Morgunblaðið - 24.02.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1934, Blaðsíða 2
MGRGUNBLAÐIÐ JPftorgtinHaöid Otgeí.: H.f. Árvakur, Reyklavlk Rltatjórar: J6n KJartansson, Valtýr ötefájieson. Rltstjórn og afgreiOBla: Auaturstræil 8. — Slml 1600 Auglýsingastjóri: B. Hafberg. Auglýstngaskrlfstofa: Austurstræti 17. — Slml 3700 Helmasfmar: Jön Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220 Árni Óla nr. 3046. E. Hafberg nr. 3770. Áskrlftagjald: lnnanlands kr. 2.03 6. mánuBl. Utanlands kr. 2.60 & mánuBi. 1 lausasölu 10 aura eintaklO. 20 aura meö Lesbök. AÐALFUNDUR FISKIFJELAGS ÍSLANDS. Stjettaflokkar. Þegar litið er á stjórnmálasögu og stjórnmálaþróun menningar- þjóðanna undanfarin ár, er það alveg augljóst, að stjettaflokbar lýðræðislandanna eru það, sem mestri truflun og mestum vand- ræðum hafa valdið. Fjölmennir öflugir flokkar í lýðstjórnarlöndum, sem bygt hafa starf sitt o'g tilveru á einhliða baráttu fyrir efnahagsumbótuni einstakra stjetta, hafa komið á flokkseinræði, sem óþolandi hefir verið. Menn, þeir, sem heyja stjetta- baráttu innan þjóðf jelagsins, berjast með kjörorðinu: stjett gegn stjett, vinna þjóð sinni, stjettnm sinum ógagn. — Bng'in þjóð hefir reynst svo voidug, svo vel stæð, að hún til lengdar þyldi áfallalaust slíkar inanlandsstyrj- aldir, sem stjettabaráttuna.. Stjettabaráttan hefir jafnan ver íð háð. með kjörorðinu: sigur sam- takanna. Þegar samtökin hafa sigrað, og þau hafa með einhliða hagsmuni fyrir augum fylgt sig'r- inum eftir, þá fer ekki hjá því, að sigur samtakanna hefir orðið ósigur annara þjóðfjelagsborgara. ósignr þjóðarheildarinnar. Eru Dorskgflngurnar að toma frð Qrænlandi? Runciman vonar að Brelar geti dregið úr verslunarlnimlunuin í þjóðarvitund íslendinga er stjettaskifting mjög óþjál hugs- un. Þó hefir um stund tekist að koma hjer upp nokkrum stjetta- ríg, stjettabaráttu, stjettapólitík. Bn það er alveg víst, að íslensk- ir Icjósendur eiga tiltölulega auð- velt með að átta sig' á stjetta- streitubölinu, og dapurlegri reynslu annara þjóða um ófarnað þann, er af innanlandsstyrjöldum stjettabaráttunnar leiðir. Velgengni Sjálfstæð;i!sflokksins «r fyrst og fremst af því sprottin að Sjálfstæðisflokkurinn er flokk- ur þjóðarheildarinnar, flokkur, er byggir framtíðarstarf sitt á því, að sameina hagsmuni allra stjetta þjóðfjelagsins, gera allar starfs- greinar með þjóðinni að samverk- andi heild. Vegna þess að kjörorð Sjálf- stæðismanna er: Stjett með stjett, fylkir helmingur þjóðarinnar sjer nú þegar um stefnu flokksins. Velgengni einnar þjóðfjelag's- stjettar er velgengni annarar. — Þetta skil.jum við íslendingar allra manna best hjer í fámenn- inu. Þess vegna fer fylgi Sjálfstæðis- flokksins vaxandi. Á AkraJiesi reru í gær 21 bát- ir. Sjóveðnr var dágott og aflinn I—16 þiis. br. FÚ. Aðalfundur Fiskifjelags íslands var lialdinn í gær í Kaupþingssaln um. Ekki var fundurinn fjöl- mennur og var það illa farið, því mörg' stórmál og merkileg báru þar á góma. Forseti Fiskif jelagsins, Kr. Bergsson setti fundínn og til- nefndi fundarstjóra Benedikt Sveinsson fyrv. alþm. og fundar- ritara Arnór Guðmundsson. Skýrslur gefnar. Fyrstu liðir dagskrárinnar voru skýrslur frá forseta, vjelfræðingi og fiskifræðingi Fiskifjelagsins. Forseti lýsti í löngu og ýtar- legu erindi starfsemi Fiskifjelags- ins á s.l. ári. Hann gat þess. að Fiskifjelag'ið stæði nú betur að vígi en nokkru sinni áður í starfsemi sinni. — Upplýsinga- og leiðbeiningastarf- semi fjelagsins væri komið í betra og fullkomnara liorf en verið hefði. Þá mintist forseti á hið nýja hús fjelagsins lijer í bænum, en það myndi ljetta mjög störf fjelagsins í framtíðinni. Æfifjelagar Fiskifjelagsins voru 90 í ársbyrjun 1933 og þrír bætt- ust við á árinu. Starfandi voru alls 30 deildir á landinu og töldu þær 794 með- limi. Næst gaf vjelfræðingur fjelag's- ins, Þorsteinn Loftsson skýrslu run starf sitt. Mintist liann þeirra námskeiða, sem haldin voru að tilhlután fjelagsins. Þá mintist hann á þá stórfeldu úmbót, sem fekst á árinu. þar sem var full- kominn kenslusalur fyrir nám- skeiðin, í hinu nýja húsi fjelagsins hjer í þæ. Hvað líður Jjorskgöngunum ? Árni Friðriksson fiskifræðing- ur gaf þvínæst skýrslu. Hún var ekki löng, en ákaflega merki- leg, og von er á innan skamms ýtarlegri, prentaðri skýrslu frá fiskifræðingnum. Arni Friðriksson gat þess, að starfsemi hans s.l. ár, hefði eink- um snúist um rannsóknir á þorsk- og síldargöngum. Við þorskraþnsóknir hefði ým- islegt merkilegt komið í ljós. A því ári hefðu aðeins tveir árgangar borið að mestu leyti nppi þorskafla okkar íslendinga. Þetta voru árgangarnir frá 1922 (11 ára) og 1924 (9 ára). Þessir árgangar báru uppi út- gerðina. Ef þeir hefðu brugðist, hefði afli orðið rýr hjer við land. Víðast hvar voru þessir árgang- ar 75% af aflamagni. að jafnaði. í Vestmannaeyjum gerðu þeir 60 —85%. Keflavík 70—90% og víð- ast hvar í öðrum verstöðvum um 75%. Aflamag'nið s.l. ár var heldur' minna en árið 1932. í Vestmanna- eyjum var mestur afli í mars- mánuði; nam þá 167 fiskum að meðaltali á 1000 öngla. — Mun meiri var fiskimergðin á Kefla- víkurbáta; komst þar upp í 300 fiska á 1000 öngla, en var þó minna en 1932. Ástæður til þess, að fiskimergð- in var minni 1933 en 1932 er sú, að engir nýir árgangar bættust við. Árið 1933 var einkennilegt að þvx leyti, sagði Á. Fr„ að mikill afli var á vertíðinni við Suður- og Suðvesturland, en lítill á öðr- um tímum árs og lítill við aðra landshluta. Hver er skýringin á þessu?, spurði Á. Fr. Skýringin liggur í ferðalögum þorsksins, seg'ir Á. Fr. Það hefir sem sje komið í ljós, að fiskurinn ferðast milli fslands og Grænlands og það í stórum stíl. í hlýjum árum, þegar Golf- straumurinn er sterkur, er vafa- laust, að mikið berst af þorsk- horgnum og seiðum hjeðan til Grænlands, í stað þess að berast upp að ströndnm landsins, inn á firði og flóa. Þegar svo fiskurinn fer að kom- ast upp, skapar hann afla við Grænland meðan hann er ungur. Þegar árgangurinn verður kyn- þroska, þá sýnir það sig, að skilyrðin við Grænland eru ekki góð og þá hefjast hingað göng- urnar af kynþroska þorski frá Grænlandi, á g'otstöðvarnar í hlýja sjónum hjer við land. Þetta skapar góðan afla hjer við ,Suður- og Suðvesturland, á vertíðinni: En þegar vertíðinni er lokið, virðist stofninn hverfa aftnr til Grænlands. Hann leggur leið sína vestur með landi, að Látraröst, eða e. t. v. norður með Yestfjörðum, áður en hann beygir til vesturs, yfir að Grænlands- strönd. Enginn nýr árgangur virðist ætla að koma hingað á þessu ári, því reynsla undanfarinna ára þef- ix leitt í Ijós, að þorsknr, sem hrygnir í fyrsta skifti, kemni- fyrst á vertíðarmiðin. En nú virðist, eftir síðustu íregnum frá Vestfjiirðum að dæma, sem nýjar fiskigöngtir sjeu í aðsigi að vestan.Ætti þar að vera á leiðinni fiskur, sem kemur frá Grænlandi, sá sami er fór þang- að er síðustu vertíð lauk og brást okkur s.l. sumar. Næsti, góði þorskárgangurinn, sem við eigum von á, kemur senni lega á vertíðarstöðvarnar að ári, ]\e. árgangurinn frá 1927. Loks gat Á. Fr. þess, að rann- sókn ætti eftir að leiða í ljós, hvort sjóhlýindi gætu orðið svo mikil hjer við land, að þorskurinn gangi ekki á miðin. Það gæti vit- anlega orðið afleiðingaríkt fyrir okkur, hvað sú rannsókn leiddi í Ijós. Þá mintist Á. Fr. á síldarrann- sóknir sínar. Þær hefðu einknm snúist um átuna, enda ylti mest London 23. febr.FÚ. í Runeiman, verslunarmálaráðh. Breta, . át.ti fund með viðskifta- ráði Bretlands í dag, og' ljet svo ummælt í ræðu, sem hann Iijelt, að af viðskiftahorfum Breta væri hið besta að segja. Iðjureksturinn væri að rjetta við, og vildi hann til dæmis nefna það, að í karl- mannafatagerð væru Bretar að taka forystuna um allan heim. Hann ltvaðst vona, að brátt myndi verða unt, að draga úr hinni taf- sömu vöruskiftaverslun og öðr- um hömlum þeim, er væru á versl- uninni. Leooold tekur við konung dðmi f BelgiH. Kalundborg og Oslo 23. febr. PÚ Leopold prins tók við völdum, sem konungúr í Belgíu í dag, og vann eið að stjórnarskránni, og fór sú athöfn fram í neðri deild- arsal belgíska þinghússins í Brús- sel. Hjelt hann hátíðlega innreið sína í borgina en hátíðahöldin höfðu hafist með klukknahring- ingum snemma í morgun. Kl. 9 voru fulltrúar erlendra ríkja og sendinefndir frá ýmsum landshlntum, saman komnar fyrir utan konungshöllina, og var það- an haldið til þinghiissins. Hvar vetna þar sem konungur fór um var mikill mannfjöldi samankom- inn, og var honum hvarvetna í'agnað af fólkinu. Þá er konungur hafði unnið eið sinn. hjelt hann stutta ræðu, og fór hvort tveggja sii athöfn fram bæði á belgísku og flæmsku. Fór hinn nýi ungi konungur nokk- unim orðum um sögu Belgíu og hlutverk bennar í framtíðinni, og kvað hana eiga, þýðingarmilclu Fjarstæða að fella gengi marksins. Berlin 23. febr. United Press. FR Forseti Ríkisbankans þýska hef- ir í viðtali látið svo um mælt að ekki kæmi til mála að fella mark- ið í verði. þar eð tapið yrði miklu meira en ávinningurinn fyrir Þýskaland. ef gjaldmiðillinn væri feldur í verði. hlutverki að gegna, sem málsvara friðar og jafnvægis í Evrópu, en Belgía mundi jafnt í framtíð- inni sem hingað til, ekki skorast ,■ un'dan, að leg'gja á sig hinar þyngstu fórnir til þess að vernda j örvggi og frið í álfunni. Ræðu i konungsins var tekið með miklum | fögnuði. Þingið hyllir Leopold konung. LRP. 23. febr. FÚ Efri og neðri málstofa belgíska Jxingsins færðu Leopold Belgíu- kommgi síðdegis í dag sameigin- legt, ávarp, þar sem þingið lýsir fullu trausti sínu á konung'i, og heitir honum trú sinni og hollnstu Kveðst þingið vera fullvíst um, að konungur virði rjettindi þess og siðvenjur, og lætur í ljósi von um, að með konungi og þingi megi varðveitast sú gagnkvæma trygð og hollusta, sem verið hafi í tíð föður hans. HfiR meðvltundailaus af kolsýringi í ofnl. Sauðárkrók 23. febr. FÚ. Heimsviðskifti minkuðu enn árið 1933. Genf 23. febr. Unlted Press. F.B. Bráðabirgðaskýrsla þjóðabanda lagsins nm heimsviðskifti 1933 leiðir í Ijós, að heimsviðskiftin minknðu um 10% (miðað við gull- verð) á árinu. Stefán .íóhannesson og kona lians Hólmfríður Þorsteinsdót.t.ir, að Bæ í Skagafirði, fundust á föstudagsmorgun meðvitundar- laus af kolsýringi frá ofni. Áiitið ; er, að spjald í ofnpípunni liafi | smiist af súg í ofninum. Konan . kom til meðvitundar um hádegi. ' og er t.alin úr hættn. Stefán var ekki vaknaðitr um miðaftan, en læknir vonast eftir að geta bjarg- að bonum. á því, að komast fvrir um or- sakir síldargangnanna, því „síld- arleysi“ myndi ekki, eða a. m. k. sjaldan stafa af síldarskorti, heldur óheppilegum síldargöng- um. Þess vegna væri lagt kapp á, að finna átumagn í sjónum og finna sambandið milli síldai'- magns og átumagns. Meira. Vinfengi tekst með ítölum og Ungverjum. Budapest 23. febr. United Press. F.E. Undir-utanríkismálaráðherrann ítalski, Suvieh, liefir verið á. ráð- stefiixi raeð Gömbös, forsætisráð- Iien*a Ungverjalands. Að viðræð- xxnum loknum var tilkynt ,að þeir liefðx fundið grxindvöll til þess að byggja á samvjnnunm lausnýmissá mála, sem Ungverja og ítali varð- ar sjerstaklega. Er því þúist við, að vinfeng'i með ítölum og Ung- verjnm eflist nú að mun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.