Morgunblaðið - 30.05.1934, Page 8

Morgunblaðið - 30.05.1934, Page 8
s MORGUNBLAÐIÐ |Smá-auglýsingaf j Verðlaun. Hv^rsvegna safnar Jóna.s ekki skuldum, eins ogölafur Thoi's? 5 kr. verðlaun gfeiði jeg JEyrii' besta syarið. P. Stefáitsson, Þverá. Heimatilbúið kjötfars, aðeins 65 aura 14 kg. Fiskfars hvergi eiti-. gott. Aðalfiskbúðiu, sími 3464. Stálku. vantar mig tii morgun- veika. P. Stefánsson, Laufásv. 36. Rúgbrauð, franskbrauð og nor- maíbrauð á 40 aura hvert. Súr- brauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aurá. Brauðgerð Kaupfjel. Reykja- víkur. Sími 4562. Haupsýslumenn! flytur auglýsingar yðar og tilkynningar til flestra blaðlesenda um alt land, í sveit og við sjó - utan Reykjavíkur. Biaðið kemur út vikuiega g siður samanlimdar. — Auglýsið í ísafold og Verði. Svona hvítar tennur getið þjei haft með því að n o t a á v a 11 Rósól-tannkremið í þessum túbum: Danskar og útlendar B. PEDERSEN. BÆKUR. Pagnrfræðirit og kenslubækur fyrst frá SABROE - FRYSTIVJELAR, MJÓLKURVINSLUVJELAR. SÍMI 3745, REYKJAVÍK. EINAR HARCK. Dönsk og erlend bókasala. Fiolstræde 33, Köbenhavn. Biðjið um frían verðlista. Vinnan leið og erfið, strax frá Byrjið nú þegar að taka Svefninn verður heilbrigður og byrjun. Ovomaltine á kvöldin. djúpur. Þegar þjer vaknið er þreytan horfin, en í hennar stað komið starfsþrek. n tt m n t. & n í n Nýkomin til vlnnu. Hægur - d|úpur svefn*. Vaknlð þjer þreyftir? OVOMALIINE veitir starfsþrek og heilbrigðan svefn. Ef svefnin veitir yður ekki þá hvíld, sem skyldi og þreytan segir til sín áður en þjer farið á fætur, og ef skapið er styggt og engin löngun til vinnu, er eitt ráð til, sem breytir þessu, „OVO- MALTINE“. Hversvegna? Það er ekkert deyfilyf, er svíkur áður en yfir lýkur. Einmitt þess vegna er það ráðið. Það eyðir ástæðum svefnleysis og þreytu. Færir yður kyrð og þægindi í svefni. Það er íundið upp af Dr. G. SVander í Bern, til þess að útrýma nautn deyfislyfja. Það er bragðgóður drykkur, Ouðjóii Vafnsstig 4, sem framleiddur er við útdrátt úr bestus næringarefnum og er svo kjarnmikið, að einn einasti bolli inniheldur meiri nær- ingarefni en 4 bollar af kjötseyði með eggjum. Það flýtir einnig fyrir neytslu annara næringarefna og bætikraftur þess styrkir allan líkamann. Að þessu öllu fengnu, kemur svefninn — djúpur og; hressandi. Kaupið Ovomaltine í dag. Notkunarreglur: Hrærið Ovomalt- ine út í volgri mjólk eða vatni og' rjóma, en þó aldrei sjóðandi. Suðan eyðileggur fjörefnin. Bætið í sykri eftir vild. FÆST ! LYFJABÚÐUM OG VERSLUNUM. Jómssoo Simi 4285. umboðsverslun Grand-Hótel. 74. ernschlags hafði sín áhrif á hann, og aftur sagði hann a-h. Hann stóð upp og gekk að rúminu. — Kringelein svaf, enda þótt augu hans væri ekki alveg lokuð. Gaigern læddist á tánum til Ottern- schlngs aftur. — Sumt af þessu, sem þér eruð ,að segja, er satt, sagði hann lágt. Það var ekki allskostar létt verk að koma aftur heim. Þegar við erum að segja „vest- ur frá“ meinum við hér um bil það sama sem ef við segðum „heima“. Nú finnst rnanni Þýzkaland vera eins og brækur, sem maður er vaxinn upp úr. Maður er orðinn óstýrilátur og hefir ekki nægilegt svig- rúm. Hvað eiga menn eins og eg og mínir líkar að gera? Fara í þjóðvarnarliðið? Taka þátt í kosn- ingauppþotum? Nei, takk. Verða flugmaður? Það hefi eg reynt. Tvisvar á dag sömu leiðina. Berlín — Köln — Berlín. Eða fara í landkönnunarferðir? Nei, það er allt of algengt og hættulítið. Nei, sjáið þér til. Gallinn er sá, að lífið er ekki nógu hættu- legt, væri það ofurlítið hættulegra, væri allt í lagi. En maður verður að taka það eins og það kemur fyrir. — Nei, það meina eg ekki, sVaraði Otternschlag óánægður. En kannske er þetta bara sérviska hjá mér. Ef til vill liti eg eins bjart á tliveruna, ef lækn- arnir hefði skóbætt á mér andlitið eins vel og eg skóbætti yðar andlit. En þegar maður sér heiminn gegn um glerauga, er hann dálítið skrítinn, getið þér verið viss um. Nú, nú, hvað gengur að yður, herra Kringelein? Kringelein hafði allt í einu risið upp í rúminu og með miklum erfiðismunum hafði hann glennt upp morfíndeyfða augað og svipaðist um eftir einhverju. Hendur hans fálmuðu um ábreiðuna, með fingur- broddum, sem voru tilfinpingarlausir af morfíninu. — Hvar eru peningarnir mínir? hvíslaði Kringe- lein. Hann kom beint frá Fredersdorf og hafði verið að skammast við Önnu sína, og hann var lengi að átta sig aftur á rauðviðarherberginu í Hótel Grand. — Hvar eru peningarnir mínir, spurði hann með þurrum vörum — honum sýndist mennirnir vera óeðlilega stórir, iðandi skuggar, sitjandi í flauels- hægindastólum. — Hann spyr, hvar peningarnir sínir séu, sagði Otternschlag baróninum, eins og hann væri heyrn- ardaufur. — Hann hefir geymt þá hjá dyraverðinum, sagði Gaigern. — Þér hafið geymt peningana yðar hjá dyra- verðinum, sagði Otternschlag aftur við Kringelein, eins og túlkur. Kringelein hugsaði sig um með erfið-' ismunum. — Hafið þér verki lengur? spurði Otternschlag. — Verki? Hvað? spurði Kringelein, ofan af ský- inu sínu. Otternschlag hló með skakka munninum. — Hann er búinn að gleyma því, sagði hann. Verkirnir eru gleymdir. Þá er góðverkið líka gleymt. Á morgun getur hann byrjað að nýju. Þér — lífslistamaður, sagði hann með háði, sem hann reyndi ekki til að leyna. —Kringelein skildi ekki aukatekið orð. — Hvar eru peningarnir mínir? spurði hann, þvermóðsku- lega. — Allir peningarnir? peningarnir, sem eg vann? Gaigern kveikti í vindlingi og reykti ofan í sig. — Hvar eru peningamir hans? spnrði Ottern- schlag. — I veskinu hans, svaraði Gaigern. — í veskinu yður, sagði Otternschlag aftur viS Kringelein. — Sofið þér nú bara áfram. Þér megið ekki hreyfa yður svona mikið —- þá fáið þér bara kvalirnar aftur. — Eg vil fá veskið mitt, heimtaði Kringelein og glennti út alla fingur. Hann gat í vímu sinni ekki komið orðum að því, sem hann vildi segja, en hafði það-á tilfinningunni í þokunni, að hann yrði að' greiða beinharða peninga fyrir hvert augnablik,. sem hann vildi lifa — mikla peninga. Hann hafði í draumi sínum séð hvort tveggja renna frá sér------- peningana og lífið -t— hratt og fullt af grjóti eins og Fredersdorflækinn, sem þornaði upp á hverju sumri. Otternschlag andvarpaði og stakk hendinni í vasanri á frakka Kring'eleins, sem Gaigern hafði hengt á stólbrík, og' dró hendina upp aftur — tóma. Gaigern var að reykja úti við gluggan og sneri að * þeim baki en andliti út að götunni sem var þögul og kyr í hvítu birtunni frá boglömpunum. — Héi' er ekkert veski, sag'ði Otternschlag. Allt í einu þaut Kringelein upp úr rúminu. Allt í einu, stóð hann, skjálfandi á eldspýtnafótunum á miðju gólfi, æstur og móður. — Hvar er veskið mitt, æpti har-n kveinandi. Hvar eru allir peningarnii' mínir? Allir miklu, miklu peningarnir. Veskið, veskið mitt? Gaigern, sem hafði veskið fyrir löngu í sínum : vasa, reyndi að láta sem hann heyrði ekki þessa háu, hásu kveinstafi. tJti fyrir heyrði hann lyftuna ganga, og hann heyi’ði fótatak úti í ganginum, sem hvarf brátt. Hann heyrði armbandsúr sitt tifa og hjarta sitt slá, hægt og rólega. En hann heyrði líka kvein Ki’ingeleins, í þessu augnabliki hataði hanri Kringelein ofsalega, og hefði getað myrt hann. — Hann sneri sér inn í herbergið, en sú aurrilega sjónr sem Kringelein var, dró máttinn úr hendi hans.----- Kringelein stóð á miðju gólfi grátandi. Tárin runnu niður undan deyfðum augnalokunum og drupu nið- ur á Ijósbálu silkináttfötin. Kringelein grét eins og krakki, út úr veskinu sínu. — Það voru sex þúsund og tvö hundruð möi’k í veskinu, kveinaði hnan. Á því get eg lifað í tvö ár. Kringelein var óafvitandi farinn að reikna eftir Fredersdorfmælikval’ðanum. Otternschlag leit örvæntingaraugum á Gaigern.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.