SA. Hlákuveður.
Messur í dómkirkjunni á morg-
un: Kl. 11, i Sigurbjörn Á. Gísla-
son cand. theol. Kl. 2, barnaguðs-
þjónusta (síra Fr. H.). Kl. 5, síra
Friðrik Hallgrímsson.
Koshingin hefst kl. 10.
Kjósið C-listann.
Messað í fríkirkjunni á morgun
kl. 5, síra Árni Sigurðsson.
Messað í Hafnarfjarðarkirkju á
morgun kl. 2, síra Garðar Þor-
steinsson. (Athugið tímann).
Útvarpið í dag: 10.00 Veður-
fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00
Veðurfregnir. 18.45 Barnatími
(Bjarni Bjarnason kennari). 19.10
Veðurfregnir. 19.20 Tilkynningar.
Tónleikar. 19.30 Tónleikar (Út-
varpstríóið). 19.55 Auglýsingar.
20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30
Upplestur: Sögukafli (Einar H.
Kvaran). 21.00 Tónleikar: Fiðlu-
sóló (Einar Sigfússon). Grammó-
fónsöngur.
Kosningaskrifstofa Sjálf-
stæðisflokksins er í V arðar-
húsihu.
Skíðafjelagið fer á morgun upp
að Svanastöðum ef veður leyfir.
Verður gengið að Tröllafossi og
víðar. Skíðafæri er ágætt.
Hjónaefni. Trúlofun sína hafa
ópinberað ungfrú Ethel Ingólfsdótt
ir frá Herdísarvík og Jón Guð-
mundsson, Nesi.
Togararnir. Hilmir fór til Kefla-
víkur í gær t.il þess að taka báta-
fisk. Arinbjörn hersir fór til Eng-
lands í gær með bátafisk. Snorri
goði og Sviði frá Hafnarfirði eru
hjer að taka bátafisk. Togaranum
Hannesi ráðherra var lagt upp í
Skerjafirði í gær.
Þórshamar, blað ungra Þjóðern-
issinna, sem vinna gegn rauðlið-
um, kemur út í dag.
Edda kom til Ardrossan í Skot-
landi í gær. Fer áleiðis til Aust-
fjarða í dag.
íslandið fór frá Vestmannaeyj-
um áleiðis til Færeyja og Kaup-
mannahafnar í gærmorgun.
Kosningaskrifstofa Sjálf-
stæðisflokksinís er í Varðar-
húsfnu.
Verkakonur svívirtar. í gær
kom xit nýtt blað, er „Verka-
kvennablaðið“ nefnist. Er því ætl-
að að styðja kosningu lista krata-
burgeisa og er frú Jóhann Egils-
dóttir, sem sett er í vonlaust sæti
á listanum, notuð sem beita. Er
látið lieita svo, sem verkakonur
skrifi blaðið, en nál. allar grein-
arnar eru skrifaðar af kratabrodd-
unum undir alskonar dulnefnum.
Sameiginlegur sjóður Verkakvenna
fjelagsins Framsóknar er látinn
kosta útgáfu blaðsins.
ísfisksala. Skallagrímur seldi á
Timtudaginn í Hull, 828 kit, fvrir
1842 stpd.
Esja var á Norðurfirði um há-
degi í gær.
Næturvörður verður í nótt í
Reykjavíkur Apóteki og Lyfja-
búðinni Iðunn.
Kjósið C-listann!
Stjórn Elliheimilisins hjer í bæn
um hefir gert ráðstafanir til að
hefja málsókn gegn Birni Bjarna-
syni, efsta manni á lista kommún-
ista, fyrir lygar og illmæli um
Elliheimilið.
Daníel Fjeldsted læknir hefir
flutt lækningastofu sína í Revkja-
víkur Apótek, þriðju liæð.
Kosningaskrifstofa Sjálf-
stæðisflokksins er í Varðar-
húsihu.
Fund hjeldu Sjálfstæðismenn í
Nýja Bíó kl. 4y2 í gær. Á fund-
inum töluðu Jón Þorláksson borg-
arstjóri, Bjarni Benediktsson
próf., Jakob Möller alþm., Ragnar
Lárusson verkamaður, Guðm. Bene
diktsson bæjargjaldkeri, Sigurður
Jóhannsson, Ólafur Thors alþm.
Eimskip. Gullfoss er í Styklcis-
hólmi. Goðafoss er í Kaupmanna-
höfn. Brúarfoss var á Seyðisfirði
’ gærmorgun. Dettifoss fer vestur
| Smá-auglýsingar|
Litla Blómabúðin, Skólavörðu-
stíg 2, sími 4957, hefir daglega
nýja Túlipana með mismunandi
verði og litum.
Mannbroddar í skóhlífar, ný-
komnir. Járnvömdeild Jes Zimsen.
Dívanar, dýnur og alls konar
stopþuð húsgögn í miklu úrvali
á Vatnsstíg 3. Húsgagnaverslun
Reykjavíkur.
Hafnfirðingar. Byrja hannyrða-
kenslu næstu daga. Sigríður Árna
dóttir, Reykjavíkurveg 8.
Mann eða ungling vantar til að
hjálpa í fjósi og flytja mjólk, nú
þegar. Upplýsingar í Klömbrum
við Sunnuhvol.
Reyktur
fiskur.
T Versliiniii
Kjöt & Fiskur.
Símar 3828 og 4764.
Avextir
Epli Delicious ex. fancy 80 aura
l/2 kg. Jonathan epli 65 aura
Í/2 kg. Vínber, ágæt teg. Gló-
aldin frá 12 aur. stk. Allar teg-
undir af niðursoðnum og þurk-
uðum ávöxtum.
Verðið hvergi lægra.
Ifersl. Bjdrnlnn.
Bergrstaðastr. 36. Sími 4091.
Fjallkonu-
svertan
cr
best.
Hlf. Efn.igerð Reykjavikur.
og norður um land á morgun.
Lagarfoss fer frá Kaupmannahöfn
í dag. Selfoss kom til Leith í gær-
morgun.
lnnflutningurinn. Fjármálaráðu-
neytið tilkynnir F. B. 19. jan„
að í desembermánuði s.l. hafi inn-
flutningurinn numið kr. 2.820.946.-
00, þar af til Reykjavíkur kr.
2.146.214.00.
Sjómannakveðja. Lagðir af stað
til Englands. Vellíðan. Kveðjur.
Skipverjar á Venusi. FB. 18. jan.
Farsóttartilfelli á öllu landinu í
desembermánuði s.l. voru 1620 tals
ins, þar af 537 í Reykjavík, 500 á
Suðurlandi, 132 á Vesturlandi, 318
á Norðurlandi og 133 á Austur-
landi. Kvefsóttartilfellin voru
flest eða 983 (345 í Rvík). Kverka
bólgutilfelli 301 (36 í Rvík). Skar-
latssóttar 68 (3 í Rvík). Hlaupa-
bólu 31 (13 í Rvík). Taksóttar 30
(4 í Rvík). Kveflungnabólgu 28
(5 í Rvík). — Landlæknisskrif-
stofan. ‘— (FB.).
Kosningskrifstofa Þjóðernis-
sinna er í Ingólfshvoli. Sími 3837.