Morgunblaðið - 17.06.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.1934, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ m “Briariui" fer á þriðjudagskvöld (19. júní) kl. 8 u-m Vestmanna- eyjar til Leith ogr Kaup- mannahafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir háde^i á þriðjudag. „Rjettarfarsmenning41. Tíminn birtir erindi eftir Her- mann Jónasson um dómsmál og rjettarfar. Segir Hermann þar, að almenn- ing hjer á landi skorti mjög rjett- arfarsmenningu. Hyggst hann að ráða bót á þessu. ffánn gerir þá kröfu, sem að vísu fleiri gera en hann, að lög'in gangi jafnt yfir alla. Það mun leitun á manni, sem ekki er hon- um sammála. Bn menn eru mis- jafnlega kröfuharðir við sjálfa sig í framkvæmdinni. Hermann kvartar yfir því, að afbrotamenn megi ekki sjá „hvít- brystinga“, þ. e. menn með hálslín, sleppa við refsingu laganna. Hann mun telja sig meðal „hvítbryst- inga“. Væri honum ant um að lög- in gengju jafnt yfir alla, og sýndi liann það í verki, þá myndi hann t d. sennilega ekki bafa g'ert sjer leik að því að brjóta þau lög, sem hann er sjálfur se'ttur til að gæta. 1 stað þess hefir það sannast á þenna „hvítbrysting“ að hann brýt ur lögin „upp á sport“, og boðar síðan opinbera fundi, til að tala um dómsmál, hegðar sjer þar eins og götustrákur, kjaftar fram í ræður annara og segir ráðherran- um að þegja. Með þessu framferði þykist hann ætla að bæta „rjettarfars- menningu“ landsmanna(!) Heyr á endemi! Kvenmaður vel að sjer í tungumáíum og vanur vjelritun, getur fengið atvinnu í Heíldverslun Garðars Gtsíasonar IBIIIÍ Ljáblöð (Fílinn). Ljái (Kvernelands). Brýni. Brúnspón. Hnoðnagla. Hrífur. Handsláttuvjelar. J arðyrk j u verkf æri. Hóffjaðrir. Vatnsfötur. Bala og yfir höfuð allar járnvör- ur og búsáhöld í JÁRNVÖRUDEILD Jes Zimsen. SilMiaxiir nýkomnir í ljósum iitum. Sumarkjólaefni, Blússur, Peysur, Pile Sundbolir, Sundhettur, Baðhandklæði, Sumarkjólar á börn og fullorðna og margt fleira nýtt. UíiSl. 1/1», Laugaveg 52. — Sími 4485. Sum.ffklólat/tu Java og silkiefni. Ódýr silkináttföt. Gardínu og Porteraefni. Hlfí rJcester Sími 3894. Síldarsala og síldarverslun. Efir Ottó Tulinius. Niðurl. Matsmaður úrskurði hvort • síldin er söltunarhæf. Á þeim stöðum, þar sem mikil síldarverkun er, t- d. á Siglufirði og Akureyri, ætti að vera mats- maður. Þegar krafist yrði, úrskurð aði hann hvort síld er hæf til sölt- unar. — Sömuleiðis athugi hann að reglum, sem settar eru um geymslu síldar í húsi og meðferð síldarinnar á skipum, sje fylgt. En varast verður að fá ekki aftur hið dýra og' umsvifamikla mat, með fjölda undirmatsmanna, sem áður var. Enda verður að hafa hugfast að vel færir menn sjeu matsmenn, en það er aðeins hægt ef matsmenn eru fáir. Jeg veit að einstaka menn óska síldareihkasölu. Það eina sem dug- ir, er frjáls vdrslun, að hver ein- stakur reyni að fá sem mest fyrir sína vöru, og njóti sjálfur góðs af hagsýni sinni við verkun og sölu. % Framleiðslan fari eftir markaðinum. En koma verður í veg fyrir of mikla framleiðslu. Mörgum finst slíkt ófært. En til hvers er t. d. að senda til Þýskalands helm- ingi meira en þeir vilja kaupa? Afleiðingin verður, að verðið fell- ui niður fyrir helming. — Hvað hafa Danir orðið að gera, þegar kaup Englendinga á kjöti þaðan var takmarkað ? Þeir urðu. að eyði- legg'ja kjöt fyrir hhndruð þús- unda króna mánaðarlega. Fyrir síldarútveginn gildir nú, að salta ekki meir en hægt er að selja, og leg'gja kapp á góða verk- un. — Ennfremur auka síldar- verksmiðjurnar. Sömuleiðis þarf að auka útflutninginn á nýrri síld, ísvarinni, og reyna útflutn- ing á frystri síld. Það hefir sýnt sig, að markaðurinn gat ekki síð- astliðið ár tekið við meiri síld en framleidd var,. nema lítilshátt- ar af kryddsíld. Árið áður var álíka mikið verkað alls, en þá voru grófsaltað 40 þús. tunna meira, en matjessaltaðar 40 þús. tunna minna. Þá varð altof mikið af grófsaltaðri síld, og verðið fjell niður fyrir framleiðslukostnað. — í fyrra voru hlutföllin rjettari. Alls voru í fyrra verkaðar rúmar 200 þús. tunnur og var helmingur af því matjessíld. Jeg álít að alls ekki megi verka meir í ár, én síðastliðið ár, enda þýðir það ekki nema nýr markaður fengist t. d. til Rússlands, því Pólverjar og Þjóðverjar leyfa varla meiri inn- ílutning. — Að treysta því, að Svíar kaupi meir^ af okkur en í fyrra er hæpið, því í órði er að þeir, með ríkisstyrk, auki útgerð sína til síldveiða við ísland. — Sömuleiðis er í orði að Pólverjar og Þjóðverjar byrji síldveiði hjer. íslensk síldarútgerð greiðir gífurlega tolla. Samkeppnis- þjóðirnar .fá tollfrelsi og ríkisstyrk. Allar þessar þjóðir hafa ríkis- styrk til veiðanna, eða sleppa við innflutningstollinn, þar sem þeir eiga heima, íslendingar einir verða að greiða háan toll af þess- ari framleiðslu. Það er svo óþol- andi, að það verður að breyta því. — Á meðan matjessíldin ekki hefir náð áliti, sem góð vara, getur ekki verð á henni orðið viðunandi, og á meðan getur ekki verðið á nýrri síld hækkað, áhættan við síldar- verslun en ennþá of mikil til þess. — En það nær engri átt, að gfeiða í ríkissjóð einnar krónu útflutn- ingsgjald af hverri tunnu síldar þegar hráefnið er aðeins fimm króna virði. Og auk þess gjaldið af tunnum og salti, sem nemur 40 aurum á tunnu. — Því á þessi atvinnugrein að greiða í ríkissjóð margfalt við alla aðra fram- leiðslu? Það sem hjer er bent á að gera þurfi, getur alt komist í fram- kvæmd á þessu ári. Það mætti henda á fleira, sem heppilegt væri að kæmist bráðum í framkvæmd, t. d. að byggja kæli- hús til síldarg'eymslu og niður- suðuverksmiðjur, en til þess þarf mikið fje. Mæðrum sýndur heiður. í borginni Görlitz í Þýskalandi er hverri móður, sem eignast ekki minna en 1 barn á tveim árum, veitt heiðurskort. Veitir það henni ýms rjettindi fram yfir aðrar kon- ur. Gróð kaup. „Viti, lítið notaður, til sölu fyr- ir fimm krónur“, var fyrir skömmu auglýst í amerísku blaði. Skátaflokkur keypti þeg'ar í stað vitann, og var ánægður með kaup- in. —-—---------------— □agbók. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): Skamt suður af íslandi er lægð, sem þokast norður á bóginn og veldur A-átt um alt land og rign- ingu sunnanlands. 1 öðrum lands- hlutum hefir og' sumstaðar rignt lítið eitt. Vindur er hvass SA í Vestmannaeyjum (veðurhæð 8), en annars er veðurhæð víðast frá 3—6. Hiti er 8—13 st. á S- og V- landi, en um norðaustanvert land- ið hefir kólnað talsvert í veðri, og er hiti þar 4—5 stig. Veðurútlit í Rvík í da,g: A- kaldi. Dálítil rigning öðru hvoru. Stjórnmálaumræður byrja í út- varpinu annað kvöld. Fyrir hönd S.jálfstæðisflokksins talar formað- ur flokksins, Jón Þorláksson, á morgun. Útvarpið í dag: 10.40 Veður- fregnir. 10.50 Erindi: Agnes og Natan (Grjetar Fells). 15.00 Mið- degisútvarp: — a) Tónleikar frá Hótel ísland. — b) Grammófónn: íslensk lög. 17.00 Messa í Fríkirkj unni (síra Árni Sigurðsson). 18.45 Barnatími (Aðalsteinn Sigmurids- son). 19.10 Veðurfregnir. — Til- kyílningar. 19.25 Grammófónn: ís- lensk kórlög. 19.50 Tónleikar. — Auglýsingaf. 20.00 Klukkusláttur. Frjettir. 20.30 Upplestur: Sögu- káfli (Hálldór Kiljan Laxness). 21.00 íslenskir hljómleikar: Út- varp'shljómsveitin, Kristján Krist- jánsson, Þórarinn Guðmundsson og Emil Thoroddsen leilta og syngjá íslensk lög. Danslög til kl. 24. — E-listinn er listi Sjálfstæðis- manna. Útvarpið á morgun: 10.00 Veð- urfregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.00 Tónleik- ar. 19.10 Veðurfregnir. — Tilkynn ingar. 19.30 Frjettir. 20.00 Klukku sláttur. Stjórnmálaumræður. Frú Karolína Fr. Bjarnason, fædd Söebeck, verður 60 ára á morgun. Sjálf3tæðiskjósendur, sem vita af Reykjavílrurkjósendum utan- bæjar, sem ekki verða heima á k.jördegi, eru beðnir um að gera kosningaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins í Varðarhúsinu aðvart sem fyrst. Símar 2339 og 3760. Davíð skygni (Den Fremsynte), hin ágæta skáldsaga eftir Jónas Lie, er komin út í íslenskri þýð- ingu eftir Guðmund Kamban. — Bókaverslun Sigf. Eymundssonar gefur út. Á bókinni er hreinlegui' og snyrtilegtir frágangur og papp- ír góður. E-listinn er Ksti Sjálf- stæðismanna. Kona drtiknar vestanhafs. Seint að kvöldi 3. maí var gömul ís- lensk kona, Ólafía Vigfússon frá Weedy Point við Manitobavatn á leið heim til sín frá Steep Rock. Var henni ekið í bíl mestan hlnta leiðarinnar, en vegnrinn var slæm- urð og þegar ein ensk míla var eftir, kaus hún að ganga. Mun hún hafa ætlað að stytta sjer leið og fara á ísi yfir vík á Vatninn, en fallið í vök. Liðu nú nokkrir dagar svo, að ekkert spurðist til hennar. En um hádegi hinn 12. maí lagði sonur hennar sig til svefns. Dreymdi hann þá, að tví- vegis var honum skipað að fara niður að vissum stað hjá vatninu, þar væri hrjef til hans. Þegar hann vaknaði fór hann rakleitt á staðinn og fann þar lík móður sinnar rekið að landi. Sjálfstæðiskjósendur, sem fara úr bænum fyrir kosningarnar, eru ámintir um að kjósa áður en þeir fara. Kosið er á kosningaskrif- stofu lög'manns í Pósthússtræti 3 (gömlu símastöðinni) og er skrif- stofan opin kl. 10—12 0^51—4. Sjálfstæðiskjósendur utan af landi, sem staddir eru í b«num,. eru ámintir um að greiða hpr at- kvæði sitt sem fyrst, ef þeir sjá fram á, að þeir verði ekki komnir heim til sín fyrir kosningar. Aliar nánari upplýsingar í Varðarhús- inu. Stigabíllinn nýi, sem keyptur var handa slökviliðinu, kom hing'- að með Brúarfossi. Tekur hann: langt fram öllum öðrum slökkvi- liðsbílum hjer á landi. Stiginn er úr járni, 20 metra langur og hvílir hann í þrennu lagi ofan á bíln- um. Er þar sjerstök v.jel til þes» að lyfta honum upp og renna honum sundur þangað til hann nær fnllri hæð. Er það ekki nema andartaksverk. Undir stiganum ev hverfipallur og má snúa honum. alla vega eftir því, sem |)est á við. Aftan á bílnum eru tVeir fætur, sem skrúfaðir eru niður á götu, þegar stiginn er í notkhn. Er það gert til þess að hverfipallurinn sje stöðugur og láti hvergi úndan á fjöðrunum. Hægt er að dæla 1500 lítrum af vatni á mínútu með hreyflinum, sem er 8 cyl. Bíllin kostaði um 30 þús. kr. og verður hann reyndur bráðlega. . Listi Sjálfstæðismanna við Al- þingiskosningarnar hjer í Reykja- ík, er E-listi. Samkvæmt kosninga lögunum nýju fá frambjóðenda- listarnir bókstafi í þeirri röð, sem flokkanöfnin eru í stafrófsröð, og er Sjálfstæðisflokkurinn 5 í staf- rófsröðinni. Nýtt blað vestra. Þjóðræknis- fjelag íslendinga í Vesturheimi er farið að gefa út nýtt blað, sem, heitir „Ungmennahlað Þjóðræknis- fjelagsins“. Er þétta einn liður í starfsemi fjelagsins að viðhalda ís- lanskri tungu meðal afkomenda landnámsmannanna. Ritstjori blaðs ius er Sigurður Júl. JóhaunessoB læknir. E-listinn er listi Sjálf- stæðismanna. Meðal farþega með íslandi norð- ur og vestur í gær voru: Ágúsi Jóhannesson og frú, Jóhann Bárð- arson og frú, Sigúrður Jónsson, Guðrún Haralds, Jón Stefánssou, Sigríður Jónsdóttir, Anna Páls- dóttir. Páll Jónsson, Ólöf Bjöms- dóttir. i Fánalið Sjálfstæðismanna. Fund ur verður haldinn næstkomandi fimtudag að Hótel Borg. Mjög áríðandi að allir mæti. Kosningaskrifstofa Sjálfstæði;- manna er í Varðarhúsinu. Opin kl- 10—12 og 1—7 daglega. Símar 2339 og 3760. Kjörskrá cr þar til syris og aliar upplýsir.gar gefnar viðvíkjandi kosningumim.eS Ferðaf jelagið. Þeir, sem tóku góðar myndir í SkarðsÍAiðarför- inni á sunnudaginn var eru vin- samlega beðnir að lofa fjelags- stjórninni að sjá þær og gefa henni kost á að eignast eiritak af þeim. Myndunum er veitt viðtaka á afgr. Fálkans, Bandastææti 3. Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag: Helgunarsamkoma;kl. 11 árd. Sunnudag'askóli kl. 2. Útisamkoma kl. 4. Hjálpræðissamkoma kl. 8. Adjutant Molin talar. Lúðrafl. og strengjasveitin aðstoða. Allir vel- komnir. Farþegar með Goðafossi frá út- löndum í gær voru: Sveinn Sig- urðsson og frú, Inga Hoffmann ungfrú, Gyða Hinriksdóttir ung- frú, Óskar Einarsson, Jón Ásgeirs- son, Símon Ágústsson, Þórður Þor- hjörnsson og 12 Englendingar. E-listinn er listi Sjálf- stæðismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.