Morgunblaðið - 20.06.1934, Side 4

Morgunblaðið - 20.06.1934, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Útvarpserindi Jóns Þorlákssonar 18. jiiní. ____________________ .■mt: iW'-> ■ - • *' Á sunnudaginn kemur ganga landsmenn til Alþingiskosninga í fyrsta sinn samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá, sem veitir al- mennari kosningarrjett en áður var hjer, og' jafnari rjett. í fyrsta sinn getur nú hver einasti kjós- undi gengið að kjörborðinu með fullri vissu um það, að atkvæði hans kemur til greina við skipun Alþingis, ef hann ónýtir það ekki sjálfur. í mínum augum er stjórnarskrár breytingin og hin nýja kosningar- aðferð engan veginn gallalaus. Hún mun venjulega leiða af sjer töluverða fjölgun þingmanna, sem út af fyrir sig var alveg' óþörf, •og hinsvegar er þó ekki nægileg trygging fyrir því, að kosningar- rjetturinn reynist jafn. En þetta getur staðið til bóta síðar meir, ef reynslan leiðir í ljós brýna þörf á því. Baráttan fyrir hinum fengnu umbótum var háð undir forvstu Sjálfstæðisflokksins, sem bai' fram ■og helt hátt merki jafrirjettis og rjettlætis. Alþýðuflokkurinn fylgd ist nokkurnveginn með í sókninni, en Framsóknarflokkurinn einn. lielt , uppi áridstöðunni, tók að sjer að halda uppi vörnum fyrir misrjetti og- ranglæti. Afleiðingar þessarar misjöfnu aðstöðu eru þegar að nokkru komnar fram á undan kosningunum. Sjálfstæðisflokkur- inn sækir á í öílum kjördæmum landsins með fullri Jsigrirvissu. Alþýðuflokkurinn gerir sjer vonir um að halda í horfinu, en Frani- .sóknarflokkurinn er gjörsamlega tvístraður og dottinn sdndur í duft, svo að síðustu leifar hans eiga ekki annað eftir en að losa sig við nafnið, til þess að reyna að láta syndir * fortíðarinnar gleymast með því. Þannig- fer í óspiltu þjóðfjelagi fyrir hverjum þeim flokki, sem reynir að halda sjer við völd með því að verja rangan málstað. Hættan af Smáflokkunum. Hinum rýmkvaða og jafnaða kosning'arrjetti fylgir þó ein liætta, sem jeg finn sjerstaka ástæðu til að vara landsmenn við nú fyrir kosningarnar. ‘Hættan er sú, að þjóðin og þing.ið uppleys- ist í smáflokka, og úr þessum mörgu og smáu flokkum Aærði óstarfhæft þing, sem ekki g.etur skapað landinu mejrihlutastjórn nema með siðspillandi verslunar- braski milli smáflokka og þá eink- um milli forýstumanna þeirra. Vjer höfum sjeð þess dæmi meðal nálægra og náskyldra menningar- þjóða á síðari árum, að þar sem svona hefir tekist til, þingið orð- ið óstarfhæft samsafn af mátt- vana smáflokkum, þar hefir landsfólkið á fám árum orðið s\’o leitt á spillingunni og úrræða- leysinu, ,sem þessu ástandi fylg'ir, að það hefir orðið þ\Tí fegnast að fleygja úr hönduöi sjer þeim rjetti til þess að ráða sjálft málum sín- um, se» tbi»n almenni kosningar- rjettur veitir, og taka' við ein- hverskonar einveldi, sem getur skapað la*«lÍHu nægilega styrka Jón Þorláksson. stjórn, en fer jafnframt alveg með umráðarjett almennings yfir velferðarmálum sínum. Þessi dæmi eigum vjer nú að láta oss verða til varnaðar, og minnast þess, að farsæl þingræðistilhögun útheimtir það, að á hverjum tíma sje til einn flokkur nægilega sterkur til þess að fara með völdin og bera fulla ábyrgð á meðferð þeirna. Svo er }>að verkerni hinna óháðu og hugsandi kiósenda í landinu að skipta um þennan meirihluta svo oft, sem ])eim þykir þnrfa, jafnvel við hverjar kosningar, ef sá meirihluti, sem fyrir var, þykir ekki reynast nógu vel. Jeg vil þess vegria vara lands- menn við því, að ónýta atkvæði sín með því að fleygja þeim í smáflokkana, eða búa fejer til óstarfhæft þing með því að efla smáflokkana svo, að þeir komi þó einhverjum mönnum að. Misfellurnar í Bruna- bótafjelaginu. Þó rnjer sje það ekki sjerlega geðfelt, verð jeg að minnast ofur- lítið á þær misfellur í meðferð opiribers fjár undir stjórn Fram- sóknarflokksins, sem gerðar hafa verið að blaðamáli hjer í Reykja- vík undanfarna daga, og þá fyrst gruninn um misfellur á meðferð sjóðs Brunabótaf jelags íslands, undir stjórn Halldórs Stefánsson- ar. -Teg er neyddur til að minnast á þetta vegna ]>ess, að reynt hefir verið að búa til úr þessu árásar- efni á Magnús Guðmundsson ráð- herra, en það er með öllu rangt, eins og jeg nú skal gera grein fyrir. Það mun nú vera rúmt ár síðan mjer fyrst barst til eyrna, að með- ferðin á sjóði Brunabótafjel. mundi ekki vera eins og vera bæri. Sög- urnar voru tvær. Onnur var sú, að Halldór Stefánsson hefði varið nokkru af fje sjóðsins til útlána handa nánustu ætting'jum sínum á þann hátt, að fremur virtist litið á ættingjanna hag en rjetta með- ferð hiris opinbera sjóðs. Jeg gat þegar sannfært mig um, að þessi sagan var byggð á nokkrum rök- um, því að skuldabrjef, sem inn- færð voru í veðmálabækur Reykja víkur. báru vitni um þetta. Hin sagan var um stórfeldari misnotk- un, en hún var rakin til heimildar. sem jeg fyrir rnitt deyti þorði ekki að treysta, en liafði ekki heldur nein gögn til að vefengja. Þetta var um þingtímann, og jeg' velti því dálítið fyrir mjer, hvort jeg ætti að bera fram fyrirspurn út af þessu opinberlega í þinginu, eða fara aðra leið. Eftir athugun á þessu fanst mjer það vera efa- samt, hvort rjett væri að setja mannorð forstjórans í hættu með opinberri fyrirspurn í þinginu, ef hinar þyngri ásakanirnar skyldu reynast rangar. Jeg kaus því þá leiðina, að nota mjer þá aðstöðu, að flokkur minn átti einn mann í ráðuneytinu, til þess að heimta rannsókn á málinu. Jeg sneri mjer því til Magnúsar Gugmundssonar ráðherra, sagði honum frá því er mjer hafði bor- ist til eyrna, og fór fram á það, að liann hlutaðist til um að rann- sókn færi fram á þessu. Nú er sjóðg'æsla Brunabótafjelagsins embættismál, sem heyrir undir íjármálaráðherra. Magnús Guð- mundsson fjekk því framgengt, eins og jeg fór fram á, að rann- sókn var látin fara fram, af lög- giltum endurskoðendum að jeg held. Þeir liafa gefið skýrslu um rannsóknina til fjármálaráðuneyt- isins, eins og þeim bar. Þaðan hef- ir hún ekki borist til ráðuneytis Magnúsar Guðmundssonar, og hann því ekki liaft aðstöðu til þess að gjöra neitt frekara í mál- inu. Mjer hefir verið sagt, að eftir móttöku skýrslunnar hafi fjármálaráðuneytið fundið ástæðu til að gefa forstjóra Brunabóta- fjelagsins einhver fyrirmæli eða reglur um ávöxtun sjóðsins fram- vegis, en að ekkert hafi verið aðhafst út af því, sem á undan var gengið. En reglurnar um á- vöxtun og varðveislu þessa fjár voru raunar áður til, bæði í lögum Brunabótafjelagsins og í skráðum og óskráðum almennum reglum um vörslu opinberra sjóða. Jeg álít að skýrsla endurskoðendanna eða rannsóknaranna í þessu máli verði nú að koma fyrir al- mennings sjónir. Ef forstjórinn, sem er í kjöri við þessar kosning- ar, álítur að hún hreinsi sig, þá á hann að krefjast birtingar á henni þegar í stað. Annars má það gjarnan bíða fram yfir kosning- arnar að mínu áliti. En sje um misfellur að ræða. má það ekki koma fyrir að þær verði þaggaðar niður. Ef einhverjir eru sekir. verða þeir að taka út sínar refs- ingar alveg án flokksgreinarálits. Öll stjórnarfarsleg velferð þjóðar- innar er í voða, ef sú meðvitund kemst inn lijá trúnaðarmönnum þjóðarinnar og almenningi, að af- brotamönnum á þessu sviði sje við engu hætt, ef þeir hafa stjórn- málafylgi sjer til verndar. , Meðferð á fje Lands- verslunarinnar. Jeg liefði nú eltki gert þetta málefni forstjó’ra Brunabótaf je- lag'sins að umtalsefni opinberlega nú fremur en áður, ef það væri ekki þegar orðið að blaðamáli, vegna þess að jeg tel heimildirnar fvrir sumu af því, sem á liann er borið, of vafasamar. En jeg hefi svo skilríka heimild um mis- brúkun opinbers fjár á iiðrum stað undir verndarvæng Fram- sóknarstjórnarinnar, að jeg hika ekki við að bera hjer frain kröfu ! um opinbera rarinsókn á því máli. Það er um meðferð á fje Lands- verslunarinnar sálugu, eftir að hún sjálf var lögð niður. Jeg hefi heyrt á skýrslu skil- rílts og vandaðs handiðnaðarmanns hjer í bænum það, að í janúar 1929 voru af fje þessarar opin- berú stofnunar lánaðar út gegn fasteignaveði 15 þús. ltr. til 4 ára. En skuldunautur var látinn gefa út skuldabrjef i'yrir 18 þús. kr., og varð auk ])ess að borg'a milligöngumanni 800 kr. í ómaks- laun. Skýrsla um þetta var send fjármálaráðuneytinu í febrúar síðastliðnum, og- hún átti að vera nægilegt tilefni tif opinberrar rannsóknar, en mjer vitanlega hefir ráðuneytið ekkert aðhafst í málinu. I nafni opinbers vel- sæmis krefst jeg nú rannsóknar á því, með hvaða heimild þessu fje ríkissjóðs hefir verið varið til útlána með fáheyrðustu okrara- kjörum. Einnig krefst jeg rann- sóknar á því, hvað orðið hafi af mismuninum milli þess, sem út var lánað og endurborgað, eða þess- um þrem þúsund krónum. Jeg hefi ástæðu til að ætla að þær hafi ekki verið tilfærðar Landsverslun- inni eða ríkissjóði sem gróði af okurstarfsemi, heldur hafi þær runnið í aðra vasa. Og loks krefst jeg' rannsóknar á því, hvort eitt- hvað meira hafi verið framkvæmt af þessu tægi, t. d. hvort eitthvað meira af þeirri fúlgu, sem í árs- lok 1931 var talið sem ,,verð- brjefaeign“ hjá búi Landsverslun- arinnar, hafi verið ámóta þokka- lega tilkomið. Til sþýringar skal ]>es,s ge'tið, að hinn 1. jan. 1932 mun sjóður þessi, hafa verið tek- inn úr vörslum þeirra, sem áður liöfðu liann undir liöndum, og lagður undir skrifstófustjórann í fjármálaráðuneytinu, og er alveg útilokað að nokkrar misfellur hafi átt sjer stað síðan. Engum af innheimtumönnum Lándsverslun- arinnar er heldur lijer til að dreifa, heldur þeim, sem tóku við hinu innheimta fje og áttu að varðveita það eða skila því í ríkis- sjóð. Fjárhagur ríkissjóðs. Því miður hefir þjóðin ástæðu til þess að vera að ýmsu leyti áhyggjufull um framtíð sína, þegar hún nú gengur til þessara kosninga. Fjárhagur ríkissjóðs er kominn fram á heljarþröm veg'na gengdarlausrar óstjórnar í tíð Framisóknarstjórnarinnar, og vegna erfiðs árferðis fyrir at- vinnuvegina síðan samsteypu- stjórnin tók við. Og jafnframt eru atvinnurekendur landsins, til sjávai/ og#sveita, orðnir svo að- kreptir af taprekstri og skuldum, sem stafa jöfnum höndum af há- sperinuæði stjórnarinnar í góðær- inu 1928—30, og af verðfalli af- urðanna síðan, að skuIdaba.Jið ei nú erfiðara fyrir þá, en dæmi eru. til áður. Og svo lendir skulda- basl ríkiSsjóðsins á þessum siimu atvinnurekendúm í ofanálag á þeirra eigin byrðar. Engu öðru er til að dreifa en atvjnnurekstri landsmanna til þess að standa undir opinberum gjöhlum og op- inberri skuldabyrði. Landsmenn verða að íhug'a það rneð fullri alvörugefni, og án þe.ss að láta á nokkurn liátt blindast af undan- gengnu flokksfylgi, á Iivern hátt þeir geti best fundið leiðirnar út úr þessum vandræðum. Um fjárhagsástand ríkissjóðs skal jeg vera fáorðnr, af því að Kleins kjötfars reynist best. Baldursgötu 14. Sími 3073. Athugið. Ágætt smjör, y2 kg. 1.60 Ný egg 12 aura. Alexandra kveiti, kg. 0,35 og í smápokum, 5 kg. 1.75 pokinn. Fyrsta flokks harðfiskur og allar aðrar vörur eftir þessu. Versl. Bjðrninn. 3ergstaðastræti 35. Sími 4091. Nýkomið: Blómkál, Gulrætur Tröllasúra, Agúrkur og Tomatar. Lækkað verð. Alt í matinn er best að kaupa á Sólvallagötu 9. Sveinn Porkelsson. Sími 1969. Hilmar Thors lögfræðingur. Hafnarstræti 22. Sími 3001. Skrifstofutími: 10-12 og 2-5. svo rækilega liefir vefið gerð grein fyrir því áður af hálfu Sjálfstæðisfloklcsins, m. á. í ýtar- legri ritgerð í tímaritinu Stefni, eft.ir Magnús alþm. Jónssori. Jri'g skal aðeins bæta fáeinum upp- lýsingum þar við. Sem stendur skuldar ríkissjóður Landsbank- anum um 3 milj. kr., líklega að mestu eða öllu hreinair' lausa- skuldir, og þessi skuldasúpa lam- ar sem stendur mjög getu Lands bankans til þess að sinna láns- þörfurn atvinnulífsins í landinu, og herðir auk ]>ess mjög á eklunni á erlendum gjaldeyri. í einum af stórbönkunum í Kaupmannahöfn er bókfærð mjög stór skuldasúpa, sem ríkissjóður er talinn bera ábyrgð á, og stafar frá þrotabúi síldareinkasölunnar sálugu. Jeg efast um að ,sú upphæð sje ennþá komin inn í landsreikning, eða á nokkra skuldaskrá ríkissjóðs. Jeg var nýlega á ferð erlendis t.if ]>ess að undirbúa lántöku til virkj- rinar Sogsins. Allir, sem jeg ræddi við um það mál, luku upp einum munni um það, að fyrirtækið væri ágætlega undirbúið og fjárhagsaf- koma þess öldungis trygg, þar sein núverandi tekjuafgangur Iiafmagnsveitu Reykjavíkur nægir ti! ]>e.ss að bera allan kostnað af rekstri, viðhaldi og skuldagreiðsl- um hins nýja fyrirtækis. Aðeins ein efasemd kom fram, en liennar varð því miður vart nokkuð víða. Hún var þessi: Eru íslendingar færir um að standa straum af meiri erlendum skuldum, en nú hvíla á þeinv? Geta þeir mist meira af þeim erlenda gjaldeyri, .sem árlega tilfellur fyrir útflutnings- vörur þeirra, upp í vexti og af- borganir af erlendum lánum, heldur en það sem þeir verða nú að láta vegna núverandi skulda? Þola ]>eir að bæta við sig erlendri slculd, þó fjenu sje varið í arð- berandi og- f járliagslega trygt fyr-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.