Morgunblaðið - 17.06.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.06.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 8 Tafarlausar húsabætur nauðsyniegar segir jarðskjáltanefndin. Fundargerð send ríkísstjórn, en hún sendír míðstjórn flokkanna. í gær fjekk Stjórnarráðið eftirfarandi fundargerð frá jarðskjálftanefndinni að norð- an, eða’ bjargráðanefndinni, sem hún hefir verið kölluð: Sunnudaginn 10. júní kom jarðskjálftanefndin saman á fund á Akureyri. Öll nefndin ▼ar mætfe svo og prófastur Stefán Kífistinsson, Völlum. Þetta gerðist: NefndáMctók til yfirvegunnar hvort gerðár hefðu verið nauð-1 synlegaHsbráðabirgðaráðstaf an- ir viðvík^ándi húsviltu fólki af völdumí ,>|arðskjálftanna, og hverjar frekari ráðstafanir gera þyrfti. Nefndin hefir látið gera á Dalvík' 8 bráðabirgðaskýli, skúra, auk eldaskála við baraa- skólahúsið og getur hafst við í þessum húsum um 100 manns. í Hrísey hefir verið bygt bráða- birgðaskýli fyrir 20 manns. Auk þess hefir á báðum stöðum verið gei*t við eldstæði og reyk- háfa í mörgum húsum, sem ekki eru meira skemd en svo, að nú þegar má elda í þeim og vel gjörlegt að sofa í þeim strax og jarðskjálftarnir hætta. Tel- ur nefiidin að með þessum að- gjörðitm sje til bráðabirgða bætt úr bráðustu vandræðum fólksins á Dalvík og í Hrísey. Aftur á móti hefir enn ekki verið hægt að gera annað í húsnæðisvandræðum fólksins í Svarfaðardal og á Árskóga- strönd, en að útvega tjöld og gera við reykháfa á þessum stöðum. Strjálbýlið þar gerir örðugt að koma upp bráða- birgðaskýlum nema með ærn- um tilkostnaði, og telur nefndin því heppilegra að ráðist sje í varanlegar endurbætur og upp- byggingu á þessu svæði, en það er alveg lífsnauðsynlegt að á slíku sje byrjað nú þegar. Einn- ig er svo ástatt með mörg húsin á Dalvík og nokkur í Hrísey, að ef rigningár ganga eru þau undirseld frekari skemdum og vart verandi í þeim sumum ef gerir kulda og 'bleytur. Loks er augljóst, að ef takast á að koma íbúðarhúsum öllum svo í lag að viðunandi sje fyrir haustið og veturinn, þá má engan tíma missa og verður að ráðast í framkvæmdir þegar’ í stað, og án allrar tafar. Ályktar nefndin því að leggja til við ríkisstjórn- ina að ríkissjóður nú þegar leggi fram nægilegt fje til þess að gera varanlegar endurbætur á öllum þeim skemdu húsum á jarðskjálftasvæðinu, sem eig- endurnir vilja tafarlaust hefjast handa um fullnaðaraðgjörðir á. Veiti ríkissjóður fje þetta sem bráðabirgðalán er síðar verði breytt í styrk eða varanleg hag- kvæm lán. Vilhjálmur Þór, Stefán Jónsson, Bernharð Stefánsson, Pjetur Eggeerz Stefánsson, Kristján Jóhannesson. Ofanritaða fundargerð hefir Stjórnarráðið sent Miðstjórn flokkanna til umsagnar, með eftirfarandi viðbót: Um leið vill ráðuneytið upp- lýsa, að kostnaðurinn við við- gerðir og uppbyggingar mun áætlaður 300—400 þúsund krónur, og að þegar innborgað samskotafje og loforð um fram- lög vegna þeirra, sem beðið hafa tjón við landskjálftana, nema um 70.000 kr. Reykjaheiði bilfær. Kópaskeri, 16. júní. FÚ. Síðastliðinn fimtudag fór fyrsta bifreiðin á þessu vori yfir Reykja- heiði. Heiðin er sæmilega góð yfir- ferðar; og' mun þá bílfært frá Keykjavjk til Möðrudals. Næst- komandi miðvikudag hefjast viku- legar áæ.tljin arferðir milli Akur- eyrar og Kópaskers. Og hafa slík- ar fastar ferðir ekki tíðkast milli þessara staða. Banana-kaupin. Einu sinni kom kona inn til á- vaxtasala til þess að kaupa ban- ana. Hún skoðaði þá vandlega og velti þeim til og frá. Síðan sagði hún: „Eru þeir annars ekki skemdir?” Þá sagði kaupmaður: „Nei, áttu þeir að vera þaðf‘ Laus staða. Fyrir skömmu var auglýst eft- ir böpli í Budapest. Sex hundruð manns sóttu um stöðuna, þar af 12 konur Elsti maður í Montenegro heitir Kozara og er hann nú 133 ára gamall. Menn hafa komist að aldri hans á þann einkennilega hátt, að hann var fæddur í bæ, sem brann nóttina eftir að hann fæddist, og er hægt að sanna það að bær þessi brann 1801. Hann hefir verið bóndi alla ævi og aldrei nærst á öðru en brauði og mjólk. Er talið að hann muni hafa drukkið 150.000 lítra mjólkur um ævina. Nii er fæða hans einn lítri mjólkur og' tvær brauðsneiðar á dag. Heimasætan, dóttir hans, er nú 98 ára gömul og hún hefir líka alla ævi lifað á mjólk og brauði. Móðir Önnu Pavlova á aði fá nokkuð af fje hinnar frægu dansmeýjar, sem í alt nem- ur iy2 miljón króna, þó aðeins með því skilyrði, að hún flytji af landi burt. Að öðrum kosti er hætt við að Sovjet-stjórnin geri upptækt fjeð. —------------------ íslandsmótið. Urslitaleikur: K. R. — Valur 3:2. Það var verulega skemtilegt að vera á íþróttavellinum í fyrrakvöld. Veður var hið besta, stillilogn og mátulega heitt, reglulegt ,,knattspyrnuveður“. Áhorfendur voru um 2000 og vai* auðsjeð á öllum að þeir vonuðust eftir góðum og fjör- ugum úrslitaleik. Þeim varð líka að ósk sinni, og skal ekki beðið með að segja frá því, íslandsbikarinn. að leikurinn í fyrrakvöld. var tvímælalaust besti knattspyrnu- leikurinn á íslandsmótinu. Það er heiður fyrir hvert það fjelag, sem sigrar í svona leik — og það er einnig heiður að tapa — þegar veJ og drengilega er leikið. Það er nú einu sinni svo í knattspymu, að einhver verð- ur að sigra og að K. R. hafi verið vel að sigrinum í fyrra- kvöld komið, ber öllum saman um. En Valur ljek einnig vel og prúðmannlega og slíkt er heiður hverjum knattspyrnu- flokki. ,,Því skal ekki gráta Björn bónda“ — heldur hugsa til haustkappleikanna. Leikurinn hófst stundvíslega kl. 8*4 (þökk fyrir það hr. dómari), og byrjaði þegar á mikilli sókn af hálfu Vals. Eftir 2 mínútur brýst Agnar Breið- fjörð upp með línunni, miðar knöttinn, og Óskar Jónsson spyrnir honum af krafti miklum í mark K. R. Glaðnar nú yfir þeim Valsmönnum, er hafa þeg- ar mark fram yfir, en jafntefli dugar til að sigra. En K.-R.- ingar hafa venð á veílinum fyr, þeir taka nú kröftuglega á móti. Skiptir það aðeins sekundum að knötturinn er ýmist við mark Vals eða K. R. Það er leikið prýðilega af báðum og svo líður y2 tími að ekki má í milli sjá um kraft, leikni og skot. Þá verður foringi Vals, Frímann, og helsta stoð þeirra og stytta í vörninni, fyrir því óhappi að meiðast, og verður að yfirgefa leikvöllinn. Jóhannes verður að fara í hans stað um stund, þar til Karl Vilmundarson kemur inn í stað Frímans. K. R. herðir nú sóknina og er 32 mínútur eru liðnar af leiknum skorar Gísli mark úr hornspyrnu. — Jafnteflí. Betur má ef duga skal og skömmu síðar brýst Þor- steinn Einarsson einn gegnum vörn Vals og skorar mark. — Jóhannes er nú kominn á sinn stað aftur og virðist „leiðast þóf þetta“ og er 2 mín. eru Hótel Borg Tósileikar í dag fró kl. 3 til 5 e.h. Dr. Zakál m nnsveriar hens. Leikskrá lögH á boróin. Komið á Ðorg. Ðúið á Ðorg. Bciðið á Ðorg. elgisiöafeók islenskix þjóðkirkfunnar. Að tilhlutun prestastefnunnar og kirkju ráðs hinnar íslensku þjóðkirkju er nú fullprentuð og fæst á skrifstofu ísafoldarprentsmiðju. Kostar 15 krónur. eftir af hálfleiknum skorar hann mjög fallega mark hjá K. R. Aftur jafntefli. Lýkur svo hálfleiknum. K.-R.-ingar koma á völlinn í síðari hálfleik með eindregn- um sigurvilja. Sókn þeirra hefst þegar í leikbyrjun og eftir 4 mín. skoraði Guðm. Jónsson mark hjá Val. En þá fan'v- þeim síðartöldu líka nóg komið. Þeir náðu mörgum upphlaup- um, en komust sjaldan í skot- færi og fór þessi hálfleikur að mestu í vörn ‘hjá þeim, því K.-R.-ingar sóttu mjög á, það sem eftir var og alt fram á síðustu mínútu. Lauk hálfleikn- um svo, að ekki voru gerð fleiri mörk, því varnir beggja biluðu hvergi. Leikurinn var báðum flokk- unum til sóma og framkoma beggja yfirleitt mjög prúð- mannleg, enda leyfði dómarinn, Guðjón Einarsson, engin brögð, hættuleik eða annað, sem alt of oft sjest hjer á vellinum. Hann var ákveðinn, flautaði fljótt, og hafði fullkomna stjórn á leik- mönnum. Væri vel ef við ætt- um marga slíka dómara. Línu- verðir voru þeir Tómas Pjeturs- son og ólafur Þorvarðsson, og ætti altaf að fylgja þeirri reglu að menn með dómarapróf væru línuverðir, það gefur leikmönn- um, áhorfendum og dómurum það öryggi, sem nauðsynlegt er. Að loknu mótinu afhenti för_ seti I. S. í., Ben. G. Waage, K. R. íslandsbikarinn og hina 11 heiðurspeninga. — Hjelt hann snjalla ræðu að vanda. —- Á- horfendur hrópuðu ferfalt Nýhomið: Upphlutasilki, Silkiklæðið góða, Silkisvuntuefni, Sumarkjólaefni, 1,60, Morgunkjólar, 3,40, Silkináttföt, 8,75, Silkináttkjólar, 8,75, Silkiundirföt (sett), 8,75 L j eref tsn áttk j ó 1 ar, mislitir, 2,75, Sængurveraefni, einlit, 0,65, Blússur, 3,40, Drengjapeysur, Barnaregnkápur, Regnhlífar, o. m. m. fl. EDINBORG. húrra fyrir sigurvegurunum og einnig fyrir hinum fjórum fje- lögunum, sem þátt tóku 1 þessu móti — og fóru síðan heim ánægðir yfir góðum, drengileg- um og skemtilegum leik. K. Þ. Dollfuss hinn smávaxni. Dollfuss er afar lágur í lofti. í sambandi við það eru margar sög- íur sagðar um liann. Það er t. d. 'sagt, að í fyrsta skifti, sem Mac- Donald sá Dollfuss, hafi hann I . sagt: „Gaman að sjá þig, góði minn, en hvar er hann pabbi þinnf'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.