Morgunblaðið - 21.02.1934, Side 5

Morgunblaðið - 21.02.1934, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ ft Sjúkrahús Hvítabandsins. Skýrsla formaons og yfirlæknis spífalans þegar hann var vígðnr Eins og getið var í blaðinu í :gær, var hið nýja sjúkrahús Hvítabandsins hjer í bæ vígt á sunnudaginn var. Vígsluathöfnin hófst með því, að sunginn var sálmur, síðan flutti Bjarni Jónsson vígsluræðu •og sagðist ágætlega vel. Var svo ;sunginn sálmur aftur, en því næst tók ungfrú Guðlaug Bergs- dóttir, formaður Hvítabandsins til máls. Ágrip af ræðu formanns. Lýsti hún starfsemi fjelagsins :frá upphafi, frá því er það var stofnað árið 1895, sem bindind- isfjelag, af frk. Ólafíu Jóhanns- dóttur, sem var fyrsti form. þess. Sagði hún frá því, hvernig fjel. fyrst í stað ljet sig skifta ýms mannúðarmál, uns það að lok- um gerði það að aðalmarkmiði sínu (1917), að gangast fyrir því, við bæjarstjórn, að komið ;yrði upp sjúkraheimili, þar sem sjúklingar utan Reykjavíkur gætu fengið aðhlynningu. Er ekki varð úr framkvæmd- um þess máls á þeiim grund- velli, var árið 1922 hafin sjóðs- stofnun til undirbúnings bygg- íingar á sjúkraheimili, til hress- Sigurbjörg Þorláksdóttir. ingar sjúklingum nýkomnum af sjúkrahúsi eða fyrir sjúklinga, sem biðu eftir sj úkrahúsvist. Var það frk. Sigurbjörg Þorláks- dóttir, sem aðallega var for- göngumaður þess máls, og gekk hún fram í því með elju og dugn- aði. Síðar þótti það hentugi'a, að hús þetta skyldi frekar vera reglulegt sjúlftahús, og var það þá enn frk. Sigurbj. Þorláks- dóttir, sem ötulust gekk fram í því að byrjað yrði á sjúkrahús- byggingunni. Rjeði hún mestu um það hvernig hið nýja sjúkra- hús skyldi vera og. starfaði með aður allur í eitt sjúkraherbergið, og ber það nafn hennar. Þá mintist formaður og á, að j gefið hefði verið í sjúkrastofur til minningar um frú Katrínu Magnússon prófessorsfrú í ein- býlisstofu, Ólaf Jónsson lækni í einbýlisstofu, hjónin Gíslínu Þórðardóttur og Bjarna Lofts- son kaupm. frá Bíldudal í 4 manna stofu, hjónin Kristjönu og Th. Thorsteinsson í 4 manna ' stofu, Rannveigu Helgadóttur ! og Árna Bjarnason frá Vogi í 3ja manna stofu, og í eina stofu úr minningarsjóði Guðbjargar Ingvarsdóttur, en fjársöfnun væri ekki lokið. Er vel til fallið að minst sje liðinna ættingja. og vina á svo fagran hátt. Sagði form. nokkuð frá kostnaði við byggingu sjúkra- hússins. Kostar það eins og það er nú upp komið 180.000 kr. Hefir fjel. fengið 5 þús. kr. styrk frá Alþingi, en Reykjavíkurbæ ábyrgðist 30 þús. kr. lán, er fjel. tók erlendis. Þá hafa og ýmsir læknar stutt fjel. með á- byrgð á láni. þess skal og hjer getið, að fyr- ir atbeina þáverandi aðalum- boðsmanns ,,Thule“. Axels Tulinius, keypti fjelagið veð- deildarbrjef þau, er fengust út á húsið, að nafnverði kr. 50,000 og greiddi kr. 1000,00 yfir dags- verð. Er fjárhagur fjelagsins nú kominn á fastan grundvöll með hagkvæmum samningum og hef- ir fjel. þegar greitt 120.000.00 kr. fyrir húsbygginguna. Að lokinni ræðu formanns var sungið kvæði, sem Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum hafði orkt: Vígslukvæði Gísla. Sjá hjer hve orka samtök nýtra handa — sólstaíir kærleiks vekja göfugt h jarta; fylgist þið, systur, bæði’ í orði’ og anda; ylgeislum skreyt.ið vetrarmyrkrið svarta. Handaverk fögur g'jöra frægan garðinn, geymist í framtíð nýi minnisvarð- inn. í j Margur er sjúkur, sem er þörf að bjarga. ! Sorgir og örbirgð taka stundnm völdin. úþreytandi dugnaði að því málijÞið sáuð, og vilduð sjúkdóms-böli meðan hennar naut við. En hennij farga, auðnaðist ekki að sjá hugsjón|samúðin vakti, hirti lítt um gjöld- sína rætast og spítalamálinu j in. — komið í framkvæmd, því að húnj Viljinn að bjarga bugast aldrei Ijest 26. desember 1932. kunni, Til minningar um hana hefir byggingn þessa reistuð |)ið frá .spítalanum verið gefinn útbún-1 grunni.— Margir í framtíð fái hjer að njóta ! friðar og ljettis ýmsra þungra meina. Þeir, sem að trúa, sigur hæstan hljóta, þó lieimurinn gefi fyrir brauðið steina. Þó lífið sje fult af kulda, sorg og kvölum kærleikans andi vaki í þessnm sölum. Drottinn hjer signi sjúka’ á nótt og degi — samúð og gleði þerri burtu tárin. — Gæfa og friður vaki á allra vegi. sem vilja stríða’ og lækna harma- sárin. í helgri eining haldist Hvítaband- ið. — Þess hjartans ylur dreifist vítt um la.ndið. Skýrsla yfirlæknis. Yfirlæknir spítalans er ráð- inn Kristinn Bjömsson, sem undanfarin ár hefir starfað við Landsspítalann. Hann hefir fylgst með útbúningi og tilhögun á spítalanum. Sagði hann nú frá stofnun spítalans og lýsti honum fyrir gestum. Mælti hann á þessa leið: Hvítabandið á nú 39 ára af- mæli og hefir sýnt að það hefir gert meira en að eldast á þessum árum. Því hefir auðnast að hrinda í framkvæmd áformi sem fjelagskonurnar hafa lengi unnið að. En það hefir sjálfsagt oft þótt orka tvímælis hvort þetta hugarfóstur þeirra mundi nokkru sinni sjá dagsins ljós, en konunum brást ekki bjartsýni nje kjarkur og með góðra manna hjálp hafa þær komist myndar- lega frá öllu saman. Jeg vil í þessu sambandi eink- um minnast á þær frk. Sigur- björgu Þorláksdóttir, sem var aðalhvatamaður framkvæmda allra meðan hennar naut við og svo núverandi formanns f jelags- ins, frk. Guðlaugar Bergsdóttur, sem hefir af óþreytandi elju unnið að því að koma byggingar- málinu yfir örðugusta hjallann, þar sem voru f járhagserfiðleikar fjelagsins og allur sá margvís- legi undirbúningur, sem þarf til þess að gera hús að spítala, sem nútímamenn vilja við una. Af ýmsum góðum mönnum, sem hafa styrkt hana og fjelagið að þessu starfi vil jeg leyfa mjer að nefna einn hjer, en það er Har- aldur Ámason kaupmaður. Mjer er víst óhætt að segja það, að án hans afskipta hefði ekki ver- ið hægt að vígja þetta hús til notkunar sem sjúkrahús í dag og vafasamt hvað um hefði orð- ið, en um smekkvísi hans og þekkingu á því, hvers sjúkrahús þarfnast er sjón sögu ríkari, er þið virðið fyrir ykkur allan hús- búnað, sængurföt og lím. Við öll kaup til spítalans hefir þó orðið að gæta sparnaðar, þar sem spara mátti, en hvergi svo, að ekki væri gætt þæginda og öryggi væntanlegra sjúklinga í hvívetna eftir megni. Hjúkrunargögn og lækninga- tæki spítalans, svo sem sterila- tions-tæki og húsmuni í skurð- og skiftistofu hefi jeg að mestu valið og reynt að gæta þess að Sjúkrastofa í spítalanum. kaupa góða hluti, sem kæmu að fullum notum og fullt öryggi væri 1, en jafnframt reynt að taka það ódýrasta sem þessum kröfum fullnægði. Ef eitthvað reynist áfátt í þessum efnum er mig aðallega að saka um það. Björn Gunnlaugsson læknir hef- ir valið tækin á rannsóknarstóf- una og hygg.jeg hann hafa gert það prýðilega. Allmiklir erfiðleikar hafa komið í ljós við útbúnað þessa húss, sem spítala, en jeg hygg að komist hafi verið hjá þeim flestum svo að sjúklingar þurfi ekki að verða þeirra varir og bíði ekki baga af þeim. Tekist hefir að finna stað fyrir hvern þann hlut, sem nauðsynlegastur er á spítala og setja hvern hlut á sinn stað, svo að vel má við una. Einna lakast er með vatn. Eins og menn munu kannast við er lítið um það hjerna upp í holtinu og verður að haga störf- um svo að aðalvatnsnotkun sje á þeim tímum dags, sem það er að fá úr pípunum, en uppi á háalofti er vatnsgeymir til að grípa til á öðrum tímum dags. Er samt að óska, að ekki líði á löngu áður en svo er fyrir sjeð að nægilegt rennandi vatn fáist á öllum tímum dags. Þá vík jeg að innrjettingu hússins og búnaði þess. I kjall- ara, sem er mikið grafinn í jörð, er eldhús fyrir allan spítalann og matargeymsla, borðstofa fyrir starfsfólk, þvottahús og þurkhús, miðstöðvarherbergi og geymsla. Er þar fulllágt undir loft og verða settar upp loft- dælur til þess að tryggja góða loftræstingu, Frá eldhúsi er mat- arlyfta á allar hæðir og liggja að býtibúrum, sem eru á hverri hæð. Á neðstu hæð hússins eru 5 / sjúkrastofur og geta þær tekiö 13 sjúklinga er fullskipað er: 2 tvíbýlisstofur, 1 þriggja manna stofa og 2 fjögra manna stofur. Eins og þið sjáið eru sjúkrastof- urnar hinar vistlegustu og þola vel samanburð við sjúkrastofur á vönduðustu sjúki*ahúsum hjer. Rúm eru af sömu gerð og á Land spítalanum en dúnsængur í hverju rúmi og smáborð inn a stofunum, er þeir sjúkl., sern ferlisvist hafa, geta setið við, en stólar eru smekklegir og þægi- legir. Á neðstu hæð er einnig skrþistofa. A miðhæð eru aðeins 3 sjúkra stofur og geta þær rúmað 10 sjúkl. er fullskipað er: 1 fjögra manna stofa og 2 þriggja manna. Þar er skurðstofa, sem er að vísu ekki stór en hefir vel verið vandað til alls, sem henn' fylgir: skurðborði og annars, sem þar þarf með. Þá er lítið herbergi liggjandi að skurðstof- unni fyrir suðu verkfæra og til þvotta og næst við það herbergi ætlað til geymslu á umbúðum, lyfjum og áhöldum fyrir skurð- stofuna. Þá er þar herbergi fyrir lækna spítalans og skiftistofa. og skoðunar frammi við stigann. Verður þar einnig tekið á móti sjúklingum, sem ekki liggja á spítalanum, en koma þangað til smærri aðgerða eða til rann- sóknar. Er þar iítið Röntgen- tæki til gegnlýsinga og síðar fá- um við væntanlega ljóslækn- ingatæki. Á 3ju hæð eru 6 sjúkrastofur og geta þar verið 14 sjúklingar, er fullskipað er á þær. Fyrst um smn verður fremsta stofan gegnt Skurðborðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.