Morgunblaðið - 21.02.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ |ftlcr0it»Haí>ií> Útgef.: H.f. Árvakur, Keykjavlk. Rltstjórar: Jón Kjartansaon, Valtýr Stefánsson. Rltstjórn og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Slml 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 3700. Heimastmar: Jón KJartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. ' Árni Óla nr. 3046. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innaniands kr. 2.00 á mánuttl. Utanlands kr. 2.50 á mánuBi. í lausasölu 10 aura elntaklð. 20 aura meti Lesbók. Auglýiingar og pólltík. Þegar kaupmaður auglýsir eiu- hverja vöru, er ætlan haus að al- menning'ur fái vitneskju um, að þessa vöru hafi hann á boðstólum. Kaupmaðurinn hugsar því fyrst og fremst um það, með hverjum hætti best er að koma þessum boðum til almennings. Og auðvitað leitar hann til þeirra blaða, sem mesta útbreiðslu hafa, því að þannig nær hann mesfcum og bestum árangri af auglýsingunni. Síðan kosningableðill Tíma- manna hóf göngu sína hjer í bæn- um, hafa útsendarar hans elt kaup- menn bæjarins á röndum og reynt að sníkja hjá þeim auglýsingar í blaðið. Tímapiltar virðast líta svo á, að þar sem þeir gefi nú út pólitískan kosningasnepil, eigi þeir heimt- ingu á að fá birtar allar þær aug- lýsingar, sem birtast í víðlesnustu blöðum bæjarins. Og ef kaupmenn neita að birt.a auglýsingu í snepl- inum, eru þeir ofsóttir og svívirtir af hyski því, sem við snepilinn starfar. Þetta framferði Tímapilta er gersamlega óþolandi. Ef þeir telja sig samkepnisfæra við önnur blöð hvað gildi auglýsinga snertir, er það vissulega þeirra að sýna í verki að svo sje. Það eitt nægir ekki, að gefa út blaðsnepil. Tímapiltar eru því vanastir, að ganga. í opinbera og hálfopinbera sjóði til þess að kosta sín blöð. Þaðan hafa þeir feng'ið styrktar- ifjeð. Nú er ríkissjóður piltum þessum lokaður. Þá ganga þeir með sinni alþektu frekju að kaupmönnum og heimta, að þeir styrkji blaða- sneplana með auglýsingagjöfum. Fáfræði þeirra og skilningsleysi á þýðing og gildi blaða fyrir aug- lýsingar, er svo óberandi, að furðu sætir. Þetta framferði Tímapilta er að j verða fullkomið hneýkslí. Þessir i menn virðast. líta svo á, að auglýs- ingar verslana sje ekkert annað en góðgerðastarfsemi fyrir póli- tíslr blöð. Stórbruni í Póllandi. ---------------* Berlín 19. febr. FÚ. Eldur kom upp í þorpi einu í Póllandi í g'ærkvöldi. Breiddist hann óðfluga út, því stormur var á og voru 100 hús brunnin til kaldra kola þegar síðast frjettist, en seint í gærkvöldi hafði ekki tekist að stöðva eldinn. Kolluinólii) Lögreglustjórliia gef- ur falska skýrslu. Eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu, var Arnljótur Jóns- son fyrir skömmu skipaður til þess að rannsaka hið svokallaða kollu- mál, sem Hermann Jónasson lög- reglustjóri er við riðinn. Þetta mál er þannig til komið, að grunur ljek á, að Hermann Jónasson lögreglustjóri hefði hinn 1. desember 1930 skotið æðar- kollu úti í Orfirisey. Grunur þessi er nú orðinn að veruleika, þar sem tvö vitni hafa boxúð fyrir rjetti, að þau hafi staðið hanp að þessum verknaði. Mál þetta — og önnur atriði í sambandi við það — er enn undir rannsókn. Verður því ekki að þessu sinni skýrt frá einstökum atriðum þess. En þar sem Alþýðublaðið og ’kollublað* lögreg'lustjóra hafa nú síðustu dag’ana þyrlað miklu mold- viðri um þetta mál, sneri Morgun- blaðið sjer í gær til hins skipaða rannsóknardómara og fekk hjá honum eftirfarandi upplýsingar. Frásögn Arnljóts Jónssonar. — Hafið þjer ekki lesið síðustu skrifin í blöðunum um æðarkollu- málið svonefnda, sem þjer hafið undir rannsókn? spyrjum vjer Arnljót Jónsson. — Jú, jeg hefi Jesið jiau, svarar Arnljótur. — En jeg hefi ekki gef- ið blöðunum neinar upplýsingar í málinu, og mun ekki gefa neinu blaði upplýsingar um einstök at- riði málsins, á meðan rannsókn stendur yfir. — En hvað segið þjer um frá- sögn blaðanna? — Þau um það, hvað þau skrifa. Jeg skifti mjer ekkert af því. En það get jeg sagt, að skýrsla blað- anna er í mörgum atriðum bein- línis röng og í flestum atriðum mjög villandi. Það mun lcoma fram á sínum tíma — þegar rann- sókn er lokið og öll málsatriði verða opin fyrir almenning. En á þessu stigi málsins sje jeg ekki ástæðu til að fara að hnekkja ein- stökum atriðum í frásögn blað- anna. — Hafa mörg vitni verið leidd í málinu? — Já, svarar Arnljótur. Og því get jeg bætt við, sagði hann, að framburður vitna, sem leidd hafa verið í málinu er yfirleitt mjög' skýr og samhljóða. Og ekkert hefir fram komið, sem hnekkir því, að vitnin skýri satt og rjett frá. — — Eru rannsóknaratriðin mörg, sem snerta þetta kollumál? — Þau eru aðallega þrjú. Hið fyrsta snertir æðarkolludráp lög- reglustjórans úti í Örfirisey 1. des. 1930. Svo er annað æðarkollumál frá haustinu 1931, sem lögreglu- stjórinn er einnig við riðinn. Loks eru „skotæfingar“ lögreglustjór- ans úti í Örfirisey í októbermán- uði s.l. haust. — Ilvað lýður rannsókninni ? —Henni miðar vel áfram, en ekki get jeg sagt um það á þessu stigi, hvenær henni verður lokið. Vjer þökkum Arnljóti Jónssyni | fyrir upplýsingarnar og kvöddum. Falsskýrsla Hermanns. f^ð er ekki um að villast, að það er hinn ákærði lögreglustjóri, Her- mann Jónasson, sem er höfundur greinarinnar ,Ljúgvitnamálið‘, sem birtist í ,,kollublaðinu“ í gær. Frá lians rótum er einnig- runnin frá- sögnin á Alþýðublaðinu á mánu- dag. Gegnir furðu, að lögreglustjór- inn sjálfur, sem er undir ákæru í þessu máli og hans sök sönnuð skuli leyfa sjer að skrifa eins og hann gerir. Skýrsla hans er í mörgum at- riðum beinlínis röng, segir rann- sóknardómarinn og' villandi í flest- um atriðum. Samt leyfir lögreglustjórinn sjer, að fullyrða, að vitnin. sem leidd hafa verið til þess að sanna sekt hans sjeu ljúgvitni ! Hvar í veröldinni myndi það þolað — annars staðar en hjer á íslandi — að slíkur maður væri látinn rann- saka og dæma flest opinber mál, sem fyrir koma? Veðurskýrslan fölsuð. Sem dæmi upp á lyga- og blekk- ingarvef lögreglustjórans má geta þess, að hann segir á einum stað í skýrslu sinni í „kollublaðinu", að vottorð Veðurstofunnar um veðrið 1. des. 1930 sýni, að ekki hafi verið SV-átt þenna dag og bætir svo við: „Enda man sjálfsagt fjöldi manna eftir norðvestan- storminum og rigningunni þenna dag' — daginn, sem Apríl fórst“. Með þessu hyggst löjjjreglustjór- inn hnekkja framburði vitnanna sem sáu hann skjóta æðarkollu, sem var á sjónum suðvestan við eyna. Kolluna rak upp í fjöru og segir nú Hermann, að hún hafi rekið „móti vindi“. Rjett er það, að Hermann Jón- asson fekk vottorð frá Veðurstof- unni um veðrið þenna dag og lagði fram í málinu. En það eru vísvitandi ósannindi hjá honum, að vottorðið sýni að þá hafi verið NV-stormur. Morgunblaðið fekk í gær afrit af vottorðinu lijá Veðurstofunni og er það svohl jóðandi: Vottorð um veðrið í Beykjavík 1 des- ember 1930. Samkvæmt bókum Veðurstofunnar. Kl. 08 :Suðvestan 8 vindstig. Alskýjað. Regnskúrir, skygni 2— 4 km. Kl. 12: Suðvestan 8 vindstig'. Skýjahula 8/10, skygni 10-20 km. Kl. 17: Suðvestan 6 vindstig. Skýjahula 5/10, skygni 20 km. Vindmælir Veðurstofunnar var í N — ólagi um þessar mundir, og er því ekki hægt.i segja nánar um veðurhæð utan þessara þriggja föstu athuganatímq,,,^ milli at- hugujaartíma er talið skxiraveður eins og oftast fylgir íÆðVéstan átt hjer. Vindur var líka ójafn með . íjIoíí snörpum vindblyjj_un í hryðjunum en heldur hægari þess á milli. Reykjavík, 2. febrúar 1934. Þ. Þorkelsson. Til lögreglustjóra Hermanns Jónas- sonar, Reykjavík. Með þessu vottorði hyg'gst Her- mann Jónasson sanna, að hjer hafi verið norðvestan stormur 1. des. 1930. Maððr skyldi halda, að það væri fáráðlingur, en ekki logreglustjórinn í Reykjavík, sem þannig hagaði sjer. Vjer fórum að gamni að athuga hvað blöðin frá 1930 segja um veðrið 1. des. þ. á„ hvort þau mintust á þenna „norðvestan storm“, sem lögreglustjórinn segir að fjöldi manns minnist. í Alþýðublaðinu 1. des. 1930 segir svo: „Veðrið. í nótt gekk stormsveip- ur norðaustan yfir landið vestan til og olli suðvestan roki með skúraveðri og eldingum vestan lands, og' sunnan.“ Hjer er aðeins minst á suð- vestan rok — en „norðvestan stormurinn“ ekki nefndur. Tíminn 6. des. 1930 segir svo: „Tíðarfarið. Síðastlíðna viku hafa verið sífeldir iitsynningar og rosaveður vestan lands, en yfir- leitt bjart á Austurlandi, þótt stundum hafi verið hvassviðri. — Vestan lands hefir oftast verið frostlaust, en þó skiftist á skúra og jeljaveður". Sama hjer; hvergi minst á „norð vestan storminn“. f Morgunblaðinu 2. des. 1930, birtist svohljóðandi skýrsla um veðrið daginn áður, þ. e. 1. des: „Veðrið (mánudagskv. 1. des. kl. 5 síðd).: — — I morgun var komin hvöss SV-átt um alt land — veðurhæð sumstaðar 10—11 — með snjó- eða krapajeljum á S og V-landi“. Hermann og „höfuðskepnurnar.“ Hinn ákærði lögreglustjóri ásakar rannsóknardómarann fyrir það, að hann hafi eiðfest vitni í sambandi við æðarkolludrápið 1930, án þess að honum, sem sak- borning', væri gefinn kostur á að vera viðstaddur eiðtökuna. Hjer fer lögreglustjórinn einnig með vísvitandi ósannindi. Þegar lokið var rannsókn þessa þáttar í málinu, voru vitnin boðuð í rjettinn til þess að stað- festa framburð sinn. Vitnin höfðu tvívegis verið boð- uð til eiðtölvu og auðvitað var sakborningurinn einnig boðaður. En í hvorugt skiftið varð úr eið- festingunni, vegna þess að lög- reglustjórinn kvaðst mundu geta komið með andstæð sönnunargögn. Svo kom Hermann með þessi „andstæðu“ sönnunargögú og voru þau hið fyrnefnda vottorð Veðurstofunnar og vitnið Þórar- inn Jónsson „á Melnum“. Vott- orð Veðurstofunnar staðfesti full- komlega framburð vitnanna, en Þórarinn mundi ekki eftir að hafa sjeð neitt, sem þessa rannsókn snerti. Þannig voru þessi „andstæðu“ sönnunargögn, sem' Hermann Jón- asson kom með í rjettinum. Voru svo vitnin þriðja, sinni boðuð til eiðfestingar og einnig! lögreglustjórinn. Þetta var síðast- ^ liðinn fimtudag'. Þegar að því kom, að eiðfesta skyldi vitnin, kom ókyrð á lög- reglustjórann. Hann rauk út í fússi og neitaði að vera við- staddur eiðfestinguna. Mun slík framkoma af hálfu lögreglustjóra einsdæmi. Síðar vildi Hermann fá leidd ný vitni (logregluþjóna), er hann taldi að afsanna mundu skýrslu hinna eiðfestu vitna. En það fer fjarri því, að þau vitni hafi á neinn hátt afsannað framburð hinna. Þvert á móti staðfestu þau frásögn vitnanna, að því er snerti hinn óvenjulega klæðnað lögreglu stjórans þenna dag. Hann var sem sje í „sport“ -fötum — tilbúinn í tuskið. Ósvífnar hótanir. Lögreglustjórinn er með hót- anir í garð vitna þeirra, sem bor- ið hafa gegn honum í þessu máli. Hann hótar þeim sakamálshöfðun fyrir meinsæri. Þessi framkoma lögreglustjór- ans er eftir öðru. Hann óttast auðsjáanleg'a, að fleiri vitni muni verða leidd gegn honum, annað hvort í þeim málum, er fyrir liggja, eða e.t.v. öðrum, sem eftir eiga að koma fram. En þessi framkoma lögreglu- stjórans mun ekki blessast. Hann er sakbomingur í þessu máli og hefir ekkert ákæruvald. Hótanir hans verða því aðeins til þess að þyngja sekt hans. En ritstjórar blaðanna, er hafa látið gabba sig til að birta þvætt- ing lögreglustjórans, með glæp- sámlegum aðdróttunum í g'arð vitna þeirra, sem leidd hafa verið í málinú, fá nú áréiðanlegá mál á hálsinn fyrir frumhlaúp sín og dóm fyrir athæfið. Lögreglustjóranum er það auð- sjáanlega ekki nóg, að lenda sjálf- ur í gapastokknum; hann viB einnig draga aðra með sjer. Kosningar í Búlgaríu. Stjórnarflokkurinn í stórkostlegum * meiri hluta. Kommúnistar fá helmingi færri at- kvæSi en seinast. Bæja og sveitastjórnarkosning'- ar fóru fram í 2000 kjördæmum í Búlgaríu í fyrradag. Stjórnar- flokkurinn vann stórkostlegan^ig- ur og hlaut 65% allra atkvæða. Koinmúnistar fengu nú 7% og er það aðeins helmingur þeirra atkv. er þeir hlutu við síðustu kosn- ingar árið 1932. Skákþingið á Akureyri. Akureyri 19. febr. FÚ. Áttunda umferð Skákþingsins fór þannig: Ásmundur Ásgeirsson vann Stefá.n Sveinsson, Þráinn Sigurðsson gerði jafntefli við Jóel Hjálmarsson; Aðalsteinn Þorsteins son vann Pál Einarsson, Guðbjart- ur Vigfússon g'eri jafntefli við Guðmund Guðlaugsson, Sveinn Þorvaldsson vann Sigurð Lárus- son, Eiður Jónsson vann Jónas Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.