Morgunblaðið - 20.05.1934, Blaðsíða 8
I
MORGUNBLAÐIÐ
i
Smá-augiysirga. |
Gbenýtt fiskfars og fiskur á
aiman í Hvítasunnu. Pantið sem
fyrst. Aðalfiskbúðin, sími 3464.
Útvarpið í dag: 10,40 Yeður-
fregnir. 11,00 Messa í Dómkirkj-
unni (síra Friðrik Hallgrímsson).
14,00 Messa í Frikirkjunni (síra
Árni Sigurðsson). 19,10 veður-
fregnir. 19,25 Grammófóntónleik-
ar: — a) Vivaldi: Coneerto grosso
(Scala orkestrið, Mílanó). — b)
<rón Þorleifsson hefir opna mál-
verfcaaýningu í vinnustofu sinni P.ach: Preludium og Fug'a í Es-dúr
i Blátúni við Kaplaskjólsveg. 'Philharmoniska orkestrið, Ber-
Qíjett við Ilringbraut), alla Hn). 20.00 Klukkusláttur. — Tón-
eunaudaga frá 1—7- leikar: Fiðlnsónata í A-dúr eftir
““““~7“ Schubert (Hans Stepanek og Dr.
_ Sa, sem tók liatt, merktan K. O. Fr Mixa). 20,30 Kórsöngur
í Husgripum á Lakarastofunni á (Karlakór Reykjavíkur, söngstjóri
Hðtel Heklu, á föstudaginn, geri sigúrður Þórðarson). 21,00 Gramm
6VO vel að skila honum aftur, ófónfónleikar: Beethoven: Symp-
annaðhvort á Eakarastofuna eða honia Nr. 7 (Philadelphia orkestr-
heim til Kjartans Ólafssonar, ið, Leopold Stokowsky).
Bárugötu 23, og taka um leið sinn ! Útvarpið á morgun: 10,40 Veð-
eígin hatt. , urfregnir. 11,00 Massað í Dóm-
I kirkjunni (síra Bjarni Jónsson).
Málverk, veggmyndir og mar^-; ig ()() Miðdegisötvarp. Tónleikar
konar rammar. Freyjugðtu 11. frá Hótel
ísland. 18,45 Barnatími
KELVIif-DIESEL. Sími 4? 0. (Guðjón Guðjónsson). 19,10 Veð-
-------------------------------j urfregnir. 19,25 Grammófóntón-
Rúgbrauð, franskbrauð og nor- leikar: Lög úr óperum eftir
malbrauð á 40 aura hvert. Súr- Wagner. 19,50 Tónleikar. 20,00
brauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 Klukkusláttur. — Frjettir. 20,30
aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykja- Erindi: Eldgosið í Vatnajökli
víkur. Sími 4562.
Hyggnar húsmæður gæta þess
a6 hafa kjarnabrauðið á borðum
BÍnum. Það fæst aðeins í Kaupfje-
lags Brauðgerðinni, Bankastræti 2.
Sími 4562.
Háir.
Hafl altaf fyrirUfgjandí hár «R
falanakui báninf.
Verð við allra h«fí.
Versl. Goðafoss
Lmmgtyg §. Síaai 3436
(Jóliannes Áskellsson). 21,00 Tón-
leikar: — a) Alþýðulög (Útvarps-
hljómsveitin). — b) Einsöngur
(P jetur J ónsson). Grammóf ónn:
Bach: Brandenburger-Konzert No.
6. — Danslög til kl. 24.
Útvarpið á þriðjudag: 10,00
Veðurfregnir. 12,15 Hádegisút-
varp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00
Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir.
19,25 Ávarp: Um „mæðradag"
(síra Friðrik Hallgrímsson). 19,50
Tónleikar. 20,00 Klukusláttur. —
Frjettir. 20,30 Frá útlöndum (síra
Sigurður Einarsson). 21,00 Tón-
leikar: Píanó-sóló (Emil Thorodd-
sen). — Grammófónn: Beethoven:
Kvartðfí F-dúr, Op. 18 No. 1. —
Danslög.
Kveðja til
Kvennaskólans
frá námsmeyjum IV. bekkjar.
Þeg'ar við, sem lukum burtfar-
arprófi úr 4. bekk Kvennaskól-
ans, 14. maí síðastliðinn, lítum
til baka yfir liðna vetur, koma
fram í huga okkar ótal endur-
minningar bæði frá kenslu- og
skólalífi. \'ið berum klýjan hug
til skólans okkar og munum ávalt
minnast hans með þakklæti. Og
það er ósk okkar, að á komandi
árum skili hann eins og oft að
unclanförnu, miklu stærri hóp út-
skrifaðra nemenda en nú,
Skólaveran lætur eftir í hug
okkar ótal ánægjustundir. Ein
slíkra ánægjustunda var boð það,
er forstöðukona og skólanefnd helt
okkur í Oddfellowa-höllinni,
þriðjudaginn 15. þ. m. Yfir borð-
um voru margar ágætar ræður
fluttar, sem allar báru vott um
hlýjan hug til okkar. Við þökkum
það traust, sem allir virtust bera
til oklcar, og' munum reyna að
bregðast því ekki.
Þessi kvöldstund mun ávalt
bregða upp í huga okkar sól-
bjarma, eða öllu heldur aftanskini,
yfir skólaveru okkar.
Daginn eftir fórum við fjórðu-
bekkingar skemtiferð suður á
Reykjanes, undir leiðsögu Ragn-
heiðar Jónsdóttur kennara. Höfð-
um við bæði gagn og gaman af
ferðinni.
Að Joknm vil jeg, fyrir hönd
bekkjarsystra minna, færa skól-
anum okkar hUgheilustu árnaðar-
óskir á sextugsafmæli hans.
Ein af 12.
IDNmHgMáOLSEwC!
Coiman’s
Línsterkja (j
geri r
gsinali
hálslín, sem
n v t1.
^nafamgHegliiauslitu'
jScmisk fátafttetnímtt ty Gttttt
34 1300 (Kcjjbiaotit.
Býður ekki viðskiftavinum sínum annað en fullkontna
kemiska hreinsun, litun og pressun.
(Notar eingöngu bestu efni og vjelar).
Komið því þangað með fatnað yðar og annað tau, er þarf
þessarar meðhöndlunar við, sem skilyrðin eru best og:
reynslan mest.
Sækjum og sendum.
Grand-Hótel. 69.
mann einn. — Komið þér, herra forstjóri Kringe-
Ifíin — við förum bakatil.
Þetta „bakatil“ er fyrir endanum á löngum, ljót-
um gangi, þar sem márgar dyr eru til beggja handa.
Fyrir innan síðustu, dökkleitu vængjahurðina er lít-
ið herbergi, sem er fullt af brúnu rökkri svo að
ervitt er að finna veggina. Ljós er þar ekki nema
í miðju lofti, uppi yfir spilaborðinu, rétt eins og í
iþróttahúsinu, þar sem ljós var ekki nema beint
uppi yfir hringnum. Kringum borðið voru nokkrir
merin — sitjandi og standandi — eitthvað 12—14
talsins; þeir eru alvörugefnir á sinp og tala saman
stuttort, án þess að Kringelein skilji neitt af því,
sem þeir eru að tala um.
— Hve mikið viljið þér leggja í hættu? spyr
Gaigern, sem hefir gengið til hliðar og að ská-
horði, en þar situr svartklædd kvenvera, sem líkist
mest kennslukonu, og gætir kassans. — Hvað höfð-
uð þér hugsað yður?
Kringelein hafði hugsað sig tíu mörk.
— Eg veit ekki almennilega, herra barón, svarar
hann í óvissu.
— Þá skulum við segja 500 mörk til að byrja á,
stingur Gaigem upþ á. Kringelein gat enga mót-
stöðu veitt, svo hann tók upp gula veskið og lagði
fimm tölusetta seðla á skáborðið. Hann fékk í stað-
inn handfylli af mislitum spilapeningum, grænum,
bláum og rauðum. Hann heyrði hvernig samskonar
peningar féllu á spilaborðið Undir græna lampan-
um, með litlum, hörðum smellum. Áfram, hugsaði
hann, óþolinmóður.
— Nú verðið þér bara að Ieggja á einhvers stað-
ar, segir Gaigern. — Það þýðir ekki neitt, að eg
fári að útskýra það fyrir yður. Setjist þér þar sem
yður Iízt bezt og hvernig sem þér viljið? Sá, sem
spilar í fyrsta sinn, vinnur næstum alltaf.
Hvað. oft hefir Kringelein eiginlega stofnað sér
í voða, sama daginn? Nú veit hann bara, að svona
ex Iíflð og ekki öðru vísi. Nú veit hann, að hrollur
irin er hiuti af ánægjunni, rétt eins og skumin er
hluti af hnotunni. Hann veit, að á þessum eina stað
gétur hann tapað eins miklu og hann hefði unnið
sér inn í allri sinni smábrotnu Fredersdorf-tilveru.
Hann veit, að í þessu hálfrokkna herbergi, innan
um þessa fátöluðu menn, verður hann að láta reka
á reiðanum, eins og áður, og tapa öllu því, sem
hann á til að halda sér uppi á f lækingi í þessar þrjár
vikur, sem hann á eftir ólifaðar. Og úr kollstökki
sínu hátt uppi í loftinu, horfir Kringelein niður og
er næstum forvitni að vita, hvemig allt gengur —
áfram — áfram -------.
Hann er orðinn hvítur um eyru og varir, er hann
gengur að borðinu og tekur til að spila. Honum
finnst eins og hendur sínar séu fullar af sandi. —
Hann leggur. Lítil klára kemur og sækir grænu
spilapeningana hans. Maður einn segir eitthvað,
sem hann skilur ekki. Hann leggur annars staðár,
— og tapar. Hann leggur og tapar, leggur og tapar.
Gaigem, sem er við hinn borðsendann leggur, vinn-
ur fyrst og tapar síðan. Kringelein sendir honum
biðjandi augnatillit, en hinn tekur ekki eftir því.
Hér hugsar hver um sjálfan sig. Augnatillitið hvílir
á grænu borðplötunni og borast niður í hana eins
og nálar. Hver um sig tekur á öllum kröftum sínum
og viljaþreki til þess að draga vinninginn til sín.
— Eg sit í. eilífri óheppni, segir einhver, ein-
hversstaðar. Þetta er eins og töfraorð í litla bak-
herberginu brúna, undir græna knattborðslampan-
um. Kringelein, sem verður að hugsa um sig sjálf-
an, gengur til svörtu konunnar og sækir spilapen-
inga fyrir 500 mörk. Hann kemur aftur að spila-
borðinu; nú mokar annar maður spilapeningunum,
þeir smella lágt og er hlaðið upp í smáturna aí
vandvirkum, óstyrkum höndum. Kringelein tekur
sinn forða í vinstri hönd og leggur með hægri —
af handahófi og út í bláinn. Hann leggur og tapar.
Leggur og vinnur. Hann verður alveg hissa á því
fyrirbrigði, að græna merkið hans skuli koma með
annnað rautt með sér aftur. Hann leggur og vinnur.
Stingur nokkrum spilapeningum í vasa sinn, af
því hann veit ekki hvað hann á af þeim að gera.
Hann leggur og tapar, tapar, tapar. Svo gerir hann
tveggja mínútna hlé. Gaigern er heldur ekki að
spila, heidur stendur með hendur í vösum og reykir.
— Búinn í dag, segir hann. — Peningarnir mínir
eru farnir. .
— Með leyfi, herra barn, segir Kringelein og
stingur einu rauða merkinu, sem hann á eftir í hönd
Gaigerns, sem kemur hægt og hægt upp úr vasan
um.
— Það gengur dauflega hjá mér í dag, segir Gai-
gern lágt. Hann kann að þefa mennina uppi, því
það tilheyrir hinni vafasömu iðju hans, og hann
er ekki í heppni núna — nema maður vilji kal’a
hið dásamlega ævintýri með Grusinskaju heppni.
Kringelein gengur aftur að borðinu. Afram.
Einhver rám klukka sló eitt, er Kringelein, sem
hafði einhverja þjótandi loftskrúfu inni í höfðinu,
leysti inn spilapeninga sina hjá gjaldkeranum. —
Hann hafði unnið 3400 mörk. Hann fann, að úlfliðir
hans ætluðu að fara að titra, en hann harkaði af sér
eins og hetja. Enginn kærði sig neitt um vinning
hans. Kringelein hafði unnið, sem svaraði árstekj-
um sínum í Fredersdorf, og nú tróð hann vinningn-
um í slitna veskið sitt.
Gaigern stóð geispandi við hlið hans og horfði á.
— Nú get eg sótt um inntöku á letigarðinn, herra
forstjóri. Þér verðið að sjá mér farborða. Eg á ekki
grænan túskilding, segir hann í kæruleysisróm. —
Kringelein stendur með veskið í hendinni og veit
ekki hvemig hann á að fara, né -hvers vænst sé
af honum.
— Eg verð að slá yður fyrir alvöru á morgun,
segir Gaigeim.
— Gerið svo vel, segir Kringelein, eins og höfð-
ingi. — Og hvað nú næst?
— Guð minn almáttugur, — þér haldið svei mér
út. Nú er ekki annað eftir en vín og konur, svarar
Gaigern.
Kringelein gengur fölur og taugaóstyrkur frá
speglinum, þar sem hann hefir sett upp hattinn. —
Hann leggur hálft mark í lófann á einhverri hálf-
stálpaðri veru, sem heldur í útidyrahurðina fyrir
honum, allur samanbögglaður, og hann réttir seð-
ilinn að vikadrengnum, um leið og þeir ganga út á
þögla, myrka götuna. Hann er einhvern veginn orð-
inn ringlaður — hann veit ekki lengur hvað pen-
ingar eru. Kringelein bókhaldari frá Fredersdorf
er viltur á reiki í nýjum heimi. þar sem menn að
morgninum eyða þúsund mörkum og vinna þrjú
þúsund að kvöidi aítur, — hann er eins og í töfra-
skógi, þar sem enginn vegur eða gata fyrirfinnst,.