Morgunblaðið - 13.05.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.05.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ JSmá-auglýsingai | Crott herbergi ine'ð Ijósi og hita ©g ef til tíII með töiuverðn af húsgögnum til leigu. A. S. í. vís- ar á. Jón Þorleifsson hefir opna mál- verkasýningu í vinnustofunni að Blátúni, Kaplaskjólsveg (rjett við Hringbraut), alla sunnudaga frá ki. 1—7. fhúð 2 stór og sólrík herbergi og eldhús, með þægindum til leigu í suðausturbænum. A. S. í. vísar á. Nýtt hús í Keflavík til sölu. Upplýsingar gefur Friðjón Sig- urðsson, Aðalstræti 6 B í Rvík og Guðmundur Gíslason, Kefla- vík. Af því jeg hef aukið vinnukraft- inn, get jeg farið að taka xitS pöntunum aftur viðvíkjandi garða vinnu. Hringið í síma 2216. Jón • Arnfinnsson garðyrkjumaður. Ágæát saltkjöt í % og heil- um tunnum og lausri vikt til sölu. Halldór R. Gunnarsson, Aðalstræti 6. Sími 4318. Saltaðar kinnar. Sími 1456. Haf- liði Baldvinsson. Málverk, veggmyndir og margs- konar rammar. Freyjugötu 11. Giuggatjaldaefni frá kr. 1.00. Stófesefni frá kr. 2.50. Dyra- tjaklaefni velour og silki. Kaffi- dúkar í öllum litum. Hannyrða- verslun Þuríðar Sigurjónsdóttur. Skotsk sumarkjólaefni nýkomin, margir litir, mjög ódýr. Hvítt spejlflauel. Fermingarkjólaefni frá kr. 3.75. Silkinærföt hvít og mis- lit. Náttföt og Náttkjólar. Hann- yrðaverslun Þuríðar Sigurjóns- dóttur. Garðrósir, trjáplöntur, rabar- barahnausar, hipínur, digitalis, primula. aquulegía, stúdentanell- ika, valmuer orientale, stjúp- mæður, gullhnappar og f 1., eru seklar á Suðurgötu 12. Tek einnig að mjer vinnu við garða og leiði. Til viðtals í síma 2294 kl. 12—1 og eftir kl. 7 síðd. — Jóliann Schröder. Lítið herbergi á efsta lofti á Grettisgötu 65, er til leigu. — Laugavatnsupphitun. Kartöflur, valdar, norskar, á 11.00 pokinn. Barónsbúð, Hverf- isgötu 98, sími 1851. Sala á Blóma- og Grænmetis- plöntum, þar á meðal blómstrandi Stjúpum og fjölærnm plöntum, byrjar næstkomandi mánudag, 14. maí, í Miðstræti 6. Sími 3851. Rúgbrauð, franskbrauð og nor- malbrauð á 40 aura livert. Súr- brauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykja- víkur. Sími 4562. KELVli'T-DIESEL. Sími 4? 0. Gefið börnum kjarnabrauð. Það er bætiefnaríkt og' holt, en ódýrt. Þáð' færst aðeins í Kaupfjelags- brauðgerðinni, Bankastræti 2. — Sími 4562. Hár. BmO ilttf fyrirliggjandí kik «11 bÚllÍl^ T«r8 riC aUra ka£L Versl. Goðafofis lMg>Ti| ». flúnl 8488. Borðbúnaður. Matskeiðar 2ja turna frá 1.85 Matgafflar — —- — 1.85 Desertskeiðar — — — 1.50 Desertgafflar — — — 1.50 Teskeiðar — — — 0.50 Teskeiðar 2ja tnrna 6 í ks. 4.00 Hatskeiðar alp. frá 0.65 Matgafflar alp. frá 0.65 Desertskeiðar og gafflar alp. 0.50 Teskeiðar alp. 0.35 Borðlinífar rvðfríir 0.75 Höfum 8 gerðir af 2ja tuma silf- ‘ urpletti úr að velja. I Sra i ini, R. PEDERSEN. SABROE - FRYSTIVJELAR, MJÓLKURVINSLUVJELAR. S í M I 3745, REYKJAVÍK. 1 A thug I ö! að barnatryggingar okkar eru þær hagkvæmustu, seitB fáanlegar eru. Enda aukast þær mjög ört. Vátryggingarhlutafjeiagið NYE DANSKE AF 1864. Aðalumboð: Vátryggingarskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar, Lækjargötu 2. — Sími 3171. 9 Grand-Hótel. 65. Góðan daginn, ungfrú Flamm, sagði yfirforstjór- inn með loðinni rödd og önuguv af eintómri feimni. Hánri stansaði við stól hennar og sveigði hrygginn til þess að þjónninn gæti korriist fram hjá. — Litla Flamm lygndi aftur augunum, áðiir en henni var ljost hver Preysing var. — Nú, það er herra yfirforstjórinn, sagði hún vingjarnlega. — Dansið þér líka? Hún leit á stirðn- uð andlitin á mönnunum þremur — hún var svo vön að sjá þennan svip á karlmönnunum kring um sig. — Þekkjast herrarnir? spurði hún með léttum og fyrirmannlegum handaburði, sem hún stældi eft- ir kvikmyndastjörnu einni. Hinsvegar gat hún ekki kynnt þá, því hún vissi ekki hvað lagsmaður hennar hjet. Preysing og Gaigern tautuðu eitthvað. — Góðan daginn, herra Preysing, sagði Kringe- lein allt í einu, án þess að standa upp. Hann verkj- aði í hvern hi'yggjarlið aí' áreynslunni við það að skjálfa ekki, íalla saman og verða hinn litli, ósjá- legi Kringelein úr bókhaldinu. Hann hélt öxlunum heinum, tamdi munn sinn, tennur, og meira að segja nasirnar, og svipurinn á honum varð eins og á reið- um hesti, af eintómri áreynslu..En hann hélt sér þó uppi eftir því sem þörf krafði, og einhver ósegjanlegur kraftur streymdi frá velsniðna frakk- anum, hálslíni hans, hálsbindinu og velhirtu nögl- unum og styrkti vilja hans. Að vísu hafði hann næst- um misst takið á sjálfum sér af þeirri ástæðu, að Preysing hafði líka breytst — að vísu var hann enn með Fredersdorf-andlitiði, en aftur á móti með ekk- ert yfirskegg. — Eg veit ekki — fyrirgefið þér — við þekkjumst víst? spurði Preysing eins kurteislega og æsing hans í sambandi við litlu Flamm leyfði. — Já — Kringelein — svaraði Kringelein, — eg er við verksmiðjuna.... — So-o? spurði Preysing kuldalega. — Kringe- lein — Kringelein? Einn af umboðssölum okkar — -er það ekki? hélt hann áfram og horfði á prúð- búnað Kringeleins. — Nei, bókhaldari. Undirbókhaldari. Herbergi nr. 23, hús C, þriðju hæð, sagði Kringelein með sam- viskusemi en alls ekki neinni undirgefni. — So-o? sagði Preysing og hugsaði sig um. Hann langaði mest til að gleyma þessari óæskilegu nær- veru bókhaldarans frá Fredersdorf hér í gula skál- anum. — Eg þarf að tala við yður, ungfrú Flamm, sagði hann og tók höndina aftur af stólbakinu hjá henni. — Það er nýtt verk, sem um er að ræða, hélt hann áfram í skrifstofutón, sem var ætlaður eyrum þessa Fredersdorf-náunga. — Gott og vel, svaraði litla Flamm. — Hvenær hentar yður það bezt? Sjö? — Hálfátta? — Nei, nú þegar svaraði Preysing skipandi og þurkraði svitann af andliti sér. — Það get. eg því miður ekki, svaraði Flamm vin- g.jarnlega. — Eg hafði stefnumót hér og get ekki látið herrana bíða hér eina. Hr. Kringelein á einn dans hjá mér enn. — Hr. Kringelein verður áreiðanlega svo vænn að gefa þann dans eftir, svaraði Preysing með virðu- leik. Þetta var skipun. Kringelein fann hvernig tuttugu og fimm ára gamla undirgefnibrosið ætlaði að fai’a að breiðast um varir hans. En hann varðist því karlmannlega og leitaði liðstyrks hjá Gaigern. Baróninn var með sígarettu í öðru munnvikinu, og reykurinn liðaðist upp fyrir framan vinstra auga hans og hann dró það glettnislega í pung. — Mér dettur ekki í hug að gefa það eftir, sagði Kringelein, og þegar hann hafði látið út úr sér .orðin, varð hann stirður eins og héri sem læst vera dauður í plógfari á akri. Þegar Preysing varð fyrir þessari óbilgirni, datt honum allt í einu í hug sjúk- dómsvottorð Kringeleins, sem hafði verið Iagt fyrir hann fyrir nokkrum dögum. — Það er sérlega merkilegt, sagði hann í nef- mælta tóninum, sem allir í verksmiðjunni óttuðust. Mjög merkilegt. Nú fylgist eg með. Þér eruð til- kynntur veikur hjá okkur, eða er það ekki? Er það ekki, hr. Kringelein? Konan yðar fær styrk úr’ sjúkrasamlaginu okkar vegna þungra veikinda yð- ar, er það ekki? Höfum við ekki gefið yður sex vikna leyfi með fullum launum: Og svo eruð þér hér í Berlín að skemmta yður? Þér leitið skemmt- ana, sem hvorki hæfa stöðu yðar né tekjum. Mjög svo merkilegt, hr. Kringelein. Bækur yðar skulu verða nákvæmlega endurskoðaðar, getið þér verið viss um. Og laun yðar vei'ða strykuð út, þareð þér eruð sýnilega við beztu heilsu, hr. Kringelein. Þér - skuluð....... — Jæja, börnin góð, hættið þið nú að skammast,. sagði litla Flamm, með kátinu, sem sló vopnið úr- hendi Preysings. — Yið erum hérna til að skemmta okkur, hvort sem er. — Jæja, nú dönsum við, kr. Kringelein. Kringelein stóð upp, enda þótt hné hans væri eins og úr togleðri, en þegar litla Flamm lagði handlegg- inn um axlir honum, réttist þó talsvert úr þeim. —• Hljómsveitin sagaði einhvern dans, sem gekk af- skaplega hart, — eitthvað, sem var í ætt við kapp- akstursbifreiðina og flugvélaskrúfuna. En það gaf honum afl til að koma upp setningunni, sem hann hafði verið að taka saman í 25 ára þrældómi sínum- Um leið og litla Flamm dró hann a fstað út á dans- gólfið, leit hann við og sagði : — Eigið þér kannske allan heiminn einn hr. Preysing? Eruð þér kannske eitthvað annað og meira en eg? Hafa mínir líkar engan rétt til að lifa? — Sona-sona! sagði litla Flamm. Nú ekki að jag- ast — nú dönsum við. Nú skuluð þér ekki líta á fæturna á yður, heldur framan í mig, og svo bara. ganga hægt — eg skal styra ferðinni......... Ef þetta er ekki svindlari......hvæsti Preysing á eftir hoijum, því Preysing hafði orðið eftir við borðið, viti sínu fjær af reiði. Gaigern, sam sat reykjandi, varð einkennil’ega' hrærður er hann heyrði þetta órð — fékk einskonar stéttarmeð- aumkun, sem var blandin hæðni og hatri gegn hin- um digra, sveitta yfirforstjóv.a. —Þér veitti ekki:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.