Morgunblaðið - 09.03.1934, Blaðsíða 6
6
MORGUN BLAÐIÐ
Hað besla
Scandia
eldavjelar.
Svendborgar
þvottapottar.
II. Biering
Laugaveg 3. Sími 4550.
Vegia bnrtiarar
er til sölu strax, 2 armstólar;
1 reykborð; stofuborð; sauma-
borð (pólerað mahogni); 1 sófi
og gólfteppi.
Yesturgötu 17.
Sími: 4947.
Plötur frá 1.00
Nótur frá 0.25
Munnhörpur frá 1.50
HLJÓÐFÆR AHÚSIÐ
Bankastræti 7.
ATLABÚÐ
Laugaveg 38.
Ka§sa-
apparat
óskast til kaups, má vera
notað.
A. §. S. vísar á
hifur Dg hjörtu,
frosið,
aðeins 40 aura % kg.
HlðPúð’n Herðub'eið
Hafnarstræti 18.
Sími 1575.
sj
n
Veggjalws.
Gesfur PáEsson
Mjer var sagt það fyrir nokkru
á skrifstofu heilbrigðisfulltrúa, að
veggjalús myndi vera hjer í nokkr
um húsum. Hennar hefir orðið áð-
ur vart (Pólarnir) en tekist að
útrýma henni. Engar skýrslur
yoru þó um þetta, og ékki hafði
það verið athugað nánar. Jeg geri
þó ráð fyrir, að eitthvað sje til
í þessu og vildi jeg því vekja at-
hyg'li á því, að veggjalúsin er ill-
ur vágestur, svo hvimleiður að
fáir vilja búa í húsum með veg’gja
lús, og. auk þess erfiður viðfangs.
Jeg hefi sjeð, að ár eftir ár kvarta
Svíar stórum undan veggjalúsinni
og verja miklu fje til þess að út-
rýma henni, en gengur það illa. í
flestum borgum ágerist hiin stór-
um þrátt fyrir allar „hreinsanir".
í Málmey er ráðgert að skipu-
leggja útrýmingU liisanna í allri
borginni og t.alið að hiin muni
kosta um 1 miljón króna.*) í Eng-
landi hefir það komið til tals að
banna algerlega íbúð í lúsugum
húsum, og takist ekki eigendum að
hreinsa þau, þá skuli rífa þau nið-
ur. Af öllu þessu má sjá, að hjer
er að ræða um alvarlega hættu
fyrir bæjarfjelag vort, sem g'etur
kostað það stórfje, og að sjálf-
sagt er að útrýma lúsinni áður en
hún vex oss yfir höfuð. Það væri
gróðabragð, þó bærinn ætti að
kosta útrýminguna.
Veggjalúsin (cimex lectularius)
er flatvaxið, brúnleitt skorkvik-
indi um hálfan sentim. á breidd,
vængjalaust en fljótt á fæti, um
5 millimetra á lengd. Klær eru á
löppunum, svo lúsin getur runnið
beint upp veggi. Hún þrífst best í
ríflegum stofuhita. Kvendýrið
verpir þá 5—6 eg'gjum á dag, og
er talið að hvert dýr vei-pi alls
2—300 eggjum, svo viðkoman er
mikil ef hiti er nægur, eins og
títt er við miðstöðvarhitun. Lúsin
skiftir 5 sinnum ham og verður
í hvert sinn að sjúga blóð úr mönn-
um eða dýrum. Til þess hefir hún
bitfærí og sýgur sig fulla af blóði,
en bitinu fylgir kláði og upphlaup.
Hún situr um að bít.a menn á
nætumar meðan þeir sofa, og verð
ur sjaldan ráðafátt að komast að
þeím. Á daginn verður hennar lítt
vart eða ekki. Helst heldur hún
til í svefnherbergjum, hefst liún
við í smáglufum eða rifum (fótlist-
ar, hitapípur), stundum í rúmun-
um, bak við húsg'ögn, innan í
fjaðrastólum eða rúmum, í fötum
og gluggatjöldum, bak við vegg-
myndir eða • rafmagnspípur, yfir-
leitt hvar sem eitthvert afdrep
finst.
Lífseig er lúsin með afbrigðum.
Hún þolir 10—20 stiga frost vik-
um saman og margra mánaða sult,
enda hefir reynst mjög erfitt að
vinna á henni. Þó hús standi auð
mánuðum saman kemur lúsin strax
í Ijós, þegar flutt er í þau. Svo
grómtekin g'eta hús verið af
veggjalús, að lítil von sje um að
geta hreinsað þau, og eru þau þá
ónýt, að minsta kosti til íbúðar.
Veggjalúsin þrífst líka í skipum,
en ekki er mjer kunnugt um hvort
hennar hefir orðið vart í ísl. skip-
unum. ,
Hvaðan kemur svo þessi ófögn-
uður ? Auðvitað hefir liún flust
hingað frá útlöndum í búsmunum
eða farangri manna.
Ekki veit jeg til þess að lúsin
fari sjálfkrafa milli húsa. Henni
er ekki gefið um útivist. Þó sýnir
reynslan að hún flyst allajafna í
hvert húsið af öðru. Hvernig fer
hún þá að útbreiðast?
Hún flytur með mönnunum, sem
skifta um íbúðir, með húsmunum
þeirra og farangri. Þéss vegna
er það víða bannað að flytja úr
lúsugu húsi í annað, nema allur
farangur og búsmunir sje tryggi-
lega hreinsaður.Ei’lendu borgirnar
hafa sjerstakar hreinsunarstöðvar
til þessa og kostar 1—4 kr. að
hreinsa hvert húsgagn. Jafnframt
verða þá innflytjendur að bera
ábyrgð á því að þeir smiti ekki
nýju íbúðina með veggjalúsum, og
það getur orðið dýrt spaug.
Þetta er þýðingarmesta og ódýr-
asta ráðstöfunin til þess að hindra
útbreiðslu lúsanna. Þó er hún ekki
einhlýt, því sífelt stafar hætta af
lúsahúsunum. Það þarf líka að
hreinsa þau, að útrýma lúsunum.
Þetta er nú gert með blásýru,
baneitraðri lofttegund, og tekur
það einn sólarhring. Verður þá að
flytja algerlega úr húsinu meðan
á því stendur. Hreinsun á meðal-
húsi (fleiri íbúðir) kostar um
1500 kr., svo dýrt er þetta. Og það
er ekki ætíð, sem ein hreinsun dug
ar. Hjer er því að ræða um mikið
fjármál. Við hreinsunina þarf helst
að rífa fótlista frá, rífa burt gaml-
an veggjapappír kítta og mála á
eftir, þjetta með hitapípum o. fl.
Meðan þessi leið er ekki farin,
þá eru allir sammála um það, að
langt megi komast með áköfu
hreinlæti, sífeldum sápuþvotti, eft-
irliti á öllum húsmunum svo lúsin
hafi hvergi frið. Steinolíu, terpen-
tínu eða karbolineum má og ýra
inn í rifur, kítta þar o. þvíl.
Sjaldnast mun þó lúsinni verða
tryg'gilega útrýmt á þennan hátt.
Ef veggjalús er hjer í húsum
eða skipum þarf að gera þetta:
1) Kannsaka útbreiðslu lúsanna
vandlega í húsum og skipum og
semja skýrslur um hvar hún sje.
2) Banna flutning manna úr
þessum stöðuxn, nema allur þeirra
farangur sje hreinsaður.
3) Koma upp hreinsistöð fyrir
húsmuni o. þvíl.
4) Ganga að því sem fyrst að
hreinsa húsin og skipin, svo lús-
unum verði með öllu útrýmt.
5) Banna flutning á gömlum
húsmunum, fötum og öðru skrani
frá útlöndum, nema trygging sje
fyrir því að veg'gjalýs flytjist ekki
með slíku.
G. H.
#) 26.4% húsa voru talin lúsug
í skýrslum, sem nýlega var safnað.
Ekki reyndist það ætíð rjett, sem
eigendur sögðu. Var lús'í sumum
húsum, sem talin voru lúsalaus.
63 menn farast í eldi.
Berlín, 8. mars. FÍJ.
Eldur kom upp í verkamanna-
skúrum í bæ einum í Austui*-
Kína í fyrradag og brunnu 63
verkamenn inni. Grunur leikur á,
að um íkveikju sje að ræða.
sem „TschölT ‘ í Meyjaskemmunni.
Jeg sá Gest Pálsson í fyrsta
sinn á leiksviði í „Candita“ eftir
Bernhard Stiaw. Þá var hann að
vísu ungur og’lítt þroskaður, enda
var það ekki kunnáttan sem þá
einkurn vakti athygli, heldur
miklu fremur það sem framtíð
hans sem leikara lofaði, ef svo
mætti að orði kamast.
Skilningur leikara á hlutverki
sínu fer vitanlega að afarmiklu
leyti eftir þeirri mentun, er hann
hefir notið á því sviði, en þar
sem hæfileikar eru í sjerlega rík-
um mæli, virðist þroskinn oft
svo óskiljanlega ör. Það sem að
þessu sinni gerði leik Gests svo
eftirminnilegan var hve greini-
lega kom fram fjölhæfni hans. —
Nær 10 ár eru liðin síðan jeg sá
Gest í „Candita“.
Hin síðari árin hefir Gestur að
miklu leyti dregið sig' xxt úr ,leikn-
■ um‘ þangað til í vetur, að TTljóm-
Sveit B-eykjavíkur rjeðist í að
sýna söngleikinn „Meyjaskemm-
una“ pndir stjórn Tí. E. Kvaran.
Það er óþarft að fjölyrða um það
að Gestur hefir aldrei fengið slík-
ar viðtökur. Að sjálfsögðu má það
| að miklu leyti þakka hinum frá-
bæi’a stjórnanda, R. E. Kvaran,
en hæfileikamir eru Gests sjálfs,
Hjer leikur hann hlutverk gjör-
ólíkt öllu því, sem hann hefir leik-
ið áður.
Hlutverk Tsehöll, er fyi’st og
fremst sprenghlægilegt, en þó eru
þar atvik, sem heimta mjög mikla
fjölhæfni. Gesti tekst þar alt vel.
Hann grætur með öðru auganu
þótt hann brosi með hinu. Hvert
spor og hvert augnatillit er vand-
Ieg'a íhugað.
Á. K.
10 konur brenna inni.
Eldur kom nýlega upp í gamal-
mennahæli í Brookville í Penn-
I sylvaníu. Yar hæli þetta fyrir
1 garnlar hermannaekkjur. Slökkvi-
liðið komst ekki á staðinn vegna
ófærðar og' hælið brann til kaldra
kola. Brunnu þar inni 10 konur,
sem voru svo lasburða, að þær
gátu ekki bjargað sjer.
IJIfaplága.
Að undanförnu hefir verið
stefnivargur af úlfum í skógunum
hjá Camba Laza á Spáni. Á stutt-
um tíma drápu þeir þar 600 fjár.
Bændur þykjast ekki geta hrundið
þessum ófögnuði af sjer og hafa
krafist þess af stjórninni að hún
veiti sjer hjálp.
„Æskan“ er elsta, útbreiddasta og;
fjölbreyttasta unglinga-
blaðið, er kemur út b jer
á landi hvað efni og
myndaval snex’tir.
„Æskan“ kemur út mánaðai’lega í
stóru 8 síðu broti. Ank
þess fá skilvísir kaup-
endur Jólabók sem er 24
síður.
,,Æskan“ er að flytja nú mjög
spennandi framhalds-
sögú. Auk þess flytur
Jnin smásögur, gátur,
æfintýri, skrítlur og ým~
iskonar fræðslupistla. —-
Margar myndir í hverju
blaði.
„Æskan“ gefur auli þess sem áð-
ur er talið 3—4 arks
sögubók öllum skilvís-
um kaupendum sínum á
þessu ári í aukakaup-
bæti. Athugið þessi kosta
kjör „Æskunnar" á 35
ára afmæli blaðsins.
,Æskuna‘ má panta í bókaverslun
Sig'f. Eymundss. Nýir
kaupendur að yfirstand-
andi árg. fá í kaupbæií
síðustu jólabók ef þeir
borga blaðið við pöntun.
Árg. kostar kr. 2,50. —-
Líka er tekið á móti nýj
um áskrifendum á af-
greiðslunni (Edinborg,
uppi) eða í síma 4235.
Sími hjá Eymundses er
3135.
Bankabygg.
Bankabyggsmjöl.
Mannagrjón.
Scmulegrjón.
Bækigrjón
fást í
Frð Hristín V. lacebson.
Þjóðarstrengir þúsundfaldir
þakka fenginn dýran arf,
stendur þitt um ár og aldir
unnið mikla líknarstarf.
#
Þú héfir staðist strauma lífsixls.
stýrt og forðast boðaföll,
minnast allir mæta vífsins,
er mai’kið setti og vann þar ðli.
Lífsstarf þitt var fjör og festft,
fús að bæta þjóðarmein,
mætrar konu minning besta
markaðir þú í harðan stein.
Sjötíuár til sæmdar lifuð
sjer á þeirra liðna bak.
Þau munuu standa skráð og'
skrifWt
skýrum stöfum: Grettistak.
Kær kveðja.
Einar M. Jónasson.
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ:
Frá Hallgrímsnefnd Norðfjarðar.
Samskot og’ áheit kr. 33.45. —•
Kærar þakkir. Ól. B. Björnsson.
Til Strandarkirkju frá konu í
Vestmannaeyjum 5 kr.
Til Slysavamafjelagsins fré
Karólínu Friðriksdóttur 5 kr.
Ungbarnavernd Líknar, Bára
götu 2 (gengið inn frá Garða-
' stræti, 1 dyr t. v.). Læknir fJð-
! staddur fimtudaga og föstudagu
íkl. 3—4.