Morgunblaðið - 20.06.1934, Síða 2

Morgunblaðið - 20.06.1934, Síða 2
2 JHorgtmMaíM Crtgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjðrar: Jðn KJartanaaon, Valtýr Stefánason. Rltatjðrn og afgrelOala: Auaturatrœt) 8. — Ptml 1*00 AuKlíalngastJðrt: E. Hafterg. Auglýslngaskrlf atof a: Austurstrætl 17. — Sta»l 8700, Helmastmar: Jðn KJartansaon nr. 874*. Valtýr Stefánsson nr. 4880 # Árnl Óla nr. 8045. E. Hafberg nr. 8770. Áskrlftagjald: Innanlands kr. 3.00 á aaánutSl. Utanlands kr. 8.50 á mánuBI 1 lausasölu 10 aura elntaklB. 80 aura maB Uaabðk. Gengis-kuiða Hiþýðuflokksíns. Sumir stjórnmálamenn eru þannig’ gerðir, að þeir muna fyrst eftir loforðunum til kjós- endanna, þegar kosningar standa fyrir dyrum. Þannig hefir það reynst með Framsóknarmenn. Fyrir kosn- ingarnar 1927 var aðalmál Tímamanna, að lækka gengi krónunnar. Þetta var „mál málanna" þá. Tímamenn komust til valda upp úr kosningunum 1927 og sátu við völd næsta kjörtíma- • bil. — En altaf gleymdu þeir „máli málanna" —- gengismál- inu. Meira að segja settu þeir öflugar ráðstafanir — innflutn ingshöft og einokun á öllum gjaldeyri landsmanna — til þess að tryggja það, að ís- lenska krónan ekki fjelli. Þannig urðu efndir þessa lof orðs Tímamanna. Sami skrípaleikurinn endur tekur sig núna. Eru það eink- um Bændaflokksmenn, sem gaspra nú um gengislækkun — sömu mennirnir, sem göspr- uðu um þetta „mál málanna“ fyrir kosningarnar 1927, en sviku öll loforðin þegar þeir komu til valda. Alþýðublaðið þykist vera á- kaflega hneykslað yfir þessu kjésenda-glamri Bændaflokks- manna, og heldur að eitthvað sje upp úr þessu glamri leggj- andi núna. Þó veit blaðið mæta vel, hvað fortíðin hefir að segja í því efni. Annars er það að segja um gengismálið, að þótt einstaka maður í öllum stjórnmálaflokk um (og í því efni er Alþýðufl. engin undantekning) hafi tjáð sig fylgjandi gengislækkun, hefir meiri hluti þings aldrei fengist til að ganga inn á þá braut, að lögþvinga gengis- lækkun. Það sanna best ráð- stafanir þær, sem gerðar hafa verið af Alþingi. Gengismálið hefir aldrei verið hreint flokks mál nokkurs stjórnmálaflokks og þannig mun enn reynast. En það er annað í sambandi við þetta mál, sem vert væri fyrir Alþýðublaðið að athuga. Alþingi hefir með lögum ein- okað allan gjaldeyri lands- manna. Þessi einokun hefir komið þungt niður á smærri útgerðarmönnum og sjómönn- um, sem þurft hafa að kaupa steinolíu af Hjeðni olíukóng. Hjeðinn olíukóngur fær gjald- eyri þann, sem útgerðarmenn Ieggja til og kaupir fyrir hann MORGUNBLAÐIÐ ilerskipalicimsókn Orustuskipið „Nelson“. í gærmorgun fengum vjer heim- sókn af tveimur hreskum her- jskipum, orustuskipinu „Nelson“ og tundurspillinum „Crescent“. Lögð- ust skipin úti í sundinu milli Eng- eyjar og Viðeyjar, þar sem breska orustuskipið „Rodney“ lá sumar- ið 1930, er það kom hingað í heim- sókn vegna Alþingishátíðarinnar. „Nelson“ er af sömu stærð og ,.Rodney“ og ristir svo djúpt (um 30 fet) að ekki þykir vogandi að fara inn ,á ytri höfnina. Kl. 2(4 í gærdag' kom yfirfor- ingi „Nelsons“ í land og heira- sótti fyrst, breska ræðismanninn. Þvi næst fór hann í opuibera heimsókn til forsætisráðherra í Stjórnarráðinu, og síðan til sendi- Iiérra Dana. En kl. 3(4 för Ás- geir Ásgeirsson forsætisráðherra í opinbera heimsókn um borð. Sótti hann bátur frá orustuskipinu upp að steinbryggju og var hann kvaddur með þrumandi fallbyssu- skotum. Orustuskfipið „Nelson“ er 33.500 smálestir áð stærð. Það er for- ystuskip heimaflota Breta, og á því er ýfirflotafóringinn, Sir William H. G. Boyle, K. C. D. Næstir honum að virðingu ganga: Paymaster Commánder E. B. Elstob, O. B. E„ Flag Lieut. G. C. Colwill, Chief of Staff Capt. P. F. P. Caluíert, D. O. S. (Commo- dore lst. Class), Secretary Pay- master Lieut. Commander M. Lawrey, og Captain of the Fleet B. W. Oldham, O. B. E. — Um 1200 manns eru á skipinu. Það hefir 9 fállbyssur 16 þuml. víð- ar, 12 fallbyssur 6 þuml. og' 6 fall- byssur 4,7 þuml. auk tundurskeyta fallbyssna, hríðskotabyssna og byssna til að verjast flugvjela- árásum. Tundurspillirinn „Crescent“ er 1375. smáli, af . líkri gerð og „Fylla“, nema miklu hraðskreið- ari. Getur hann farið 33 sjómílur á klukkustund. Skipin halda hjer kyrru fyrir fram til 27. þ. mán. S j ál f s tæ ð is f lokkurin n og gengismálið. Alþýðublaðið skýrði frá því í gær, að samningar væru gerðir um |það milli Sjálfstæðisflokksins og Bændaflokksins, að lækka gengi krónunnar að loknum kosnii%um. Varaformaður Sjálfstæðisflokks ins, Ólafur Thors, rak þessari kosningalygar ofan í Alþýðu- blaðið í útvarpsræðu í gærkvöldi, með svo hljóðandi yfirlýsingu: „Alþýðublaðið, sem út kom í dag, segir, að stórfeld gengis- lækkun sje ákveðin með samning- um milli Sjálfstæðisflokksins og Bændaflokksins. Þetta er með öllu tilhæfulaus ósannindi, sem enginn fótur er fyrir. Engir slíkir samningar hafa verið gerðir og ekki svo mikið, sem komið til orða að gera þá“. steinolíu. Hann selur svo ' aft- ur sömu útgerðarmönnum stein olíu fyrir mikið hærra verð en nauðsyn krefur. Svona ráðstafanir með gjald | eyri landsmanna eru óþolandi.! En Alþýðublaðið hefir ekkert við þetta að athuga, enda er, það budda Hjeðins olíukóngs, ; sem hefir hagnað af þeim. Jónas Jónsson segir: Flokkurinn minn þolir ekki samviskusama endurskoðun Landsreikninga. Orðsending til Pjeturs í Hjörsey. Á framboðsfundunum í Mýra sýslu varð Pjetri Þórðarsyni í Hjörsey tihrætt um stjórnmála afskifti Jónasar Jónssonar og vítti mjög framkomu hans og feril allan. Fór hann í því sambandi góð látlegum orðum um Bjarna Ásgeirsson, sem fengið hefir með undirskrift sinni hin svo- nefndu „Hriflu-handjárn“. Sagði Pjetur Þórðarson og beindi þeim orðum til Bjarna, að þeir vissu það jafnvel báðir Bjarni og hann, að í þeim flokki þar sem Jónas Jónsson væri flokksforingi, gæti enginn góð- ur drengur þrifist. í því sambandi skýrði Pjet- ur frá því, að þegar hann hætti endurskoðun Landsreikninga, hefði hann fengið brjef frá Jónasi Jónssyni. í brjefi því viðurkendi Jónas að Pjetur hefði leyst endur- skoðunarstarf sitt vel af hendi. En hann bætti því við, að hags .Lf irsðisf - iiiaí sðsialisls í „fjögra ára áætlun“ þeirri, er sósíalistaf hjer hafa þýtt úr stefnuskrá þýskra Nazista og tileinkað sjer, segir m. a., að sósíalistar heimti fullkomið lýð ræði í stjórr.málum og atvinnu málurn. Þeir hafa sjáifir, sósíalist- arnir verið að skýra það und- anfarið, hvernig þessi „lýðræð- is“-krafa lítur út hjá þýsku Nazistunum, þegar til fram- kvæmdanna kemur. Framkvæmdir sósíalista hjer á íslandi, að því er snertir lýð- ræði í stjórnmálum og atvinnu málum, hafa orðið svipaðar og hjá Nazistunum þýsku. Á aukaþinginu í vetur var háð úrslitaorustan í kosningar rettarmálinu. Þá varð „lýðræð- is“-kend 'Hjeðins Valdimars- sonar ekki meiri en það, að hann ætlaði að leggja rjettlæt- ismálið á hilluna og setjast á ráðherrastól með verstu fjend- um lýðræðisjnálsins, Tíma- mönnum. Og Hjeðinn vildi gera meira. Hann lýsti því hátíðlega yfir í greip í Alþýðublaðinu daginn áður en aukaþingið kom sam- an, að ætlan hans og Hrifl- unga væri su, að stjórna land- inu „án löggjafar“ — fyrir það fyrsta fram yfir kosningar og svo auðvitað áfram, ef kosn ingarnar hefðu snúist á móti rauðliðum! Þannig var lýðræð- ishugur sósíalitsa þegar ráð- herrastóllinn var í boði. „Við heimtum fullkomið lýð- ræði í atvinnumálum“, segja sósíalistar ennfremur. „Vinna handa öllum, sem vilja sinna“, sagði Hjeðinn í útvarpinu á mánudagskvöld. O, jæja. Þannig tala sósíal- istar. En hvernig framkvæma þeir þessa lýðræðis-kröfu í atvinnu málum? Samningarnir, er þeir gerðu við Tímamenn á aukaþinginu í vetur, ef til stjórnarmyndun- ar hefði komið, lýsa fram- kvæmdum sósíalista í þessum málum. Þar var svo fyrirmælt, að enginn verkamaður á land- inu skyldi fá vinnu hjá ríkinu, nema hann undirgengist að hlýða í einu og öllu stjórnmála klíku þeirri, sem stjórnar Al- þýðuflokknum. Vegavinnudeila sú, er þessi klíka Alþýðuflokksins stofn- aði til á dögunum, sýnir einnig hvernig sósíalistar hugsa sjer framkvæmdir á þessari „lýð- ræðis“-kröfu í atvinnumálum. Fjölment lið iðjuleysingja og slæpingja var sent út til þess að kúga vegavinnumenn til að leggja niður vinnu. Vega vinnumönnum var hótað öllu illu, ef þeir ekki hlýddu boði burgeisa Alþýðuflokksins. Nokkrir vegavinnumenjt voru með ofbeldi neyddir til aS leggja niður vinnu. Þeir urð* frá vinnu nokkra daga. Eía ekki sýndi Hjeðinn sig þá á heimilum verkamanna til |)e«» að bæta þeim tjón það, seat þeir höfðu beðið. Hann þurftí að gæta þess, að hann bitSá ekki sjálíur neitt tjón vegna bensínbannsins, sem' Jón Bald- vinsson hafði fyrirskipað í for- boði Hjeðins. „Vinna handa öllum, seat vilja vinna“, er svo héróp Hjeðins til verkamanna! , Finst ekki verkamönnum, að þetta hljómi hjáróma aí munni Hjeðins? munir Framsóknarflokksins þyldu ekki slík vinnubrögð, Og þess v.egna mættu þau ekki líðast. Ekki las Pjetur upp brjefið, en hann kvaðst hafa það með ferðis, ef einhver vildi rengja mál sitt. Jarðskjálfai: eru enn nyrðra off harðari í Hrísey e* Dalvík. Akureyri 9. júní F. Ú. í morgun kl. 8(4 hefir fundist harður jarðskjálftakippur í Hrís- ey. Annar enn meiri kippur kom síðastliðið sunnudagskvöld, og þótti hann ganga næst lamLkjálft- anum 2. þ. m. Flúði þá alt fólk á eynni út úr húsum. Spriingur í steinveggjum hafa enn gliðnað, annars hafa smákippir fundisV þar öðru livoru síðustu daga! ' Hríseyingum hefir a(ltaf f virst stefna jarðskjálftanna vera frá suðaustri. og skemdir hafa orðið mestar suðaustan megin a husum. Síðrfttu kippi tel ja'þ’éíi-háfá ver ið meiri þar, en á Ðalvííc Ofsaliifar í Frakklandi. London 16. júní F. Ú. Hitinn í París er í dag meiri en menn vita. áður dæmi til í júní, eða 39,4 stig á Celsius í skuggan- um. Þar hefir eþkert rignt síðan 3. maí og hafa orðið skógarbrun- ar víða í Frakklandi, og brut- ust þeir xit í níu stöðum núna um helgina. Kjördeildir við Alþingiskosn- ingarnar á sunnudaginn kemur hafa verið ákveðnar 26 í Reykja- víkur kjördæmi og skiftast kjós- endur þannig í kjördeildirh 1. A —Arnheiður, 2. Arni—Betny, 3. Biering—Cortes, 4. Daði-r-E.lka, 5. Ella—Grímur, 6. Gróa-—Guðmunds son, 7. Guðmundur—Guðríðprj 8. Guðrún, 9. Guðsteinn—Haralz, 10. Haukdal—Höydal, 11. Ida—Jason, 12. Jenny—Jón Ingvarsson^ 13. Jón Jakobsson—-Jörundur, ... 14. Kaaber—Kristín Runólfsdoltir, 15. Kristín Samúelsdóttir—Úöve, 16. Maack—Margrímur, 17. María —Ólafson, 18. Ólafur—Pétrún, 19. Pjetur—Sigrid, 20. Sigrífer— Sigtryggur, 21. Sigurrást—Sigln’úð- ur, 22. Símon—Svanhvít;...... 23. Svanlaug—Valgeir, 24. Valgetður —Þórdís, 25. Þórðarson—Qfpar, 26. Lauganesspítali. ,,jS:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.