Morgunblaðið - 09.03.1934, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
r
£ rmá-auglýsingar|
Appelsínumarmelaði fæst í lausri
vigt á 1,25 pr. i/2 kg. Einnig
heimabakaðar kökur. Príkirkju-
veg 3, sími 3227.
Gefið börnum kjarnabrauð. Það
er bætiefnaríkt og' holt, en óáýrt.
Það færst aðeins í Kaupfjelags-
brauðgerðinni, Bankastræti 2. —
Sínfi 4-562, '_____
Lambalifur, frosin, selst fyrir
40 aura % kg. Kaupfjelag Borg-
firðinga, sími 1511.
Fæði, gott og ódýrt og einstakar
máltíðir fást í Café Svanur við
Barónsstíg.
Skaðsemi ýmsra
fegrunarmeðala.
Röskur Ikvenmaður.
í Soutliend í Englandi á heima
gömul kona, sem er hvorki meira
nje minna en 102 ára gömul.
Hiin hefir bestu matarlyst og
)) lhfenr mi Qlseih] í
I ,,Morgunblaðinu“ dags. 2
mars, er grein með ofanritaðrij
fyrirsögn. Grein þessi fjallar um|er grannvaxin eins og ung stúlka,
ýms skaðleg áhrif, er hljótast af
notkun fegrunarmeðala, en sjer-
staklega eru tilnefnd áhrifin af
tetráchlor-kolefni, sem nú er
oft notað í shampooing-lög. Eft-
irþví, 'sérn blaðið skýrir frá. héfr
ir notkun þessa efnis verið upp
tekin vegna þess, að með því
losna menn við hin alkalísku
áhrif venjulegs shampooing-
j lagar eða shampooing-dufts, en
þau áhrif lýsa sjer í því, að hárið
Gangurinn er gríðar nettur,
galla sporið varla finst,
„Völund“ hann er saman settur,
svona að hann bili minst.
Takið eflir.
f öðrum löndum t. d. Danmörku
hefir það færst mjög í vöxt, að
láta gleraugna „Experta" fram-
lcvæma alla rannsókn á sjónstyrk-
leika sínum.
Þessar rannsóknir eru fram-
kvæmdar ókeypis. Til þess að
spara fólki útgjöld, framkvæmir
gleraugna „Expert“ vor ofan-
greindar rannsóknir, fólki að
kostnaðarlausu,
Viðtalstími frá kl. 9—12 og 3—7.
F. A THIELE.
Austurstræti 20.
þann ókost, að tetrachlor-kol-
efnisgufan er svo þung, að hún
sígur niður um höfuð þess, er
hárþvottinn fær, og veldur deyf-
ingu, sem að mörgu leyti líkist
deyfingu eða svæfingu með
chloroformi.
Með því að nota ,,Rósól“
líkar lienni heldur vel við ungu
stúlkurnar. Það er þetta gamla
viðkvæði
„Það, var öðru vísi, þegar jeg
var ung“.
j Ungar stúlkur með vindling í
: munninum og í karlmannsbuxum,
| yfir það á gamla konan ekki orð;
Dómar þyngdir fyrir
mannrán.
í Bandaríkjunum hafa hin tíðu
mannrán orðið til þess, að refsing-
þó að hún borði það sem liana
lystir. Klukkan sex á morgnana
(fer hún á fætur og býr sjálf um
rúm sitt. Hún er seint á ferli á
kvöldin. 1 viðtali við blaðamenn
-sagði hún-, að hún fylgdist vel
með í blöðunum, og einkanlega
sagðist hún fylgjast vel með í
glæpamálum.
„Mjer finst nefnilega gaman að
sjá, livort dómarinn er á líkri
skoðun 0g jeg“, segir gamla kon-
verður ekki eins fallegt og!an ________
bylgjur haldast ver í því en ella. j En eitt er skrítið við gömlu
Tetrachlor-kolefni hefir þann konuna jjUn þolir alls ekki hreint
kost fram yfir bensín, að það er ioft jjún gætir þess vandlega að
ekki eldfimt, en aftur á móti kafa alla glngga vel lokaða. Ekki
Allar
húsmæður Ijúka upp einum
munni um það, að
..Víkíng — bafraœjöl
sje það besta.
shampooingsduft eru menn j húh hristir bara liöfuðið. og hugs
tryggðir gegn þessari hættu, ar með sjer, þannig skvldu mín-
þar eð í því er ekkert tetra-jar dætur ekki vera.
chlor-kolefni, en aftur á móti
er þetta shampooing-duft búið
til úr mjög fínu sápudufti, og er
mjög veikt, alkaliskt, þar sem
framleiðandinn hefir um margra
ára skeið keppt að því, að fram-
leiða vöru, sem hreinsaði burt
óhreinindin án þess að minnka ar fyrir þau hafa verið þyngdar
V T*
Móf orbátar
Eins og undanfarið verður hagkvæmast að kaupa þá
hjá okkur.
Bggert Kristjánsseii & Co»
Kaupmenn
og Kaupff elög.
Ktalska sykraða ávexti
í kössum, seljum við sanngjörnu verði.
hinn eðlilega gljáa hársins
Þvei*t á móti kemur einmitt
hinn eðlilegi gljái hársins fram,
er fitan hefir verið þvegin burt.
Það er því hægt að mæla með
,,Rósól“-shampooingsdufti í öllu
tilliti.
Ins.
að mun, og stjórnin gerir alt sem ?
í hennar valdi stendur til þess að
hafa upp á mannræningjunum. I
Nýlega náðist í þrjá menn, sem
höfðu rænt enska fjármálamann-
inum John Factor. Þeir voru
dæmdir 22. febrúar í samtals 99
ára fangelsi.
nl
r\
Sími 1228.
Grand-Hótel. 39,
orðið hneyksli.Nú, ekki? Ekkert hneyksli? Dálítið
klapp? Breyta sýningarskránni, meinarðu? Já, það
getum við alltaf talað um seinna. Já, nú fer eg að
hátta — nei, engan lækni, heldur ekki Witte eða
Suzette — eg vil ekki, að neinn komi til mín. Eg vji
bara vera í ró og næði. Þið farið til franska sendi-
herrans og afsakið mig. Þakka þér fyrir. Góða nótt!
Góða nótt, Pimenoff. Heyrðu, Pimenöff, heilsaðu
Witte og Michael. Já, heilsaðu þeim öllum frá mér.
Nei, engar áhyggjur mín vegna. Á morgun er mér
batnað aftur. Góða nótt“.
Hún lagði frá sér heyrnartólið. „Góða nótt, góði!“
sagði hún við sjálfa sig út í bláinn.
Nú, svo hjartað er í ólagi, hugsaði Gaigern, sem
hafði með miklum erfiðismunum fylgst með í þessu
samtali, sem fór fram á frönsku. Þess vegna kemur
hún steðjandi hingað á bandvitlausum tíma. Jæja,
hún lítur nú annars illa út. Jæja þá. Nú fer hún sjálf-
sagt að sofa, og þá get eg kvatt og farið. Nú bara að
vera kaldur. Hann fór varlega yzt út á svalirnar og
leit niður. Þarna sátu þessir fábjánar ennþá og voru
að kjafta saman. Þeir höfðu hengt tvær renniluktir
hjá sér, eins og þeir væri viðbúnir að vinna alla
nóttina. Nú tók tóbaksþorstinn í Gaigern að verða
beinn sjúkdómur. Hann opnaði munninn og tók hann
fullan af bensínkenndu lofti. En um leið gekk Grus-
inskaja að þrískifta speglinum, þar sem handtaskan
stóð, og hjarta Gaigerns tók að hamast. En hún ýtti
frá sér töskunni án þess að líta á hana, og kveikti á
lampanum, sem var yfir miðhluta spegilsins, greip
báðum höndum Um brúnina á speglinum, eins og hún
ætlaði inn í hann. Svipur hennar var gráðugur og
ljótur er hún tók að rannsaka andlit sitt í speglinum.
Kvenfólkið er undarlegar skepnur, hugsaði Gaigern,
bak við tjaldið. Alveg óþekkt dýr. Hvað sér hún eig-
inlega í speglinum, að þurfa að setja upp svona
grimmdarsvip ?
Sjálfur sá hann konu, sem var fögur — um það
gátu ekki verið skiftar skoðanir, enda þótt liturinn
væri í þann veginn að leysast upp á kinnum henn-
ar. Einkum var hnakki hennar, sem speglaði sig
tvisvar í, hliðarspeglunum, óviðjafnanlega fagur-
lega lagaður. Grusinskaja starði á andlit sitt, eins
og á argasta fjandmann sinn. Með grimmdarsvip
horði hún á æðarnar, hrukkurnar, slapandi húðina,
ellimörkin og þreytusvipinn — gagnaugun voru
ekki lengur slétt, munnvikin voru hangandi og
augnalokin ofurlítið hrukkótt undir bláa litnum
líkt og silkipappír. Meðan Grusinskaja var að
horfa á s'jálfa sig, fékk hún kuldahroll, miklu verri
en þann, sem hún hafði fengið úti á götunni. Hún
reyndi að halda vörum sínum í skefjum, en tókst
það ekki. Hún hljóp til, slökkti sterka ljósið í krón-
unni og kveikti á gólflampanum í staðinn, en hún
varð ekki hlýrri á svip fyrir það. Hún reif leik-
húsbúninginn af sjer óþolinmóðlega, þeytti honum
frá sér, og gekk nakin að ofan, en í prjónaslæðu-
búningi upp fyrir mitti, að hitaleiðaranúm, og
þrýsti brjóstinu að grámáluðu hitapípunni. Án þess
að hugsa um nokkuð sérstakt, leitaði hún þangað
sem hitinn var. Nú er nóg komið, hugsaði hún. —
Aldrei framar. Búið. Hún hvíslaði óskiljanlegum
orðum á ýmsum málum milli glamrandi tannanna.
Hún gekk inn í baðherbergið, afklæddi sig þar al-
veg og stakk höndunum undir heita vatnsbununa,
hún lét vatnið streyma yfir slagæðarnar, þangað til
hana sveið. Hún tók bursta, neri með honum axlir
sínar, en snögglega hætti hún því, og gekk allsnak-
in og skjálfandi af kulda, að símanum. Varir henn-
ar titruðu svo mjög, að hún varð að gera tvær til-
raunir áður en hún kom upp orðunum.
„Te“, sagði hún. „Mikið af tei. Mikið af sykri“.
Hún gekk aftur að speglinum og skoðaði sjálfa
sig með dimmum strangleikasvip. En líkami henn-
ar var fullkomlega óaðfinnanlegur, því hann var
óvenjulega fagur. Það var líkami sem á sextán ára
dansnema, sem mannsaldurs erviði og æfing hafk
varðveitt óbreyttan. Alt í einu snerist sjálfshatur
Grusinskaju upp í blíðu og meðaumkun. Hún greip
axlir sínar báðum höndum og strauk *yfir daufa
gljáann á þeim. Hún kyssti hægri olnbogabótina.
Hún lagði fagursköpuðu brjóstin í hendurnar eins
og í skálar og klappaði á bogadreginn kviðinn og
grannvöxnu mjaðmirnar. Hún beygði höfuðið nið-
ur að hnjánum og kyssti þessi vesalings mjó-
sleggnu, járnsterku hnje, eins og þau væri sjúk
börn,
„Bjednajaja, malenjkaja“, tautaði hún — það1
var gamalt gælunafn. „Litli vesalingurinn“ þýddi
það.
Án þess, að Gaigern vissi af því sjálfur kom á
andlit hans svipur, sem var fullur virðirigar og
.jafnframt meðaumkunar. Þetta, sem hann sá þarna,
kom honum í vandræði. Hann hafði þekkt margar
konur, en enga, sem hafði jafn fullkomið vaxtar-
lag og þessi. En það var í rauninni aukaatriði. Því
það, sem fyllti hann angurblíðri meðaum-kun, var
það hve Grusinskaja var varnarlaus, skjálfandir
vonlaus og ringluð, þar sem hún stóð fyrir framan
spegilinn. Enda þótt hann væri siðferðislegur skip-
brotsmaður og væri nú með 500.000 marka virði af
stolnum perlum í vasanum, var þó fjarri því, að
hann væri nokkurt illmenni. Hann losaði hendina
af perlunum og tók hana upp úr vasanum. Hann
fann löngunina í lófum sjer og örmum til að taka
þessa litlu einmana konu upp, bera hana burt, hug-
hreysta hana og verma, til þess að gera einhvern
enda á þessum andstyggilega kuldahrolli og þessu
vitfirringslega hvísli----
Þjónninn barði á hurðina og Grusinskaja tók
sloppinn sinn og fór í hann — þennan sama slopp,
sem hafði skelft Gaigern áður, — og setti upp slitnu
inniskóna. Tebakkanum var ýtt inn í herbergið, hæ-
versklega. Grusinskaja læsti að sér hurðinni. — Þá
er^vo langt komið, hugsaði hún. Hún hellti bollann.