Morgunblaðið - 21.02.1934, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
stiganum notuð sem dagstofa
fyrir sjúklinga, cn ekki er víst
að hægt verði að nota hana altaf
þannig frekar en orðið hefir um
dagstofur á öðrum spítölum
hjer. Á þessari næð er dálítil
rannsóknarstofa, búin þeim
helstu tækjum, sem nauðsynleg-
ust eru á sjúkrahúsinu sjálfu
Þar er einnig hreinsiofn fyrir
lín, sem nota þarf við skurð-
lækningar, er hann frá einni
bestu verksmiðju heimsins í
þeirri grein, eins og suðupott-
arnir við skurðstofuna, og hinn
besti gripur. Á hverri hæð er
einnig baðherbergi og salerni og
skolklefar. Á þakhæð eru her-
bergi fyrir starfsfólk spítalans
og er þar laglega fyrir komið í
herbergjunum og á vinnustof-
an Stálhúsgögn tabvert af
heiðrinum fyrir það.
Svo er ráð fyrir gert, að farið
verði að taka á móti sjúkling-
um á þriðjudaginn kemur, 20.
febr., og er læknum bæjarins yf-
irleitt heimill aðgangur að spít-
alanum með sjúklinga sína til
að stunda þá þar, en ef um
þrengist og aðsókn verður mjög
mikil, ganga þeir læknar fyrir,
sem styrkt hafa spítalann með
ábyrgðum. Þess er æskt, að
læknar sendi skrifstofunni inn-
lagningarbeiðnir fyrirfram og
sje þar getið væntanlegrar ,,dia-
gnosu“ og hvaða læknir muni
stunda sjúklinginn meðan hann
er á sjúkrahúsinu, en ef á liggur
er hægt að snúa sjer til rriín í
síma eða á anrian hátt. —
Datgjöld sjúklinga hafa ver-
ið ákveðin 6 kr. á 3 og 4 manna
stofum (og er rjett að taka það
fram, að þessar stofur verða
aldrei fyrir fleiri sjúkrarúm en
3 og 4), 8 kr. á tvíbýlisstofum
og 10 kr. á einbýlisstofum. Á
spítalanum eru, ef fullskipað er
2 einbýlisstofur, 2 tvíbýlisstofur,
5 þriggjamannastofur og 4
f jögramannastofur og er þó gert
ráð fyrir dagstofu á efstu hæð.
Sjúkrahúsið er neytt til þess,
að krefjast af sjúklingum fyrir-
framgreiðslu á 3 vikna legu-
kostnaði og ábyrgðar ef um
lengri tíma er að ræða og er það
eins og tíðkast á öðrum spítölum
hjer.
Gert er ráð fyrir, að sjúkling-
ar noti yfirleitt sín eigin föt á
spítalanum, enda óska margir
þess heldur, en fyrir þá, sem svo
stendur á fyrir, að þeir geta
ekki notað eigin fatnað, hefir
sjúkrahúsið nokkuð af fötum.
Sjúkrahúsið tekur við fólki
með allskonar sjúkdóma nema
farsóttir, og órólegum og erfið-
um geðveikissjúklingum. Sjúkra
húsið hefir ekki komist að samn-
ingum við heilbrigðisstjórnina
um berklaveikt fólk, sem nýtur
styrks eftir berklavarnarlögum,
og getur því ekki veitt því mót-
töku.
Að því er jeg gel sjeð, er þetta
sjúkrahús orðið vel búið og vLst-
legt og bjart yfir því, einkum
sjúkrastofunum, enda snúa þær
allar móti suðri eða vestri. Þeir
agnúar, sem finna má á bygg-
ingunni, snúa allir að starfs-
fólki spítalans en ekki að sjúk-
lingunum. Jeg hefi starfað und-
anfarin ár á spítölum, sem hafa
haft meira gólfrúm, en samt sem
áður er enginn beygur í mjer
við að fara að vinna hjer þótt
margt sje hjer í smærri stíl, því
jeg er sannfærður um, að hjer
getur farið vel um sjúklingana.
Að endingu vil jeg óska Hvíta-
bandinu til hamingju með þenna
spítala sinn og vona að hann
verði því til ánægju, en mörgum
sjúkum til bjargar og blessun-
ar. —
Homsteinninn.
Að lokinni ræðu yfirlæknisins
var kvæðið sungið og síðan lagð-
ur hornsteinn hússins. Inn 1 hann
var greypt hylki með ritaðri
skrá um byggingu spítalans, og
er þetta ágrip af henni:
Hvítabandið í Reykjavík var
stofnsett árið 1895. Aðalstofn-
endur voru: Þorbjörg Svei;ns-
dóttir og Ólafía Jóhannsdóttir.
Fjársöfnun til þessa fyrirtæk-
is hófst árið 1922. Frumkvæði
átti og forgöngu hafði þáver-
andi varaformaður fjelagsins,
Sigurbjörg Þorláksdóttir kenslu-
kona, dáin 26. dag desember-
mánaða-r 1932.
Ingveldur Guðmundsdóttir,
sem nú hefir fjóra um áttrætt,
er í dag kjörin heiðursforseti fje-
lagsins, fyrir 30 ára dáðríka for-
mensku. Núverandi stjórn
mynda:
Formaður Guðlaug Bergs-
dóttir, varaform. Helga Þorgils-
dóttir, fjehirðir Guðlaug Bene-
diktsdóttir, ritari Ingveldur
Einarsdóttir. Meðstjórnendur:
Þorbjörg Hannibalsdóttir, Þór-
unn Hafstein, Guðrún Skúladótt-
ir og Guðfinna Einarsdóttir.
Fje til fyrirtækisins hefir
safnast með happdrætti, hluta-
veltum, skemtunum, minningar-
gjöfum um látna ættingja og
vini og öðrum peningagjöfum
utan fjelags og innan.
Teikningu af húsinu gerði
Arinbjörn Þorkelsson. Byggingu
annaðist Björn Björnsson,
Eins og fyr hefir verið skýrt
frá, var hver bæjarbúi boðinn
og velkominn að skoða spítal-
ann á sunnudaginn, og kom
þangað aragrúi fólks, sífeldur
straumur upp og niður stiga og
milli allra herbergja. Og þegar
maður gekk þar um heyrðist
hvarvetna sama viðkvæðið: allir
dáðust að húsinu og hve vel,
smekkvíslega og haganlega öllu
væri þar fyrirkomið.
Og allir voru sammála um
það, að Hvítabandið hefði með
byggingu þessa spátala leyst
þrekvirki af höndum.
Eiga þær konur miklar þakkir
skilið sem hafa unnið fyrir
þetta málefni og hrundið því í
framkvæmd.
Á sunnudaginn kemur mun
Hvítabandið efna til skemtunar
i K. R. húsinu og gefst mönnum
þar tækifæri til þess að styrkja
starfsemi þess og hlúa að hinu
nýja sjúkrahúsi með því að
sækja vel skemtunina.
Veiki í sauðfje hefir komið
upp að Rauðará í Lóni og eru
þar dauðar 10 ær. Veikin er tal-
in líkjast mjög hinni svo nefndu
Hvanneyrarveiki, sem er sögð
óþekt þar í sýslu. (FÚ.).
Ofbeldisbrölt
ungra rauöliöa
Eins og' skýrt hefir verið frá áð-
ur hjer í blaðinu, rjeðust nokkrir
drengir með offorsi og ólátum á
nokkra sendisveina og Gísla Sig-
urbjörnsson s. 1. þriðjudags- og
miðvikudagskvöld. Höfðu þeir og
forsprakki þeirra, Svavar nokkur
Guðjónsson, í síðara skiftið í hót-
unum um það, að Gísla og sendi-
sveinum í sendisveinadeild Merk-
úrs skyldi aldrei leyfast að halda
fund eða koma á fjelagsskap, þar
eð sendisveinafjelag Reykjavíkur
(sem er skipað rauðliðum) væri
eini leyfilegi sendisveinaf jelags-
skapur í bænum. Voru hótanir þess
ar og öll framkoma Svavars Guð-
jónssonar og Co. svo heimskuleg,
að menn tóku ekkert mark á. En á
föstudag'skvöldið sýndi það sig, að
hjer var um skipulagsbundið of-
beldi að ræða, sem virðist vera
stjórnað og til stofnað af foringj
um Alþýðuflokksins og kommúnist
um, enda hefir Alþýðublaðið borið
Svavari og fjelögum hans vel sög-
u-na.
Á föstudagskvöldið heldu sendi-
sveinar lir Merkúrs-deildinni enn
fund og skeyttu engu hótunum
rauðliða. En rauðliðar höfðu haft
liðsöfnun mikla, og sátu fyrir
fundarpiltum og Gísla Sigurbjörns-
syni o. fl., sem þar voru og eltu þá
með ópum og skrílslátum um bæ-
inn, m. a. vestur í Ás, þar sem Gísli
á heima. Lá við sjálft að þeir bryt
ust inn í húsið. Hlutu nokkrir menn
meiðsl, og skemdir á fatnaði af' á-
rásum og ólátum þessara. árásar-
pilta og' loks komu. fullorðnir
kommúnistar til leiksins 'og börðu
menn.
Það mætti að vísu segja sem
svo, að lítt væri í frásögur færandi,
þótt óróaseggir hópuðust saman á
götunum til slagsmála og árása,
og er þó helst ætlandi, að slíkt fram
ferði sje óleyfilegt. En svo virðist
samt, sem Iögreglustjóri telji þetta
ekkert athugavert, því annars
myndi skrílslæti þessi kæfð í fæð-
ingunni. •
En hjer liggur annað og meira
að baki en menn grunaði í fyrstu
og er nauðsynlegt, að bæjarbúar
geri sjer þess ljósa grein, að
hverju er stefnt með þessum ó-
spektum. Tilefnið til óspektanna
var ekkert annað en það, að
nokkrir sendisveinar höfðu ákveð-
ið að endurreisa sendisveinadeild
„Merkúrs“ og hjeldu fund í því
skyni, án nokkurra afskifta af
sendsveinafjelagi rauðliða.. Þetta
gátu þeir rauðu ekki þolað og
munu húsbændur þeirra, Alþýðu-
flokksforingjamir hjer í bænum.
hafa hvatt þá til þess, að reyna
að hindra þessa fjelag'sskapartil-
raun með hótunum og ofbeldi. —
Þetta þýðir hvorki meira nje
minna en það, að nú ætla rauð-
liðar að taka upp þann sið, að
meina mönnum að halda fundi, ef
þeir eru ekki eftir þeirra „kokka-
bókum“.
En það mega Reykvíkingar og
aðrir landsmenn vita, að þeir
menn, sem að þessum unglingaó-
spektum standa munu aldrei sitja
sig úr færi um að stofna til óeirða
og óaldar, því það er þeirra aðal-
„princip“ og bardagaaðferð. Þess
vegna er bráðnauðsynlegt að tekið
Saar-hieraðið
Að heimsófriðnum loknum urðu
Þjóðverjar að láta af hendi kola-
hjeraðið í Saar-dalnum við þýsk-
frönsku landamærin. Ibúarnir í
þessu hjeraði, rúmlega 800.000 að
tölu, eru svo að segja allir þýskir
að þjóðerni. Saarhjeraðið var því
ekki tekið frá Þjóðverjum af þjóð-
ernislegum ástæðum, heldur vegna
þess að kolanámurnar í Norður-
Frakklandi höfðu stórskemst í
stríðinu, og Frakkar heimtuðu því
að fá þýsku kolanámurnar í Saar-
dalnum í staðinn. Og Frakkar
fengu þessum kröfum framgengt
á friðarfundinum í Yersölum. í
friðarsamningúnum var svo ákveð
ið, að Frakkar fái kolanámurnar
í Saarhjeraðinu til eignar, en
st.jórn Saarhjeraðsins skuli lögð í
hendur nefndar, sem kosin er af
ráði Þjóðabandalagsins.
Framannefnd ákvæði eru alger-
lega gagnstæð öllum hinum mörgu
og fögru loforðum um sjálfsá-
kvörðunarrjett þjóðanna. Þessu
gátu sigurvegararnir ekki neitað.
Var því ákveðið, að 15 árum eftir
að Versalasamningurinn gengi í
gildi skyldi fara fram í Saarhjer-
aðinu þjóðaratkvæði um það,
hverjir skuli ráða yfir Saar fram-
vegis. Samkv. Versalasamningnum
á þjóðaratkvæðið þannig að fara
fram árið 1935 og' íbúarnir eiga þá
um þrent að velja, nefnilega: 1)
Hvort Þjóðabandalagið eigi að
stjórna Saarhjeraðinu áfram eins
og að undanförnu. 2) Hvort hjer-
aðir eigi að sameinast Þýskalandi.
3) Hvort Saar eigi að sameinast
Frakklandi.
Frönsku kolanámurnar í Norð-
ur-Frakklandi komust í lag löngu
fyr en búist var við.
Á síðastliðnum árum hafa Frakk
ar því í rauninni ekki þurft á
Saar-námunum að halda. Við þetta
bætist, að íbúarnir í Saarhjeraðinu
hafa beðið þess með óþreyju, að
hjeraðið yrði aftur sameinað
Þýskalandi. Menn litu því lengi
svo á, að hin fyrirhugaða at-
kvæðagreiðsla árið 1935 væri að-
eins formsatriði, og að Þjóðverjar
ættu víst að fá Saarhjeraðið aftur
að atkvæðagreiðslunni lokinni.
En sigur Nazista V í Þýskalandi
hefir gert úrlausn Saar-málsins
langtum erfiðari en áður. Vafa-
laust hefði yfirgnæfandi meiri
hluti íbúanna í Saar látið í ljós
ósk um að sameinast Þýskalandi,
ef atkvæðag'reiðsla um það hefði
farið fram áður en Nazistar komu
til valda í Þýskalandi. En á síðast-
liðnu ári hafa margir flúið frá
Þýskalandi til Saar vegna stjórn-
ar Nazista í Þýskalandi. Saarhjer-
aðið er þannig orðið griðastaður
margra landflótta þýskra stjórn-
sje í taumana með festu og alvöru,
á meðan ekki er crðið um seinan.
Og væntanlega lála Reykvíkingar
alþýðuforkólfana njóta að verð-
ugú ávaxtanna af þessari óspekta-
iðju, með því að fyrirlíta og forð-
ast þeirra f jelagsskap og alt þeirra
falska málróf um baráttu fyrir
bættum kjörum verkalýðsins.
Borgari.
arandstæðinga. Þar að auki erra
margir af íbúunum í Saar andvíg-
ir Nazistum og óttast að frelsi
og afkomumöguleikum þeirra sje
alvarleg hætta búin^ ef Saar sam-
einist Þýskalandi eins og nú er
ástatt. Þeir vilja því ekki samein-
ast Þýskalandi á meðan Nazistar
sitja þar við völd; þeir kjósa held-
ur, að Saar standi áfram undir
stjórn Þjóðabandalagsins.
Nazistum hefir eðlilega gramist
þetta mjög. Þeir hafa því að und-
anförnu unnið af kappi að út-
breiðslu Nazismans í Saar. Og án
efa hafa Nazistar þar mikið fylgí.
En Saar er námuhjerað, verka-
menn þar margir og andstæðingar
Nazista því að líkindum stöðugt
fjölmennir.
Á síðastliðnum mánuðum hefir
verið háð í Saar alvarlegt bræðra-
stríð milli Þjóðverja innbyrðis. —
Forseti stjórnarinnar í Saar, Eng-
lendingurinn Knox, hefir hvað
eftir annað sent Þjóðabandalaginn
skýrslur um alvarlegar óeirðir og
ofbeldisverk í hjeraðinu,- Og marg
ir óttast, að erfitt verði að gæta
reglu og' hindra kjörkúgun við
hina fyrirhuguðu atkvæðagreiðslu.
Fyrir nokkru stakk Hitler upp
á því við Frakka, að Þjóðverjar
yrði látnir fá yfirráð yfir Saar-
strax og án atkVæðag'reiðslu. Hitl-
er bar þessa tillögu fram af mörg-
um ástæðum. í fyrsta lagi til að
komast hjá þeim vandræðum, sem
þýska bræðrastríðið í Saar kann
að valda við hina fyrirhuguðu at-
kvæðagreiðslu. í öðru lagi hefði
það verið mikill sigur fyrir Hitler,
ef Þjóðverjar hefðu fengið Saar
fyr en gert var ráð fyrir í Ver-
salasamningnum. En Frakkar urðut
ekki við beiðni Hitlers í þessu
máli. Þvert á móti hafa heyrst
bæði í Frakklandi og Saar raddir
um það, að heppilegast sje að
fresta atkvæðagreiðslunni í Saar
um óákveðinn tíma.
Á fundi Þjóðabandalagsráðsim
í janúar var framtíð Saarhjeraðs-
ins aðalmálið. Eftir langar um-
ræður fyrir lokuðum dyrum sam-
þykti ráðið, að atkvæðagreiðsla
skuli fara fram í Saar árið 1935,
eins og ákveðið er í friðarsamn-
ingunum. Ennfremur ákvað ráðið
að skipa nefnd til þess að íhuga,
hvaða ráðstafanir skuli gerðar til
að gæta reglú og hindra kjör-
kúgun víð atkvæðagreiðsluna.
Um úrslit hennar skal hjer
engu spáð. En því verður ekkí
neitað, að bræðrastríðið í Saar
hefir veikt aðstöðu Þjóðverja í
þessu máli, þar sem fleiri Saar-
lendingar en áður« óska nú að
standa áfram undir stjórn Þjóða-
bandalagsins. Að atkvæðagreiðsí-
nnni lokinni á ráð Þjóðabanda-
lagsins að taka ákvörðun unt
framtíð Saarhjeraðsins, með tillití
til vilja íbúanna-. Vonandi er, að
vilji þeirra verði svo ljós, að ekki
verði vafi á því, hverjir eigi að
ráða yfir Saar framvegis. Hvað á
ráðið t. d. að gera, ef 48% vilja
sameinast Þýskalandi, 47% vilja
standa áfram undir stjórn Þjóða-
bandalagsins og 5% vilja samein-
ast Frakklandi ? Eftirtektarvert