Morgunblaðið - 14.03.1934, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1934, Blaðsíða 1
II. Vikublað: Isafold. 21. árg., 62. tbl. — MiSvikudaginn 14. mars 1934. Isafoldarprentsmiðja h.f. S M J Ö R L Það er óafmáanlega sannað, að Smjörlíkisgerðin „Svanur“ fyrst allra verksmiðja hjer á landi hefir framleitt smjörlíki er að vitamínmagni jafngildir sumarsmjöri. H. f. Svanur er eina smjörlíkisgerðin, sem birt hefir óyggjandi vísindalegar rannsóknir, er s a n n a, að smjör- líkið virkilega innihaldi vitamín til jafns við sumarsmjör. — Ráðunautur verksmiðjunnar við framleiðslu Svana- vitamínsmjörlíkis frá byrjun, hefir verið og er hinn alkunni vitamínsjerfræðingur, yfirlæknir dr. med. SkölT V. Guðjónsson, Kaupmannahöfn. Með því að njóta aðstoðar og aðferða þessa fræga vísindamanns, er hin besta tjygging fengin fyrir því, að Svana-vítamínsmjörlíki sje vitamíníserað á fullkomlega öruggan hátt. Auk þeirrar nýungar, sem vitamíníseringin af smjörlíkinu var, þegar vjer komum með það fyrir fjórum mán- uðum, hefir verksmiðjan einnig endurbætt smjörlíkið á annan hátt. Eftirfarandi tilraunir sanna þetta: I. Fitukúlurnar í Svana-vitamínsmjörlíki eru smærri og jafnari en í öðru íslensku smjörlíki. — Þetta má rann- saka með því, að ,,Sápuemulgera“ smjörlíkið, hrista glasið nokkurar mínútur, og rannsaka dropa af vökv- anum undir smásjá (mikroskop). Þá sjest þessi mynd. t ísl. smjör. fsl. smjörlíki. Merkt X. Svana Vitamín smjörlíki. Allar 3 myndirnar eru teknar þar sem droparnir eru þjettastir og stærstir undir mikroskopinu. 2. „Emaulsion“ af Svana-vitamínsmjörlíki freyðir iy2 sinnum 'meira en það ísl. smjörlíki, sem kemst næst að gæðum. Með öðrum orðum: „Forsæbningstal“ á Svana-vitamínsmjörlíki er hærra en annara ísl. smjörlíkis- tegomda. 3. Hráefnin í Svana-vitamínsmjörlíki eru hin hreinustu sem fáanleg eru, og sjerstakt hreinlæti notað við alla framleiðslu! — • Tilraun: a) „Smjöremulsion“ í lokuðu sótthreinsuðu glasi er mikið myglað eftir y2 mánuð. b) íslenskt smjörlíki, merkt X, er nokkuð myglað eftir sama tíma. c) Isl. smjörlíki, merkt Y, er mjög mikið myglað eftir saina tíma. d) Svana-vitamínsmjörlíki er algerlega ómyglað eftir sama tíma. Svana-vitamínsmjörlíki inniheldur, samkvæmt óhrekjandi rannsóknum, vitamín til jafns við sumarsmjör. Þar að auki hefir það, eins og myndin sýnir, afarmikinn dispersitet í upplausninni, þ. e. a. s. fitukúlurnar í því eru smáar og jafnskiftar. Það er því, auk þess að vera næringarríkt, framúrskarandi gott í allan bakstur og til að steikja úr því, vegna þess, að hinar örsmáu og fínskiftu fitukúlur springa ekki og steinka, en freyða jafnt á pönnunni. Húsmæður! Kaupið hið eina rjetta vitamínsmjörtíki, hið bragðgóða, næringarríka, hreina og fínskifta SVANA-VIIAMÍNSMJ ÖRLIKI .i freiðir }aína§t sielnkar minst — þá verður maturinn bestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.