Morgunblaðið - 21.02.1934, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 21.02.1934, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ | Smá-auglýsingarj PúSar settir upp fyrir mjög sanngjarnt verð. Höfum alt til uppsetningar: Spejlflauel, ullar- flauel, Rúskinn, Velour og margs konar silki, dún og dúnljereft. — Hannyrðaverslun Þuríðar Sigur- jónsdóttur, Bankastræti 6, sími 4082. Ámálaður Strammi, mikið úrval Hannyrðaverslun Þuríðar Sigúr- jónsdóttur. Eldhúshandklæði áteiknuð fyTÍr aðeins kr. 1.75. Hannyrðaverslun Þuríðar Sigurjónsdóttur. Pressað Plyds í Stuttjakka. sBrúnt, grátt, svart og hvítt. Þur- íður Sigurjónsdóttir, Bankastræti 6, sími 4082. 5 duglega menn, til sjós og lands, vantar við mótorbáta. Upp- . lýsingar á Hótel Heklu nr. 7, kl. 1—3 í dag.________________________ Pæði, gott og ódýrt og einstakar máltíðir fást í Café Svanur við Barónsstíg. Mary Pickford (sjest hjer með ; gimsteinadjásn þau, sem Napoleon gaf Marie Louise keisarafrú, og' talin eru 2 milj. króna virði. Þessa skart- gripi bar Mary Pickford í einni kvikmynd, sem hún ljek í, og hún á þá sjálf. -—• Nú er sagt að hún ætli að flýja frá Bandaríkjunum, vegna ótta við bófana þar og leita sjer griðastaðar í Rússlandi. Furðuf lug v j elin. sem fjöldi manna hefir þóst sjá á sveimi yfir norðanverðum Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi, hefir sjest af og til að undanförnu. — ÍÝmsar ráðstafanir hafa verið til þess gerðar að komast að því, hvaða flugvjel þetta er, en þær bafa allar mistekist. Fvrir nokkrum dögum sást flug vjel yfir London og' er henni lýst alveg eins og furðuflugvjelinni á Norðurlöndum. Veit enginn hvað- an hún kom nje hvert hún fór. Þýskur kommúnisti ræningi í Kaupmannahöfn. Trjesmíðavjel, fullkomin, mjög ódýr, til sölu strax. Trjesmíða- vinnustofan Grjótagötu 14, vegna burtfarar. Viðgerð á barnavögnum fæst af- greidd á Laufásveg 4. Sími 3492. Branðager. Ii nýkomið. cuuaimjj Uppreisn í Austur-Afríku. Símskeyti til ,Time»f frá Kenya í Austur-Afríku, hermir nýleg'a að þar sje risinn upp trúbragða- flokkur, sem margir óttast. Heíir hann aðal-bækistöðvar sínar syðst hjá Viktoríuvatni. Foringinn er æsingamaður, eigi ósvipaður Mah- dien, og er sagt að hann hafi ótakmarkað vald yfir áhangend- um sínum. Flokkur þessi fer með ránum og gripdeildum yfir alt, drepur saklaust fólk unnvörpum og brennir þorp til ösku. Fyrir nokkru var 14 ára gömul stúlka í Kaupmannahöfn send með peningabrjef. Á leiðinni rjeð- ist ókunnnugur maður á hana, hrifsaði af henni tösku hennar og tók svo til fótanna. Eftir mikinn eltingaleik náði lögreglan í hann og kom upp úr kafinu að þetta var þýskur kommúnisti, sem hefir dvalið í Kaupmanna- höfn um tveggja ára skeið. NVKOMIÐ: & Epli „Red Macintosh“ „Winesaps“. Appelsínur„jaffaM, GRAPEFRUIT. SÍTRÓNUR. LAUKUR. Sænskum blaðamanni vísað burt úr Þýskalandi. Um seinustu mánaðamót var frjettaritara sænsku frjettastof- unnar „Tidningamas Telegram- byrá“ í Berlín, Bertil Svahnström, vísað úr landi með hálfs mánaðar fyrirvara. Um orsökina til þessa er ekki greint, en menn hyggja að þetta sje svar við því, að Sví- ar hafa ekki viljað leyfa frjetta- ritara þýsku frjettastofunnar, Deutsche Naehriehten Búro, land- vist hjá sjer. Timburverslun P. W. Jacobsen & Sðn. Stofnuð 1824. 8fmn»fnii Granfuru — Carl4Lundsga<l», KSbanhnwn C. Selur timbnr í etærri og smærri sendingum frá Kaupmhöfn. Eik til skipasmiða. — Einnig heila stópsfarma frá Svíþjóð. Hefi verslað við ísland i 80 ár. Nýju bækurnar: Sögur frá ýmsum löndum, II. bindi, ib. 10.00. Sagan um San Michele eftir Munthe, ib. 17.50 og 22.00. Sögur handa börnum og unglingum, III. bindi, ib. 2.50. Egils saga Skallagrímssonar, útg. Fomritafjelagsins, ib. 15.00& Békaverslnn Sigf. Eymnndssonar ogBókabúð Austurbæjar BSE, Laugaveg 34. Alllr mnna A. S. L Grand-Hótel.aiS3S. Stundum röðuðu stúlkurnar sér í tvær raðir, til þess að rýma fyrir Grusinskaju sjálfri. Svo kom hún sjálf þjótandi fram á sviðið, hvít sem vax í framan og á handleggjunum og stóð á einum tábroddi svo stöðug og örugg, að hún virtist strúfuð föst í leiksviðsgólfið. Loksins virtist andlit hennar orðið að engu, og hún var ekki annað en hringiða af silfui’rákum og áður en dansinn var úti, fann Kringelein til sjóveiki. „Ótrúlegt“, sagði hann steinhissa. „Stórkostlegt. Sú kann að bera til fæturna. Hreinasta fyrirtak. í»að er ekki annað hægt en undrast“. Og hann fann til einhvers þakklætis, mitt í undrun sinni, enda þótt honum liði hreint ekki vel. „Finnst yður virkilega gaman að þessu?“ spurði Otternschlag, með gremju — hann sat í stúkunni og sneri sundurskotna kjammanum að leiksviðinu. Hann var hræðilegur útlits í gulleitu birtunni, sem fell á hann frá sviðinu. Þetta var vanda spurning fyrir Kringalein, af því þetta „virkilega“ þurfti að fylgja. Því í raun og veru hafði ekkert verið „virki- legt“ frá þeirri stundu er hann settist að í nr. 70. Allt hafði eitthvert aukabragð, eins og það væri draumur eða hitasóttarórar. Allt gekk með of mikl- um hraða, svo að hann gat ekki fest fingur á neinu eða saðst af því. Ottemschlag hafði samkv. innilegri heiðni hans um samveru og fræðslu, draslað honum |>ennan venjulega ferðamannaveg: ekið um borg- ma, farið á eitthvert safn, til Potsdam og loks upp i Funkturm, þar sem var rok af þrem áttum í senn, þaðan sem sjá mátti Berlín undir dumbrauðri þoku- ábreiðu, sem á voru saumaðir Ijósblettir. Kringelein hefði ekkert furðað á því, þó hann hefði vaknað og fundið sjálfan sig á spítalanum eftir langa svæf- ingu. Fæturnir voru kaldir, hann sat með kreppta i nefa og nístar tennur. Höfuð hans var eins og gíóandi kúla, og í þeirri kúlu tók alt, sem þar hafðt verið látið, að bráðna og sjóða. „Eruð þér nú ánægður? Hamingjusamur? Finnst yður þér nú vera farinn að lifa?“ spurði Ottern- schlag við og við. Og Kringelein svaraði greinilega: „Jú, víst finnst mjer það“. Þetta kvöld, sem var fimmta sýning Grusinskaju, var leikhúsið lítt sótt, eða því sem næst tómt. Gólf- ið, sem var þunnskipað, var eins og stormur hefði farið yfir það, eða rjett eins og það væri möljetið, Á fyrstu sætaröð var fólki kalt, og það fann til skömmustutilfinningar yfir öllum þessum tómu sætum. Kringelein skalf líka og skammaðist sín. Kringelein og þeir f jelagar sátu í leiksviðsstúkunni, sem hann hafði keypt eftir ráði Otternschlags fyrir 40 mörk, því hann vildi óður og uppvægur sitja á dýrustu sætum, og þau voru fremst í leikhúsi, eins og þau voru aftast í kvikmyndahási. Auk þessarar stúku var ekki nema ein stúka skipuð, því þar sat fararstjórinn, Meyerheim. Meyerheim hafði í þetta sinn sparað sjer klapparana — því nú gerðu þeir hvorki til nje frá, hjeðan af og tapið hinsvegar orðið nægilegt, þótt sá kostnaður bættist ekki við. Fyrir langa hljeð var dálítið klappað, og Pimenoff var ekki seinn á sjer að draga tjaldið upp aftur. Grusin- skja kom fram brosandi, en hún brosti við þöglu húsi, því hið veika lófaklapp hafði dáið í fæðing- unni, og fólk var þegar á leið út úr salnum, til að fá sjer hressingu. Eitthvað dó líka í svip Grusin- skaju sjálfrai’, er hún stpð þarna og þakkaði fyrir lófaklapp, sem ekki var til lengur. Hörund hennar varð ískalt undir svitanum og farðanum. Witte fleygði frá sjer sprotanum' og þaut upp á sviðið, upp litla járnstigann. Hann var hræddur um Jeli- savetu. Pimenoff stóð uppi á sviðinu, eins og hann væri við jarðarför, og leiksviðsþjónarnir ráku fleka í hakið á kjólnum hans, því hann var kjólklæddur á hverju kvöldi, rjétt eins og hann ætti von á því, að Sergel stórfursti myndi boða hann upp í stúku sína. Við hlið hans stóð Michael auðmjúkur og beið, með pardusfeld um vinstri öxl og lærin ber og ötuð í dufti. Allir skulfu á beinunum, er þeir væntu hins versta af skapsmunum Grusinskaju — bókstaflega skulfu allir: hendur, hnje, axlir og tennur. » „Fyrirgefið, Madame", hvíslaði Michael, par-- donnes-moi: „Það var mjer að kenna. Jeg setti yð- ur út af laginu“. .. . Grusinskja kom líðandi gegn um hávaðann og, rykið, með ullarkápuna lausa á herðunum og drasl- andi á eftir sjer. Hún stansaði hjá hinum og leit á hann með blíðusvip, sem allir urðu hræddir við. „Þú? Nei, nei, góði minn“, sagði hún lágt, en fyrst varð hún að herða upp röddina til þess að> ná andanum eftir erfiða dansinn. „Þú varst ágæt- ur. Ágætlega upplagður í dag. Það var jeg líka.. Við vorum öll saman ágæt“. Hún snjeri sjer snöggt við og hraðaði sjer burt og tók endann af setningunni með sjer, er hún hvarf í myrkrið baksviðs. Witte þorði ekki að fara á eftir henni. Grusinskaja settist niður á tröppur úr gylltu trje, sem voru þar innan um annan leiksviðsútbún- að, og þar sat hún allan tímann meðan verið var að skifta á sviðinu. Fyrst lagði hún hendurnar um hörundslita silkisokkinn í hægra fæti og batt eins og í leiðslu dansskóinn upp aftur, síðan sat hún nokkrar mínútur og klappaði á þreytta silkifótinn,. sem var farinn dálítið að óhreinkast, klappaði hon- um eins og hann væri eitthvert framandi dýr — hugsunarlaus og með meðaumkun. Síðan lyfti hún höndunum og lagði þær um beran háls sinn. Hún saknaði perlanna illa. Oft og mörgum sinnum hafði hún fiktað við þær með fingrunum, eins og þær væru talnaband. Hvað viljið þið frekar? hugsaði hún innst í sálu sinni. Hvað heimtið þið meira? Jeg get ekki dansað betur en þetta í kvöld. Jeg hefi aldrei dansað eins vel og nú. Ekki einu sinni þegar jeg var ung, ekki í Pjetursborg, ekki í París, ekki í Ameríku. Þá var jeg heimsk og ekki sjerlega á- stundunarsöm. En nú — já, nú þræla jeg eins og heimtið þið meira af mjer? Ennþá meira? Jeg get jeg get. Nú veit jeg allt. Nú get jeg dansað. Hvað ekki meira. Á jeg að gefa perlurnar? Skilja mig við þær? Sama er mjer! Æ, látið þið mig í friði — jeg er þreytt! „Michael“, hvíslaði hún, er skuggi, sem hún\.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.