Morgunblaðið - 21.02.1934, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.02.1934, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudag 21. febr. 1934. BÓKMENTIR Guðspjallabók Ólafs Hjaltasonar Eftir dr. Jón Helgason biskup. Naumast er ár liðið síðan er vjer eignuðumst hina afarsjald- gæfu bók, Nýa testamenti Odds Oottskálkssonar í endurprentaðri (ljósprentaðri) útgáfu frá bóka- forlagi hins áræðna og' stórhuga danska bóksala, Einars Munks- gaafds. Þar gafst oss tækifæri til að handfjatla í ágætri endurprent- un fyrstu bókina sem prentuð hef- ir verið á íslenska tungu. Nú er nýkomin á bókamarkaðinn sams- konar endurprentun einnar af þremur elstu bókunum íslenskum, sem prentaðar hafa verið á ís- landi (testamenti Odds var sem kunnugt er prentað í Danmörku) — hvort sú elsta eða næst- elsta eða þriðja í röðinni verður nú ekki með vissu staðhæft. Er það svokölluð „Guð- spjallabók*1 Olafs biskups Hjalta- sonar, ein þeirra þriggja íslensku bóka, sem prentaðar voru á Breiða bólstað í Vesturhópi, í prentsmiðju sr. Jóns Matthíassonar hins sænska. Hinar bækumar tvær voru „Píslarprjedikanir“ (Passio) Cor- vins og ,Cateehismus Jústusar Jón- as“, í þýðingum Odds Gottskálks- t onar. Af síðarnefndri bók þekkist nú ekki neitt eintak, en af Píslar- pr jedikununum á háskólabókasafn- ið í Khofn eitt eintak gallað (vantar aftan af því). Munu þær prjedikanir. ef rjett er til getið um prentárið: 1559’, vera elsta ísl. ritið, sem prentað er hjer á landi. En Guðspjallabókin og hinn týndi Catechismus eiga bæði að vera prentuð sama árið: 1562. Miklar þakkir allra bókelskra Islendinga á hinn danski bóksaii skildar fyrir að hafa ráðist í þetta : tórmerkilega útgtjfufyrirtæki. En þakkarskuldin verður ekki minni vúð hinn bókfræðilega aðalútgef- •andn, dr. Sigurð Nordal prófessor, sem mun verið hafa aðalhvata- maður útcráfufyrirtækisins og ráð- ið hefir vali bókanna. An milli- göngu hans hefði þetta útgáfu- verk fornprentaðra ísl. bóka naum- ast komist "a laggirnar. Sá, sem þetta ritar. kvartaði yfir því, þegar Oddur kom á markaðinn í fyrra, að ekld fylgdi rækilegri bókfræðilegur inngang- ur frá hendi aðalútgefanda. Hjer ]>arf ekki yfir slílm að kvarta. Próf. Nordal hefir að vísu ekki ritað hann sjálfur, heldur falið ])að verk þeim manni sem telja mun mega langsamleg'a fróðastan allm r'Uífandi íslendinga um ís- lenska bókagerð síðan siðbót. — En sá maður er Dr. Halfdór Her- mannsson og vita allir, sem nokk- uð þekkja til ritstarfa lians, að aðalútgefanda hafa síst verið mis- lagðar hendur með það val. Tnn- gangur Halldórs Hermannssonar er hinn ágætasti og n-ytsamasti til fróðleiks fyrir allra hluta sakir, því að auk sinnar gruncfuðu þekk- ingar bæði á almennri og íslenskri bókfræði hefir hann til brunns að bera hina lofsverðu gætni vísinda- mannsins í öllum staðhæfingum, sem veldur því, að menn gefa sig' öruggir honum á vald sem leið- beinanda, er vel megi treysta. Sjálf er „Guðspjallabókin“ sem ritverk ekki í neinu tilliti saman- berandi við afrek Odds Gottskálks sonar. Hún er aðeins lítil „hand- bók presta“ — og þó einvörðungu til notkunar við guðsþjónustu- flutning, og hún ófullkomin að því leyti, að hún hefir ekki annað að geyma en lögboðnar kollektur, pistla og guðspjöll, en alls ekki neinar fyrirsagnir um önnur venjuleg prestsverk (skírn, kvöld- máltíð, hjónavígslu, kirkjuinn- leiðslu og g'reftrun). Hins síðar- nefnda gerðist ekki svo mjög þörf, með því að Marteinn biskup Ein- arsson hafði 1555 gefið út hina „Kristilegu handbók“ sína handa kennimönnum á íslandi. sem mun hafa verið þýdd úr þýsku („Deutsche Messe“ Luthers, sem einnig var fylgt í Danmörku). En í handbók Marteins, sem auk helgisiðareglnanna geymdi einnig kollektur fyrir hvern helgan dag kirkjuársins voru aftur á móti ekki prentaðir pistlar og guð- spjöll. Höfðu prestar því orðið að hafa. með sjer Odds testamenti er þeir fluttu tíðir. Var aftast í því sjerstakt „registrum hvernen finn- ast skulu pistlar og guðspjöll“, og merki sett við í sjálfu testament- inu, er sýndu hvar byrja skyldi og hvar enda lesturinn. En þetta hafði óþægindi í för með sjer og til þess að ráða bót, á þeim samdi Olafur biskup þetta „manuale" sitt, en það liafði ekki aðeins að geyma pistla og guðspjöll, heldur einnig kollektur, þrátt fyrir bann það, er Palladíus Sjálandsbiskup hafði lagt við því, að hjer væru notaðar aðrar kollektur en þær sem. Marteinn liafði út-lagt. — Má vera að rjett sje sú tilgáta Hall- dórs Hermannssonar, að Olafur biskup hafi verið búinn að þýða þær áður en handbók Marteins kom út. En því tók Olafur biskup einnig kollekturnar í bók sína, að annars hefðu prestar orðið að hafa tvær bækur milli handa við guðs- þjónustu hverja, guðspjallabókina og handbók Marteins. Sá sem þetta ritar hefir aldrei handleikið „liand- bók“ Marteins og g'etur því ekki um það borið hvor þýðingin á kollektunum sje betri, Marteins eða Ólafs. En þegar Halldór Her- mannsson og áður dr. Páll E. Öla- son ! Hda ]>ví fram, að Olafur biskup hafi tekið pistlana og guð- spjöllin úr Nýja testamenti Odds, þá er það ekki alls kostar rjett. Jeg hefi að gamni mínu borið saman ýínsa texta Olafs við Odds testamenti og sá samanburður lát- ið mig' ganga úr skugga um, að Ólafur hefir alls ekki talið sjer skylt að fylgja þýðingu Odds orði til orðs. Hjer um bil í hverju guðspjalli verður þessa áþreifan- lega vart. Þessu til sanninda- merkis vil jeg benda á síðari hluta guðspjallsins á 3. snd. í aðventu. Hjá Oddi er textinn á þessa leið: „En at þeim burt geingnum hóf Jesus at seg'ja til folksins af Jo- hanni: Hvat foru þier á eyðimörk at sia? Vildu þier sia reyr vindi skekinn eða hvat fóru þier út at sia? Vildu þier sia mjúk klædd- ann? Siaet, þeir er miúkan klæðn- að bera eru í kongaliúsum. Eða hvat fóru þier út at sia? Vildu þier spamann sia? eg seigi yður fyre, sann, þann meire er enn nockur spámann, því þessi er af hverium skrifat er: Sia, eg sendi minn eingil fyrer þínu auglite, sá ei þinn veg skal tilreiða fyrir þier“. En hjá Ólafi Hjaltasyni er texti þessi þannig: „En at þeim í burt geingnum hof Jesus at seigja til folksins af Joanne. Hvað fóru þier ut á eyði- mörk at sia! Reyr þann sem af vindi er skekinn? Eða hvat fóru þier at sja? Mann mjuk klæddan? Siaet, at þeir er miúkan ldæðnað bera eru í konunganna húsum. Eða hvat fóru þier at sja? Eirn spámann? Því at þessi er sá, af hverium skrifat er: Sia þu, at eg sende minn eingiJ fyrer þinne augsýn, sá er þinn veg skal til reiða fyrer þier“. Hið sama kemur í ljós er vjer berum saman jólaguðspjallið hjá báðum (Lúk. 2). Þar er textinn hjá Oddi þessi: „En þat bar til á þeim dogum, at þat boð geck út frá keisáranum Augusto, þat lieimrinn allr skyldi skattskrifast. Og þessi skattur hófst fyrst upp hia Cyrino, sem þa var landstjórnare í Syría og aller foru at tia sig hver til sinnar borgar. Þa for og Joseph af Gali- lea ur borgenne Nadareth upp i Judeam til Davíðs borgar su er kallast Bethelem af því at hann var af húsi og kyni Davíðs at hann tiaði sig' þar meður Mariu sinni festarkvon oliettre". — En hjá Ólafi biskupi er textinn á þessa. leið: .,Og þat bar til á þeim dögum at það boð geck ut frá Augusto, »at heimurin allur skyllde skatt- skrifast. Og l>essi skattskrifing hófst fvrst upp liia Cirino, sem þa var landsstiornare í Síría. Og þeir fóru allir til að iáta skattskrifa sig, hver til sinnar borgar. Þá for og Joseph af Galilea ur borgine Nazareth upp í Judeam til Davíðs borgar þeirrar er kallast Bethleem. af því at hann var af huse og kyne Davíðs svo at hann liete skatt- skrifa sig þar með Mariu sinni festarkvon oliettre“. Þegar Oddur þýðir 8. versið á Jessa leið: „Og fjarhirðar voru )ar í sama bvgðarlagi um grand- anna við fjarhúsin, sem varðveittu og vöktu yfir hjörð sinni“. — Þá er textinn hjá Ólafi á'þessa leið: „Og fjarhirðar voru þar í sama bygðarlage sem geymdu og vöktu yfir hjörð sinni um nóttina“. Þessa mismunar gætir hvar sem litið er í guðspjallstextana í Guð- snjallabókinni og þeir born- ir saman við textana hjá Oddi. En þetta ætti að nægja til þess að sýna, að Ólafiu hefir sízt hirt um að þræða þýðing Odds, sízt orði til orðs. Aftur hefir mjer virst frá- vikin minni þegar litið er á pistil- textana hjá Ólafi. Það g'æti verið rannsóknaefni iit af fyrir sig hvaða 'Nýjatestamentistexta Ólaf- ur hefir stuðst við,. er hann gekk frá guðspjallatextanum í Guð- spjallabókinni. Hefði ekki Halldór Hermannsson verið búinn að gera gjörsamlega út af við hverja t.il- hneigingu hjá mjer til að aðhyll- ast kenningar dr. P. E. Ólasonar um þýðing Jóns Arasonar á „þeim fjórum guðspjallamönnum“, sem dr. Páll verður því sterktrúaðri á sem hann nefnir hana ofar í sínu mikla og merka riti, „Menn og mentir“, veit jeg ekki nema jeg hefði farið að halda, að Ólafur biskup hefði stuðst við hana, er hann gekk frá gúðspjalls-textan- um. En jeg verð að játa hrein- skilnislega, að, fyrir áhrif frá Hall- dóri próf., er jeg kominn á þá trú, að þessi þýðing J. A. hafi aldrei verið til, og að til grundvallar þeirri kenningu liggi misskilning- ur hjá sjera Torfa í Gaulverjabæ eða einliver afritara-misþyrming á frumhandritinu af æfisögu Bryn- jólfs eftir sjera Torfa. Alt, sem Halldór próf. skrifar um það mál bæði í innganginum að þessari bók og - þó einkanleg'a í ritgerð sinni um „Prentsmiðju Jóns Matthías- sonar“ (í Almanaki Ólafs Þor- geirssonar 1930) virðist mjer vera svo sennilega tilgetið, að kenn- ingin, sem bygð hefir verið á sjera Torfa, hljóti að vera úr sögunni fyrir fult og alt. Það er gömul skoðun hjer á landi, að Ólafur Hjaltason biskup hafi g'efið út sálmakver, eins og þeir embættisbræður hans sunnan- lands, annað hvort, í sambandi við Guðspjallabókina eða sjer á parti. Þó mun þessa ekki getið í heimild- um fyr en fullri öld eftir dauða Ólafs biskups (Biskupasögur Bm.- fjel. 11., 681)' og þá erfisögu hefir Jón Ilalldórsson tekið upp í Bisk- upasögum sínum (II. bls. 10), og Finnur biskup síðan í kirkjusögu sinni. Löngu seinna hefir svo dr. Páll E. Ólason dregið fram á ný lessa erfisögú (í riti sínu: „Upp- tök sálma og sálmalaga“ í Arbók Háskólans 1934) og bygt, svo mik- ið á gildi hennar, að hann jafnvel vill bendla Ólaf biskup Hjaltason að ineira^ eða minna leyti við 36 sálma í sálmabók Guðbrands, og )á meðal hinna lökustu í bókinni. Að vísu kannast dr. Páll við, að vjer getum nú ekki með vissu eignað Ólafi nokkurn sálm og að iað sje með röngu, að Finnur biskup eignar Ólafi 3 tiltekna sálma. En dr. Páll álítur, að engu að síður verði ekki hjá því kom- ist að taka vitnisburð Finns bisk- ups trúanleg'an og þá, einni]T vitn- isburð hans nm sáralítið skáldskap argildi þessara sálma. En það er einmitt sá. vitnisburður sem verð- nr til þess, að dr. Páll hefir freist,- ast til að bendla Ólaf biskup við svo marga lökustu sálmana í sálmabók Guðbrands. Sá, sem þetta ritar hefir lengi verið veiktrúaður á þessa erfi- sögn um sálmakver Ólafs Hjalta- sonar, en þar þarf meira áræði en jeg á til, til þess að kveða upp úr með slíkt, þar sem í hlut eiga annars vegar jafn „marghæfir mæringar“ á sviði íslenskrar bók- fræði og sögu, sem talið hafa erfi- sögn þessa áreiðanlega og ekki kinokað við að bygg'ja’ á henni eins og dr. Páll. Mjer þykir því vsént um að geta bent á Hall- dór próf. Hermannsson sem sam- sekan mjer um vantrú á áreiðan- leika nefndrar erfisagnaiy Hann telur það í inngangi sínum „næsta ósennilegt, að hann (þ. e. Ólafur biskup hafi gefið út nokkra sálma“ og hallast að þeirri skoðun, að vitund manna utn, að Ólafur biskup kom betri skipun á messu- sönginn (meðal annars með útgáfu guðspjallabókarinnar!) kunni „að hafa gefið tilefni til þess, að hon- um hefir verið eignuð sálmabók“. Það má þá líka merkilegt heita, að Ólafur biskup skuli hafa látið þessa ógetið á titilblaði Guð- spjallabókar sinnar, ef hún hefði liaft sálma til flutnings jafn- framt öðru innihaldi hennar. Hins vegar hefði það lítt bætt úr sálma- skorti safnaða, þótt Guðspjalla- bókin hefði liaft sálma til flutn- ings, þar sem bókin var ætluð prestum við tíðaflutning, en alls ekki söfnuðum. En hafi sálmar frá hendi Ólafs biskups verið gefnir út sjer á parti. þá, má þögnin um það elcki síður merkileg heita. Jeg-veit, vel, að konungsbrjef frá 29. apríl 1585 til þeirra biskup- anna Gísla og Guðbrands gerir ráð fyrir að ekki sjeu sömu sálm- arnir notaðir allstaðar við guðs- þjónustur hjer á landi, svo að af því leiði, að menn, er sæki aðrar kirkjur en sóknarkirkjur sínar, geti ekki fylgst, með í söngnum. En liæpið mun að bygg'ja á þessu. Sálmakverin tvö Marteins og Gísla, voru brúkuð um alt, land, og' gæti konungsbrjefið átt við )á staðreynd og rugliiigurinn sem átalinn er, st.afað af því.--- Astæða gæti verið til að minn- ast á ýmis atriði önnur, sem vikið er að í hinum fróðlega inngangi Halldórs |)i'óf. sjerstaklega varð- andi frumsögu prentlistarinnar hjer á landi. En hjer skal ekki frekar farið út í það efni. Sjálf endurprentunin á Guðspjallabók- inni ber óneitanlega með sjer, að prentunin hafi verið af allmiklum vanefnum framan af og' það sem prentað va r fremur erfitt aflestr- ar. En hvað sem því líður, þá ætti það að vera öllum bókavinum ánægjuefni að eiga nú kost á að handfjatla þessa merkilegu forn- prentun í jafn nákvæmri endur- prentun, enda verður þeim, sem að útgáfunni standa, ekki ineð öðru betur þökkuð fyrirhöfn þeirra en að bólv þessi fái sem flesta kaup- endur hjer á landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.